Morgunblaðið - 11.09.1985, Page 43

Morgunblaðið - 11.09.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 43 Vestmannaeyjar: Mikill afli togara en skortur á vinnuafli Næg atvinna hefur verið í frystihús- unum í Eyjum og þeir ófáir fiskarnir sem hafa farið undir hnífinn hjá honum Stefáni Gíslasyni í Vinnslu- stöðinni síóustu dagana. i tilefni þess að nú eru É árgerðirnar að koma til landsins getum við boðið nokkra bíla á sérstöku afsláttarverði af árgerð Þú borgar aðeins út og færð afganginn lánaðan í ^ mánuði. í morgun var verið að landa 55 tonnum úr Sindra og 45 tonnum úr Halkion en þessi skip komu inn vegna brælu eftir stutta útiveru. Næg atvinna er því í fiskvinnslu- stöðvunum og raunar er talsverður skortur á vinnuafli, sérstaklega í pökkunarsölum húsanna. Skólafólk hefur nú hætt þar störfum og snúið sér að skólabókunum. Fyrir hádegið er unnið á að giska á helmingi borða í húsunum, en mun færri eftir há- degið því flestar þær konur sem vinna hálfan daginn eru að störfum fyrir hádegið. - nkj. Á miðvikudaginn í síðustu viku voru fjórir af fimm togurum útgerðarfyrirtækisins Samtogs við bryggju í Friðarhöfn, ýmist búnir eða að landa góðum afla. Skólafólk hefur bjargað miklu í sumar í ríkjandi vinnuaflsskorti í frystihúsunum en hefur nú horfið aftur til náms. Þar á meðal þessi unga Eyjarós, Erla Gísladóttir, sem vann í sumar í Hraðfrystistöðinni. Vestmannaeyjum, 9. september. TOGARAR Eyjaflotans hafa aflað vel uppá síðkastið og í síðustu viku lönd- uðu sex af þeim sjö togurum sem héðan eru gerðir út, alls rúmlega 800 tonnum. Sjöundi togarinn, Klakkur, hefur verið í klössun í Þýskalandi. Það voru tog- aralandanir í Friðarhöfn uppá hvern einasta virkan dag í síðustu viku, Gídeon 101 tonn, Breki 182 tonn, Sindri 133 tonn, Halkion 106 tonn, Bergey 140 tonn og Vestmannaey 140 tonn. Uppistaðan í afla Vestmannaeyjar var þorskur en afli annarra togara var blandaður fiskur. Verulega er farið að ganga á þorskkvóta togar- anna, þeir áttu samanlagt eftir um 600 tonn um síðustu mánaðamót. Fimm togarar Samtogs sf. eru á sóknarmarki og geta því ekki aflað sér viðbótarkvóta en Bergey og Vestmannaey eru á aflamarki og hafa fengið einhvern þorskkvóta frá öðrum skipum. TOYOTA Nybylavegi 8 200 Kopavogi S 91 -44144 “

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.