Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
205. tbl. 72. árg.
FOSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
HandUka í Suður-Afríku.
Ráðgjafar Botha:
Vilja
afnema
lög um
aðskilnað
Jóhannesarborj;, 12. september. AP.
RÁÐGJAFAR P.W. Botha forseta
lögðu í dag til að numin yrðu úr gildi
lög, sem takmarka ferðir blökku-
manna um hverfi hvítra Suður-Afríku-
manna. Stjórnarandstæðingar fögnuðu
tillögunni og sögðu ógildingu laganna
marka upphaf endaloka aðskilnaðar-
stefnunnar. Búizt er við að þingið taki
málið fyrir eftir áramót
Lögregla kveðst hafa skotið þrjá
blökkumenn nærri Höfðaborg í dag
og sært 10 blakka námsmenn og
hvítan kennara þeirra nærri Jó-
hannesarborg í óeirðum i dag. Skotið
var á hóp svertingja, sem lokuðu
vegi inn í hverfi svartra, Guguletu,
austur af Höfðaborg. Þrír menn lágu
í valnum.
í blökkumannahverfinu Soweto,
nærri Jóhannesarborg, gerðust
námsmenn ókyrrir, að sögn lögreglu,
fyrir utan menntaskóla sinn. Hóf
iögreglan skotárás og særðust 10
námsmenn.
Til átaka kom víða annars staðar
í landinu og skýrðu sjónarvottar frá
mannfalli, sem lögreglan hefur ekki
staðfest.
Sovézkir sendiráðsmenn reknir frá Bretlandi fyrir njósnir:
Frelsisunnandi flettir
ofan af 25 niósnurum
Loodon, 12. september. AP.
London, 12. september. AP.
YFIRMAÐUR KGB í London, Oleg A. Gordievski, hefur flett ofan af
umfangsmiklum njósnum sovézkra sendiráðsmanna í Bretlandi og voni 25
Rússar reknir úr landi í dag af þeim sökum. Uppljóstranirnar koma í kjöl-
far beiðni Gordievski um pólitískt hæli í Bretlandi. Erik Ninn-Hansen,
innanríkisráðherra Danmerkur, sagði í viðtali við danska sjónvarpið í kvöld
að Gordievski hefði leikið tveimur skjöldum og njósnað fyrir Vesturveldin
frá 1970. Hefði enginn verið honum mikilvægari í þessum efnum og þvf
hefðu Vesturveldin líklega glatað bezta fulltrúa sínum innan sovézku leyni-
þjónustunnar. Bretar vilja ekki staðfesta hvort Gordievski hafi þjónað tveim-
ur herrum í starfi sínu hjá KGB.
Utanríkisráðuneytið brezka fór
ekki dult með ástæðuna fyrir
brottrekstri sendiráðsmannanna
25, hún væri njósnir. í hópnum eru
sex sendifulltrúar, þ. á m. fyrsti
sendiráðsritari, Yuri Vasilyevich
Ejov, og tveir menn, sem hafa
sömu tign. Aðrir eru starfsmenn
sendiráðsins, fulltrúar í verzlunar-
deild þess og blaðamenn. Fengu
þeir þriggja vikna frest til að hafa
sig á brott.
Ráðuneytið sagði Gordievski,
sem er 46 ára, hafa nýlega verið
settan yfir KGB-deild sovézka
sendiráðsins í London. Hann hefði
flúið þar sem „hann á þá ósk að
verða borgari í lýðfrjálsu landi og
búa við frelsi einstaklinganna til
orðs og æðis“. Hefur hann fengið
hæli í Bretlandi.
Njósnamálið er hið stærsta frá
1971 er Bretar vísuðu 105 Sovét-
ipönnum úr landi fyrir njósnir. í
apríl sl. voru 5 sovézkir sendiráðs-
menn reknir fyrir njósnir.
Sir Geoffrey Howe, utanrfkis-
ráðherra, hældi brezku leyniþjón-
ustunni fyrir uppljóstranirnar en
vildi ekki segja hvort tengsl væru
á milli flótta Gordievski og flótta
yfirmanns vestur-þýzku gagn-
njósnaþjónustunnar, Hans-Joa-
chim Tiedge, til Austur-Þýzka-
lands fyrir þremur vikum. Howe
sagði njósnir Rússanna hafa verið
svo umfangsmiklar að þær kynnu
að hafa skaðað öryggi brezku þjóð-
arinnar ef þær hefðu ekki verið
stöðvaðar með þessum hætti.
