Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
t
Hjartkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
SIGURGEIR GUDJÓNSSON
húsasmíðameistari,
Grænuhlíö 5, Reykjavík,
andaöist í St. Jósefsspítala Hafnarfiröi 9. september sl.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Sígurbjörg Ólafsdóttir.
t
Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓN SNÆBJORNSSON,
Háaleitisbraut 30,
lést í Landspítalanum 6. september.
Ásgerður Bjarnadóttir,
Bjarni Jónsson, Þuríður Stefánsdóttir,
Herdís Jónsdóttir, Stefán Rögnvaidsson,
Snæbjörn Jónsson
og barnabörn.
Maöurinn minn,
er látinn.
t
ÓLAFUR FRIÐRIK RAGNARS,
Fálkagötu 19,
Agústa Ragnars.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
VALDIMAR FINNBOGASON,
Hofteigí 10,
áður Ásenda 13, Reykjavík,
verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. september
kl. 10.30.
Sigríður Guðjónsdóttir,
María B. Valdimarsdóttir, Guðmundur H. Hákonarson,
Guðjón Valdímarsson, Ingunn Þorsteinsdóttir,
Þóra L. Valdimarsdóttir, Garðar Einarsson,
Sigríður B. Guðjónsdóttir,
Halldóra B. Guömundsdóttir.
t
Elskulegur faöir okkar, tengdafaöir. afi og langafi,
MAGNÚS EINARSSON,
húsvöröur,
Hverfisgötu 83,
verður jarösunginn frá Frikirlutjfíni í Reykjavik föstudaginn 13.
septemberkl. 15.00.
Jón Magnússon, Erla Magnúsdóttir,
Margrét Magnúsdóttír, Kristján Einarsson,
Magnea Magnúsdóttir, Páll Magnússon,
Eðvald Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Utför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
KRISTINS EINARSSONAR
deildarstjóra,
Álftamýri 17,
veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. september kl.
13.30.
Edda Andersen,
Þórir A. Krístinsson, Vilborg Valgarösdóttir,
Unnur Kristinsdóttir, Valdemar Jónsson,
Franz E. Kristinsson
og barnabörn.
t
Konan min og moöir okkar.
RAGNHILDUR KRISTÓFERSDÓTTIR,
sem andaöist 4 september veröur jarösungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 13. september kl. 13.30. Jarösett veröur í Gufunes-
kirkjugarði.
Jón Águstsson og börn.
t
Moðir min, tengdamóðir. amma og langamma,
SIGRÍDUR GUDJÓNSDÓTTIR,
Birkilundi 18, Akureyri,
sem lest i Fjóröungssjúkrahusinu á Akureyri 6. september, veröur
jarösungm frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. september kl. 16.30.
Karólina Guömundsdóttir, Frimann Gunnlaugsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Bergþóra Elva
Zebitz - Mimúng
Fædd: 16. aprfl 1930
Dáin: 31. ágúst 1985
í dag er Bergþóra Elva Zebitz
kvödd hinstu kveðju frá Fossvogs-
kapellu, en hún lést hinn 31. ágúst
sl. eftir 10 daga sjúkrahúsvist, út
frá veikindum, sem höfðu háð
henni meira eða minna sl. þrjú ár
og gerðu henni erfitt fyrir með að
ná fram öllu því, sem hún hefði
hug á að koma í framkvæmd.
Ollum vinum hennar sem næst
henni stóðu, er það mikill harmur
a sjá á eftir henni svona ungri, en
minningin um hana lifir og vermir
vinahópnum hennar, sem hún var
svo sérlega dugleg að halda saman
og rækja. Þeir deyja ungir, sem
guðirnir elska.
Elva fæddist í Odense í Dan-
mörku, 16. apríl 1930, dóttir hjón-
anna Steinunnar Ástu Guðmunds-
dóttur frá Nesi við Seltjörn og
Wilhelms Zebitz, rafvirkjameist-
ara frá Odense, en þau hjónin hófu
búskap sinn og eignuðust tvö
fyrstu börnin þar þ.e.' Elvu og
Hjördísi Ullu, sem er látin. For-
eldrar Elvu fluttu alfarið til
Reykjavíkur 1931 og eignuðust þar
Gunnar, Lindu, Örn og Reyni.
Elva fór tæplega 16 ára gömul
á hannyrðaskóla í Odense þar sem
hún lærði m.a. að teikna og sníða,
ásamt kjólasaumi. Eftir það kom
hún heim og hélt áfram námi og
lauk Iðnskólanum í Reykjavík og
fékk sveinsbréf í kjólasaumi 1949
og meistarabréf 1952. Síðan vann
hún hér sem sjálfstæður kjóla-
meistari og mun hafa verið fyrsta
konan, sem lauk iðnnámi i sinni
grein hér á landi.
