Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 Þegar Ealing sleit barnsskónum Myndbönd Árni Þórarinsson Barna- og unglingamyndin breska Hue and Cry lætur ekki mikið yfir sér í hillum þeirra reykvísku myndbandaleiga cem bjóða upp á sýnishorn sí- gildrar enskrar kvikmynd- agerðar undir merki EMI- Videogram. En þegar þessi mynd var frumsýnd í London í nöturlegum febrúarmánuði ár- ið 1947 var henni ekki aðeins sérlega vel tekið, heldur mark- aði hún að sumu leyti tíma- mót. Hún var sólargeisli í miðju styrjaldarmyrkrinu og kærkomin afþreying fyrir hrjáða borgarbúa London, langþreytta á skömmtunum, eldsneytiskorti og sprengju- árásum sem lagt höfði heilu hverfin í rúst. Hue and Cry gaf ekki aðeins færi á flótta frá þessum kringumstæðum; hún var einnig upphaf hinnar óvið- jafnanlegu bresku gaman- myndaMyndir; hefðar sem kennd er við Ealing-kvik- myndaverið. Með Hue and Cry hófst sam- starf tveggja manna sem áttu eftir að móta hinar sérvisku- fullu kómedíur Ealings næsta áratuginn eða svo, leikstjórans Charles Crichton og hand- ritshöfundarins T.E.B. Clarke. Meðal helstu afurða þessa samstarfs má nefna The Lav- ender Hill Mob, sem einnig fæst hér á myndbandi frá EMI-Videogram og The Tit- Alastair Sim { Hue and Cry „dásamleg fáranleg della“. field Thunderbolt. Eitt helsta einkenni Ealing-gamanmynd- anna var notkun kunnuglegs bresks umhverfis sem stökk- brettis yfir í gáskafulla fant- asíu. í Hue and Cry kemur þetta einkenni þegar í ljós. Clarke yrkir giska hefðbundið strákaævintýri út frá mannlíf- inu í London á stríðsárunum og Crichton notar sundur- sprengd hverfi East End sem leikmynd fyrir þetta ævintýri. Fjöldi atriða er þannig heimild um ástand og útlit borgarinn- ar. Hue and Cry er gáskafull skemmtimynd um knáa stráka í bófahasar. Ungur piltur með auðugt ímyndunarafl, leikinn af Cockney-stjörnunni Harry Fowler, telur sig hafa komist að því að eftirlætishasarblaðið hans sé notað fyrir dulmáls- sendingar milli félaga bófa- flokks sem sérhæfir sig í að stela verðmætum loðfeldum. Hann og vinir hans eiga í mesta basli með að sannfæra hina fullorðnu um þetta, en það tekst eftir miklar tilfær- ingar og ævintýri, m.a. fyrir tilstilli höfundar hasarsagn- anna sem einn sérkennilegasti leikari Breta á þessum tíma, Alastair Sim, túlkar á sinn makalausa hátt. Myndin endar með viðamiklu uppgjöri milli bófanna og gríðarlegs her- skara unglinga við Thames-á. Enski gagnrýnandinn C.A. Lejeune sagði um Hue and Cry á sínum tíma: „Dásamlega fá- ránleg della." Enda er hún gerð löngu áður en hugtakið „barna- og unglingamynd" varð að klisju yfir verstu færi- bandaframleiðsluna frá Holly- wood. Stjörnugjöf: Hue and Cry ★★'/2 Myndasmiðurinn og skósmiðurinn í fróðlegum sjónvarpsþátt- um tveimur um breska kvik- myndagerðarmanninn David Lean, sem hér voru sýndir fyrir skömmu, var m.a. skemmtilegt brot úr einni af eldri myndum Leans; Charles Laughton Ieik- ur draugfullan feitan herra- mann sem skjögrar á eftir enn fyllra tungli og eltir það milli rigningarpolla. Þetta var eink- ar fallega unninn kafli í svart— hvítu og bar vitni meiri hug- kvæmni en maður á yfirleitt að venjast af hálfu þessa ann- ars vandvirka fagmanns, Davids Lean. Myndin var Hob- son’s Choice og svo vill til að hún er ein af þeim alltof fáu sígildu bíómyndum sem finna má á myndböndum hérlendis. Hún er hér boðin á merki EMI-Videogram, sem hefur nokkrar fleiri slíkar myndir á sínum snældum, til dæmis Þriðja manninn eftir Carol Reed sem ég hef áður getið. Útgáfa þessi er til fyrirmyndar að því leyti að aftan á spólun- um er mjög greinargóðar