Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR II. SEPTEMBER 1985 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ftitstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- aistræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlsnds. í lausasölu 35 kr. eintakið. Vandi ríkisstjórnarinnar Isjónvarpsþætti í síðustu viku þar sem Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum, kom fram að við fjárlagagerð fyrir næsta ár verður líklega lagt til að skattheimta ríkisins verði aukin, frá því sem gert var ráð fyrir. Af orðum fjár- málaráðherra mátti þó ráða að ríkisstjórnin ætlar að efna fyrirheit sitt um að fella niður þriðjung af tekjuskatti á næsta ári. Þegar hefur jafnstór hluti, eða 600 millj- ónir króna, verið felldur niður. í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins fyrir kosningarnar 1983 var því heitið að fella niður tekjuskatt af almenn- um Iaunatekjum. Vitaskuld er það svo, þegar um sam- steypustjórnir tveggja flokka er að ræða, þá þurfa báðir að gefa eftir. Vegna andstöðu innan Framsóknarflokksins var sæst á að fella þennan rangláta skatt niður á þrem- ur árum. Fyrir kosningarnar 1979 gaf Sjálfstæðisflokkurinn þau loforð að fella niður ýmsa skatta, er nefndir voru í kosningabaráttunni vinstri skattar. Sumir þeirra eru hins vegar enn við líði, svo sem skattar af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Sjálfstæðisflokkurinn hét því fyrir síðustu kosningar að draga úr eyðslu og út- gjöldum ríkisins, kæmist hann til valda í ríkisstjórn. Við þetta var staðið á síðasta ári þegar útgjöld ríkisins, sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu lækkaði úr tæp- um 30% á fyrra ári í 26,5%. Á þessu ári er aftur á móti Ijóst að það hefur sigið á ógæfuhliðina og er reiknað með að þetta hlutfall fari yf- ir 28%. Auk þess er gert ráð fyrir að halli á fjárlögum verði um 2,5 milljarðar króna og því er ríkisstjórnin neydd til að grípa til ráðstafana. Hvort tveggja kemur til greina: Niðurskurður á út- gjöldum ríkisins og aukin skattheimta. Leið erlendrar skuldasöfnunar er útilokuð, en stjórnarflokkunum hefur ekki tekist að standa við lof- orð sín um að stofna ekki til erlendra eyðsluskulda. í tíð þessarar ríkisstjórnar hafa skuldir íslendinga erlendis aukist. Við síðustu áramót námu löng erlend lán 42,6 milljörðum króna og höfðu aukist um 3,2 milljarða á ár- inu 1984. Svarar þetta til rúmlega 55,3% af vergri þjóðarframleiðslu, sam- kvæmt nýjum reiknireglum Þjóðhagsstofnunar, en var áður talið 61,9%. 1982 var þetta hlutfall rúmlega 42,1% og eftir gömlu reglunum 47,8%. Þá setti ríkisstjórnin í upphafi starfsferils síns, sér það markmið að miða gengi íslensku krónunnar við stöðu atvinnuveganna og jafnvægi í milliríkjaviðskiptum. Þetta hefur ekki náð fram að ganga. Vandi ríkisstjórnarinnar er mikill. Þrátt fyrir góða áfangasigra á ýmsum sviðum efnahagslífsins, hefur henni ekki tekist að halda aukn- ingu ríkisútgjaldanna í skefj- um. Hvað þá að draga úr þeim, eins og að var stefnt. Svo virðist ef marka má fréttir, að ráð ríkisstjórnar- innar sé að afla þess fjár sem nauðsynlegt er til að endar nái saman, með auknum sköttum, en það gengur þvert á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Helst beinast augu manna að hækkun tolla og aðflutningsgjalda, en sú hækkun mun íþyngja al- menningi og atvinnulífinu í landinu. Ágreiningur