Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 Hugarbönd Ný tækni umbreytir ætíð svo- lítið mannlifinu þannig finnst mér fréttatímar sjónvarps hafa fengið á sig all nýstárlegan blæ undanfarið í krafti gervi- hnattafjarskiptatækninnar. Er skemmst að minnast beinu útsend- ingarinnar frá Róm er greindi frá úrslitamóti í frjálsum íþróttum og nú á mánudaginn áttu íslenskir sjónvarpsáhorfendur kost á því að fylgjast beint með úrslitum þing- kosninganna í Noregi undir leið- sögn Boga Ágústssonar. Er þetta ekki alveg stórkostlegt, lesendur góðir? Ég fæ ekki annað séð en hér sé á ferð ein gagngerasta byltingin í sögu okkar því allt í einu stöndum við eylendingar við nyrsta haf jafnfætis íbúum hins stóra heims í upplýsingalegu tilliti. Það er því ekki lengur nein ástæða til að flýja skerið vegna menningariegrar og upplýsingalegrar einangrunar, enda getur nú hinn íslenski Jón Jónsson setið í sinni sjónvarps- stofu mitt í hringiðu viðburðanna á sömu stundu og lagsbróðir hans erlendis. Það er kannski frekar að menn flýi skerið vegna staðnaðs peningakerfis, er fylgir ekki í fót- spor þróunarinnar á upplýsinga- sviðinu, en hér er ég víst kominn út fyrir ramma greinarkornsins og yfir á nýtt og enn víðfeðmara svið er ég mun ræða á öðrum vett- vangi — víkjum því aftur til gamla góða Fróns. Úrvinnslan En það opnast ekki bara gífur- legir möguleikar á sviði beins fréttaflutnings í kjölfar gervi- hnattasjónvarps. Þannig var að Bjarni Felixson sýndi okkur sjón- varpsáhorfendum nokkur gullin augnablik frá leikunum í Róm í íþróttatíma mánudagsins. Lagði Bjarni þar nokkurt mat á frammi- stöðu afburðafólksins og gaf þessi fréttaskýring Bjarna enn gleggri mynd af Rómar-leikunum. Gat ekki hér að líta fréttamennsku framtíðarinnar: Fyrst upplifa sjónvarpsáhorfendur um heim all- an atburðina nánast á því augna- bliki sem þeir eiga sér stað, svo koma vísir menn og konur til skjal- anna og endurflytja gullin augna- blik af myndsegulbandi og setja þau í víðara sögulegt og stjórn- málalegt samhengi. Finnst mér til dæmis ekki úr vegi að sjónvarpið leitaði til vissra manna utan stofn- unarinnar um álitsgerð og frétta- skýringar af fyrrgreindum toga til manna á borð við Þórarin Þórar- insson fyrrum ritstjóra, Björn Bjarnason aðstoðarritstjóra, Ólaf Ragnar Grímsson stjómmála- fræðing, Stefán Jóh. Hafstein fyrrum fréttamann, Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamann, Oddnýju Thorsteinsson fyrrum sendiherrafrú, Jón Orm Halldórs- son rithöfund, Bernharð Guð- mundsson blaðafulltrúa og fleiri gæti ég nefnt er hafa sýnt ög sannað í fjölmiðlum að þeir hafa til að bera þekkingu á erlendum málefnum. Einangrunin í frábærri írskri sjónvarps- mynd: The Ballroom of Romance, sem var sýnd á mánudagskveld að afloknum fréttaþáttum Boga og Bjarna sáum við hins vegar hvern- ig einangrunin lék menn hér fyrr á öldinni. í myndinni sáum við írskt sveitafólk á balli í ung- mennafélagsbragga þar sem sum- ar stúlkurnar vermdu harðan tré- bekkinn allt kveldið. Af fádæma innsýn og listfengi var lýst ein- manaleika og örvæntingu þeirra er sátu eftir, komnir yfir miðjan aldur, heima á búi yfir öldruðu foreldri. Mikið er nú manneskjan annars brothætt og söm er þráin eftir hlýju og félagsskap á hrað- fleygri fjarskiptaöld. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Rás 2: Rokktónlist frá árinu 1968 ■■■■ Tapað fundið "I 7 00 nefn*st þáttur L ( um dægurlaga- tónlist sem verður á rás 2 í dag. Gunnlaugur Sig- fússon er stjórnandi þátt- arins og sagðist hann að þessu sinni leika lög með hljómsveitum Jethro Tull, Deep Purple, Cream, Family, Jeff Beck Group, og svo mætti einnig vænta einhverra laga með Roll- ing Stones og Bítlunum. I þættinum verður tæpt á sögu þessara hljóm- sveita sem allar voru þekktar í lok 6. áratugsins. Gunnlaugur sagði að um og upp úr 1968 hefði komið fram skipting á rokktón- list sem ekki hefði verið til áður, en það var skipt- ing í svokallaða auglýs- ingatónlist, sem var frem- ur léttmelt dægurlagatón- list, og svo hins vegar í framúrstefnurokk sem var rokktónlist sem fremur gat valdið meltingartrufl- unum. Hressist J.R.? ■i Dallas verður á 15 skjánum í kvöld og sennilega fá aðdáendur þáttanna eitt- hvað fyrir sinn snúð, því alltaf er mikið á seyði. í síðasta þætti stóð J.R. I stórræðum og hugðist festa kaup á oliuhreinsun- arstöð, en viti menn, Cliff Barnes varð fyrri til og keypti stöðina. Eftir sat J.R. með sárt ennið og hefur sjaldan verið eins beygður. Þó er ekki ólík- legt að Eyjólfur kallinn hressist í þættinum í kvöld og því ekki um annað að ræða en að setja sig í stell- ingar fyrir framan sjón- varpsviðtækið. Lftalækningar ■■■■ Lýtalækningar 1 15 * fegrunarskyni 1D“ heitir þáttur sem verður á dagskrá út- varpsins í dag og þar mun Ásgerður J. Flosadóttir ræða við Árna Björnsson lýtalækni á Landspítalan- um og Sankti Jósefsspít- alaíHafnarfirði. Lýtalækningar eru sennilega fyrirbæri sem fáir íslendingar hafa hug- leitt að sé stundað hér- lendis. Það er eitthvað Rætt verður við Árna Björnsson, iýtalækni, í þætt- inum. Þjóðverjar hafa fram að þessu verið vondu kallarnir og bandamenn þeir góðu. Ólíklegt er að það breytist eitthvað þótt horft verði á heimsstyrjöldina síðari frá sjónarhóli Þjóðverja. Heimsstyrjöldin síðari séð með augum Þjóðverja ■■■■i Margar myndir e\e\ 5 hafa verið gerð- íLÆá ar um síðari sem einungis á við í Hollywood í hinni sólríku Kaliforníu. Ásgerður sagði að í þættinum væri ætlunin að fá svör við þeim spurning- um hvort íslendingar not- færi sér þessa þjónustu hér á landi. Hvort það eru karlar eða konur sem geri það þá í meira mæli og hvers konar aðgerðir það eru sem farið er í. Þá sagði hún að einnig yrði fjallað um hvernig staðið er að heimsstyrjöldina en fáar frá sjónarhóli Þjóðverja. í þýska heimildamynda- þessum málum og hvort heilbrigðiskerfið létti nokkuð undir með þeim sem gangast undir aðgerð- ir sem þessar. flokknum, sem hefur göngu sína í sjónvarpinu í kvöld, er reynt að gera efninu skil út frá sjónar- hóli Þjóðverja, og er það í fyrsta sinn sem það er gert í sjónvarpi. Þættirnir verða sex að tölu og er hver þáttur um 90 mínútna langur. Reynt verður að lýsa atburðarás- inni og er myndefnið sótt í sovésk, bresk, bandarísk og þýsk kvikmyndasöfn. Verður eflaust fróðlegt að fylgjast með gangi styrj- aldarinnar í þessum þátt- um því svo virðist sem menn séu alltaf jafn for- vitnir um atburðarásina í styrjöldinni. í fegrunarskyni ÚTVARP \ MIÐVIKUDAGUR 11. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpiö. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómassonar frá kvöldinu áö- ur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Inga Þóra Geirlaugsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Glatt er I Glaumbæ" eftir Guðjón Sveinsson. Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (11). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Hin gömlu kynni. Þáttur Valborgar Bentsdótt- ur. 11.15 Morguntónleikar. Tónlist eftir Henry Purcell, Johann Sebastian Bach, Corelli/Kreisler og Ludwig van Beethoven. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og út um gluggann. Umsjón: Sverrir Guöjónsson. 13.40 Létt lög. 14.00 „Nú brosir nóttin". Æviminningar Guömundar Einarssonar. Theódór Gunn- laugsson skráöl. Baldur Pálmason les (11). 14.30 Islensk tónlist: Kórsöng- ur. a. Kór Langholtskirkju syng- ur lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Asgeirsson og Atla Heimi Sveinsson. Jón Stefánsson stjórnar. b. „Kantata IV, Mansöngv- ar" eftir Jónas Tómasson. Háskólakórinn syngur. Oskar Ingólfsson, Michael Shelton, Nora Kornblueh og Snorri Sigfús Birgisson leika á klarinettu, fiölu, selló ogpl- 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhormð — Guðbjörg Olafsdóttir flyt- ur þulu slna um stafrófið. Myndir: Marla Glsladóttir. Kanlnan meö köflóttu eyrun og teiknimyndaflokkur frá Tékkóslóvaklu, Maður er manns gaman, um vinina Hlyn og Hlunk. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá I 20.40 Mozartættin anó. Hjálmar H. Ragnarsson stjórnar. 15.15 Lýtalækningar I fegrun- arskyni. Umsjón: Asgeröur J. Flosa- dóttir. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Poppþáttur. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpiö. Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.45 Siðdegisútvarp. — Sverrir Gauti Diego. Tón- leikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 11. september 3. Sonarsonurinn —■ Franz Xaverius Amadeus Lokaþáttur frá tékkneska sjónvarpinu um tónlist þriggja ættliða. 21.15 Dallas Brúðkaupið Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.05 Þjóðverjar og heimsstyrj- öldin siöari (Die Deutschen im Zweiten Weltkrieg) Nýr flokkur — Fyrsti þáttur kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur. 20.00 Ur hugarheimum Dagskrá um sköpunargáf- una. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 20.40 Hekla, samband norð- lenskra karlakóra 50 ára. Frá söngmóti sambandsins I júnl í sumar. Kynnir: Guð- mundur Norðdal. 21.30 Flakkaö um italfu. Thor Vilhjálmsson les frum- samda ferðaþætti (2). 22.00 Tónleikar. Nýr þýskur heimildamynda- flokkur I sex 90 minútna löngum þáttum. I myndaflokknum er i fyrsta sinn I sjónvarpi lýst atburða- rásinni I slðari heimsstyrjöld af sjónarhóli Þjóöverja. Myndefnið er sótt I sovésk, bresk, bandarlsk og ekki slst þýsk kvikmyndasöfn og gef- ur flokkurinn einstæða mynd af gangi styrjaldarinnar 1939 til 1945. Þýðandi Veturliöi Guðnason. 23.35 Fréttir I dagskrárlok 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Svipmynd. Þáttur Jónasar Jónassonar. RÚVAK. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 11. september 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hættl hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 164»—17.00 Bræðingur Stjórnandi: Arnar Hákonar- son. 17.00—18.00 Tapaö fundiö Sögukorn um popptónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.