upp- lýsingar um viðkomandi mynd- ir, höfunda og leikara, og þeim skipað í sögulegt samhengi. Þessar greinargerðir eru ritað- ar af kunnu fagfóli, eins og t.d. Alexander Walker, gagnrýn- anda Evening Standard í Lon- don. Hobson’s Choice er byggð á samnefndum gamanleik eftir Charles Laughton hér í Uppreisn- inni á Bounty — rosalegur ofleik- ur. Harold Brighouse og hafði verið kvikmynduð tvívegis áð- ur þegar Lean tók sig til árið 1954. Hobson er drykkfelldur ekkill sem rekur stígvéla- og skóbúð í enskum bæ um alda- mótin. Hann er karlpungur hinn mesti og harðstjóri á heimili sem í versluninni, en dætur hans þrjár, gjafvaxta og vel það, lúta vilja hans á báðum stöðum. Uns breyting verður á: Elsta dóttirin gerir sér lítið fyrir og tekur eitt helsta tromp skóbúðarinnar traustataki, feiminn og undirgefinn skó- smið, en mikinn snilling í meðhöndlun leðurs. Þau rugla saman reytum sínum og stofna eigin skóbúð og þá fer nú held- ur betur að halla undan fæti hjá hinum drottnunargjarna Hobson. Hann stendur áður en yfir lýkur frammi fyrir þeim afarkostum sem myndin er svo skírð eftir. David Lean sviðsetur þessa einföldu sögu víða mjög vel og finnur henni hárréttan bernsk- an tón. Leikmynd, búningar, myndataka, lýsing og tónlist eru fyrsta flokks og samvaldir þættir í heildarmyndinni. En stundum verður þessi gamla verkalýðskómedía of inni- haldsrýr og umbúðamikil. Charles Laughton í titilhlut- verkinu yfirleikur rosalega, þótt ekki sé hann þar með rosalega fyndinn. Betri eru Brenda de Banzie og John Mills í hlutverkum elstu dótturinnar og hins auðmjúka eiginmanns hennar. Og nógu margir sjarm- erandi kaflar gera Hobson’s Choice þess virði að skoða, einkum þó tunglatriðið sem fyrr var nefnd og atriði þar sem Hobson fær delerium tremens í rúmi sínu. Þar fær myndasmiðurinn Lean ágæta útrás fyrir kúnst sína. Stjörnugjöf: Hobson’s Choice ** Kirkjutónleikar ________Tónlist Jón Ásgeirsson í tilefni af tónlistarári Evrópu og alþjóðlegu ári æskunnar bregð- ur danskur menntaskólakór sér til fslands, svona rétt um það bil er skólar eru að hefjast, og heldur eina þrenna tónleika í Reykjavík og voru aðrir tónleikarnir helgaðir kirkjutónlist og haldnir í Háteigs- kirkju, þar sem öllum „fagnaðar- látum" hefur verið útrýmt eins og hverri annarri syndinni. Á efnis- skrá danska menntaskólakórsins frá Sant Annæ-skólanum voru verk eftir Handel, Zadok the Priest, kaþólsk messa eftir Vaughan- Williams, tvö fræg kórverk eftir Bruckner, Ave Maria og Locus iste, sem flutt var af „Elite-kór“, Maríu vísu eftir Lewkovitsch, tveir negrasálmar og Liden Kristin pá bálet, eftir Bo Holten. Auk þessa voru þrjú orgelverk, Rhosymedre eftir Vaughan-Williams, leikið af Michael Bojesen, sem einnig lék undir í verki Handels og tvö verk eftir Bo Grönbech, sem leikin voru af Claus Vestergaard Jensen. Auk þess að sjá um undirleik með kórnum syngja orgelleikarnir með og hafa auk þess átt hlut að þjálfun kórsins, ásamt stjórnand- anum Ebbe Munk. Ekki verður sagt að orgelleikurinn hafi verið nokkuð meira en þokkalegur en söngur kórsins í lögum Bruckners og í messu Vaughan-Williams var hins vegar mjög góður. Messan eftir Vaughan-Williams og verk Bo Holten voru veigamestu kór- verkin á þessum kirkjutónleikum og þar kom einnig fram sem best geta kórsins til að flytja átaks- mikla tónlist. Kór Sant Annæ— menntaskólans er glæsilegur vott- ur þess hvað gera má ef til þess er stofnað af einlægni og ætlaður tími og fjármunir til framkvæmda. Slíkt listastarf í uppeldi manna er nú að verða mikil nauðsyn, því á seinni árum hafa uppeldisfræð- ingar æ meir hallast