Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 35 Magnús Einars son - Minning Fæddur 25. desemberl912 Dáinn 4. september 1985 í dag, 13. september, er til ntbld- ar borinn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, Magnús Einarsson Sigurbjörnsson eins og hann hét fullu nafni. Magnús fæddist í Reykjavík 25. desember 1912, son- ur hjónanna Margrétar Magnús- dóttur og Sigurbjörns Einarsson- ar. Þau hjón slitu samvistum og fór Magnús fjögurra ára gamall í fóstur til móðurbróður síns, Jóns Magnússonar, og konu hans, Hans- ínu Jónsdóttur, í Stykkishólmi. Minntist hann þeirra hjóna ávallt með hlýju. Hjá þeim dvaldist Magnús til tíu ára aldurs, en flyst þá til móður sinnar og stjúpföður, Eðvalds Jónssonar verkstjóra í Reykjavík. Þar eignuðust þau hjón siðar dóttur, Ingibjörgu, sem nú lifir bróður sinn. Árið 1934 kvænt- ist Magnús Dagbjörtu Eiríksdótt- ur Jónssonar fjallakóngs í Efra— Langholti, Hrunamannahreppi. Þeim varð sjö barna auðið. Þau eru Jón, starfsmaður í Héðni. Erla, vistmaður á Kópavogshæli. Margr- ét, verslunarmaður. Þráinn, sjó- maður, (drukknaði af togara 1966). Magnea, verslunarmaður. Páll, verkamaður og Eðvald, sjómaður. Barnabörnin eru sex og barna- barnabörnin tvö. Magnús og Dag- björt bjuggu mest allan sinn bú- skap að Hverfisgötu 83, í Bjarna- borg og var Magnús hin síðari ár húsvörður þar. Hélt hann þar uppi góðum aga og reglu svo af bar, enda hinn snöfurmannlegasti, þó lágvaxinn væri. Framan af ævi stundaði Magnús alla almenna verkamannavinnu, en aðallega þó sjómennsku, einkum á fiskibátum og togurum. Var hann þar jöfnum höndum matsveinn, kyndari og vélstjóri, því honum var margt til lista lagt þótt ólærður væri. Síðustu tuttugu árin var Magnús í landi og starfaði í vélsmiðjunni Héðni og síðar Garða-Héðni, sem iðnaðarmaður og þá sem bifreiða- stjóri meðan heilsa og kraftar leyfðu. Magnús og Dagbjört slitu samvistum 1972, en hún lést 1977. Leigði Magnús þá húsnæði hjá Jóni ólafssyni bakara í Blönduhlíð 8, og varð þeim vel til vina. Héldu þeir gömlu mennirnir heimili saman meðan Jón lifði. Það var Magnúsi mikill söknuður þegar hann lést og ákvað hann þá að hvíla við hlið vinar síns í kirkju- garðinum í Gufunesi. Fyrir tveim- ur árum kynntist Magnús störfum Góðtemplarareglunnar hjá vini sínum og velgjörðarmanni, Gunn- ari Þorlákssyni, fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Ákvað hann þá að ganga í stúkuna Einingu. Var það sem sólargeisli í lífi hans og saknaði hann þess að hafa ekki stigið það spor fyrr. Viljum við aðstandendur þakka Gunnari fyrir umhyggju og vinskap í garð Magn- úsar. Fyrir 25 árum lágu leiðir okkar Magnúsar saman á fiskibát á vetrarvertíð í Keflavík. Urðum við strax góðir vinir og grunaði mig ekki þá að ég yrði síðar tengdasonur hans, en það varð fimm árum síðar er ég kynntist dóttur hans, Margréti. Við Magnús áttum margar gleðistundir saman, því hann var ætíð hrókur alls fagnaðar og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja frá sjó- mennskuferli sínum. Var þar oft mikil frásagnargleði og mikið hlegið. Varð