er milli stjórnarflokkanna um hvort hækka skuli eignarskatt. Sjálfstæðismenn eru því and- vígir, enda eitt af kosninga- fyrirheitum þeirra að eign- arskattur á íbúðarhúsnæði skuli lækkaður. Það var gert á síðasta ári, með lækkandi verðbólgu. í vor var hins veg- ar settur á sérstakur eign- arskattsauki, auk þess sem 1% húsnæðisgjaldi var bætt við söluskattinn, til að mæta erfiðleikum húsbyggjenda. Ekki verður séð á hvern hátt ríkisstjórnin ætlar að mæta aðsteðjandi vanda í ríkisfjármálunum. Markmið hennar um samdrátt í ríkis- útgjöldum hafa ekki náðst, eins og áður hefur verið vikið að. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort stjórnin freistast til að feta hinn breiða veg skattheimtunnar til lausnar vandamálum sínum. Eða hún reyni að fara bil beggja: draga úr útgjöldunum að ein- hverju leyti, en hækka skatta einnig. En eitt er ljóst að braut skattheimtunnar hefur þegar verið gengin til enda, heimili og fyrirtæki landsins þola ekki meiri byrðar, en þau bera nú þegar. Hvað er að gerast í Kína? Hvernig er kötturinn á litinn? — eftir Geir H. Haarde Þær fréttir sem borist hafa um hugsanlegan áhuga Kínverja á fjárfestingum í áliðnaði hérlendis, leiða hugann að þeim breytingum sem orðið hafa í efnahagsmálum og utanríkisstefnu Kínverja und- anfarin ár. Snemma í sumar var 11 manna hópur frá Sambandi ungra sjálf- stæðismanna á ferð í Kína í 16 daga og kynnti sér m.a. þessi mál. Geir H. Haarde hagfræðingur og þáverandi formaður SUS var far- arstjóri í þessari ferð. Hann hefur kennt alþjóðleg hagkerfi við Há- skóla fslands og var einnig í Kína í tvær vikur fyrir tveimur árum. Morgunblaðið hefur fengið Geir til að segja nokkuð frá þeim breyt- ingum sem orðið hafa á efna- hagssviðinu í Kína. „Það skiptir ekki máli hvernig kötturinn er á litinn. Bara að hann veiði mýs.“ Þessi fræga til- vitnun í Deng Hsiao Pi'ng er ein- föld og auðskiljanleg. Hún er jafn- framt lýsandi fyrir það viðhorf sem nú er ríkjandi meðal ráða- manna í Kína og afstöðu þeirra til efnahagsúrræða. Það sem skilar árangri er gott og gilt. Hitt ekki. Þessi stefna þýðir sjálfkrafa, að aðferðum markaðskerfisins er rudd braut, en miðstýrði áætlun- arbúskapurinn verður að þoka. Yf- irburðir markaðsbúskapar yfir hið miðstýrða hagkerfi eru alþekktir, bæði fræðilega og í framkvæmd. Þetta eru kínverskir ráðamenn nú að viðurkenna á borði, þótt enn skorti nokkuð á viðurkenningu í orði. Stefnubreyting Kínverja á efna- hagssviðinu, sem hófst með ýms- um umbótum á árinu 1979, ber vott um mikinn kjark til að horf- ast í augu við staðreyndir og þor til að hverfa frá gömlum kreddum sem ekki fengu staðist. Hvort hinn pólitíski styrkur þeirra, sem nú ráða ferðinni, er nægur til að tryggja að efnahagsumbæturnar nái varanlegri fótfestu veit auð- vitað enginn. Margt bendir þó til þess að svo sé. Þá má vænta þess að hinu aukna frelsi á efnahags- sviðinu fylgi aukið pólitískt frelsi almennings í Kína. Því hljóta allir lýðræðissinnaðir menn að fagna. En í hverju felst hin marg- umrædda stefnubreyting Kín- verja? Því ætla ég að reyna að svara hér á eftir. Auk þeirra upp- lýsinga sem við fengum með við- tölum og á prenti í Kína hef ég stuðst við ýmis gögn frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, en aðildin að honum og Alþjóðabankanum er raunar einn af hornsteinum hinn- ar nýju stefnu Kínverja gagnvart umheiminum á sviði