Morgunblaðið - 11.09.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985
7
Islenska hljómsveitin:
50 áskriftartónleikar á
fimm stöðum á landinu í vetur
ÍSLENSKA hljómsveitin hyggst í vetur taka upp þá nýbreytni að halda
áskriftartónleika á fjórum stöðum utan Reykjavíkur, auk tónleika í Reykja-
vík, sem haldnir verða reglulega eins og undanfarin ár. Er áætlað að halda
reglulega tónleika í Hafnarfirði, Keflavík, á Akranesi og Selfossi, þar sem
flutt verður sama efnisskrá og á tónleikum hljómsveitarinnar í Reykjavík. Ef
af þessum áformum verður mun hljómsveitin halda alls 50 reglulega áskrift-
artónleika í vetur.
Þetta var meðal þess sem fram
kom á blaðamannafundi sem
hljómsveitin efndi til í gær þar
sem starf hennar á komandi vetri
var kynnt.
Haldnir verða 10 tónleikar í
Langholtskirkju í Reykjavík.
Verða þeir síðasta fimmtudag í
hverjum mánuði frá október fram
í maí og auk þess verða sérstakir
tónleikar um áramót og páska.
Efnisskrá tónleikanna verður
mjög fjölbreytt. Má sem dæmi
nefna að á tónleikunum i október
verður flutt ítölsk tónlist frá önd-
verðri þessari öld. í nóvember
verða tónleikarnir helgaðir konum
í íslensku tónlistarlífi og verða
þar meðal annars flutt verk eftir
Karólínu Eiríksdóttur, Misti
Þorkelsdóttur og Jórunni Viðar og
Anna Guðný Guðmundsdóttir
leikur einleik á píanó. Á áramóta-
tónleikunum verður meðal annars
frumflutt verkið „Þrír litlir kons-
ertþættir fyrir þrjá litla spilara"
eftir Jónas Tómasson og munu þar
þrír ungir tónlistarnemar leika
einleik með hljómsveitinni. Á
febrúartónleikunum verður flutt
létt tónlist í anda gömlu út-
varpshljómsveitarinnar og
skemmtidagskrá í samantekt
Ólafs Gauks, þar sem Þórhallur
Sigurðsson (Laddi) og Sigrún
Hjálmtýsdóttir (Diddú) munu
koma fram. í apríl verður svo
óratorían „Messías" eftir Hándel á
efnisskránni og mun Kór Lang-
holtskirkju flytja verkið með fs-
lcnsku hljómsveitinni ásamt ein-
söngvurunum Ólöfu K. Harðar-
dóttur, Sólveigu Björling, Garðari
Ck>rtes og Halldóri Vilhelmssyni.
Stjórnandi verður Jón Stefánsson.
Er þá aðeins upp talinn hluti af
efnisskrá vetrarins.
Nokkur íslensk tónverk verða
frumflutt í vetur og má þar nefna
„ÁlfhóP, íslensk álfalög í útsetn-
ingu Sigurðar I. Snorrasonar, sem
frumflutt verður á áramótatón-
leikunum, hljómsveitarverk eftir
Hróðmar Sigurbjörnsson sem
frumflutt verður í janúar (það er
jafnframt kvikmyndatónlist við
myndina „Eins og skepnan deyr“)
og verk fyrir strengi eftir Hafliða
Hallgrímsson, sem frumflutt
verður á tónleikunum í maí.
Auk Guðmundar Emilssonar
aðalstjórnanda hljómsveitarinnar
munu þeir Marc Tardue, Jean-
Pierre Jacquillat, Ragnar Björns-
son, Páll P. Pálsson, Jón Stefáns-
son og Hafliði Hallgrímsson
stjórna hljómsveitinni í vetur. Þá
mun fjöldi einleikara og einsöngv-
ara koma fram á tónleikunum.
