Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 21 Kjalanes- inga saga Bókmenntir Erlendur Jónsson KJALNESINGA SAGA. Jón Böðv- arsson bjó til pr., 120 bls. Iönskóla- útg. Rvík, 1985. «Sú var tíð,» segir Jón Böðvars- son í inngangi, «að íslendingasög- ur töldust sagnfræðirit og voru metnar á fræðilegum grunni. Góð frásögn þótti gildisrýr væri hún ósönn. Þessa galt Kjalnesinga saga því að söguþráður er þar reyfarakenndur og frásögn í veigamiklum atriðum á annan veg en í virtari heimild — Land- námu.» íslendingasögurnar hafa aldrei verið og eru ekki heldur nú jafn- mikið lesnar, það hefur alltaf ver- ið gert nokkuð upp á milli þeirra. Sumar sögurnar voru sannkölluð alþýðulesning allt frá nitjándu öld og langt fram á þessa. Hetjur sagnanna urðu fyrirmyndir stráka í bardagaleikjum. Efni sagnanna var líka algengt umræðuefni þar sem menn komu saman. Mat það, sem Jón Böðvarsson getur um, festist svo í meðvitund þjóðarinn- ar að það stendur enn litt haggað þó sögurnar séu nú lesnar öðruvísi en fyrrum og sögulestur hafi að miklu Ieyti færst frá heimilunum til skólanna. Flestir trúa því enn, þrátt fyrir allt, að aðalpersónur sagnanna hafi verið til og að at- burðir þeir, sem sköpum skipta f sögunum, hafi gerst. Þess vegna vill fólk, svo dæmi sé tekið, sjá með eigin augum sögustaði Njálu og annarra Islendingasagna svo hægt sé að tengja saman landslag og sögu. Njála hefur alltaf átt vinsældametið, meðal annars fyrir þá sök hversu sannfærandi hún er, hversu auðvelt er að lifa sig inn í hana — trúa henni! Gagnstæðu máli gegnir um Kjalnesinga sögu. Hluti hennar er af því taginu sem venjulegur lesandi rekur til hjá- trúar en ekki til raunveruleika. Jafnvel nítjándu aldar (slendingur hlaut að vera á báðum áttum and- spænis þvílíku söguefni. Og þar sem söguna greindi á við Land- námu sem flestir tóku sem hverja aðra dagsanna skýrslu um land- námið, varð ekki komist hjá að skipa Kjalnesinga sögu í annan flokk en þeim sögunum sem «sannari» töldust. Frásagnarlist Kjalnesinga sögu stendur hins vegar fyrir sínu. Sag- an er talin rituð nokkuð seint eða skömmu eftir 1300. Viðhorfin hafa þá verið breytt frá því sem var nokkrum áratugum áður, róstur Sturlungaaldar að baki og kyrrð að komast á í þjóðfélaginu sem orðið var konungsríki. Kaldur veruleikinn mátti þá víkja fyrir léttari afþreyingu. «Margir telja heiti sögunnar rangnefni,* segir Jón Böðvarsson, «og segja að í reynd sé hún Búa saga Andríðssonar.* Og það er vissulega orð að sönnu. Búi er aðalsöguhetjan. Og hugtækasti hluti sögunnar gerist ekki á Kjal- arnesi — ekki einu sinni hérlendis, heldur í Noregi. Eigi að síður er Kjalarnes þungamiðja sögunnar. Nokkrir bæir þar um slóðir koma við sögu og allmargir Kjalnes- ingar eru nefndir á nafn. Heiti sögunnar er því ekki alveg út í hött. Þrátt fyrir reyfaralegt efni býr Kjalnesinga saga yfir marghátt- uðum lífssannindum. Örlög Búa ráðast ekki aðeins af atgervi hans og glæsileika heldur einnig af hverflyndi hans sem að lokum verður honum til falls. Sannast þar sem víðar í íslendingasögum að eitt er gæfa en annað er gjörvi- leiki. Umhverfið breytist, mann- eðlið ekki — og því getur fornt söguefni sem best höfðað til hvaða tíma sem er þó ævintýralegt og fjarstæðukennt kunni að virðast á ytra borði. Og ekki varð vegur Kjalnesinga sögu að minni fyrir þá sök að Grímur Thomsen sótti þangað sitt viðamesta yrkisefni er hann