viðskipta- og gjaldeyrismála. Hefur þessi aðild þegar leitt til þess, að allar hag- skýrslur Kínverja eru nú áreiðan- legri en áður og aðgangur að þeim jafnframt greiðari. t sem stytztu máli miða breyt- ingarnar allar að því að draga úr miðstýrðri áætlanagerð í kín- verska hagkerfinu en auka í þess stað hlut svokallaðra leiðbeinandi áætlana. Slíkar áætlanir eru þekktar víða á Vesturlöndum. Ætlun Kínverja er að auka veru- lega þann hluta þjóðarframleiðsl- unnar, sem markaðsöflunum er ætlað að skapa og skipta. Breyt- ingarnar eru því allar í átt til frjálsara hagkerfis, þar sem stefnt er að minni afskiptum yfirvalda af efnahagsstarfseminni. Komið hefur verið á kerfi frjáls- ra samninga um framleiðslumagn og verð í stað fyrirskipana að ofan um þau efni. Bezt þekkt í þessu sambandi er svonefnt „ábyrgð- arskipulag" í landbúnaðarframl- eiðslunni. Það grundvallast á því að ríkið gerir samning við hverja framleiðslueiningu í landbúnaði um framleiðslu á tilteknu magni, sem framleiðandinn ber ábyrgð á að skila gegn ákveðnu, umsömdu verði. Umframframleiðslu getur hann selt á frjálsum markaði á því verði sem þar fæst sér og sínum til hagsbóta. Áður tók ríkið nær alla framleiðsluna á lágu verði, þannig að það var ekki hagur framleið- endanna að framleiða mikið. Jafn- hliða þessu hefur búsetuskipan í sveitum, þar sem 80% þjóðarinnar býr, verið breytt og hinar risast- óru „kommúnur" hlutaðar niður í smærri einingar. Þessar breyt- ingar hafa gefið góða raun og leitt til mjög aukins og fjölbreyttara framboðs á landbúnaðarvöru. í iðnaðarframleiðslunni hefur svigrúm til stjórnenda til að taka sjálfstæðar ákvarðanir verið stór- aukið og þeir jafnframt gerðir ábyrgir fyrir fjárhagslegri af- komu fyrirtækjanna. Útboð fara nú fram í byggingarframkvæmdir, þar sem boðið er fast verð í tiltek- in verk. Lítil einkafyrirtæki hafa verið heimiluð í verzlun og þjón- ustugreinum. Tálmanir í sam- göngum og flutningum milli hér- aða hafa verið fjarlægðar. Við- skipti við útlönd eru ekki lengur miðstýrð frá Peking heldur hafa einstök héruð og fyrirtæki númar heimildir til viðskipta við önnur Geir H. Haarde „Og þær breytingar sem sýnilegar eru á þeim fimm árum sem liðu milli þess sem ég var í landinu bera vott um mikinn árangur. AIls staðar er gífurlega mik- ið byggt og áberandi mikið af stórhýsum. Vestrænir bflar, mest japanskir, hafa rutt gömlu rússnesku farar- tækjunum úr vegi.“ lönd. Yfirvöld sækjast eftir bein- um fjárfestingum erlendra fyrir- tækja á kínverskri grund og hafa mörg stærstu og þekktustu fyrir- tæki heims þegar hafið starfsemi sína og önnur á leiðinni. Skattlagningu fyrirtækja hefur verið breytt í grundvallaratriðum. Nú greiða ríkisfyrirtækin ekki lengur allan sinn tekjuafgang beint í ríkissjóð heldur greiða þau aðeins hluta hans í skatt en geta ráðstafað afgangnum eftir vild til fjárfestinga eða bónusgreiðslna til starfsfólks. Á sama hátt hafa hér- aðs- og sveitarstjórnir fengið meira sjálfstæði til að ákveða út- gjöld sín. Skipulagi bankakerfis- ins hefur og verið breytt. Viljum gera fólkið ríkt Stjórnvöld í Kína virðast ekki hafa neitt allsherjarvegakort að styðjast við á hinni nýju leið efna- hagsumbóta. Þau fara fetið, fikra sig áfram hægt og hægt, halda sig við þær nýjungar sem gefast vel en hætta við aðrar. Á hinn bóginn er alveg skýrt í hvaða átt breyt- ingarnar ganga. Þær ganga allar