Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 21 Svíþjóð: Paime vill hjálpa Tarkovsky-hjónum Stokkhólmi. 12. september. AP. OLOF Palme, forsætisráðherra Svcíþjóðar, hét því í dag aft gera hvað hann gæti til að hjálpa sovéska kvikmyndaleikstjóranum Andrey Tarkovsky og reyna aft fá yfirvöld í Sovétríkjunum til að leyfa 15 ára gömlum syni Tark- ovsky-hjónanna að fara til foreldra sinna. Tarkovsky, sem hefur verið í Svíþjóð í sumar til að vinna að sinni fyrstu kvikmynd í útlegðinni, myndinni „Fórninni", fór fram á það við Palme, að hann rétti hon- um hjálparhönd og kveðst Palme vera meira en reiðubúinn til þess. Hefur hann boðað Tarkovsky á sinn fund á morgun, föstudag. Andrey Tarkovsky og kona hans, Larisa, ákváðu að snúa ekki aftur heim til Sovétríkjanna snemma á þessu ári og síðan hafa þau reynt að fá yfirvöld í Sovétríkjunum til að leyfa syni þeirra, Andrey, og móður Larisu að flytjast vestur einnig. f þessum tilraunum sínum hafa þau haft fulltingi Frakklandsforseta, forseta íslands og utanríkisráðherra Ítalíu en allt hefur komið fyrir ekki. Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, hefur áður lýst sig fúsan til að hjálpa Tarkovsky-hjónunum og ef hann verður endurkjörinn fær hann til þess gott tækifæri því að búist er við, að hann verði þá innan tíðar gestur Gorbachevs, Sovétleiðtoga. Greenpeace-samtökin: (AP/Slmamynd) Afleiðingar óeirðanna í Birmingham Óeirðirnar í Handsworth-hverfinu í Birmingham í Englandi virðast hafa rénað í bili. Mynd þessi sýnir björgunarmenn flytja burt lík eins þeirra, sem týndu lífl í óeirðunum fyrr í þessari viku. Gífurleg eyðilegging varð bæði á bifreiðum og húsum í þessum óeirðum og ber myndin þess glöggt vitni. Hvetjum Grænlendinga til að leita nýrra selskinnsmarkaða kaupmannahofn, 12. september. Frá Nils Jörgen Bruun, frétUriUra MorpinbUósins. Umhverfísverndarsamtökin Greenpeace hafa viðurkennt að bera að hluta til ábyrgð á, að selskinn eru nú óseljanleg vara á vestur-evrópska markaðnum og að afkomugrundvellinum hafl þar með verið kippt undan grænlenskum veiðimönnum. Létu fulltrúar Grænfriðungasam- takanna þessi ummæli falla er þeir voru nýlega í heimsókn í Niakornat á Norður-Grænlandi. Panama: Gefast Contadora-ríkin upp? En í tilkynningu, sem gefin var út af dönsku Grænfriðungasam- tökunum í gær, miðvikudag, segir, að samtökin vilji ekki taka á sig alla ábyrgðina af því hvernig komið sé í þessum efnum. Þar valdi einnig miklu atriði eins og tískubreytingar og slæleg mark- aðssetning skinnanna af hálfu Grænlendinga, eins og segir í til- kynningunni. Þá er það skoðun samtakanna, að ekki hefði farið svona hræmu- lega með sölu grænlenskra skinna af fullorðnum sel hefðu Græn- lendingar skýrt og skorinort lýst sig anvíga kópaveiðunum við Ný- fundnaland og Jan Mayen. „En ef Grænlendingar ætla að selja vörur sínar á erlendum markaði verða þeir einnig að hlíta lögmálum þess markaðar um framboð og eftirspurn, en ekki einblína á eina viðkvæma vöru- tegund," segir í tilkynningu Greenpeace-samtakanna í Dan- mörku. „Samtökin hvetja heimastjórn- ina enn einu sinni til að gera góð- an skurk í að leita að nýjum og öruggum mörkuðum fyrir græn- lensk selskinn." Panamaborg, Panama, 12. september. AP. FULLTRÚAR Contadora-ríkjanna svokölluðu eru nú að koma saman til fundar í Panamaborg og verður þar rætt um horfurnar á friði í Mið-Ameríku. Utanríkisráðherra Panama sagði í dag, að ef enginn árangur yrði af fundinum væri hætt við, að friðartilraunir ríkjanna væru þar með úr sögunni. Utanríkisráðherrar Contadora- ríkjanna, Kólombíu, Mexikó, Venezúela og Panama, munu reyna að koma sér saman um nýjar frið- artillögur, sem lagðar verða fyrir Mið-Ameríkuríkin fimm en þær tillögur, sem lagðar voru fram i fyrra, náðu ekki fram að ganga. Nicaragua féllst að vísu á þær en Costa Rica, E1 Salvador og Hond- uras höfnuðu þeim. Ráðamenn í Guatemala tóku enga afstöðu til þeirra. Miguel d’Escoto, utanríkisráð- herra Nicaragua, sakaði í gær ráðamenn í Costa Rica og Hondur- as um að vera leppa Bandaríkja- manna en þeir sögðu aftur á móti, að lítil von væri um frið í Mið- Ameríku svo lengi sem sandinistar væru við völd í Nicaragua. Sögðu þeir hermenn sandinista fara að vild sinni inn í nágrannaríkin þegar þeir teldu sig þurfa og því væri ekki unnt að semja um eitt eða neitt fyrr en því væri hætt. REYKJAViK W: SNÆFELLSNES Sérleyfis- og hópferðabílar Helga Péturssonar hf. Sérleyfisferðir Reykjavík — Snæfellsnes daglega Við breytum til Vegna 50 ára afmælis fyrir- tækis okkar og 80 ára afmæl- isdags Helga Péturssonar 16. sept., bjóöum viö viöskipta- vinum okkar FRÍTT FAR LAUGARDAGINN 14. SEPT. 1985 á sérleyfisleiö okkar Reykjavík — Snæfellsnes á meöan sæti endast. Höfum ávallt hópferðabíla til leigu Sérleyfis- og hópferðabílar Helga Péturssonar hf. Símar 22300 og 72700. Heimasími 77602. a a Artline bæl 2000M r— ■ ~jí .—* A*/%rtlineB/4LL2000M F|Ntj - . Artllne Ball 2000M Kúlutússpennl með stðlodd! sem pollr álagið. Endlngargóður hversdagspenni sem á engan sfnn lika. Hægt að velja um 4 lltl. Fæstíflestum bóka- og ritfangaverslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.