Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1985 39 ^ Minning: Sigríður Erla Eyjólfsdóttir Fædd 24. júní 1924 Dáin 3. september 1985 Eitt eigum við öli sameÍKÍnlegt að sú stund mun koma að við kveðjum þennan heim, en stund- um finnst manni hún koma þegar síst skyldi, en sem oftar hefur það skeð þegar mágkona mín, Erla, veiktist seint á síðastliðnu ári af þeim sjúkdómi sem læknavísindin réðu ekki við. Þó að veikindi hafi borið skjótt að þá tei ég að hún hafi verið búin að finna fyrir þeim síðastliðin tvö ár. Erla fæddist í Hafnarfirði og var hún fimmta barn hjónanna Eyjólfs Eyjólfssonar sjómanns og Sigríðar Einarsdóttur, en þeim varð sex barna auðið, en þau þau misstu eina dóttur á barnsaldri. Níu ára missti Erla föður sinn og flyst síðar til Reykjavíkur ásamt móður sinni og systkinum. Árið 1935 giftist Sigríður Þórði Bjarnasyni prentara og eignuðust þau eina dóttur. 10. ágúst sl. átti Sigríður 90 ára afmæli sem ekki fór framhjá Erlu frekar en aðrir atburðir sem fram fóru í fjölskyldunni; þó hún gæti ekki verið viðstödd þessa gleði- stund þá tók hún drjúgan þátt í undirbúningnum. Sigríður er nú að sjá á eftir fjórða barni sínu auk tveggja eiginmanna. Harmur hennar er því mikill og viljum við biðja góðan Guð að gefa henni styrk á þessum erfiðu tímamótum. Erla var í heimahúsum fram að tvítugsaldri, en þá giftist hún eft- irlifandi eiginmanni sínum, Gunn- ari Þorkelssyni verslunarmanni, og eignuðust þau tvær dætur, Guðrúnu Stellu sem er gift Trausta Finnssyni og eiga þau þrjú börn, Erlu, Eygló og Gunnar, og Eygló Sigríði sem er gift Ragn- ari Ragnarssyni og eiga þau einn son, Árna Gunnar. KJÖRDÆMISÞING Alþýðuflokkæ ins í Norðurlandskjördæmi eystra var haldið að Stóru-Tjörnum dagana 31. ágúst og 1. september sl. í ályktun þingsins um atvinnu- mál segir meðal annars: „Alþýðu- flokkurinn hefur á undanförnum árum krafist nýrrar stefnu í upp- byggingu atvinnulífs í kjördæminu og varað við þeim doða, sem ríkt hefur en afleiðingar hans eru þegar komnar í ljós. Flokkurinn ítrekar enn og aftur fyrri ályktanir sínar um stórátak á þessu sviði, um aukið fjármagnsstreymi til kjördæmisins og um uppbyggingu nýrra atvinnufyrirtækja stórra og smárra." í ályktun um landbúnaðarmál er skorað á Alþingi að skipa rann- sóknarnefnd til að rannsaka með hvaða hætti búinn sé til milliliða- kostnaður á heilfryst dilkakjöt, sem nemur allt að 1500 krónum á meðaldilk. Þar segir einnig að SÍS hafi brugðist tilgangi samvinnu- hreyfingarinnar og jafnaðarstefn- unnar og sé orðið að samsteypu undir forstjóraveldi Framsóknar. Lýst er yfir stuðningi við tillögu Landssambands sauðfjárbænda um að búvörudeild SÍS verði tekin úr höndum forstjóranna og lúti sjálfstæðri stjóm kosinni af bænd- um. Varað er við hugmyndum um að fækka sauðfjárstofni lands- manna um helming slíkt muni hafa I för með sér almennt at- vinnuleysi og kreppu í fjölda byggðarlaga. Erla var að eðlisfari glaðlynd og ljúf og mátti aldrei vita um erfið- leika annarra án þess að hún væri boðin og búin að hjálpa. Mér er minnisstætt að við mannamót þá tók maður strax eft- ir því ef Erla var ekki komin, því hún var svo glaðlynd og hafði svo góð áhrif á fólk, bæði með fram- komu sinni og þeim glæsileika sem af henni geislaði. Mér er