í þá átt að hag- nýta sér kosti markaðskerfisins með því að ýta undir frjálsari verðmyndun, draga úr miðstýring- unni í atvinnulífinu og hvetja menn til aukinnar hagkvæmni með því að leyfa þeim sjálfum að njóta hluta af ávöxtum hennar. Hugtök eins og hagnaður, arð- semi og hagsýni virðast vera lykil- orð í Kína um þessar mundir. „Við viljum gera fólkið í landinu ríkt,“ sagði einn frammámanna í efna- hagsmálaráðuneytinu í Peking við okkur. Hann útskýrði jafnframt nauðsyn þess, að einstakir þátt- takendur í efnahagslífinu bæru i meiri ábyrgð á eigin störfum, nytu þess sem vel væri gert, en gyldu j þess sem miður færi. Til þess að þeir væru færir um að bera þessa ábyrgð, þyrftu þeir auðvitað að hafa meiri áhrif á ákvarðanir varðandi framleiðsluna og þau störf sem henni tengjast. Markmiðin sem Kínverjar hafa sett sér eru háleit. Þeir hyggjast fjórfalda þjóðarframleiðsluna á tuttugu ára tímabili, frá 1980 til 2000. Um aldamót ætla þeir einnig að vera búnir að komast fyrir frekari fólksfjölgun í landinu, en þá er gert ráð fyrir að í Kína búi 1.200 milljónir manna. Nú er talið að í landinu búi u.þ.b. 1.040 millj- ónir manna. Áherzla er lögð á öran lífskjara- bata almennings í stað uppbygg- ingar þungaiðnaðar. Til þess að gera þetta kleift hefur verið nauð- synlegt að draga úr þætti fjárfest- ingar og framleiðslu þungavarn- ings ýmiss konar gögn þ.m.t. herg- ögn. 1 staðinn hefur verið lögð áherzla á aukið framboð neyzlu- varnings. Meiri áherzla er lögð á hag- kvæmni og bætta nýtingu í fram- leiðslunni. Af þeim sökum hefur notkun hvatningarkerfa verið aukin og ákvarðanir verið fluttar frá stjórnvöldum til einstakra fyrirtækja og framleiðenda. Sú ákvörðun að auka utanrík- isviðskipti Kínverja hefur fært þeim mikinn ávinning, eins og viðskipti milli landa gera raunar alltaf. Þetta sést glöggt á þeim fjölda innfluttra bíla og annars slíks varnings, sem fyrir augu ber í landinu. En stóraukinn innflutn- ingur hefur ekki leitt til viðskipta- halla eða greiðsluerfiðleika við út- lönd, því útflutningur hefur sömu- leiðis stórvaxið. Þannig hefur gjaldeyrisvarasjóður Kínverja farið vaxandi á síðustu árum og erlendar skuldbindingar þeirra eru enn litlar svo og greiðslubyrði af erlendum lánum. Af þessum sökum hafa Kínverjar gott láns- traust á alþjóðavettvangi um þessar mundir sem þeir hagnýta sér þó í litlum mæli og af mikilli varfærni. UmtalsverÖur árangur hefur þegar náðst Þegar spurt er hvernig unnt sé að samræma þær efnahagsum- bætur, sem ég hef lýst og ganga út á aukin markaðsviðskipti og meira einkaframtak, þeim hugmyndum sameignarskipulagsins, sem enn eru að sjálfsögðu opinber hug- myndafræði í Kína, yppta Kín- verjarnir öxlum og setja upp undrunarsvip. „Þið þessir vest- rænu hagfræðingar hafið miklu meiri áhyggjur af þessu en við. Þetta er ekkert mál.“ Og síðan er útskýrt að markaðir á ýmsum sviðum, þ.m.t. í framleiðsluvörum og aðföngum til framleiðslunnar, eigi fullan rétt á sér. Jafnvel einkaeignarréttur geti að vissu marki átt heima í hinum nýja kínverska sósíalisma. Auðvitað er hér verið að skil- greina hlutina upp á nýtt og kalla þá öðrum nöfnum, en Kínverjum er auðvitað frjálst að kalla ýmis grundvallareinkenni markaðs- skipulagsins sósíalisma ef þeim sýnist svo. Við hin vitum betur. En hver hefur árangurinn orðið á þeim sex árum sem liðin eru frá því hafizt var handa um efnahags- umbætur