Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 19 Þorsteinn Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Olafsfjarðar hf: Núverandi kerfi er eins og veðreiðar „KVÓTAKERFIÐ hefur reynst þol- anlega. Ég verö þó aö segja að núver- andi kerfi er eins og veðreiðar, ef veðjað er á réttan hest í upphafi árs er maður vel settur, en annars illa,“ sagði Þorsteinn Asgeirsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ólafs- garðar hf. sem gerir út skuttogarann laf Bekk. Var það val á sóknar- og aflakvóta sem hann jafnaði þarna við veðreiðar. Þorsteini leist vel á þær hug- myndir sjávarútvegsráðherra að gefa mönnum kost á að veiða á þessu ári upp í aflakvóta næsta árs „ef á annað borð þarf að hafa kvóta. Áramótin eru ekkert heilög í þessu efni,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki vera sammála þeim takmörkunum sem væru á aflakvótanum; vildi hækka hann miðað við núverandi aðstæður, þar sem miklu meira líf væri í sjónum núna en verið hefði um árabil. Hann taldi óhætt að hækka þorskkvótann upp í 360-370 þúsund tonn. „Þó fiskifræðingarnir séu ágætir verðum við líka að taka mark á sjómönnunum," sagði hann. Þorsteinn taldi ekki rétt að Þorsteinn Ásgeirsson leggja kvótakerfið alfarið niður, réttara væri að reyna að lagfæra það. Þar vísaði hann til þess sem hann sagði í upphafi, það er að menn þyrftu ekki að vera svona stíft bundnir við afla- eða sóknar- mark; að menn geti skipt yfir á miðju ári ef annað fyrirkomulag kæmi betur út. Benjamín Antonsson, skiptstjóri á Kolbeinsey ÞH: Við þurfum að fá frí frá kvótakerfinu „MÉR finnst það alveg furðuleg hugmynd að ætla sér að leyfa flutn- ing á kvóta næsta árs yfir á þetta. Ég á ekki annað orð yfir það. Menn hafa hagað veiðum sínum í allt sumar eftir leyfilegum afla. Þetta kemur sér því illa fyrir þá, sem hafa tak- markað veiöarnar, en sjálfsagt vel fyrir hina,“ sagði Benjamín Antons- son, skipstjóri á Kolbeinsey ÞH. „Það mætti þá alveg eins leyfa að flytja afgangskvóta frá síðasta ári yfir á þetta. Mér finnst að þetta sé tómt mál um að tala, það eigi bara að gefa veiðarnar frjálsar næsta ár. Ég held að það verði að stokka kerfið upp, það er ekkert svigrúm til breytinga í því. Það sýnir sig nú, þegar alls staðar virðist vera meiri fiskur og betri en í fyrra, að þá er ekkert hægt að bæta við nema af næsta árs skammti. Við höfum verið með mælingamann um borð í tvo túra og það er ánægjulegt að hann skuli Benjamín Antonsson verða vitni að þessu. Þetta og fleira sýnir einfaldlega að kvótinn þjón- ar ekki lengur tilgangi sínum,“ sagði Benjamín Antonsson. Ólafur Örn Jónsson, skipstjóri á Viðey RE: Vilja velta vandanum á undan sér „MER finnst þetta að velta vandan- um á undan sér. Þessi hugmynd Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður í Grundarfirði: Kvótinn er hemill á getu og gerðir manna „ÉG VAR nú upphaflega fylgjandi kvótanum og hélt hann yrði auðveld- ari í framkvæmd en raun ber vitni. Við núverandi aðstæður hefur hann ekki sannað ágæti sitt, heldur öfugt. Hann er allt of mikill hemill á getu og gerðir manna. Við á landsbyggð- inni þolum ekki vegna atvinnuleysis, að útgerðin leggist niður þrjá síðustu mánuði ársins,“ sagði Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður í Grund- arfirði. „Ég held að menn eigi ekki annarra kosta völ, bæði stjórnvöld og almenningur, en að veiða á þessu ári eitthvað úr kvóta næsta árs, hvort sem það þýðir aukna takmörkun á næsta ári eða ekki. Það verður bara að bíða og sjá hver niðurstaðan verður. Ég hef Jón Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Norðurtangans á ísafirði: Forsendur kvóta- kerfisins brostnar „MÍN skoðun er sú, að það hafi verið mistök að endurnýja kvótakerf- ið um síðustu áramót. Það er greini- lega að koma í Ijós eftir því, sem líður á árið, að forsendur þess eru brostnar," sagði Jón Páll Halldórs- son, framkvæmdastjóri Norðurtang- ans á ísafirði. „Þetta var neyðarúrræði í árslok 1983, þegar ekki tókst að veiða þann afla, sem ráð var fyrir gert, þrátt fyrir mikla sóknaraukningu i lok ársins. Þá var réttlætanlegt að grípa til neyðarráðstafana, en þær forsendur eru ekki fyrir hendi lengur. Allar aðstæður hafa breyst það mikið, að ekki er