Elva var mjög listræn kona og
skapandi, sótti sér viðbótarmennt-
un til Danmerkur þar sem hún
vann m.a. á einni bestu sauma-
stofu Kaupmannahafnar, sem um
þær mundir saumaði einungis
módelkjóla er seldir voru til París-
ar. Það voru kunnátta og listrænir
hæfileikar Elvu metnir með þeim
hætti að hún var fengin til að
stjórna saumastofunni í forföllum
forstöðukonunnar. Elva miklaðist
ekki yfir þessu fremur en öðru og
hafði ekki í hámælum.
Hinn 3. mars 1955 giftist Elva
eftirlifandi manni sínum Dr.
Guðmundi Eggertssyni, prófessor
í erfðafræði við Háskóla íslands,
sem þá var við nám við Hafnar-
háskóla.
Ég man vel hve vænt mér þótti
um þegar þau Elva og Guðmundur
komu hönd í hönd í heimsókn til
mín út á Haandværker Kollegiet
eftir giftinguna og leyfðu mér að
taka þátt í þessari hátíðarstund í
lífi þeirra. Ljúfmennska og prúð-
mennska Guðmundar féll vel að
hinum viðkvæmu listamannseigin-
leikum Elvu og reyndist sambúð
þeirra vel eftir því, þar til fráfall
hennar skilur þau nú að.
Þau hjónin dvöldu í Kaup-
mannahöfn þangað til Guðmundur
beindi námi sinu til Lundúna 1959
til 1961.
í London stundaði Elva nám í
leirmunagerð og náði fljótt
skemmtilegum tökum á verkefn-
inu, enda naut þar við listareðli
hennar og hve hög hún var í hönd-
unum. Eftir þetta lá leiðin í Yale—
háskóla í New Haven í Bandarikj-
unum á árunum 1962—1965, þar
sem Guðmundur varði doktorsrit-
gerð sína. í Napolí stundaði Guð-
mundur rannsóknir á árunum 1965
til 1967 með styrk frá Bandaríkj-
unum, en eftir það fluttu þau hjón-
in heim til íslands, þar sem Guð-
mundur hélt áfram rannsóknum
sínum. Þótt Guðmundur flytti
heim héldu bandarískir aðilar
áfram stuðningi við vísindarann-
sóknir hans með rausnarlegum
fjárframlögum.
Þannig lögðu þessu hjón sameig-
inlega á sig um 12 ára þrotlaust
starf við nám, rannsóknir og bú-
ferlaflutninga, sem því var sam-
fara.
Allan þennan tíma var vináttu-
sambandinu haldið með bréfa-
skriftum og stundum með heim-
sóknum.
Þegar þau settust að hér heima,
komu þau sér upp fallegu heimili,
sem Elva naut sín við að prýða af
sinni þekktu smekkvísi.
Elva og Guðmundur eignuðust
dóttur 1968, Aðalheiði, en árið áð-
ur höfðu þau tekið Guðrúnu, 6 ára
systurdóttur Elvu, í fóstur, eftir
að hún missti móður sína. Elva
hefir annast hana alla tíð, sem
væri hún hennar eigin dóttir.
Okkur vinum Elvu og Guðmund-
ar er mikill söknuður í huga þegar
við nú kveðjum hana. Við munum
eftir því hversu öðrum duglegri
hún var við að halda saman vina-
hópnum, kalla okkur saman og
rækta vináttuna. Vart verður
fundin trygglyndari manneskja en
Elva var, hún var mjög jákvæð og
öllum velviljuð, orðvör, lagði aldrei
styggðaryrði til nokkurs manns,
en tók upp vörn ef hún heyrði á
nokkurn hallað. Hún gat ekki átt
nokkurn óvin, ræddi málið til
lausnar ef ekki bar saman. Elva
var listunnandi, stundaði nám við
tónlistarskólann í Reykjavík á ár-
unum með Iðnskólanáminu. Um
tíma söng Elva með Ægisdætrum,
bæði hér í Reykjavík og í Kaup-
mannahöfn við góðan orðstír. Þær
voru þrjár með gítar, Elva, Hjör-
dís, systir hennar og Stella frá
Hafnarfirði. Við íslendingar í
Kaupmannahöfn vorum stoltir af
frammistöðu þeirra Ægisdætra.
Við fjölskylda mín vottum ykkur
Guðmundur, Heiða og Guðrún
okkar dýpstu samúð á þessari
stundu, ennfremur ykkar góðu
samheldnu fjölskyldu, sem ég veit
að er ykkur ómetanlegur stuðning-
ur.
Við geymum öll fagrar minning-
ar um góða konu, sem kvatt hefir
okkur um stund. Við þökkum Elvu
fyrir samferðina og allt sem hún
var fjölskyldu sinni og vinum sín-
um. Blessuð sé minning hennar.
