Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 37 Stjórn Vestur-Þýskalands í skotmarki gagnrýninnar — eftir Elínu J. Jónsdóttur Richter Um þetta leyti árs er oft mikill skortur á eftirtektarverðum frétt- um úr stjórnmálaheiminum hér- lendis, svo að blaðamenn grípa fegins hendi það, sem berst. En jafnvel þótt sumarhlé sé hjá þing- mönnum, er ýmislegt á seyði, þannig að blaöamenn þurfa ekki aö kvarta. Við nánari umhugsun hallast ég helzt að því, að það sé sem fæst að frétta af þeim vett- vangi — það er orðið sjaldgæft að maður heyri nokkuð jákvætt. Þann 12. maí sl. fóru fram kosningar til fylkisþinga tveggja fylkja sambandslýð- veldisins: Nordrhein-Westfalen og Saarland. Nordrhein-West- falen er fjölmennasta fylki Þýzkalands, en Saarland er eitt hið minnsta og fámennasta. Eitt eiga þó bæði sameiginlegt: at- vinnuleysið er ógnvænlegra í þessum fylkjum en annars stað- ar. Fylkiskosningar eru álitnar endurspegla hug kjósenda í garð ríkisstjórnarinnar, og jafnvel þótt kosningar til sambands- þingsins eigi ekki að fara fram fyrr en vorið 1987, var úrslita fyrrnefndra kosninga beðið með mikilli eftirvæntingu. Og kvitt- unin fyrir dugleysi stjórnar- flokkanna lét ekki á sér standa: í báðum fylkjunum var ósigur kristilegra demókrata (CDU/ CSU) svo hrikalegur, að slíkt á sér vart dæmi í sögu sambands- lýðveldisins. Sá flokkur, sem mest hagnaðist á þessu hruni, var að sjálfsögðu hinn eilífi keppinautur: SPD, flokkur sós- íaldemókrata. í Nordrhein— Westfalen hlaut hann m.a.s. hreinan meirihluta og situr nú einn í fylkisstjórninni með Jo- hannes Rau í broddi fylkingar. í Saarland er sömu sögu að segja, en þar hratt sósíaldemó- kratinn Oscar Lafontaine fyrir- rennara sínum, sem tilheyrir kristilegum demókrötum, úr sessi. Báðir þessir menn, Jo- hannes Rau og Oscar Lafontaine eru persónuleikar, sem tekið er eftir, og ef vald flokks þeirra á eftir að rísa hærra í náinni framtíð, verður það vafalaust að miklu leyti þeim að þakka. Oscar Lafontaine er af mörg- um flokksbræðrum sínum talinn helzt til vinstrisinnaður. En það er öllu heldur framkoma hans, sem veldur vinsældum hans — eftir því, sem mér skilst, talar hann enga tæpitungu ef svo ber undir. Og það er einmitt það, sem fólk vill heyra: hressilegt, skiljanlegt mál, en ekki þetta eilífa ruglingsblaður, sem flestir stjórnmálamenn temja sér. Það er eins og enginn snúi sér að stjórnmálum nema þeir, sem geta talað í belg og biðu án þess að segja neitt — sem er auðvitað hæfileiki útaf fyrir sig. Johannes Rau er aftur á móti stillilegur maður, sem virðist kunna að halda í taumana. Hann er glaðlegur, en samtímis traustvekjandi. Allt útlit er fyrir það, að hann verði út- nefndur kanslaraefni flokks síns fyrir næstu kosningar til sam- bandsþingsins, en sú útnefning fer fram á flokksþinginu í sept- ember. Síðan fyrrgreindar kosningar fóru fram, er mikið rökrætt um það, hvort stjórn Helmuts Kohl muni falla fyrir lok kjörtíma- bilsins, eða hvort stjórn CDU/ CSU og FDP haldi velli og kanslaraskipti verði, eða hvort við fáum að „njóta" hvors tveggja í tvö ár í viðbót. — Það fer ekki á milli mála, að úrslit fylkiskosninganna voru ótvíræð bending til kanslarans, en hitt er annað mál, hvort hann lætur sér hana að kenningu verða. Ef litið er í raðir ráðherranna, er ekki