Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 Hvað segja þeir um kvótakerfið og mögulegar veiðar nú úr næsta árs kvóta? Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Samherja hf. á Akureyri: Sóknarmarkið verði raunveru- legur valkostur „AÐ MÍNU mati takmarkar kvóta- k<*rfið óeðlilega athafnafrelsi ein- stakra skipstjóra og útgerðarmanna. Auövitað þarf að stjórna veiðunum á einhvern hátt en ég tel að það verði að gera með því að gera sóknarmark- ið þannig úr garði aö það verði raun- verulegur valkostur fyrir þá sem ekki vilja nota aflamarkið og þeir geti þannig átt kost á að sanna getu sína og unnið sig upp,“ sagöi Þor- steinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja hf. á Akur- eyri, sem gerir út frystitogarann Akureyrina. „Það er alveg ljóst að við verðum að hafa stjórn á veiðunum áfram en alltaf má deila um leiðir. í þessari ályktun vestfirsku fram- sóknarmannanna hef ég ekki séð að þeir bendi á hvað á að koma í staðinn ef kvótakerfið verður af- numið," sagði Þorsteinn þegar leit- að var álits hans á ályktun kjör- dæmisráðs Framsóknarflokksins á Vestfjörðum um afnám kvótakerf- isins. Þorsteinn sá ekkert athugavert við það að menn fengju að nota hluta af aflakvóta næsta árs fyrir áramót, ef það væri gert í tak- mörkuðum mæli. Hins vegar leysti slíkt engan vanda, heldur væri það fres.tun á honum. „Ég harma það hvernig einstak- Þorsteinn Már Baldvinsson ir menn deila á fiskifræðingana því ég tel að þeir vinni eftir sinni bestu sannfæringu. Hins vegar er full ástæða til að taka mark á þeim skipstjórum sem lengi hafa veitt á Vestfjarðamiðum. Fiski- fræðingarnir hafa ekki hlustað nóg á þá og hafa af þeim sökum fengið á sig gagnrýni sjómanna. Ég held að þessir aðilar hefðu ákaflega gott af því að ræða meira saman," sagði Þorsteinn þegar leitað var álits hans á gagnrýni sjómanna á mati fiskifræðinga á fiskistofnunum. 1274 Skiptar „EINS og komið hefur fram í fréttum Morgunblaðsins, hefur sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, varpað fram þeirri hugmynd, að yrði fiskveiðistefnan mörkuð til þriggja næstu ára til dæmis, kæmi hugsanlega til greina að leyfa tilfærslu á aflakvóta næsta árs yfir á síðustu mánuði þessa. Hann segist þó ekki vera að mæla þessu bót. Talsverðar umræður hafa átt sér stað skoðanir meðal hagsmunaaðilja í sjávarútveginum að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Skiptar skoðanir eru bæði um hugmynd ráðherrans og um það hvort halda beri áfram takmörkunum veiða í formi kvótakerfis. Morgunblaðið ræddi vegna þessa við 10 útgerðarmenn og skipstjóra og innti þá álits á hugmynd Halldórs Ásgrímssonar og stöðu kvótakerfisins. Fara svör þeirra hér á eftir: Eiður Sveinsson, skipstjóri á Sunnutindi frá Djúpavogi: Engin ástæða til að gefa eftir ,MÉR finnst engin ástæða til að fara að gefa eftir af þeim kvóta sem settur hefur verið. Menn hafa vitað allt árið hvað þeir mega veiða á árinu og gátu skipulagt veiðarnar út frá því,“ sagði Eiður Sveinsson skip- stjóri á skuttogaranum Sunnutindi frá Djúpavogi í fyrradag, en hann var þá á veiðum á Digranesflaki. „Þeir sem eru búnir með kvót- ann eru búnir að sækja á fullu allt árið og ef farið verður að gefa eftir, með því að gefa þeim kost á meiri kvóta, bitnar það eingöngu á öðrum. Þá fara þeir halloka sem hafa stjórnað veiðum sínum. Það færi allt í tóma ringulreið við þetta því allir myndu flýta sér að klára kvótann til að geta byrjað að jarma eins og hinir," sagði Eiður. Eiður bar sig vel þó Sunnutind- urinn væri að verða búinn með kvótann, ætti ekki eftir nema 110-120 tonn af þroski, sem sam- svarar hálfs mánaðar veiðum að sögn Eiðs. Hann bjóst við að fara á rækjuveiðar ef ekki fengist keyptur meiri kvóti. Ekki leist honum þó á það að fara að veiða upp í kvóta næsta árs. „Mér finnst það ekki ná nokkurri átt að láta undan svona þrýstingi. Þetta verð- ur aðeins til þess að menn verða búnir með aflakvóta næsta árs í