í Kína? Enginn vafi er á því að hann hefur orðið mjög mikill. í Kína var okkur tjáð að lífskjör smábænd- anna hefðu batnað um 100% á þessum tíma en afkoma manna í borgum var sögð 60% betri. Þess- ar tölur koma í aðalatriðum heim og saman við aðrar heimildir, enda verða prósenturnar háar, þegar reiknað er frá lágum upp- hafstölum. Og þær breytingar sem sýni- legar eru á þeim fimm árum sem liðu milli þess sem ég var í landinu bera vott um mikinn árangur. Alls staðar er gífurlega mikið byggt og áberandi mikið af stórhýsum. Vestrænir bílar, mest japanskir, hafa rutt gömlu rússnesku farar- tækjunum úr vegi. Víða sjást heimamenn vera að drösla heim til sín nýtízkulegum heimilistækj- um, sjónvörpum, ísskápum og jafnvel píanóum. Sagt er að sala á sjónvarpstækjum hafi aukizt um 50% á þessu ári og sala ísskápa um 800%. Hvar sem komið er reyna far- andsalar, smákaupmenn og aðrir slíkir að græða peninga á ferða- mönnunum. Slíkt var harla sjald- séð fyrir fimm árum. Útimarkaðir Kínverja hafa einnig náð varanlegri fótfestu, að því er virðist, en þar selja smá- bændur og handverksmenn afurð- ir sínar bæjarbúum á verði, sem að mestu leyti virðist stjórna sér sjálft. En kannski er það hugarfars- breytingin sem er mest áberandi og lýsir sér í því m.a. að formaður Æskulýðssambands Kína stærir sig af því, að nýjasti félagsskapur- inn í sambandinu skuli vera félág ungra kaupsýslumanna; að svína- bóndinn grobbar hástöfum af því að hafa margfaldað persónulegan gróða sinn á skömmum tíma; að ensku- og frönskukennsla í sjón- varpi, sem er mikil og góð, gengur út á að kenna fólki hugtök úr verzlunar- og viðskiptafræðum, hugtök eins og hámarksafköst, jaðararðsemi, hagkvæmnisrann- sókn og afborgunarskilmálar. Ráðamenn í fyrirtækjum sem við hittum í Kína sögðu mjög opinskátt, að þeir vilji hafa sem mest samstarf við erlend fyrir- tæki og skilji vel að þau vilji hagn- ast. „Það skiptir ekki máli hvaða form er haft á samstarfi við út- lendinga, bara ef báðir aðilar hagnast á samstarfinu," var sagt við okkur. Okkur var einnig sagt fullum fetum, að það sem Kína hefði sér helzt til framdráttar í alþjóðlegri samkeppni væri hið ódýra vinnuafl sem stórfyrirtækj- um, sem þar hæfu starfsemi, byð- ist. Kínverjar hafa komið upp nokkrum svokölluðum „sérstökum efnahagssvæðum” (Special Econ- omic Zones) við ströndina og kom- um við til eins slíks í ferðinni. Þar eru erlendum fyrirtækjum boðnir fjárfestingarmöguleikar með ýms- um fríðindum að því er varðar skatta, tolla og annað er ráðið get- ur úrslitum um hag nýrra fyrir- tækja. Er þegar orðin mjög blóm- leg starfsemi á þessum svæðum og mest framleiddar vörur til út- flutnings, en að hluta til einnig til nota í Kína. Fær hægri höndin starfsfrið fyrir þeirri vinstri? En þótt allar þessar breytingar séu umfangsmiklar og geti haft víðtækar afleiðingar er samt mik- ilvægt að missa ekki sjónar á því grundvallaratriði að í Kína er enn ríkisrekinn áætlunarbúskapur og sameignarskipulag. Það sem skiptir mestu máli að mínum dómi er það, hvert verður framhald þróunar undanfarinna ára. í því sambandi vakna tvær spurningar. Hin fyrri er einfaldlega: Fær þessi þróun að halda áfram? Með öðrum orðum, mun þessi atburðarás verða stöðvuð af pólitískum ástæð- um vegna innri deilna meðal ráða- manna í Kína? Fær hægri höndin vinnufrið fyrir þeirri vinstri? Þessi spurning er ofur eðlileg