Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 fólk f fréttum Hanna Ólafsdóttir. íslenskur leikfimi- þjálfari í Ameríku Hanna Ólafsdóttir heitir kona, komin hátt á fimmtugsaldur og búsett vestanhafs. Þar hefur hún kennt leikfimi og líkamsrækt ýmiskonar um áraraðir. Rit eftir hana um iíkamsþjálfun hafa selst í milljónaupplögum í Bandaríkjun- um, og þættir sem hún sá um í sjónvarpi voru sýndir í 33 fylkjum Bandaríkjanna. Nú rekur hún heilsuræktarstöð í borginni Columbus í Ohio-fylki. Heilsa og sport sf. hafa nýlega sent á markaðinn þrjú klukkustunda löng myndbönd með leikfimisæfingum Hönnu. Er hvert um sig ætlað fólki í tilteknu líkamsástandi. Þannig er eitt ætlað fólki sem þjáist af bakveiki, vöðvabólgu eða gigt, annað byrjendum og eldra fólki en það þriðja er handa fólki í góðri líkam- legri þjálfun. Hanna er fædd í Aðalvík á Ströndum, en ólst upp á Húsavík. Hún lauk prófi frá íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni 1958 og fluttist vestur fljótlega eftir það. Þar á hún nú þrjú uppkomin börn. Flestir viðskiptavinir Hönnu um langt árabil er fólk sem hefur af einhverjum orsökum misst líkamsþrótt sinn og heilsu vegna slysa eða sjúkdóma. Hanna leggur mikla áherslu á að leggja þessu fólki lið. Sjálf fékk hún Akureyrarveikina svoköll- uðu, eða lömunarveiki, á unga aldri og stríddi við hana lengi. Það varð til þess að hún ákvað að gera það sem hún gæti til að hjálpa fólki sem svipað væri ástatt fyrir. Þótt Hanna hafi verið búsett lengi erlendis hefur hún ekki gleymt ástkæra ylhýra móðurmálinu, og talar kraftmikla norðlensku enn þann dag í dag. Hún hefur og haldið sambandi við Islendinga vestan hafs, til dæmis hafa íslenskir stúdentar þar jafnan verið miklir aufúsugestir á heimili hennar. „Meó þesmim tveimur puttum og engu ööru hef ég skrifað allar Úr kvikmyndinni „Den kroniske mínar bækur á gamla ritvélar- uskyld“, aðalpersónan Janus ásamt garganið mitt.“ móður sinni. „Innst inni er ég anarkisti eins og allir listamenn“ Klaus Rifbjerg er danskur eins og lítill krakki að sjá myndina. maður, rithöfundur að at- Rifbjerg hefur jafnan þótt nokkuð vinnu, hefur samið einar 70 bækur um ævina. Islenskir menntskæling- ar, núverandi og nýbúnir, kannast örugglega við karl, því nokkrar bóka hans hafa verið hluti af dönsku- námsefni þeirra. Sú þeirra sem frægust hefur orðið er án efa bókin „Den kroniske uskyld". Sumir segja að Danmörk hafi aldrei orðið söm eftir útkomu þeirrar bókar árið 1958. Sagan varð geysiumdeild og eins og títi er um höfunda sem skrifa umdeildar bæk- ur, eignaðist Rifbjerg fjölda að- dáenda og hatursmenn í þúsundavís. Bókin fjallar um nokkuð sem fyrir 30 árum þótti afar viðkvæmt mál; unglinga og ástir þeirra, líferni, hugsanir og tilveru yfir höfuð. Nú er búið að gera kvikmynd eftir þessari umdeildu sögu og verður hún frumsýnd í Danmörku í byrjun októ- ber. Flestir sem kannast við Rifbjerg bíða líklega spenntir eftir að sjá myndina, þótt ólíklegt sé að eins mikið verði rifist um hana og bókina á sínum tfma. Tímarnir hafa breyst. í viðtali við Billedbladet danska segist Rifbjerg sjálfur vera spenntur litríkur persónuleiki og sérstæður. Þrátt fyrir afar venjulegt líferni, borgaralegt hjónaband og barna- uppeldi hefur aldrei tekist að fella hann inn í þann venjulega ramma sem umlykur hugsunarhátt og líf- erni flestra. Enda segir hann sjálfur: „innst inni er ég anarkisti eins og allir listamenn." Það er kannski ekki síst fyrir þá sök að hann hefur verið umdeildur, menn sættu sig ekki við að þessi rithöfundarnefna skyldi komast upp með að hafa allt sem þeim var heilagt að háði og spotti. Flestar bækur Rifbjergs eru skrif- aðar í gamansömum tóni, honum virðist þykja sérstaklega gaman að gera virðulega embættismenn og stjórnmálafrömuði að hlægilegum hálfvitum. Enda er slíkum mönnum lítt um hann gefið. Það er unga fólk- ið, ekki síst þeir hugsjónamenn sem nefndir voru hippar og voru til í tugþúsundavís um Evrópu vestan- verða og Norður-Ameríku fyrir svo sem eins og tíu til tuttugu árum, sem dáir hann; þeim sem fellur ekki hin andlega lognmolla borgaralegra lifnaðarhátta. Hljómsveitin Mannakorn hefur nýlega gefið út plötu sem nefnist „I ljúfum leik“. Lítið hefur borið á hljómsveitinni undanfarið en þó virðast ekki allir hafa gleymt henni, því að sögn Magnúsar Eiríkssonar hefur platan selst betur en þeir hljómsveitarmenn höfðu vonað. Nú stend- ur til að fylgja plötunni eftir með hljómleika- haldi, en Mannakorn hefur ekkert komið fram opinberlega síðan þeir spiluðu á tónleikum í Gamla Bíói fyrir um það bil einu og hálfu ári. „Merkilegast fannst okkur eiginlega hvað gagn- rýnendur tóku plötunni vel,“ sagði Magnús Eiríks- son í samtali við Morgunblaðið. „Þeir eru ekki vanir að vera hrifnir af okkur skallapoppurunum. En nú viljum við reyna að ná einhverju sambandi við fólk, maður einangrast alveg af því að loka sig inni í upptökusal. Við ætlum að spila hér og þar um landið næstu helgar, verðum á Hellissandi í kvöld og Isafirði á laugardagskvöldið. Við erum með um fimmtíu lög af plötum Mannakorns og Mannakorn sýnir lit sólóplötum einstakra hljómsveitarmanna á efnis- skránni." Þegar Mannakorn verður búið að ná sambandi við landslýð ætlar Magnús að endurvekja Blús kompaníið sem var og hét. Ætlunin er að spila í Reykjavík, á skemmtistöðum og krám í vetur, einu sinni til tvisvar í viku. „Svo væri líka hægt að gera veg blúsins meiri til dæmis með blúskvöld- um annað slagið á fjölsóttari skemmtistöðum bæjarins, maður verður að sýna lit,“ sagði Magn- ús að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.