sérstaklega kært með honum og dóttur minni, Ragnhildi, og fannst henni afi vera alveg sér- stakur og minnist hans og allra ánægjustundanna með gleði. Hún þakkar honum nú aílar samveru- stundirnar, sem þau áttu saman og biður góðan Guð að vernda hann. Fyrir nokkrum árum kenndi Magnús sjúkdóms í hjarta og hefur átt nokkrar sjúkrahúslegur af þeim sökum. Hætti hann af þeim sökum störfum hjá Garða-Héðni fyrir tveimur árum og gerðist þá aftur húsvörður í Bjarnaborg, vel látinn sem fyrr. Hinn 25. ágúst sl. var hann lagður inn á Landspítal- ann. Gekkst hann þar undir tvær stórar aðgerðir og lést hann þar 4. september. Ég og fjölskylda mín þökkum Magnúsi alla samveru og góðar stundir og megi minn gamli vinur hvíla í friði og Guð leiða hann um sína vegu. Kristján Einarsson Minning: Hjalti Þórhannes son, Grindavík Fæddur 14. júní 1900 Dáinn 26. ágúst 1985 Hjalti fæddist á Fæti við Skötu- fjörð. Foreldrar hans voru Þór- hannes Gíslason og Þóra Jóns- dóttir. önnur börn þeirra hjóna voru: Lára Sigmunda, Ingibjörg, Guðmundur Bjarni, Þórhannes og Vigdís. Hjalti kveður nú síðastur þeirra systkina. Þau Þórhannes og Þóra búa siðan um skeið á Blámýr- um við Djúp. Þau flytja síðan bú- ferlum suður í Miðdali, búa á Glæsisvöllum og á Melum í sömu sveit. Þóra móðir hans lést ung, aðeins 45 ára gömul, og verður það til þess að heimiíið leysist að mestu leyti upp. Hjalti varð því ungur að árum að fara að vinna fyrir sér, eins og títt var í þá daga. Hann gerðist sjómaður, honum var sjó- mennskan í blóð borin. Þórhannes faðir hans var með allra dugleg- ustu og farsælustu formönnum við Djúp og eftirsóttur í það starf. Hjalti flutti suður til Grindavík- ur og þar stundaði hann síðan sjó- mennsku í fjölda ára eða á meðan hann hafði heilsu til. Honum varð tíðrætt um sjóinn og það líf sem honum tengdist. Sérstaklega minnist ég þess hversu ákveðnar skoðanir hann hafði á allri tækn- inni sem hann hafði séð þróast frá því að hann byrjaði fyrst til sjós á opnum árabát. Hann, alda- mótabarnið, var ekki viss um að öll bessi vélvæðing væri til góðs. Árið 1941 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Kristbjörgu Jó- hannsdóttur, ættaðri frá Björns- koti á Skeiðum. Þau eignuðust einn son, Jóhann, sem líka varð sjómað- ur. Alltaf var mjög kært með þeim feðgum og bar Hjalti velferð hans mjög fyrir brjósti. Jóhann var sér- lega duglegur að fara eitt og annað með foreldra sína í ökuferðir þegar haijn hafði tíma og tækifæri til þess. Hjalti var glaðlyndur maður, hann hafði yndi af því að dansa og harmonikumúsík var hans eft- irlæti. Hann var líka mikill söng- maður, „ég fer í kirkju til að hlusta á sönginn," sagði hann oft. Hann var einn af fastagestum í Grinda- víkurkirkju. Hann var afskaplega hlýlegur í viðmóti. Ég minnist þess hversu fagnandi hann tók á móti okkur frændfólkinu, þegar við gáf- um okkur tíma til þess að koma til þeirra hjóna á Kirkjustíginn. Þar var að finna þennan sterka góða heimilisanda og ákaflega mikla umhyggju fyrir fjölskyld- unni. Ég minnist þess einnig vel er Hjalti var hjá foreldrum mínum sumarlangt