í ljósi þeirra öfgakenndu stefnu- breytinga, sem orðið hafa með nokkuð reglulegu millibili í Kína allt frá byltingunni 1949. Það er ljóst, að ábyrgari menn í landinu eru bæði varkárir við að spá um framhaldið og á verði gagnvart því að breytt verði um stefnu á ný. Það er viðurkennt að nokkur hluti forystumanna kín- verska kommúnistaflokksins, þeir sem taldir eru lengst til vinstri, hefur aldrei sætt sig við þær breytingar í frjálsræðisátt, sem Deng hefur beitt sér fyrir. Þessi hópur manna bíður auðvitað eftir því að eitthvað fari úrskeiðis, að Deng misstígi sig, svo þeir geti hrifsað völdin og breytt um stefnu á ný. Það er þess vegna ekki bara með tilvísun til efnahagsbreytinganna sem áðurnefndur ráðamaður í efnahagsráðuneytinu sagði við okkur: „Við göngum á þunnum ís og verðum að taka hvert skref fram á við af mikilli varfærni." Hann átti að sjálfsögðu einnig við það, að afdrifaríkt gæti verið að misstíga sig pólitískt á þessari braut. En einmitt vegna þessarar hættu hefur Deng Hsiao Ping kannski farið hraðar fram með efnahagsumbæturnar en ella, ekki sízt vegna þess að hann gerir sér grein fyrir því, að hann sjálfur hefur lítinn tíma fyrir sér, orðinn 81 árs að aldri, með langan og litskrúðugan feril að baki. Það er hins vegar nokkuð sam- dóma álit þeirra Vesturlandabúa, sem ég ræddi við í Kína, að Deng væri nú búinn að koma ár sinni það vel fyrir borð, bæði meðal al- mennings, sem mjög hefur notið góðs af umbótunum, og innan flokks og stjórnkerfis, þar sem hann hefur komið fylgismönnum sínum vel fyrir, að erfitt yrði að hverfa frá þeirri braut, sem hann hefur markað. Afturhvarf til fátæktarstefn- unnar, sem áður var fylgt, er því ólíklegt og getur auðvitað ekki verið á dagskrá, ef Kínverjum er alvara með þeim markmiðum, sem þeir hafa sett sér varðandi hag- vöxt til aldamóta. Ég tel því að óhætt sé að svara þessari spurningu með varfærnis- Kosningarnar í Svíþjóð: Frjálslyndi þjóðarflokk- urinn styrkir stöðu sína Sá flokkur sem fyrst og fremst kennir sig við hina klassísku frjálshyggju hér í Svíþjóð er Þjóð- arflokkurinn (Folkpartiet) — í daglegu tali eru fylgismenn hans kallaðir hinir frjálslyndu. Þessi flokkur hefur undanfarin ár átt við vaxandi erfiðleika að stríða, mikið fylgishrun og innri átök. í siðustu kosningum fékk flokk- urinn aðeins 5,9% atkvæða, en það er lægsta hlutfall sem flokkurinn hefur fengið í sögu sinni. Þetta ástand hefur komið hvað skýrast fram í sambandi við for- ystuhlutverkið. Á minna en 10 árum hafa þrír ungir menn gegnt formannshlutverkinu. Sá, sem nú stendur við stjórnvölinn, heitir Bengt Westerberg og er rétt um fertugt. Hann var valinn haustið 1983 nokkuð óvænt því hann átti ekki þá sæti á þingi og hafði nýlega verið valinn í stjórn flokksins. Á sínum stutta ferli sem flokksfor- ingi hefur Westberg tekist að sameina flokkinn sem nú virðist standa einhuga að baki leiðtoga sínum og ekki er nokkur vafi á því að miklar vonir eru bundnar við hann af flokksfélögum hans. Harmsaga flokks 1 kosningunum árið 1976 fengu borgaraflokkarnir þrír meirihluta og mynduðu samstjórn. Formaður Þjóðarflokksins var þá Per Ahlmark sem varð atvinnumála- ráðherra. Hann var einkar snjall málafylgjumaður og sá af leið- togum borgaraflokkanna sem hafði í fullu tré við höfuðand- stæðinginn Olof Palme á kosninga- fundum og í umræðum í fjölmiðl- um. Þarna var greinilega á