maí og verða þá farnir að kvarta aftur," sagði Eiður þegar leitað var álits hans á þeim hugmyndum Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra að heimila veiðar á hluta aflakvóta næsta árs fyrir áramót. Það var skoðun Eiðs að kvóta- kerfið hefði gert það gagn sem vonast var til í upphafi. Hins vegar væri viðmiðunin orðin allt of gömul og nauðsynlegt að aðlaga kvótann reynslunni. Skip sem Eiður Sveinsson gætu selt kvóta hefðu ekkert við svo mikinn kvóta að gera og hann ætti að flytja yfir á þau skip sem þyrftu á viðbót að halda. Eiður sagði að nú væri miklu meira af fiski í sjónum en var fyrir tveimur árum. Hann sagðist ekki hafa það mikla reynslu sjálfur að hann gæti dæmt mikið um fisk- stofnana, en það væri samdóma álit sjómanna að miklu meiri fisk- ur væri í sjónum en verið hefði árum saman. „En við verðum víst að að fara eftir fiskifræðingunum, það skiptir aldrei neinu máli hvað við segjum," sagði Eiður á Sunnu- tindi. Gísli Jónasson, framkvæmdastjóri Samtogs f Vestmannaeyjum: Vitleysa að ætla að færa milli ára „MÉR finnst þetta tóm vitleysa að ætla núna að fara að flytja afla frá næsta ári yfir á þetta. Verði það gert, mun ég krefjast þess að fá að flytja þorskinn, sem við áttum eftir í fyrra, yfir á þetta ár,“ sagði Gísli Jónasson, framkvæmdastjóri Samtogs í Vest- mannaeyjum. „Við áttum eftir þorsk í fyrra og fengum ekki að flytja hann yfir á þetta ár. Vil þá fá hann, verði þetta að veruleika. Það eru alltaf vandræði að þurfa að skammta. Úr því það þarf og við megum ekki veiða ótakmarkað verður eitthvað að gera. Kvótakerfið er ekki verri leið en hver önnur. Sennilega hefur verið eitthvað meira af þorski í sjónum í sumar, en fiskifræðingar spáðu, en hann hefur ekki verið hér fyrir Suðurlandi. Ég held að það sé allt í lagi að lofa fiskinum að koma til hrygningar hér, en að vera ekki að leyfa aukningu fyrir Gísli Jónsson norðan og vestan," sagði Gísli Jón- asson. Gísli Konráðsson, annar framkvæmdastjóra ÚA: Spurning hvort takmarkana sé þörf „ÉG SKIL orð Halldórs Ásgrímsson- ar þannig, að væri hægt að koma sér niður á mörkun fiskveiöistefnu til þriggja ára, sjái hann ekkert óeðli- legt við það, að eitthvað af næsta árs kvóta yrði tekið á þessu ári vegna þess ástands, sem nú hefur skapazt við það að fjöldinn allur af skipum er að verða búinn og er búinn með kvóta sinn. Ég hef ekkert nema gott um þetta að segja og þá er ég auðvit- að að hugsa um hagsmuni Utgerðar- félags Akureyringa. Við erum hér með fjóra togara og það er ekkert gaman að vera með þá aðgerðalausa fleiri mánuði ársins. Hitt er annað mál að þetta gæti komið eitthvað illa við aðra, sem hafa klárað kvótann snemma árs og hafa ekki aðstöðu til að byrja að nýju á þessu ári,“ sagði Gísli Konráðsson, annar fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Akur- eyringa. „Ég hef trú á því að kvótakerfið sé alls ekki svo slæmt út af fyrir sig, ef á annað borð þarf að tak- marka veiðarnar, en það er stóra spurningin hvort takmörkun er þörf eða ekki. Þar eru menn engan veginn sammála og ég ætla mér ekki þá dul að greina þar á milli. Vísindamenn annars vegar og sjó- menn hins vegar eru alls ekki sammála um þetta, en maður freistast nú tölvert mikið til þess Gísli Konráðsson að hlusta á sjómennina. Þeir vita ýmislegt um þessi mál. Miðað við takmörkun sé ég enga stóra van- kanta á kvótakerfinu. Nú hafa menn tvo kosti, aflamark og sókn- armark. Mér sýnist ekkert óeðli- legt við það fyrst skammta þarf á annað borð. Ég get ekki bent á neitt betra, en bezti kosturinn er sá að þurfa ekki að skammta og manni virðist að Vestfirðingar séu á þeirri skoðun að hún sé ástæðu- laus. Ég held líka, að það sé ákaf- Iega hæpið að treysta á það, að með því að skilja fiskinn eftir í sjónum megi ganga þar að honum næsta ár. Það er ekki alveg eins og að sækja sér kartöflur í matinn úr garðinum sínum," sagði Gísli Konráðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.