Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985
Goðsögnin og geimfararnir
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Austurbæjarbíó: Ofurhugar — The
Right Stuff ★★
Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit:
Philip Kaufman, eftir bók Tom
Wolfe.
Leikstjóri: Philip Kaufman. Aðal-
hlutverk: Ed Harris, Scott Glenn,
Dennis Quaid, Sam Shepard, Fred
Ward.
Svalir, þéttir gæjar, með sína
burstaklippingu, sín sólgleraugu,
sitt tyggjó, sinn börbón og kók,
sínar konur og sín börn, fagidjót-
ar uppteknir af því að fljúga
hærra og hraðar á æ fullkomnari
leikföngum sínum — breyskir
menn en engu að síður, sam-
kvæmt titli myndarinnar, rétta
stöffið til að skapa úr amerískar
goðsagnir. Kvikmyndin The
Right Stuff tekur sér fyrir hend-
ur það viðamikla verkefni að
segja sögu þessara manna, —
fyrstu amerísku geimfaranna.
Og þetta er vissulega viðamik-
ið verkefni og Philip Kaufman
tekur sér góðan tíma til að leysa
það, nánar tiltekið rúmlega þrjár
klukkustundir. Það er of góður
tími fyrir minn smekk. Myndin
er voðalega langdregin. En hún
er geysilega vandvirknislega
unnin, tekur fjörkippi með vissu
millibili og fyrir Ameríkana er
hún trúlega hreinasta metfé.
í mjög svo ruglingslegri byrj-
un er leitt inn í upphaf geim-
ferðasögu Bandaríkjanna með
einhvers konar hyllingu til
Chuck nokkurs Yeager, frægs
tilraunaflugmanns sem fyrstur
manna rauf hljóðmúrinn fyrir
tæpum 40 árum. Þótt Yeager
þessi hafi ef til vill verið braut-
ryðjandi fyrir geimfarana sem á
eftir komu tollir þáttur hans illa
utan á myndinni og samanbitinn
Sam Shepard flækist um í hlut-
verkinu, töff en ósköp ráðvilltur.
Þegar Kaufman kemur sér loks-
ins að sjálfu efninu fer myndin
hins vegar að ná tökum á áhorf-
anda, — tökum sem hún reyndar
sleppir við og við vegna of mikill-
ar nákvæmni, og ekki síst of
mikillar hetjudýrkunar. Hetju-
dýrkunin er því miður inngreypt
í efnið.
The Right Stuff rekur sig skýrt
og skorinort eftir helstu áföngum
og kaflaskiptum í þessari al-
kunnu sögu. Sjö menn eru hetjur
hennar og við kynnumst þeim
að vissu marki. Ekki nógu vel
þó því myndin á erfitt með að
kafa bæði í einstaklingseinkenni
geimfaranna og rekja sameigin-
lega afrekaskrá þeirra og banda-
rískra geimferða. Flest atriðin
eru prýðilega af hendi leyst hvert
fyrir sig, en á milli þeirra kvikn-
ar ekki nægileg dramatísk
spenna. Mjög góð eru atriði eins
og bráðfyndin viðbrögð æðstu
manna við því forskoti sem Sov-
étmenn náðu með fyrsta sputn-
ikknum árið 1957, innbyrðis
ágreiningur geimfaranna sjö
vegna lauslætis sumra þeirra,
barátta fyrsta geimfarans Shep-
ards fyrir því að fá að pissa í
geimfari sínu, niðurlæging Lyn-
dons B. Johnson, þáverandi vara-
forseta þegar hann hyggst slá sér
pólitískt upp á geimskoti Johns
Glenn. Johnson fær háðulega
útreið í myndinni, eins og reynd-
ar þýsku vísindamennirnir sem
stjórnuðu geimáætluninni og
fulltrúar bandarískra fjölmiðla,
sem eru eins og heimsk úlfa-
hjörð.
Það eru aftur á móti mörg og
löng og þreytandi atriði frá þjálf-
un og hreinsunareldi þeim sem
geimfararnir þurfa að ganga í
gegnum, og neyðarlegt er atriði
sem sýnir blaðamannafund
þeirra við upphaf áætlunarinnar.