furða, þótt traust til ríkisstjórnarinnar fari dvin- andi. Tökum til dæmis póst- og símamálaráðherrann, Schwarz-Schilling: í ráðherratíð hans hefur póstþjónustunni hrakað svo, að haft er á orði, að póstflutningar með hestvögn- um fyrrum hafi verið fljótari en nú. — En annað og meira veldur, að hann hefur beðið álitshnekki. Áður en leið hans lá til ráðherratignar, var hann forstjóri fyrirtækis, sem er í eign hans og fjölskyldu hans. Fyrirtæki þetta framleiðir raf- hlöður, en eins og allir vita, eru hættuleg efni notuð til þeirrar framleiðslu, svo að gæta verður mikillar varúðar til að forðast mengun. Nýlega kom í ljós, að fyrirtæki ráðherrans, eða öllu heldur ráðamenn, hefur alls ekki viðhaft nægilegar varúðar- ráðstafanir, svo að jarðvegurinn á stóru svæði umhverfis fyrir- tækið er nú bráðeitraður. — Minna mætti tilefnið til afsagn- ar vera, en ekki þó í stjórn Kohls kanslara. Schwarz-Schilling sit- Helmut Kohl kanslari — þreyttur á þvarginu? ur sem fastast, eins og ekkert hafi í skorizt. En Schwarz-Schilling er ekki fyrsti ráðherrann, sem hefði þurft að víkja. Skemmst er þess að minnast, er Manfred Wörner, varnarmálaráðherra, varð öllu liðinu til háborinnar skammar í sambandi við Kiessling-málið; aðeins þrem mánuðum áður en Kiessling, velmetinn hershöfð- ingi, átti að fara á ellilaun, var hann rekinn með skömm úr hernum, sakaður um kynvillu. Síðar kom í ljós, að ásakanir þessar áttu ekki við rök að styðj- ast, og Kiessling fékk uppreisn æru. Wörner „þótti þetta leitt", en sá enga ástæðu til að taka á sig ábyrgðina — og situr enn í ráðherrastóli. Efnahagsmálaráðherrann fyrrverandi, Lambsdorff greifi, úr flokki frjálsra demókrata, dró í lengstu lög að segja af sér, eða þangað til hann var opin- berlega ákærður í sambandi við Flick-peningagjafamálið. Eftir- maður hans og flokksbróðir, Martin Bangemann, virðist ekki vera mikill atkvæðamaður, en hann gerir ekki mikið af sér, enn sem komið er. Nú er hann svo óheppinn, að nánasta sam- starfskona hans og fyrrverandi einkaritari er sterklega grunuð um njósnir. Hún hvarf skyndi- lega og sporlaust fyrir nokkrum dögum, og við rannsókn íbúðar hennar fundust gögn, sem bentu eindregið til njósnastarfsemi fyrir Austur-Þýzkaland. Síðustu fréttir eru þær, að leyniþjónusta Johannes Rau — stjarna SPD-flokksins. Verður hann næsti kanslari Vestur-Þýzkalands? Austur-Þýzkalands hafi laumað henni yfir í vestrið undir fölsku nafni fyrir u.þ.b. 30 árum. Hvernig henni tókst síðan að næla sér í svo mikilvæga stöðu, veit ég ekki, en eitt er víst, að hún hefur haft aðgang að leyni- skjölum í mjög langan tíma. Og svo er það höfuðpaurinn sjálfur, Helmut Kohl kanslari. Honum þykir afskaplega gaman að vera kanslari, brosir sínu breiðasta og boðar bjartsýni. Annað gerir hann ekki. Hann er Reagan Bandaríkjaforseta hlýðinn og undirgefinn, en hirð- ir lítið um að leggja rækt við góða sambúð við lönd Austur— Evrópu, og þar á ég sérstaklega við Sovétríkin. Jafnvægið hefur því nokkuð farið úr skorðum síðan hann tók við. Þessi maður hefur ekki nokkra hæfileika sem stjórnmálamaður og því síður til kanslaraembættisins, og mér er það hulin ráðgáta, hvernig hann hefur náð svona langt. Það liggur við, að maður skammist sín fyrir hann, ef hann fer út fyrir landamærin. Það eru ekki einungis