Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 33 ég hef heimsótt, þótti mér þessi sýnu lakastur í heild. Að sjálfsögðu skiptast á skin og skúrir um framkvæmd slíkra risa- sýninga, og þær gjalda þess, er svo er komið, hve fátt kemur skoðend- um á óvart — nema þá hve hand- verk hinna eldri myndlistarmanna er áberandi traustara. Málverkið hefur um margt sett niður að því leyti á síðustu árum, en hér eru austantjaldslöndin þó undanskilin . og þá aðallega þau, er liggja að Evrópu. Síðast á dagskránni þennan dag var að skoða safn Peggy Guggen- heim, sem er eitt vandaðasta safn nútímalistar í veröldinni. Það er magnað, hve vel konan valdi myndverk í safn sitt, og máski er skýringin sú, hve þekking hennar var yfirgripsmikil og tilfinningin næmogopin. Heimsókn á það stórmerkilega og fallega safn var Biennalinum mjög óhagstæð, að ekki sé meira sagt. Safn Peggy Guggenheim verð- skuldar sérstaka grein seinna. Ég þurfti að taka fyrstu Vaporettu næsta morgun og reis því upp fyrir allar aldir, — keypti skrautlega bók um Feneyjar af hótelverðin- um. En mikið brá mér, er ég tók plastumbúðirnar af henni, því að fúkkalyktin var yfirþyrmandi og loðir enn í ríkum mæli við bókina ári seinna. Það var undursamlega fallegt að sigla eftir Canal Grande í morgunsárinu og virða fyrir sér lífið á bryggjunum — forleik komandi dags. Loftið var svo tært, að byggingarnar fengu næstum á sig helgiljóma og auðvelt var að lesa á töflurnar utan á sumum höllunum, er sögðu frá merkum mönnum, er þar höfðu gist, — stór- skáldum og spekingum. Á tröppum aðaljárnbrautar- stöðvarinnar svaf mikill fjöldi ungmenna værum svefni undir brekáni og með marglita bakpoka sem höfuðpúða. Þannig er það á öilum aðaljárnbrautarstöðvum i Evrópu yfir sumarmánuðina. Tveir borðar, er héngu við Rialto-brúna, vöktu athygli mína og komu mér í angurværa stemmn- ingu. Á öðrum þeirra stóð stórum stöfum: „Tesori dei Farone" (Fjár- sjóðir Faraóanna) en á hinum „Le Arti Vienna Dalla Secessione Álla Caduta Dell Impero Asburgico" (Sýning á verkum Vínarskólans). Mikið hefði verið gaman að skoða þessar tvær einstæðu sýningar, og ég gleymi ekki þeim tilfinningum, er gagntóku mig. Þannig man ég næstum jafnvel eftir því, sem ég ekki sá, og hinu, sem mér auðnað- ist að skoða í þetta skipti! En áfram skyldi haldið þessari „vel skipulögðu ferð“ og nú til Mílanó með fúkkann í Feneyjum, en einnig yndislegar minningar, í farangrinum. Kmilio Vedova: Rauður þrfhyrningur 1982 íslenski skálinn á Biennalinum i Feneyjum Didier Vermeiren, Holland: Skúlptúr 1981 - Imre Varga, Ungverjalandi: Skúlptúr 1983—1984 Frá upphafi hefur sýningin verið með alþjóðlegu yfirbragði, og árið 1907 opnuðu Belgar fyrsta erlenda sýningarskálann. Síðan hefur mikill fjöldi þjóða reist sér sýning- arhús innan hins afmarkaða svæð- is, sem nú mun löngu fullnýtt. íslendingar hafa í örfá skipti verið með á sýningum og þá sem boðsgestir. Fara litlar sögur af þátttöku þeirra, enda munu deildir þeirra hafa horfið í þessum al- þjóðlega frumskógi myndlistar- verka. Við höfum verið hálf utan- gátta, og það hefur ekki verið nægilega vel staðið að þátttöku okkar. Það er nefnilega mikill misskilningur að nóg sé að mæta á staðnum og setjast svo niður og bíða eftir athyglinni. Nei, það þarf mikið umstang og útsjónarsemi í kringum hverja sýningu fyrir sig, eigi