Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 15 gerum okkur grein fyrir því, að það er aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur, á því að reka hálfopin- bera stofnun og fyrirtæki. Við verðum líka að skila mælanlegum árangri. Sá árangur verður aðeins mældur í auknum útflutningi. Því þurfum við að setja okkur mark- mið til langs og skamms tíma eins og hvert annað fyrirtæki." Er Ferðamálaráð stefnu- laust? Hér hefur nú verið fjallað um tvær vænlegar fyrirmyndir sem samtök í ferðaþjónustu gætu nýtt sér. Hugsanlega mætti félagsskap- ur aðila í ferðaþjónustu taka Verslunarráð tslands sér til fyrir- myndar. Hugsanlega mætti slíkur félagsskapur nefnast Ferðamála- samtök íslands eða eitthvað því- umlíkt. Ferðamálasamtökin gætu síðan í samvinnu við ríkisvaldið staðið að nýju Ferðamálaráði ís- lands, sem væri byggt upp svipað og Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Það nær að sjálfsögðu engri átt að ferðaþjónustan skuli ekki skatt- leggja sjálfa sig til sameiginlegra mála, en ætla þess í stað ríkinu þær skyldur. Eða gengur það öllu lengur að ferðaþjónustan haldi áfram að vinna sundruð og án nokkurra markmiða? Hvað má ekki segja um skipulagningu ferðaþjónustunnar hér innan- lands, nýtingu á ferðamannastöð- um víða um land og uppbyggingu nýrra staða með tilliti til framtíð- arnýtingar? Hvað með nýjar greinar í ferðaþjónustu sem hér var tæpt á í upphafi? Hvar er „Iðnþróunarsjóður" ferðaþjón- ustunnar, „Iðnaðarbanki" hennar? Og þá má að sjálfsögðu spyrja hvernig á því standi að stjórnvöld setji þá aðila yfir stjóm ferðamála og Ferðamálasjóðs sem ekkert leggja til sjálfir? Hvers konar pilsfaldakapitalismi er þetta? Það er ekki nema eðlilegt að ríkið leggi fram fé til starfsemi nýs Ferðamálaráðs á svipaðan hátt og rikið styrkir iðnað og sjáv- arútveg til góðra hluta. Væntan- lega eru allir sammála því að ekki skuli gert upp á milli atvinnu- greina. Sjálfsagt er einnig að framlag ríkisins sé hlutfall af framlagi atvinnugreinarinnar til sömu hluta. Ferðaþjónustan er skattlögð eins og aðrar atvinnu- greinar og því ekki nema eðlilegt að ríkið styðji einnig við bakið á henni í þeim málum sem horfa til góðs fyrir þjóðfélagið. Vísir að samstarfi aðila innan ferðaþjónustunnar hefur þó átt sér stað. Flugleiðir, Samband veit- inga- og gistihúsa, Arnarflug, Ferðamálaráð íslands, Ferðaskrif- stofa ríkisins og Félag ferðaskrif- stofa hafa opnað sameiginlega skrifstofu í Hamborg sem fyrst og fremst er ætlað að vinna að mark- aðsmálum í Norður-Evrópu. Þessi vísir að faglegri samvinnu er skref í rétta átt en betur má ef duga skal. Eins og fyrr var frá sagt hefur Ferðamálaráð haft fastan tekju- stofn af veltu Fríhafnarinnar í Keflavík. Þessu hefur nú verið breytt og á ráðið að fá fastan hlut af vörusölu sem greiðist mánaðar- lega beint til ráðsins. Sjálfsagt væri eðlilegt að hinu nýja Ferða- málaráði yrði gert kleypt að kaupa Fríhöfnina. Að líkindum myndi ráðið síðan leigja fyrirtækið út og mundu leigutekjur síðan standa undir stórum hluta af markaðs- átaki Ferðamálaráðs erlendis, uppbyggingu ferðaþjónustu innan- lands auk þess sem drjúgur hluti gengi til Ferðamálasjóðs, svo hann geti loks staðið undir nafni. Enginn annar innlendur aðili stendur Fríhöfninni nær en þeir sem hafa atvinnu af þvi að flytja fólk til og frá landinu. Því er henni best borgið í þeirra höndum. FerÖamálaráðstef