Erik Ninn-Hansen sagði Gord-
ievski hafa starfað í sovézka sendi-
ráðinu í Danmörku l%6-70 og
1972-78, en á síðara tímabilinu var
hann gerður að fyrsta sendiráðs-
ritara. Hann var einnig blaðafull-
trúi sendiráðsins og ráðgjafi
sendiherrans um stjórnmál og
efnahagsmál.
AP/Simamynd
Alexev Nikiforov, blaðafulltrúi sovézka sendiráðsins í London (t.h.), fyrir
utan sendiráðið í gær, þar sem hann gaf út yfirlýsingu vegna brottvikningar
25 sovézkra njósnara frá Bretlandi. Nikiforov sagði ásakanir brezkra yfir-
valda með öllu tilhæfulausar.
Kosningabandalagið
vinsælast í Bretlandi
London, 12. geptember. AP.
Kosningabandalag jafnaðar-
manna og frjálslyndra nýtur nú
mests fylgis brczkra stjórnmála-
flokka, ef marka má skoðanakönn-
un Marplans-stofnunarinnar, sem
birtist í Guardian.
Samkvæmt könnuninni nýtur
kosningabandalagið fylgis 35%
AP/Slmamynd
49 týndu lífi í járnbrautarslysinu í Portúgal
Nú er Ijóst að 49 manns biðu bana þegar tvær farþegalestir skullu saman í fyrrinótt í Portúgal. Á annað
hundrað manns slösuðusL í fyrstu var ótast að meira en 100 manns hefðu beðið bana. Önnur lestin var
hraðlest frá Oporto til borgarinnar Mendaye í Frakklandi og voru farþegar nær eingöngu farandverkamenn.
Hin ekur ura takmarkað svæði í fjallahéruðum í Norður-Portúgal. Var hraðlestin á eftir áætlun og sinnti
ekki stöðvunarmerkjura meðan smálestin ók inn á hliðarspor.
kjósenda, , meðan 34% styðja
Verkamannaflokkinn og 30%
íhaldsflokkinn. Smáflokkar njóta
sín á milli 1% fylgis. Kosninga-
bandalagið var myndað 1982, en
skömmu eftir stofnun Jafnaðar-
mannaflokksins (SDP) 1981 sýndu
skoðanakannanir að bandalags-
flokkarnir hefðu sín á milli meira
fylgi en íhaldsflokkurinn og
Verkamannaflokkurinn.
David Owens, leiðtogi Jafnaðar-
mannaflokksins (SDP), kveðst
fullviss um að kosningabandalagið
hljóti það mörg þingsæti í næstu
kosningum, að Ihaldsflokkurinn
eða Verkamannaflokkurinn geti
ekki myndað stjórn án aðildar
þess.
Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra, er vinsælust brezkra
stjórnmálamanna, samkvæmt
könnuninni í Guardian. Fjórðung-
ur aðspurðra tóku hana fram yfir
aðra stjórnmálamenn, 22% studdu
Neil Kinnock, leiðtoga Verka-
mannaflokksins, 17% David Steel,
leiðtoga Frjálslyndaflokksins og
16% David Owen, leiðtoga Jafnað-
armannaflokksins.
íranir stöðva
kínverskt skip
— neyða það til hafnar
Peking, 12. september. AP.
ÍRÖNSK herskip stöðvuðu í dag
kínverskt skip og skipuðu því til
hafnar. Kínverska skipið var með
kornfarm, sem átti að fara til íraks.
Skipið heitir Jinjiang og var stöðvað
á Hormuzsundi.
Kínverska fréttastofan Xinhua
staðfesti þessa frétt i dag. Kom
þar fram, að skipið hefði siglt frá
Thailandi, þar sem það hefði fermt
13.000 tonn af korni, sem fara áttu
til íraks.
íranir hafa áður stöðvað kín-
versk skip á Persaflóa, eftir að
styrjöldin braust út við lrak 1980.
Þetta er hins vegar í fyrsta sinn,
sem þeir neyða kínverskt skip til
að sigla til hafnar í íran.
Vitað er um sjö skip frá öðrum
þjóðum, sem stöðvuð hafa verið
af írönum á Persaflóa í þessum
mánuði.
Kínverjar hafa lýst yfir hlut-
leysi sinu í stríði trans og traks
og hafa vinsamlegt stjórnmála-
samband við bæði löndin. Hafa
Kínverjar hvað eftir annað vísað
á bug þrálátum orðrómi um, að
þeir hafi látið hvorumtveggja
stríðsaðilanum í té vopn.