Eins og áður sagði er áformað
að allir þessir tónleikar verði
einnig fluttir á fjórum stöðum
utan Reykjavíkur og er það að
sögn Guðmundar Emilssonar
framkvæmdastjóra íslensku
hljómsveitarinnar í fyrsta sinn
sem slíkt er reynt. Sagði Guð-
mundur að hér væri í raun um
fífldjarfa tilraun að ræða en með
þessu væri verið að framfylgja
ákvæði í stofnskrá hljómsveitar-
innar um að auka tónlistarflutn-
ing úti á landi. Lagði hann áherslu
á að ef vel tækist til yrði þetta
mikil lyftistöng bæði fyrir tónlist-
arlíf á viðkomandi stöðum og fyrir
hljómsveitina.
Fram kom hjá Guðmundi að
hljómsveitin borgaði í raun meira
til ríkisins í formi launaskatts og
Norræna ljóðahátíðin:
Kveðja frá ráðstefnu
um kvennabókmenntir
EFTIRFARANDI skeyti hefur borist
Morgunblaðinu frá þriðju norrænu
ráðstefnunni um kvcnnabókmenntir,
sem nú stendur yfir í Skælsknr í
Danmörku.
Ljóðahátíðin í Norræna húsinu
- Knut Ödegárd.
Við lítum á ljóðahátíð ykkar sem
viðleitni til að halda vörð um þetta
listform sem allstaðar er ógnað,
en með ákafa ykkar gangið þið of
langt þegar þið viljið líka verja
ljóðin fyrir konum, sem hafa
hneykslanlega fáa fulltrúa á hátíð-
inni.
Undir þetta skrifa 86 rithöfund-
ar og bókmenntafræðingar á
þriðju norrænu ráðstefnunni um
kvennabókmenntir, Skælskor,
Danmörku.
Mercedez Benz-jeppi
Til sölu er Mercedes Benz-jeppi. Mjög vel búinn
aukahlutum. Hagstæö greiöslukjör.
Upplýsingar í síma 31236 í dag frá kl. 1—4 og kl.
9—6 alla virka daga.
söluskatts en hún fær þaðan í
styrk. Sagði hann framlag ríkis-
ins, sem hlutfall af kostnaði, hafa
farið hraðminnkandi þau fjögur
ár sem hljómsveitin hafi starfað
og hafi í fyrra verið tæp 10% og
hafi hljómsveitin því aflað yfir
90% af tekjum sínum sjálf, með
sölu aðgöngumiða og með stuðn-
ingi fjölmargra aðila. Kvaðst
hann vona að framlag ríkisins yrði
aukið þannig að það yrði a.m.k.
12,5% af rekstrarkostnaði. Það
væri nauðsyn ef hljómsveitin ætti
að lifa í hinni hörðu samkeppni
við Sinfóníuhljómsveit fslands og
alla þá fjölmörgu aðila aðra sem
standa fyrir tónleikahaldi hér á
landi, einkum i höfuðborginni.
Hljómsveitin hefði sýnt það á
undanförnum fjórum árum að hún
ætti fullan rétt á sér, hún hafi
aukið mjög á fjölbreýtni í tónlist-
arlífinu og gefið ungum hljóð-
færaleikurum tækifæri til að
starfa, sem annars hefðu gengið
atvinnulausir.
Morgunblaðid/Emilía
Þau kynntu blaðamönnum starf íslensku hljómsveitarinnar á komandi
vetri. F.v. Sigurður I. Snorrason gjaldkeri hljómsveitarinnar, Guðmundur
Emilsson framkvæmdastjóri og aðalstjórnandi og Guðrún Th. Sigurðardóttir
trúnaðarmaður hljóðfæraleikara.
Enn heldur
stuöiö áfram.
BCCACWAy
föstudags- og laugardagskvöld
Hinir frábæru Swinging Blue Jeans, sem komu til
íslands um áriö og slógu þá svo sannarlega í gegn,
koma nú og skemmta í Broadway af sinni alkunnu
snilld. Þeir félagar skemmta aðeins þessi tvö
kvöld. Tryggiö ykkur því miða og borö tímanlega í
síma 77500 kl. 11 —19 daglega^^^^^
T^natopplog.n--- . ss
Komum öll og kætumst meö hörkugóðu Ingimar Eydal leik- ur fyrir matargesti
Matseóill
Rjómasúpa
Mariu Stewart.
Lambapiparsteik meó
koniakspiparsósu.
is Grand Marnier í
sUkkulaðibollum
bandií