ferð- inni maður sem var líklegur til að vinna flokknum mikið gagn. Ahlmark varð hins vegar fljótt leiður á atvinnumennskunni í stjórnmálum og sætti sig ekki við að gefa formannshlutverkinu allan tíma sinn. Hann sagði af sér for- mennskunni og þingsætinu einnig til að geta gefið sig að fjölskyldu sinni og áhugamálum. Þá tók Ola Ullsten við og þar með hefst sorgarsaga flokksins. Sambúðin milli borgaraflokkanna í stjórninni brást og Þjóðarflokk- urinn tók einn að sér að mynda stjórn sem sat í nokkra mánuði fram að kosningum 1979. Flokkur- Bengt Westerberg núverandi for- maður. Ola Ullsten, fyrrverandi formaður. inn hafði þá aðeins 39 þingsæti af 350 og tók þar með á sig of mikla ábyrgð, án þess að geta í raun og veru komið í gegn sínum eigin málum. í augum kjósenda varð stefna flokksins óljós og það var í raun erfitt að átta sig á því hvar flokkurinn stóð miðað við hina flokkana. Ullsten var að mörgu leyti hallur undir sósíaldemókrata og gat vel hugsað sér meiri sam- vinnu við þá um einstök mál. Þannig tók Þjóðarflokkurinn þátt í breytingum á skattakerfinu ásamt sósíaldemókrötum og gerði við hann samkomulag sem sósíal- demókratar hafa síðan brotið að dómi frjálslyndra. Þetta varð ekki til að auka hróður flokksins og efla trú manna á sjálfstæðri stefnu hans. Flokkurinn hefur jafnan lagt áherslu á frjálshyggju og félags- legt öryggi (socialliberalisma) og mörkin milli hans og sósíalisma voru ekki nógu ákveðin til þess að hann gæti kynnt sig sem ábyrgan borgaraflokk. Forystan gagnrýnd — endurskoöun Eftir hinn mikla ósigur í kosn- ingunum 1982 beindist gagnrýnin aðallega að formanni flokksins og leiðtogahæfileikar hans voru al- varlega dregnir í efa. Ullsten var að flestra dómi mjög hæfur stjórn- málamaður, harðduglegur og vel inni í mörgum málaflokkum. En hann skorti átakanlega þá per- sónutöfra sem leiðtogi þarf á að halda til þess að styrkja áhrifavald sitt inn á við og auka fylgið út á við. f trássi við formanninn var sérstök nefnd sett á laggirnar til þess að leggja á ráðin um það hvað bæri að gera. Framkvæmdastjóri Volvo-fyrirtækjanna, Per Gyllen- hammar, var valinn inn í stjórn flokksins og lét hann mikið til sín taka í þeirri endurskoðun sem fram fór í kjölfar kosningaúrslit- anna. Stefnuskrá flokksins var endurskoðuð og tók nú greinilega mið af nýlíberalismanum með minni áherslu á hið félagslega og meiri áherslu á frelsi markaðsafl- anna. Þar kom að því að Ullsten sá að staða hans var vonlaus. Hann gafst upp þegar hann varð þess var að hans eigin flokksmenn voru farnir að forðast hann. Talið er að Per Gyllenhammar og ýmsir aðrir forystumenn flokksins hafi áður verið búnir að gefa Ullsten eitt ár til þess að snúa vörn í sókn. Hann er nú sendiherra Svíþjóðar í Kanada. í klemmu milli hægri og vinstri Vandi Þjóðarflokksins er sá að hann er lítill flokkur í klemmu milli stærri flokkanna, til hægri og vinstri, sem mest ber á í þessari kosningabaráttu. Áður átti flokk- urinn erfitt með að gera kjósend- um grein fyrir sérstöðu sinni gagn- vart sósíaldemókrötum, en nú er það Móderataflokkurinn sem mest talar um frelsi fyrirtækja og ein- staklinga. Menn spyrja nú hver sé raunverulegur munur á frjáls- hyggju móderata og Frjálslynda flokksins. Þetta er e.t.v. orsökin fyrir því að Westerberg hefur sett fram ákveðin mál sem flokkur hans setji sem skilyrði fyrir þátt- töku í borgaralegri stjórn