orti Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur. Rímur eru það að vísu hreint ekki í venjulegum skilningi heldur dæmigert nítj- ándu aldar sögukvæði í anda evr- ópskrar samtímaljóðlistar. Heimsborgara eins og Grími og doktor í bókmenntum leyfðist að nefna hlutina að eigin geðþótta. Jón Böðvarsson hefur mjög vandað til þessarar útgáfu. Orða- skýringar eru birtar neðanmáls. íhugunarefni fylgja hverjum kafla, einnig heildarverkefni við sögulok. Þarna er og að finna nafnaskrá yfir söguhetjurnar og aðra yfir landfræðileg heiti í sög- unni. Skal þá ekki gleymt korti af Kjalarnesi þar sem allir helstu sögustaðimir eru tilgreindlr. Að öllu samanlögðu er þetta hin handhægasta og ákjósanlegasta skólaútgáfa. Hvítt ljóð upp úr hvirflinum svarta Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Norræna húsið: Norræn Ijóðlistarhátíð. Ljóðakvöld: Karsten Hoydal, Ivan Malinovski, Justo Jorge Padrón, Östen Sjö- strand, Stefán Hörður Grímsson, Harald Sverdrup. Tónlist: Pétur Jónasson, gítarleikari. „Hér vantar samband, þetta er ekki tengt," kallaði Knut Ödegárd, forstjóri Norræna hússins, í steindauðan hátalara. Þannig hófst fyrsta ljóðakvöldið á Norrænni ljóðlistarhátíð. Þessi hátíð hefur verið umdeild. í fyrstu ákvað stjórn Rithöfunda- sambands íslands að eiga ekki hlutdeild að henni, að því er best verður séð vegna ofríkis forstjór- ans sem skipaði tvo nána vini sína úr hópi rithöfunda í framkvæmda- stjórn án þess að leita áður til sambandsins. Síðan hélt hann blaðamannafund og lét birta nöfn fjölda skólda sem væntanleg væru á hátlðina. Það kom á daginn að hér var aðeins á ferð óskalisti forstjórans og samstarfsmanna hans. Auk þess virtust þeir vinirn- ir ekki hafa tekið eftir því að til væru nema fáeinar skáldkonur. Að þessu fann Helga Kress í skel- eggri og vel rökstuddri grein í Morgunblaðinu og íslenskar skáld- konur mótmæltu þessu harðlega í Helgarpóstinum og ákváðu að sækja ekki hátíðina. Fleiri mót- mæli munu á leiðinni, m.a. frá Danmörku. Á fyrsta ljóðakvöldinu sá ég ekki aðrar kunnar skáld- konur en Vilborgu Dagbjartsdótt- ur sem á síðustu stundu var fengin til að taka þátt I hátíðinni. Ég efast ekki um að hún muni verða góður fulltrúi íslensks skáldskapar. Það vekur líka athygli að menn úr stjórn Rithöfundasambands íslands koma fram á hátíðinni og eru í framkvæmdanefnd. Þetta heitir að leika tveim skjöldum og er reyndar alþekkt fyrirbrigði. Að þessum inngangi slepptum verður þetta mál ekki látið skyggja á Norrænu ljóðlistarhátíðina sem slíka, en leitast við að fjalla um það sem hún hefur upp á að bjóða. Einsýni og klaufaskapur Knuts Ödegárd getur varla talist æskilegt efni í bókmenntaþætti þótt menn hafi eftir atvikum af því nokkra skemmtun sín á milli. Eftir baráttu Knuts Ödegárd við hátalarann á fyrsta ljóðakvöldinu (9.9.) kom gamall kunningi Nor- ræna hússins frá Færeyjum, Kar- sten Hoydal, og las fáein ljóð eftir sig á frummálinu. Hann flutti ljóð sitt um döggina, kenndirnar sem enginn veit hvaðan koma, en á þeirri stundu þegar heimurinn opnast í kyrrð er um að gera að Stefán Hörður Grímsson vera líkt og grasið sem þolinmótt bíður daggarinnar. ( Vatninu og ljósinu yrkir Kar- sten Hoydal líka um dögg, enda eru ljóð hans fyrst og fremst nátt- úruljóð eins og Ijóð margra ann- arra færeyskra skálda, lofsöngur til upprunans. Norska skáldið Harald Sverdrup flutti flest ljóð sín I enskum