Þar fær barnslegt þjóðernisstolt-
ið byr undir báða vængi, en það
gerir The Right Stuff víðar ansi
hallærislega. Tilkomumikil
myndataka Calebs Deschanel
nýtur sín vel, einkum þó í þeim
atriðum sem gerast ofan jarðar
og bráðfallegur er kaflinn undir
lokin frá geimskoti Glenns, þar
sem goðsögnin er kristölluð.
The Right Stuff er natinn
heimildaskáldskapur um amer-
íska goðsögn, en þrátt fyrir góða
viðleitni víða verður hún aldrei
nægilega sjálfstæð gagnvart við-
fangsefninu til að úr verði eitt-
hvað eftirminnilegra en heimild.
Reynið nýja heimilispappírinn
Stykkishólmur:
Aðalfundur
Skipasmíða-
stöðvarinnar
Skipavíkur hf.
Stykkishólmi 6. september.
AÐALFUNDUR skipasmíðastöðv-
arinnar Skipavíkur í Stykkishólmi
var haldinn í húsakynnum skipa-
smíðastöóvarinnar í gærkv. Fundar-
stjóri var Ellert Kristinsson oddviti.
Formaður félagsins, Sigurður
A. Kristjánsson flutti þar skýrslu
stjórnar og kom m.a. fram að
velta félagsins miðað við 1983
hefur aukist. Hún var 1981 tæp-
lega 45 miljónir og er það 69%
aukning milli ára. Efnissala jókst
um 97%, seld vinna um 43%,
vélavinna um 100%. Stjórnunar-
kostnaður jókst um 36% og
launagreiðslur til starfsmanna
um 37%. Rekstrarreikningur
sýnir hagnað og var á fundinum
ákveðið að greiða um 50 hlut-
höfum 10% arð. Hrein eign í árs-
lok var rúmar 24 millj. og er það
aukning um 36% og á árinu batn-
aði lausafjárstaða félagsins um 4
millj. Niðurstöður efnahags-
reiknings eru rúmar 36 millj.
ólafur Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri félagsins skýrði
reikninga félagsins og greindi
frá hinum ýmsu þáttum í starfi
félagsins en það hefir orðið erfið-
ara með hverju árinu sem líður
og því þurft að gæta varkárni í
rekstri. Sérstaklega eru erfiðleik-
arnir tengdir því að nýsmíði er
engin hér á landi um þessar
mundir á fiskiskipum. Viðgerðir
eru í lágmarki enda bitna erfið-
leikar útgerðarinnar á þeim lið
og hefir þá félagið orðið að fara
yfir á nýjan vettvang og beitt sér
fyrir smíði skelfiskvinnsluvéla
o.fl. Það kom fram á fundinum
að félagið tók þátt í sjávarútvegs-
sýningu í sept. 1984 sem vakti
athygli og komu eftir sýninguna
bæði fyrirspurnir og vélar seld-
ust. Er nú leitað markaða út fyrir
landið og fyrirtækið í viðræðum
við bæði Norðmenn og Grænlend-
inga um vélakaup og hugsanlega
sölu. Ýmislegt annað í rekstri
félagsins var rætt á fundinum og
með tilliti til þess ef útlit með
nýsmíði batnar ekki. Þá kom
fram í yfirliti Ólafs að fyrirtækið
var tölvuvætt á sl. ári og taldi
hann það mikið öryggi enda þýðir
ekki að ganga fram hjá kröfum
tímans.
Starfsmenn voru 40 á árinu.
Taldi ólafur erfitt að manna
fyrirtækið, sérstaklega með þeim
viðhorfum sem eru í dag að verk-
efni eru aðeins framundan 1
mánuð í senn. Óvissa í dag er
mikil í öllum rekstri. Það leyndi
sér ekki að fyrirtækið er í dag
traust og vel rekið. Húseignir
leigir félagið af Stykkishólms-
hreppi og hefir hann góðar tekjur
af starfsemi félagsins.
Stjórn Skipavíkur hf. er þannig
skipuð:
Hluthafar kusu þá Sigurð A.
Kristjánsson, Rögnvald Lárusson
og Guðmund Kristjánsson í
stjórnina. Stykkishólmshreppur
tilnefndi Ellert Kristinsson odd-
vita og starfsmenn sem eiga einn
stjórnarmanna tilnefndu Hörð
Karlsson. Árni