hægt að notast við þetta kerfi lengur. Það er rétt hjá Halldóri, að úr því að kvótakerfið gefur ekki svigrúm til rýmkunar þrátt fyrir breyttar aðstæður, að neyðarástand skap- ast víða um landið, verði engar breytingar gerðar á kvótanum nú. Ég vil leggja áherslu á að kvóta- kerfið er þess eðlis, að það sníður stjórnvöldum svo þröngan stakk enga trú að því, að við höfum efni á því að spara stofnana um of og innleiða atvinnuleysi síðustu mán- uði ársins án þess að nýta fiski- stofnana eins og hægt er. Það eru allir sammála um það, að miklu líflegra sé í sjónum en allar skýrsl- ur vísindamanna segja til um. Það getur því ekki verið að við getum stofnað útgerð, fiskvinnslu og afkomu þjóðarinnar í hættu og skuldir út á það, að kannski sé ekki varlegt að veiða meira. Fiski- mennirnir vita þetta betur en vís- indamennirnir og rétt að taka mið af reynslu þeirra. Mér finnst það mjög athugandi fyrir hagsmunasamtök eins og LÍÚ og Fiskiþing, þegar staðan er eins og nú, að þau flýti aðalfundum sínum til að fjalla um þessi mál, því vonandi verður tekið tillit til niðurstaðna þessara hagsmuna samtaka. Þá finnst mér að stjórn- völd verði að fara að hugsa um stöðu útgerðarinnar í landinu. Nú stefnir í það, að Breiðfirðingar missi alla togara sína nema einn, sem er í eigu fyrirtækis míns. Það er alveg óvíst að við höldum frekar velli en aðrir ef svo fer sem horfir í útgerðarmálum þjóðarinnar. Ég get ekki séð að ríkisstjórn geti sýnt það ábyrgðarleysi, að sinna ekki þessum málum meira en gert er,“ sagði Guðmundur Runólfsson. Halldórs er ekkert annað en viður- kenning á því, að kvótakerfið dugi ekki til aö stjórna veiðunum og er mjög óhagstætt. Að koma fram með þetta, þegar mesta aflahrota undan- genginna ára er yfirstaðin, er ein- faldlega allt of seint,“ sagði Ólafur Örn Jónsson, skipstjóri á Viðey RE. Kvótakerfið hefur aldrei átt rétt á sér og mun aldrei eiga rétt á sér við ísland. Við flúðum nú miðstýr- inguna í Noregi á sínum tíma, þegar ísland byggðist og við mun- um aldrei sætta okkur við hana. Það var búið að slípa marga van- kanta af skrapdagakerfinu á sín- um tíma. Það átti bara að halda áfram á þeirri braut. Það var þægilegt að breyta því eftir afla- brögðum hverju sinni með því að fjölga eða fækka þorskveiðidögum. Með áframhaldandi þróun þess kerfis held ég að bezta leiðin sé takmarkanir. Bezta takmörkunin Ólafur Örn Jónsson felst reyndar einfaldlega í því, að miða skipastólinn við mögulegan afla, þannig að afkoman af veiðun- um geti orðið viðunandi," sagði Ólafur Örn Jónsson. Jón Páll Halldórsson til rýmkunar, breytist aðstæður í sjónum og veiði aukist, að þau geta ekki brugðist við á eðlilegan hátt. Þess vegna er þetta ákaflega óæskileg og óheppileg leið, að ríg- negla allt fast í byrjun árs og geta svo ekkert gert,“ sagði Jón Páll Halldórsson. Guðmundur Runólfsson Bjarki Tryggvason, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga: Bezt er að vera laus við hömlur „ÉG vil að lögð sé áherzla á það, að kerfið, hvert sem það verður, verði sem sveigjanlegast, en albezt væri að vera laus við allar hömlur. Séu takmarkanir hins vegar nauðsynleg- ar, held ég að kvótakerfið sé það skásta, sem völ er á,“ sagði Bjarki Tryggvason, framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Skagfirðinga. „Við höfum hægt á veiðum skip- anna til þess að treina kvótann fram eftir árinu. Ég sé þrátt fyrir það ekkert því til fyrirstöðu, verði kvótakerfi ákveðið til næstu tveggja eða þriggja ára, að hafður verði svolítill sveigjanleiki í því, auðvitað innan vissra marka. Ef takmarka þarf sóknina er ég fylgj- andi áframhaldandi kvótakerfi í einhverri mynd áfram. Ég er þá heldur fylgjandi sóknarkvóta, því í honum má ekkert flytja á milli og þannig stoppar kvótabraskið. Þó við höfum til dæmis keypt kvóta, finnst mér það í raun sið- laust að vera að verzla með hann. Ég er hvorki fiskifræðingur né sjómaður, en eftir því, sem sjó- Bjarki Tryggvason menn segja okkur, er miklu betra ástand í sjónum og miklu meira af fiski en til dæmis i fyrra. Ef fiskifræðingar segja annað verður spurningin hvaða ákvörðun yfir- völd taka. Hin pólitíska ákvörðun er þeirra."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.