Jón Sveinsson
Þó mörg sé tárin moldum
þínum yfir,
þó mikið skarð oss dauðinn
hafi gjört,
það mildar harm að mynd í
hugum lifir,
að minningin er svo hrein
ogsólarbjört.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Hún Elva elskuleg vinkona
mínog mágkona er látin. Hún
fæddist
í Odense 16. apríl 1930. Foreldrar
hennar voru hjónin Ásta og Wil-
helm Zebitz og var hún næst elst
af sex systkinum. Þegar hún var
nokkurra mánaða flutti fjölskyld-
an til Reykjavíkur. í glöðum systk-
inahópi með ástríkum foreldrum
liðu bernsku- og æskuárin. Elva
var söngelsk og í æsku söng hún
ásamt systur sinni og vinkonu á
skemmtistöðum bæði hérlendis og
erlendis. Hún hlaut ágæta mennt-
un, stundaði nám í kjólasaum og
var meistari í þeirri iðn.
Frá heilsugæslustöö
Domus Medica
Lokað verður eftir hádegi miðvikudag 11. september
vegna jarðarfarar ERLU EYJÖLFSDÓTTUR.
Ég kynntist Elvu í Kaupmanna-
höfn fyrir rúmum þrjátíu árum.
Með okkur tókst strax vinátta sem
aldrei bar skugga á. Betri félaga
var ekki hægt að hugsa sér. Hún
var glæsileg stúlka, ljúf í viðmóti
og glaðvær. Elva var hamhleypa
að hvaða verki sem hún gekk og
gædd óvenju frjórri sköpunargleði
og listrænum hæfileikum. Það
kom fram í öllum hennar störfum,
bæði á heimili hennar og annars
staðar. Það er bjart yfir minning-
um mínum frá árunum sem við
Elva dvöldum samtímis í Kaup-
mannahöfn. Mér er ríkt í minni
ferðalag okkar þegar við leigðum
bíi saman fjögur ungmenni og ók-
um suður til Rómar, sváfum í
tjaldi og elduðum matinn á prím-
us.
Hún giftist 3. mars 1955 bróður
mínum, Guðmundi Eggertssyni,
sem þá stundaði nám í erfðafræði
í Kaupmannahöfn. Það var gæfu-
spor fyrir þau bæði. Þau hafa alla
tíð verið óvenju samhent hjón. Við
i fjölskyldunni nefndum sjaldan
nafn annars svo hins væri ekki
getið. Fyrstu tólf búskaparárin
bjuggu þau erlendis. Fyrst í Dan-
mörku, síðan í Englandi, Ameríku
og á Ítalíu. Alltaf var heimili
þeirra hlýlegt og vistlegt og bar
vott um listræna hæfileika hús-
móðurinnar.
Árið 1967 lést Hjördís Úlla,
systir Elvu, frá fjórum börnum og
þá kom Guðrún dóttir hennar í
fóstur til Elvu og Guðmundar. Hún
var þá 6 ára. Ári síðar fluttu þau
til Islands og sama ár fæddist
dóttirin Aðalheiður Lilja. Elva
lagði sig alla fram við að veita
þeim gott uppeldi. Einnig naut
Hjördís, dóttir Guðrúnar, ástríkis
hennar. Ég votta fjölskyldu henn-
ar, systkinum og vandamönnum
dýpstu samúð á sorgarstund.
Ég minnist margra ánægjulegra
stunda með Elvu, ekki síst á heim-
ili foreldra minna á Bjargi, þar
sem hún dvaldi oft og sýndi allri
fjölskyldunni ástúð og vináttu. Ég
vil að leiðarlokum flytja henni
þakklæti okkar fyrir samfylgdina
með vissu um að henni fylgi guðs
blessun á æðra tilverustigi.
Kristín Eggertsdóttir
Kveðja
Það hvarf á braut, sem aldrei aftur kemur
í orðum, formum, litum, tónastraumi.
Vér skynjum óljóst, eins og væri’ í
draumi,
þann undramátt, er hvergi staðar nemur.
Og þótt vér kannski kjósum annað fremur,
þá knýr hið nýja á dyr með firna valdi,
hver aldan rís með hærri og hærri faldi
hvort hlaupið stendur lengur eða skemur.
Og þú ert sjálfur annar en þú varst
og annað nú sem vekur hryggð og gleði
en forðum, meðan æskan átti völd.
Þótt allir dagar eigi að lokum kvöld
skal eigi bera þungan harm í geði,
en standa af sér strauma og bylja kast.
(Þ.H. — Hillingar)
Vinkonur í saumaklúbbnum„-
Sólin" senda eftirlifandi eigin-
manni, Guðmundi Eggertssyni, og
dætrunum Guðrúnu og Heiðu og
dótturdótturinni Hjördísi innileg-
ustu samúðarkveðjur.