ef borg- legu jái, með þeim fyrirvörum, sem hið lokaða stjórnkerfi í Kína setur vitneskju erlendra manna um það sem fram fer á hinu póli- tíska sviði í landinu. Hin spurningin er í raun og veru fróðlegri og snýr um leið að al- varlegri hliðum kínversks samfé- lags. Hún er þessi: Mun hið aukna efnahagslega frelsi í Kína fæða af sér aukið pólitískt frelsi? Verður e.t.v. hægt að tala um að „leiðin til ánauðar" hafi verið gengin í öfuga átt? Auðvitað hljóta allir lýðræðis- sinnar að vona að svo verði, þótt um það viti enginn á þessari stundu. En í trausti þess að svo verði er það ekkert áhorfsmál fyrir Vesturlandabúa, að leggja þeirri viðleitni lið, sem birtist í efnahagsstefnu núverandi vald- hafa. Ánnað væri bæði skamm- sýni og ábyrgðarleysi gagnvart þeim fjórðungi mannkyns sem býr í Kína. En hitt er jafnljóst, aö Kínverj- ar koma óhjákvæmilega að ör- lagaríkum krossgötum í þessu efni von bráðar, þvi auðvitað fær markaðskerfið ekki staðizt til lengdar án þess að einstaklingarn- ir, sem innan þess starfa, hafi frelsi til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um eigin hagi. En til þess að svo megi verða þurfa þeir á endanum að hafa pólitískt frelsi. Þarna kann því að verða óþyrmi- legur árekstur, því pólitískt frelsi á vestræna vísu þekkja Kínverjar hvorki úr eigin menningararfi né pólitískum veruleika síðustu ára- tuga. En kjarni málsins er sá, að Kín- verjar hafa tekið um það mark- vissa ákvörðun, að beina sínum miklu kröftum að því að bæta hag síns eigin fólks. Og þeir hafa endurskilgreint utanríkisstefnu sína í þessu skyni og ákveðið að fækka í hernum um eina milljón manna, þar sem þeir telja þá bet- ur komna í framleiðslunni. Kínverski varautanríkisráð- herrann, Qian Quichen, sem við áttum viðræður við í Peking, sagði ósköp hreinskilnislega við okkur, þegar við spurðum um muninn a utanríkisstefnunni nú og fyrir fimm árum, að þeir greindu vand- ann með öðrum hætti nú en þá. Stríð væri nú ekki jafnóumflýjan- legt og það hefði verið þá. Eflaust væri friðvænlegra í heiminum, ef fleiri þjóðir færu að dæmi Kínverja og endurmætu við- horf sín til alþjóðamála. Það væri til að mynda gagnlegt ef Sov- étríkin létu sér þetta fordæmi að kenningu verða og sneru sér að því meginyerkefni hvers ríkis að sjá þegnum sínum sæmilega farborða og drægju úr hergagnaframleiðsl- unni í staðinn. Ráðabreytni Kin- verja yrði þá að þessu leyti ekki til einskis, Höíundur er hngfrædingur og ad- stoðarmaður fjármálaráðherra. araflokkarnir fái meirihluta. Það er m.a. réttur aldraðra til sérher- bergis á elli- og hjúkrunarheimil- um svo og aukin aðstoð við þróun- arlöndin. Málefnalegur flokksleiötogi Ræðustíll og framkoma Wester- bergs í þessari kosningabaráttu er önnur en formanna stóru flokk- anna, Ulfs Adelsohns og Olofs Palme. Hann er málefnalegur, spilar ekki á tilfinningar eða for- dóma hlustenda og forðast per- sónulegar ásakanir. Þetta er lík- legt til að styrkja traust manna á honum og þeirri stefnu sem hann er fulltrúi fyrir. Stóra spurningin er sú hvort persónutöfrar hans bíta á aðra en eigin flokksmenn og þá sem þegar hafa gert upp hug sinn. Hann þarf að ná til þeirra sem enn eru óákveðnir til þess að rétta við hag flokksins — en þeir hafa aldrei verið jafn margir og nú við þessar kosningar. Höfundur er fréttaritari Mbl. í Lundi Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.