í Blönduholti og var að hjálpa þeim með heyskap. Hann kom með svo mikla hlýju og gleði inn á heimilið okkar í sveitinni. Hann sýndi okkur systkinum sér- staka ástúð alla tíð, fyrir það vil ég þakka honum fyrir hönd okkar allra. Nú síðustu árin átti Hjalti við erfiðan sjúkdóm að stríða. Oft þurfti hann að dvelja á sjúkrahús- um. Hann þráði mjög að eiga sína stund heima. Honum varð að ósk sinni, hann lést á heimili sínu glaður og tilbúinn í sína síðustu ferð. Það var sól og fagur síðsumar- dagur 31. ágúst þegar við kvöddum Hjalta frænda og fylgdum honum til hinstu hvílu í Grindavíkur- kirkju. Stórt skarð hafði verið höggvið í fjölskyldu okkar nú á einm viku. Þennan sama dag árla morguns barst okkur andlátsfregn Axels Jónssonar bróður míns og systursonar Hjalta. Það var því mikill söknuður og tregi í hjörtum okkar þessa stund. En þessi bjarti og fagri sólar- dagur var eins og að undirstrika það að lífið heldur áfram þótt kveðji vinur einn og einn. Ég bið góðan Guð að gefa ykkur, Bagga mln og Jói, trú og styrk í sorg ykkar og vil enda þessar línur með eftirfarandi erindi. Kynslóðir koma kynslóðir fara allar sömu ævigöng. Gleymistþóaldrei eilífalagið við pílagrímsins gleðisöng. (Ingemann — Matthías Jochumsson) Blessuð sé minning hans. Herdís Jónsdóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn iátna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Systir okkar og mágkona DAGBJÖRT EINARSDÓTTIR, Hafnarfiröi, andaöist 1. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnarlátnu. Sérstakar þakkir eru færöar starfs- og hjúkrunarfólki á Hrafnistu, Hafnarfiröi. Svava E. Mathiesen, Dagný E. Auöuns, Viktoría Sigurjónsdóttir. t Konan mín, móðir okkar og amma, PETRIA GEORGSDÓTTIR, Lyngbrekku 15, Kópavogi, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 11. september. OddurJónsson, börn og barnabörn. t Móöirmín, DÓRA SIGURÐSSON prófessor, lést í Gentofte Amtsygehus 10. september. Sigríöur Haraldsdóttir. t Maöurinn minn, VALBERG SIGURMUNDSSON, Hraunbæ44, lést í Landspítalanum 11. september. Jóhanna Gísladóttir. t Móöirmín, LÁRA PÁLSDÓTTIR fró Tungu, Fáskrúösfiröi, Eskihlíö 29, lóst miðvikudaginn 11. september á Elliheimilinu Grund. Jarðarförin auglýst síöar. Þórdís Þorvaldsdóttir. t Eiginmaður minn, ÞÓRÐURHERMANNSSON, útgerðarmaöur, Hnjúkaseli 2, veröur jarðsunginn frá Háteigskirkju í Reykjavík föstudaginn 13. septemberkl. 13.30. Vigdís Birgisdóttir. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins mins, fööur okkar, tengda- fööur og afa, ADALSTEINS GUÐMUNDSSONAR Geirþrúöur Stefónsdóttir, Helga Aðalsteinsdóttir, Guðni Garöarsson, Birgir Aöalsteinsson, Birna Aspar, Guörún Aöalsteinsdóttir, Sævar Karlsson, Stefán Aöalsteinsson og barnabörn. Lokað í dag, föstudag 13. september eftir hádegi, vegnajaröar- farar RAGNHILDAR KRISTÓFERSDÓTTUR. Rafver hf., Skeifunni 3-E. Lokað Vegna jaröarfarar Þóröar Hermannssonar útgeröar- manns veröa skrifstofur Ögurvíkur og Þorvaldar Lúðvíks- sonar á Týsgötu 1 lokaöar eftir kl. 11 föstudaginn 13. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.