þýð- ingum, gamansamt skáld og oft djarflegt í framsetningu. Hann þóttist eiga í erfiðleikum með að finna þau ljóð sem hann hugðist lesa, blaðaði mikið i handritum og botn sumra ljóðanna virtist týnd- ur; kannski verið skilinn eftir í einhverjum norskum Borgarfirði. Sverdrup vakti nokkra kátínu, stundum á kostnað annars ágætra ljóða. Ivan Malinovski er meðal helstu skálda Dana og flutti nýtt ljóð í mörgum köflum, Fúgu, myndríkt og hljómmikið. ( þessu Ijóði er gerð tilraun til að fanga allan heiminn í net Ijóðsins. Skáldlegar likingar og heit alvara skáldsins er stundum rofinn af athugasemd- um á borð við þessa: Var það hér sem ég gleymdi gleraugunum mínum? Frá Kanaríeyjum kom Justo Jorge Padrón og flutti okkur löng og ástríðumikil ljóð um m.a. gleymdar minningar sem safnast hafa og aldir sem eru örskots- stund. Jorge Padrón er eitt helsta skáldið á þessari hátíð og veruleg- ur fengur að fá hann hingað. Ljóð hans eru hlaðin merkingu og búa yfir mikilli og upprunalegri innlif- un. Ljóð sín flutti hann á frummál- inu, en Thor Vilhjálmsson las þýð- ingu sína á einu þeirra: Innrás atómanna. Thor kallaði þýðinguna réttilega „tilraun", nokkuð skorti á að ljóðið væri trúverðugur skáld- skapur í íslensku gerðinni. Justo Jorge Padrón fór einnig með (slandsljóð sem vitnaði um hrifningu hans af norðurljósum og íslenskri náttúru, íslensku Justo Jorge Padrón umhverfi. Þetta er eitt af athyglis- verðari ljóðum um (sland eftir erlent skáld sem ég hef heyrt lengi. Stefán Hörður Grímsson las úr bók sinni Hliðin á sléttunni og einnig fimm ný ljóð frá liðnu sumri. Stefán Hörður er meistari stuttra ljóða eins og fram kom. ( ljóði sem nefnist Sólskin á Austur- velli yrkir hann um stúlku sem vinnur I banka. Hún er á leið til vinnu „með hvítt ljóð upp úr hvirfl- inum svarta". Að öðrum skáldum ólöstuðum vöktu þeir Stefán Hörð- ur og Jorge Padrón mesta athygli á þessu fyrsta ljóðakvöldi. Sænska skáldð Östen Sjöstrand flutti nokkur ljóð, m.a. úr nýlegri bók sinni. Sum þessara ljóða voru nýstárleg, ekki síst ferðaljóðin frá (rlandi og Noregi. Sjöstrand hefur hrifist af Laxdælu eins og fram kemur í ljóðum hans. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn per- sónuleg Ijóð eftir hann og I þetta skipti. Hann skýrði tilefni ljóð- anna, en gat þess að ljóð ætti ekki að skilgreina. Sum ljóðanna las hann í enskri þýðingu Skotans Robins Fulton. Flutningur skáldanna á enskri tungu leiddi hugann að því hvort menn væru farnir að vantreysta norrænum málum og þótti mér reyndar óþarfi að norræn skáld kæmu hugsunum sínum á fram- færi við islenska áheyrendur á ensku. Vafasamur ávinningur þótti mér einnig flutningur Einars Braga á sænskum þýðingum ljóða eftir Halldór Laxness og Jón úr Vör, en vera má að menn hafi viljað leggja áherslu á alþjóðlegt andrúmsloft ljóðlistarhátíðarinnar með þessu móti. Meira gagn hefði verið í því að fá hæfa þýðendur til að þýða Ijóð erlendu skáldanna á íslensku fyrir islenska áheyrendur. Hvað skáldin lesa svo sín á milli er annar handleggur. Ballet Batlet Ballet Balletskóli Eddu Scheving sími 76350, 25620. Balletskóli Guöbjargar Björgvins sími 15359 Balletskóli Sigríöar Armann sími 72154 Nemendur athugið Innritun hefst 16. september. Allir aldurshópar frá 5 ára. Kennsla hefst i byriun október. Fé|agar fFé|agf fs|enskra llstdansara. Meólimir í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.