ljúft að minnast þeirra góðu tíma er við hjónin ásamt Einari bróður hennar og Guð- björgu konu hans áttum saman, bæði á ferðalögum og í góðum fé- lagsskap. Það var mikið áfall fyrir Erlu og alla fjölskylduna þegar Ingólfur yngri bróðir hennar lést af slys- förum rúmlega tvítugur að aldri og svo þegar eldri bróðirinn, Ein- ar, lést mjög snögglega fyrir þremur árum. Á yngri árum vann Erla í sæl- gætisgerðinni Freyju, en síðar hjá Einari bróður sínum sem þá rak Sunnubúðina. Síðustu árin vann Erla á lækna- stofunum í Domus Medica við að taka á móti sjúku fólki og leið- beina því. í þau fáu skipti sem ég þurfti að koma á þessa stofnun er mér minnisstæð sú unun sem hún virtist hafa af starfi sínu og sú mikla hlýja sem af henni geislaði. Eitt aðaláhugamál Erlu og Gunnars var að spila og fór mikið af frístundum þeirra í að spila og taka þátt í ýmsum mótum. Árang- urinn lét heldur ekki standa á sér og unnu þau til þó nokkurra verð- launa. En þó að mikill tími hafi farið í spil held ég að það að um- gangast barnabörn sín hafi verið henni mesta ánægjan. Er það mik- ill missir fyrir þau að sjá á eftir ömmu sinni. Söknuður okkar er sár, en hvað er hann samanborið við þann 1 ályktun um húsnæðismál segir að tilraunir stjórnvalda til að leysa vanda húsbyggjenda hafi mistek- ist. Telur þingið að lengja þurfi lánstímann og sjá til þess að hækkun greiðslubyrði verði aldrei hærri en hækkun almennra launa. í ályktun um sjávarútvegsmál segir meðal annars að meiri jöfn- uður þurfi að ríkja við úthlutun veiðikvóta í framtíðinni en verið hefur til þessa. Þá er lagt til að tekin verði upp ný vinnubrögð við verðlagningu á frystum fiski og athygli vakin á nauðsyn þess að taka upp svokallaðan stjörnuflokk fyrir mjög góðan fisk. ICAA, (Alþjóóasambandiö um áfeng- is- og fíkniefnamál) hélt 34. aöalþing sitt í Calgary í Kanada í byrjun ágúst. Fyrir áratug var aöaláhersla lögó á drykkjusýki og meöferöarmál en á þessu þingi var fjallað um for- varnir, einkum ýmis konar hömlur og fræöslu um nauðsyn þeirra. Þingfulltrúar í Calgary voru um 1.300 frá öllum heimshlutum. Alls voru flutt um 300 erindi. Á þing- inu var haldin sýning á myndum sem börn og unglingar víðs vegar um heim höfðu teiknað og höfðu þunga harm sem nú hefur dunið yfir móður hennar, eiginmann og barnabörn. Eg veit að mér, sem öðrum hér, er ákvörðuð stund að deyja, ég bið, guð, þig, ó, guð, lát mig gott stríð hér kunna að heyja; vel skiljast við og fara’í frið, fá svo í dýrð að lenda. (Hallgrímur Pétursson) Gunni minn, við sendum þér, börnum þínum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð milda sársaukann og gefa ykkur styrk og huggun. Minningin um góðan félaga geymist í hugum okkar allra. Kristbjörg Þórðardóttir Björn Omar Jónsson Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unanogeilíf sæla er þín hjá lambsins sól. Sálmur Með þessu fallega versi vil ég þakka mágkonu minni Erlu allt sem hún var mér og mínu heimili. í mínum raunum reyndist hún mér sem besta systir. Við áttum saman margar ógleymanlegar stundir á ferðalögum erlendis. Þar naut Erla sín og var sem drottning færi hvort sem var á Riverunni eða í London. Ég þakka Erlu fyrir samfylgdina í gegnum árin, minningarnar geymast. ÞúlifðirgóðumGuði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíðsæl lifðu nú. Bugga Leiðrétting I EINNI af minningargreinum um Axel Jónsson fv. alþingismann, hér í blaðinu í gær, grein Herdísar Jónsdóttur, urðu misritanir. Þar stendur að sonur Jóhönnu og Ólafs R. Einarssonar sé Sigurður Orri. Hér átti að standa Þorvarður Tjörvi. Þá hefur annað nafn mis- ritast í þessari sömu grein. Þar stendur að Jóhannes (sonur Axels) sé kvæntur Nönnu Ólafsdóttur. Nafn hans hefur misritast því hann heitir Þórhannes. Eru hlut- aðeigandi beðnir afsökunar á mis- tökunum. að yfirskrift: Hollir vinir — heil- brigt líf. Sýndar voru teikningar eftir fimm íslendinga en þær hafði dómnefnd valið og sent utan í vor. Á þinginu voru veitt Jellenik- verðlaunin. Þau hlutu tveir lækn- ar, dr. Paul Lemoine frá háskólan- um í Nantes í Frakklandi og dr. Ann P. Streissguth frá Wash- ington-háskóla í Bandaríkjunum. Þá var David A. Archibald endur- kjörinn forseti ICAA. (Út fréUatilkynningu.) Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi eystra: ítrekar fyrri ályktanir um stórátak í at- vinmimáhim í kjördæminu Aðalþing ICAA haldið í Calgary í Kanada Þorvaldur Asmunds- son — Minningarorö Fæddur 19. júlí 1920 Dáinn 27. ágúst 1985 Það kom sem reiðarslag þegar fregnin um andlát Valda barst okkur, og þó. t langvarandi veikindum reyndi hann að undirbúa okkur eins rækilega og hann gat undir við- skilnaðinn. Hann vissi sjálfur hvert stefndi, en erfitt var að trúa því, það virt- ist svo óraunveruiegt. Við viljum minnast hans eins og hann var. Hann var ekki ríkur af veraldlegum gæðum en auðugur á sinn hátt af hjartahlýju og hjálp- semi, átti heilbrigð börn, barna- börn og barnabarnabörn. Þetta var auður sem hann mat og vildi hlúa að. Það var alltaf gott að koma á Hverfisgötuna. Þannig vildu þau hjónin bæði hafa það, að fá allan stóra hópinn sinn í heimsókn eins oft og hægt var. Ef einhverja vantaði var hugurinn strax hjá þeim. Þegar voru afmæli bæði barna og fullorðinna létu þau sig aldrei vanta. Stærsta gleðin var að vera samvistum við börnin og fjölskyldur þeirra. Valdi var þannig gerður að helst vildi hann vera þátttakandi í öllum framkvæmdum barna sinna. Þegar börnin voru að byggja, vildi hann helst vera með þeim og hjálpa til frá grunni, en heilsa hans ieyfði ekki slíkt. Hugurinn var engu að síður sá sami. Svona var hann og þannig mun hann lifa í minningum okkar. Við kveðjum hann með þessum fátæklegu orðum. Börn, tengdabörn og -<r barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EMILÍA BERGSTEINSDÓTTIR, Hvassaleiti 30, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. september kl. 15.00. Þórir Sigurösson, Þuriöur Siguröardóttir, Sigurjón Kristinsson, Katrín Siguröardóttir, Ingi Viðar Árnason, Jóna Sigrún Sigurðardóttir, Eiríkur Hreiðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móðurminnar, JÓNÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Engjavegi 73, Selfossi. Halldór Andrésson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR M. ÖLVERSSONAR, Neskaupstaö. Matthildur Jónsdóttír og fjölskylda. t Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og útför systur okkar, HULDU E. MICHELSEN, Ijósmyndara, Skaftahlíö 4, Reykjavík. Systkini hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.