flokks- menn og fylgismenn stjórnar- andstöðunnar, sem gagnrýna Helmut Kohl, heldur kemur gagnrýnin ekki síður úr röðum hans eigin manna. Það er af- skaplega langt síðan ég hef heyrt einhvern lýsa trausti sínu og aðdáun á honum. Þess vegna er spurningin, hvort honum tekst að sitja út kjörtímabilið. En sennilega getur hann verið nokkuð öruggur — a.m.k. næstu vikurnar eða mánuðina — því að staðreyndin er sú, að flokkur hans er ófær um að tilnefna eftirmann fyrir hann. Þar er sem stendur engan persónuleika að finna, sem er hæfur eða reiðubúinn til að taka við emb- ættinu — þótt flest væri betra en Helmut Kohl að mínu áliti. Ekki er hægt að tala um stjórnmál Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands án þess að minnast á Franz-Josef Strauss, formann kristilega systur- flokksins (CSU) í Bayern og forsætisráðherra fylkisins. Hann hefur enn mjög mikil áhrif innan beggja flokkanna, þótt CDU-menn viðurkenni það alls ekki. Eftir ýmsum athuga- semdum hans að dæma hefur hann aldrei haft mikið álit á Helmut Kohl, þótt svo eigi að heita, að Strauss styðji hann og stjórn hans. Sagt er, að vald Franz-Josefs Strauss sé svo mikið, að engin ákvörðun sé tekin, sem hann er á móti. En það er nú trúlega orðum aukið. Þegar ég lít yfir þessar línur, sé ég, að ég hef gerzt margorð um það, sem miður fer. En það er nú svo, að þótt maður reyni eftir megni að líta hlutlaust á málin, er skelfing fátt, sem þessi stjórn hefur komið í betra horf. Atvinnuleysið hefur ekki minnkað og mun tæplega minnka næstu árin, en lausn þess er svo sannarlega forgangs- verkefni. Hins vegar er reynt að sannfæra okkur um það, hversu mikill sigur það er, að tala atvinnuleysingja hefur ekki hækkað í tvö ár. Það er ekki sama, frá hverju sjónarhorni málin eru litin og útskýrð. En eitt hefur þessari ríkis- stjórn þó tekizt: að styrkja og efla stöðu efnahagslífsins. Það má segja, að efnahagslifið blómstri, og hinu mikla gjald- þrotatímabili virðist vera lokið. Þeir, sem hafa vinnu á annað borð, hafa það betra en áður, en aftur á móti bætir þessi endurlífgun ekki úr hinu þrúg- andi atvinnuleysi, en það má víst rekja til síaukinnar tækni og framfara. Einnig hefur fjár- hagur ríkisins mikið batnað, en því miður oft á kostnað hinna veiku og smáu, þar eð opinber hjálp til þurfafólks og atvinnu- lausra hefur verið skorin mikið niður. Samt sem áður má segja fjármálaráðherranum, Gerhard Stoltenberg, til hróss, að honum hefur tekizt að koma sæmilegri reglu á fjármálin, sem voru í mikilli óreiðu, er hann tók við. Elín J. Jónsdóttir Richter er b ú- sett í Y-Þýzkalandi og hefur áður skrifad fréttagreinar í Morgun- blaðið. STÝRIKERFI EINKATÖLVA STÁLFSIÆÐUR ? Leiöbeinandi: Bjöm Guömundsson, kerfisfræðingur Innan þeirra fyrirtækja er nota einkatölvur er nauðsyn að hafa starfsmenn með þekkingu á innviðum og búnaði tölvukerfisins. Tilgangur MS.DOS námskeiðanna er að gera starfsmenn sem hafa umsjón með einkatölvum sjálfstæða í meðferð búnaðarins. Þátttakendum er veitt innsýn í uppbyggingu stýrikerfa og hvernig þau starfa. Farið er yfir allar skipanir stýrikerfisins og hjálparforrit þess. Kennd verður tenging jaðartækja við stýrikerfi og vél og rætt um öryggisatriði og daglegan rekstur.________________________ ■ Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.