á þá skoðun að listuppeldi geti hamlað gegn ýmsum öðrum áhrifum er brjóta niður mótstöðukraft fólks gegn æsingi og spennu. Þeir sem trúa mest á listiðju til sáluhjálpar, halda því jafnvel fram, að ýmis fagurfræðileg atriði eigi margt sammerkt með þáttum eins og réttlætiskennd, siðgæði og samúð, auk þess að vera mönnum dýrmæt leið til að tjá það sem ekki verður útfært með orðum en á sér stöðu djúpt í sálarlífi fólks. Heimsókn Sant Annæ-menntaskólans vekur upp þá spurningu hvort ekki væri tímabært að huga að stofnun framhaldsskóla hér á landi þar sem listir almennt væru iðkaðar samhliða almennu grunnnámi. Vel er hægt að hugsa sér áhrif skóla, sem hefði innan sinna vébanda leiklistardeild, bókmenntadeild, myndlistardeild, tónlistardeild og danslistardeild, er gæti á hverju ári tekið þátt í ýmsum merkum atburðum í listsköpun þjóðarinnar og útskrifaði listastúdenta, sem ekki endilega þyrftu að fara í framhaldsnám í listum, heldur hefðu sitt listuppeldi sem viðbót við almenna menntun sína. Decameron Bókmenntir Siglaugur Brynleifsson Giovanni Boccaccio: The Decamer- on. Translated by Mark Musa and Peter Bondanella. W.W. Norton & Company. New York — London 1983. Deca — tíu og hemera — dagur. Tídægra skrifuð á árunum 1351—1353. „Ég ætla að segja eitt hundrað sögur, ævintýri, dæmi- sögur eða sagnir, eða hvað svo sem þér teljið henta að nefna þessar samantektir, sem voru sagðar á tíu dögum af sjö ágætum hefð- armeyjum og þremur ungum mönnum, sem áttu með sér félags- skap í þeim dögum þegar plágan geisaði. Ég mun einnig fella inn í frásagnirnar kvæði sem sungin voru til skemmtunar þessum hefð- armeyjum ... “ Þessar eitt hundrað sögur urðu tilefni til frekari frásagna, síðar einnig urðu þær kveikja leikrita, söngleikja og málverka. Þýðandinn, Mark Musa, hefur áður þýtt Komedíu Dantes o.fl. rit. Hann leitast við að ná stílsmáta Boccaccios, sem ýmsir þýðendur hafa brotið upp í stuttar setn- ingar, í stað þess að láta hinar löngu og oft slungnu setningar halda sér, eins og Musa leggur áherslu á að haldist í þýðingunni. Á þennan hátt verður ritið e.t.v. torlesnara nútímalesendum, sem búa við knappan tíma og eru mót- aðir af hraða og tímanýtingu, en verk Boccaccios kemur betur til skila eins og Musa vinnur það. Musa kemur einnig til skila orða- leikjum og tvíræðni höfundar og þessum geislandi húmor, sem á sér fáa líka. Þessi þýðing er sú fyrsta á ensku, sem þýdd er eftir útgáfu Vittore Branca, sem er talin taka fyrri útgáfum fram um uppruna- legan texta höfundar. Þessi útgáfa var gefin út af Academia della Crusca og endurprentuð sama ár, 1975 af Mondadori í Mílanó. Þessi þýðing er því um sumt nokkuð frábrugðin eldri þýðingum, styðst við upprunalegri gerð ítalska text- ans. M.a. var sólarhringnum ekki skipt niður í klukkustundatal, eins og nú gerist. Tíminn var mældur í eyktum og þá farið eftir kirkju- legum venjum, eyktirnar töldum sjö, ákveðið bænaform hæfði hverri eykst. Samsvarandi siðir tíðkuðust hér á landi fyrrum, eyktirnar hér voru átta, ótta, mið- ur morgunn, dagmál, miðdegi, nón, miður aftann, náttmál, mið- nætti. Þetta tímatal fellur betur að textanum. Textaskýringar eru nokkrar, en eins og þýðandinn segir í formála er ætlunin að gefa út sérstakt rit með skýringum og athugagreinum með Decameron síðar. Giovanni Boccaccio fæddist í Flórenz 1313 og lést þar 1375. Hann stóð í ferðalögum sem sendifulltrúi borgar sinnar og starfaði sem verslunarfulltrúi. Hann var náinn vinur Petrarca og setti saman ýmis rit, langfræg- asta rit hans er Decameron.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.