hún að vekja athygli. Mestur krafturinn hefur væntanlega farið í það hér heima á skerinu að ákveða, hverjir ættu að hljóta heiðurinn af þátttöku! Með aðstoð góðra manna hefur Islendingum verið úthlutaður eig- inn skáli í grennd við aðalbygging- una, og var það upprunalega skáli Finna og teiknaður af Alvar Aalto, — en er þeir svo reistu annan og stærri skála með Norðmönnum og Svíum, gáfu þeir Biennal-nefnd- inni gamla skálann. Þetta var árið 1976 og hafa Portúgalar haft hann allar götur síðan. En Finnar áttu ítök í skáianum og réð það miklu, að hann féll í hlut fslendinga. Hér kemur einnig til mikilvæg aðstoð áhrifamanna, er báru hag íslands fyrir brjósti, svo sem danska arki- tektsins Fredrik Fogh. Hann er af íslenzkum ættum, og voru for- feður hans m.a. biskupar í Skál- holti svo sem Finnur Jónsson og Hannes Finnsson. Jón, sonur Hannesar, var svo faðir Hilmars Finsen, er var landshöfðingi á f slandi á síðustu öld. Fredrik Fogh hefur verið arkitekt í Mílanó í tvo áratugi og hefur með eftirlit með byggingum Norðurlanda á sýning- arsvæðinu að gera. Sér um að standsetja þær annað hvert ár. Það hefur ábyggilega verið mjög erfitt verk að koma því í kring að íslendingar fengju þennan fallega og vel staðsetta skála. Portúgalar vildu t.d. alls ekki missa hann, sem er mjög skiljanlegt, og tíu aðrar þjóðir sýndu mikinn áhuga á að fá hann m.a. Kínverjar. En góð orð Finna og harðfylgi og útsjónar- semi Fredrik Fogh og ábyggilega margra annarra varð til þess, að litla þjóðin á útskerinu var tekin fram yfir allar hinar, m.a. fjöl- mennustu þjóð heims! Megum við hér vel við una og veltur á miklu, að jafnan verði vel að sýningum okkar staðið í skálan- um, sem er hin fegursta smíð, þótt ekki sé hann stór. Það var Kristján Davíðsson, sem Kristján Davíösson: Á ferðalagi 1976 var valinn til að vera fulltrúi okkar að þessu sinni, og sýndi hann 19 olíumálverk af ýmsum stærðum, þar af eitt mjög stórt. Kristján komst vel frá sínu hlutverki með hinum sigildu ab- straktmálverkum, sem eru ein- kennandi fyrir hann. Myndir hans þóttu fallegt „informelt" málverk, er báru sterkri skapgerð vitni, en væru um leið tilfinningarík og viðkvæmnislega malerísk. Opinská abstrakt-málverk, svo sem menn þekktu frá sjötta áratugnum." Hann var fullgildur í hópi þeirra Norðurlandabúa, sem þóttu koma sterkt frá Biennalinum að þessu sinni — óvenju sterkt. Ég skoðaði Biennalinn í krók og kima nokkrum sinnum, en ekki get ég sagt, að hann hafi hrifið mig í heild. Líkt og textíl-hönnuðir virð- ast margir hverjir hamast við að troða sér inn á svið málara og myndhöggvara, þá virkuðu myndir margra málara eins og skrautlegir textílar. Þetta var mjög áberandi í amerísku deildinni og mátti sjá það í gestabókinni, að fólki leist langt frá vel á þessa þróun. Amer- íska deildin, sem oft hefur vakið óskipta athygli, þótti þannig fyrir margt með endemum og margar deildir vesturlandaþjóða minntu mig sterklega á Biennalinn í Rostock í Austur-Þýskalandi. Miðað við slíkar deildir þótti mér framlag sumra austantjaldsþjóða jafnvel móderne, og mikla athygli mína og annarra sýningargesta þennan dag vakti ungverski mynd- höggvarinn Imre Varga. Auðvitað var heilmikið af ágæt- um verkum, en hið lakara var þó í yfirþyrmandi meirihluta. Af þeim fjórum Biennölum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.