Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 23 Keilubræðurnir Friðrikssynir ... Meðal keilara sem voru að þegar rölt var í keilusalinn var Bjarni Friðriksson. Hár og myndarlegur piltur með ansi skemmtilegan stíl. „Maður er auðvitað misupplagð- ur í þessari íþrótt eins og öðrum og mér er minnisstæð frammi- staða mín í firmakeppninni um daginn. Mér var búið að ganga ansi vel dagana fyrir keppnina, fór upp í 200 stig og svoleiðis. Svo kom keppnin. Ég náði tvisvar 115 stig- um!“ segir Bjarni og hlær frekar mikið. Er þetta skemmtileg fþrótt? „Hún er það og það kom mér á óvart hve þetta er góð hreyfing fyrir líkamann, þ.e.,*f Staður spil- ar þetta stíft. í keilu reynir maður á vöðva sem maður er hreinlega ekki vanur að nota * Ein svona utan dagskrár: Er hringt í þig og spurt um Bjama Friöriksson júdómana? jSS^L. „Það er alltaf a& koma fyrir. Menn hringja í mig biðja um júdó- tíma, þanta kennslu og ég veit ekki hvlð,“ er svar Bjarna. Um leið og hann sleppti orðinu lét hann kúluna vaða og felldi allar keilurnar án þess að blikna. Leikfélagf Bjarna að þessu sinni var bróðir hans Ingimar. „Við Bjarni byrjuðum að spila í sumar og höfum mætt hér nokkuð reglulega síðan. Ég er ekki sam- mála því að þetta sé eitthvað erfitt / líkamlega." Mundir þú segja þetta vera leti- íþrótt? „A.m.k. reynir þetta lítið á líka- mann en kannski því meira á taugarnar í keppnum." Veðjið þið? „Nei, biddu fyrir þér. Það er bannað með lögum á íslandi!!" Ingimar Frið- riksson býr sig undir skot. Bjarni Friðriksson. „Viö erum byrjendur" — Karl Jóhannsson og félagar teknir tali Karl Jóhannsson og félagar voru með eina braut. Fjórir saman, greindir og geðþekkir og tóku líf- inu bara með ró. Spjölluðu um allt á milli heima og geima og höfðu ekkert alltof miklar áhyggjur af frammistöðunni. Hafið þið stundað keilu lengi? „Nei, við erum algjörir byrjead- ur. Við höfum samt komið hér áður, en getum bara ekki neitt- Hvað komið þið hingað oft í viku? „Við erum búnir að fara tvisvar 1 þessari viku. Við förum frekar óreglulega. Bara þegar við henn- um.“ Hvað er skemmtilegast við kcil- una? „Það er félagsskapurinn og afs- löppunin. Fyrir okkur er þetta hin mesta afslöppun, enda tökum við sjálfa okkur ekki alvarlega sem keilara. Við tölum heilmikið á meðan á þessu stendur, spjöllum um allt á milli himins og jarðar". Hyggist þið æfa ykkur enn frekar og gerast keppnismenn? „Það er sko ekki efst á stefnu- skránni ef satt skal segja. Ékki nema við höfum leynda hæfileika. Hér stóð einn félaganna upp, skautog felldi allar!!! Þið sogðust vera byrjendur? „Já, þetta hlýtur að hafa verið slembilukka. Annars er hann þessi örugglega bestur undir pressu. Þegar jjósmyndarinn er að taka myndog svoleiðis.“ Fínnst ykkur dýrt að vera hér? „Frekar dýrt ef maður væri hér oft í viku. Þetta er þó svipað og að fara í bíó. Þú sérð við erum fjórir um braut og það kostar 1200 kr. sem gerir 300 krónur á mann. Kostar ekki tæpar 200 í bíó og svo bætist popp og kók ofan á það!!“ Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Keilusalarins, á skrifstofu sinni. legum aðferðum þó,“ svarar Ás- geir og hlær. „Það má gjarna koma fram fyrst þú spyrð að þessu að ef vinnu- staðir eða saumaklúbbar til dæmis geta komið saman 20 manna hóp, þá bjóðum við þeim sama hóp ókeypis hingað á stað- inn, ókeypis kennslu og hópurinn getur spilað í 2 klukkutíma án nokkurs kostnaðar." Eru íslenskir keilarar orðnir frambærilegir? „Það fer auðvitað eftir því við hvað er miðað. Við stefnum alveg örugglega að því að vera með á Ólympíuleikum þegar keilan verður viðurkennd ólympíu- íþrótt. Hvað getu okkar manna varðar, þá sýndi það sig á Is- landsmótinu að hér eru margir ágætir keilarar. Hér voru at- vinnumenn að kenna og sýna og þeir minntust sérstaklega á það hve stíll margra íslendinga væri óheflaður án þess þó að það kæmi niður á getunni. Þeir vildu endi- lega að fólk héldi bara sínum stíl þó að sá væri kannski ekki hinn „fullkomni", ef það bæri betri árangur." (í þessu kom inn á skrifstofu Ásgeirs ungur maður með kúlu með sér í þar til gerðum poka. Hann hafði engar vöflur á, slengdi kúlunni á skrifborðið og spurði Ásgeir: „Hvað myndirðu borga fyrir svona kúlu?“ Ljóst var að honum hafði verið boðin forláta kúla til kaups og vildi hann fá ráðleggingar Ásgeirs. Ræddu þeir saman nokkra stund. Loks skundaði keilarinn út, glað- hlakkalegur á svip. „Hann fær þessa á fínu verði,“ segir Ásgeir og brosir.“) Koma menn hingað með eigin kúl- ur? „Já, blessaður vertu. Stundum koma þeir með eigin skó,“ svarar Ásgeir. Það skal tekið fram að kúlur og keiluskór eru til staðar í keilusalnum. Hefurðu reynt að gera þér ein- hverjar hugmyndir um hve margir íslendingar stundi keiluna? „Ég hef reynt það en hef auð- vitað ekkert nákvæmt um það. Hins vegar get ég sagt þér það að hingað koma inn u.þ.b. sjö þúsund manns á viku. Það gera 324.000 manns á ári. Langflestir auðvitað oftar en einu sinni, en þetta sýnir þó að því verður ekki á móti mælt að þetta er mjög vaxandi íþrótt," svarar Ásgeir að endingu Rammíslensk orð og hugtök í keilunni: Amlóði, Félagi Karls Jóhannssonar sýndi ótrúleg tilþrif og kom flestum á óvart með fádæma hugdirfsku og innlifun í skotum. bikkja, drösull, kaktus, gaur og Keila er íslenska orðið fyrir „bowling" og sem betur fer notað af íslenskum áhugamönnum um íþróttina í síauknum mæli. Keilu- salurinn í öskjuhlíð birtir ansi skemmtilegan og rammíslenskan orðalista aftast í kennslubæklingi sínum. Hér birtist hluti hans. AMLÓÐI Sá keilari sem hefur^, tveggja liða keppni keppni. M ASNASPÖRK t®*™*—* Skilrúm milli brauta við keilu- stæða. Keilurnar þeytast gjarna í asnaspörkin, koma til baka af krafti og fella aðrar keiIuVQ BAGGAREIÐ Tvær eða fleiri fellur í röð. BÁTSFYLLIR Fella í síðasta skoti leiks. BIKKJA Keila sem fæstekki tilað falla. DRÖSULL Stigalægsti keilarinn í liðinu. FELLIBYLUR 300 stiga leikur. FEYKJA Að skjóta allar keilurnar í tveimur skotum. GAUR Stök keila sem stendur eftir skot virtist vera fella. AKTUS itök keila sem stendur eftir skot virtist vera fella. EILARI ikmaður í keilu. RAUSN Aukastig sem keilari fær í tveimur næstu skotum eftir fellu og í næsta skoti eftir feykju. VASAÞJÓFUR Kúla sem rétt aðeins nær að hitta í vasann. Orðalistinn er auðvitað miklu lengri en þetta. Hér fengum við aðeins smásýnishorn af rammís- lenskum orðum og hugtökum sem tengjast keilunni. rausn Sá með kylfuna er væntanlega enginn AMLÓÐI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.