Morgunblaðið - 11.09.1985, Side 5

Morgunblaðið - 11.09.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 5 Skipalestin farin úr Hvalfirði í gær sigidu öll skipin úr NATO-skipalestinni út úr Hvalfírði. Skipin höfðu sólarhringsviðdvöl í Hvalfírði, en þau taka þátt í heræfíngum NATO á Atlantshafí eins og kunnugt er. Skipin héldu áleiðis til Bretlands. Myndin var tekin fyrir hádegi í gær þegar skipin lágu enn dreifð um Hvalfjörðinn. Eldsvoðinn á Keflavíkurflugvelli: Eldsupptök í fatageymslu TJON af völdum brunans í bogaskemmu verktakafyrirtækisins ístaks við nýju flugstöðina á Keflavíkurfíugvelli er talið vera um 5 milljónir króna. Skemman og verkfæri voru tryggð. Eldsupptök eru talin vera í fatageymslu skcmmunnar. Kldurinn breiddist út til rafmagnsverkstæðis og lagers, en náði ekki að komast í verkstæðið. Eldsupptök eru ókunn. Unnið er að rannsókn málsins hjá embætti lögreglustjórans á Keflavíkur- flugvelli. „Rannsókn er í fullum gangi og unnið að gagnaöflun. Ég hef ekki ástæðu til að mótmæla fullyrðingu slökkviliðsstjóra að um íkveikju af mannavöldum sé að ræða, en hvort um er að kenna gá- leysi eða ásetning er ekkert hægt að fullyrða,“ sagði Þorgeir Þor- steinsson, lögreglustjóri á Kefla- víkurflugvelli, í samtali við Morg- _ unblaðið. Ekkert rafmagn var á skemm- unni og síðast var vitað um manna- ferðir við skemmuna klukkan fimm á föstudag. Flugvallarstarfsmenn urðu eldsins varir um klukkan sex að morgni laugardagsins. Fékk glas í aug- að í Sigtúni UNGIIR piltur fékk glas í augað í veitingahúsinu Sigtúni við Suður- landsbraut sunnudaginn 18. ágúst. Ljóst er að pilturinn mun hljóta var- anlega örorku. Svo virðist sem glas- inu hafí verið kastað úr salnum inn- anverðum, frá stað þar sem er sófí og framan við hann tvö hringlaga borð. Fjöldi gesta var í Sigtúni þegar at- burðurinn varð rétt um klukkan tvö. Þeir sem geta gefið upplýsingar um atburðinn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Suö- og suð- austlæg átt VERULEG breyting er nú að vcrða á veðurfari þar sem norð- og norðaustlæga áttin hefur orðið að víkja fyrir suð- og suðaustlægri átt. Má ætla að margir séu veð- urbreytingunni fegnir, enda sólina skort í sumar norðan- og austan- lands og vætuna sunnan- og vest- anlands. Hjá Veðurstofu íslands feng- ust þær upplýsingar að næstu tvo daga væri von á suð- og suð- austlægum áttum um allt land, með rigningu öðru hverju um sunnan- og vestanvert landið. Væntanlega yrði úrkomulltð um norðaustanvert landið þar sem veður færi nú hlýnandi. Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu íslands, sagði í samtali við Morgunblað- ið að veður hefði haldist svo til óbreytt sl. tvo mánuði þar til nú, að skipti yfir í suð- og suðaust- læga átt. Viku af júlímánuði hefði skipt yfir í norð- og norð- austlæga átt þannig að vætu- samt varð fyrir norðan en bjart syðra. Kvað Páll það ekki óalgengt að stöðug átt héldist í svo lang- an tíma. „Ágústmánuði hættir mjög til að líkja eftir júlímánuði sbr. í fyrrrasumar. Ekki er fjar- stætt að búast við veðurbreyt- ingum einmitt nú í kringum mánaðamótin ágúst-september, enda trú manna hér áður fyrr að veður tæki breytingum á höfuð- degi, 29. águst," sagði Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur._ Vatnsaflsstöðvar á Grænlandi: íslenzkur verkfræðing- ur við stjórn ÍSLENZKUR verkfræðingur, Gísli Erlendsson, stjórnar uppsetningu lít- illar vatnsafísstöðvar í liröttuhlíð gegnt fíugvellinum í Nassarsuaq á Grænlandi. Gísli er starfsmaður fs- taks og hefur aðsetur í Kaupmanna- höfn. Svo sem skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær, er danska ríkið að reisa fyrstu litlu vatnsafísstöðina á Grænlandi. Hámarksframleiðsla vatns- aflsstöðvarinnar verður 30 kílówött og er fyrirhugað að reisa fleiri slík- ar á Grænlandi. HINN EINI OG SANNI ÚTSÖLU MARKAÐUR AÐ FOSSHÁLSI 27 — ÖRFÁIR DAGAR EFTIR FJÖLDI mt FYRIRTÆKJA GIFURLEGT VORUURVAL Karnabær Flauelsföt frá 2500.- Svartar kakhi buxur frá 790,- Stretch buxur frá 750,- Stretch buxur barna frá 550,- Aðrar buxur frá 650,- Herra- og dömupeysur frá 450.- Barnapeysur frá 390,- Dömujakkar frá 990.- Dömudragtir frá 1590.- Vatt úlpur frá 1790.- ■Pólarúlpur frá 2800.- Stakir herrajakkar frá 990.- Belti — klútar — slæður frá 90.- Mjög gott úrval af bolum frá 150,- Barnabuxur flauel — denim — kakhi — stretch frá 450,- Belgjagerðin Denim efni 150 cm breitt frá 250.- Ullar efni frá 250,- Kakhi efni frá 100.- Fóður efni frá 100.- Polyester frá 100.- Vinnusloppar frá 350.- Vinnugallar frá 550,- Rafsuðugallar frá 990.- Hlífðarsamfestingar frá 990,- Axel Ó Gúmmístígvél og strigaskór 299.- Mikið úrval af kven- og karl- mannaskóm á góðu verði. Hummel Henson og Hummel jogging- gallar og glansgallar frá 899 kr.- Hummel kuldajakkar 1490 kr.- íþróttaskór frá 26—39 kr. 399.- Vattúlpur frá 399.- Vogue Bútar, bútar, bútar Mikiö úrval af góðum efnum. Blómabás Ódýr og falleg blóm, leikföng og búsáhöld og gjafavara. Viktoría Mikið úrval af buxum frá kr. 300.- Peysur, dömupils. Allt á mjög góðu verði. Skartgripabúðin Issa Mikiö úrval af skartgripum á mjög góöu verði. Basthúsgögn (reyrhúsgögn) Ótrúlegt verð. Hillur, borö, stól- ar og barnarúm. Steinar Mikið úrval — plötur, kassettur. Ótrúlega lágt verð. Allt frá kr. 10.- OPIÐ DAGLEGA FRA KL. 13—18, LAUGARD. FRA 10—16 STRÆTISVAGNAFERÐIR Á 15. MÍN. FRESTI — LEIÐ 10 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.