nan Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Ferðamálaráðs Islands. Þetta er hin svokallaða ferðamála- ráðstefna. Hún verður haldin dagana 13. til 15. september. Væntanlega koma þar saman helstu aðilar innan ferðaþjón- ustunnar á Islandi og bera saman bækur sínar. Vert er að fylgjast með hvort þær hugmyndir sem fram koma í atvinnumálaályktun Sambands ungra sjálfstæðis- manna og þær hugleiðingar sem hér hafa verið fram settar eigi ekki hljómgrunn meðal ráðstefnu- gesta. Hugsanlega vilja ýmsir fara allt aðra leið og það er einnig vitað mál að þeir fyrirfinnast sem vilja hjakka áfram í sama farinu. Ljóst er þó að ferðaþjónustan getur vart mikið lengur stólað á handleiðslu hins opinbera án nokkurs framlags á móti. Stefnan er sú að draga saman ríkisútgjöld og marka þeim útgjöldum farveg sem skilar arði. Þessi grein er fyrst og fremst hugleiðing, framlag til nýrrar umræðu. Hér hefur verið forðast að taka á þeim ágreiningi sem vissulega er fyrir hendi innan ferðaþjónustunnar. Ærið er um- ræðuefnið samt. Hér hefur fyrst og fremst verið fjallað um grund- vallarviðhorf í uppbyggingu og skipulagi ferðaþjónustu. Allt ann- að eru verkefni sem auðvelt ætti að verða að leysa á grundvelli niðurstaðna. Höfundur skrifnr reglulega um feröamil I MorgunhlaAid. Síldin er sérstök Ráðstefnur um sfldveiðar, vinnslu og markaðsmál RÍKISMAT sjávarafurða mun á næstunni gangast fyrir þremur ráð- stefnum undir yfirskriftinni „Sfldin er sérstök". Ráðstefnurnar verða haldnar í samvinnu við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og eru ætlaðar sfldarverkendum, útgerðarmönnum og skipstjórnarmönnum sfldveiði- skipa. A ráðstefnunum verður m.a. fjallað um markaði fyrir íslenska síld og kröfur kaupenda, mat á ferskri síld, helstu galla og ástæður þeirra. Einnig um meðhöndlun síld- ar um borð í veiðiskipum. Vegna nýrra ákvæða í sölusamn- ingum verður sérstaklega rætt um síldarverkun og geymsluþol og þátttakendum sýndir algengustu gallar í afurðum og gerð grein fyrir orsökum þeirra. Ráðstefnurnar standa i einn dag hver og verða haldnar í Keflavík föstudaginn 13. september, á Eski- firði þriðjudaginn 17. september og á Akureyri þriðjudaginn 24. sept- ember. Frummælendur verða: Halldór Árnason fiskmatsstjóri, Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri, Jón Ög- mundsson, ólafur Halldórsson, Ás- grímur Kristjánsson, Jón J. Ólafs- son og Heimir L. Fjeldsted. Að loknum framsöguerindum verða frjálsar umræður. Ráðstefnu- stjóri verður Benedikt Gunnarsson forstöðumaður. (Fréttatilkynning) SKJOTT VEÐUR í LOFTI SKIPAST Mú er vetur genginn í garð og viljum við beina því til viðskiptavina okkar, að ganga vel frá vörum sínum til flutnings til að fyrirbyggja skemmdir. Þótt hitastig í vörugeymslum okkar fari ekki niður fyrir frostmark, eru oft vörusendingar sem ekki þola mikia hita- breytingu. Þess vegna er nauðsynlegt að nálgast þær sem fyrst eftir komu skips, því sumar vörur eru geymdar úti og/eða í gámum. Frostlög skyldi að sjálfsögðu setja í kælivatn véla og tækja sem geymd eru SK/PADE/LD SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 EINANGRUÐ HITAVEITUROR KAPPKOSTUM AÐ EIGA ÁVALT Á LAGER ALLT EFNI I HITAVEITU- LAGNIR - MARGRA ÁRA REYNSLA TRYGGIR GÆÐIN - SENDUM UM ALLT LAND. EYRAVEGI 43-45 P.O. BOX 83 800 SELFOSS SÍMI 99-2099,-1399

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.