Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS _i i il rwö ■ v t PfiÍMÍm UhJ'U II Eins og sjá má er rúllupylsan sú arna lítið annað en mörinn og þvf ekki að undra þótt kaupandinn sé óánsgður með kaupin. Rúllupylsan ekkert nema fitan Reiður kaupandi kom að máli við Velvakanda og hafði eftirfarandi að segja: Fyrri skömmu keypti ég þessa rúllupylsu sem meðfylgjandi mynd er af og það getur hver mað- ur séð að það er ekki bjóðandi upp á svona vöru. Þetta er ekki rúllu- Skyldi seðillinn vera auður? Ætlar að skila auðu í næstu kosningum Sjálfstæðiskona, sem er fsdd inn í Sjálfstsðisflokkinn, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Nú mega smámenni þessa lands taka upp sína léttu pyngju til að borga 30 þingmönnum sem kalla sig lávarðadeildina og sem fá u.þ.b. 40 þúsund krónur í eftirlaun á mánuði. Sumir þessara heið- ursmanna hafa einnig eftirlaun ráðherra og hafa setið í óteljandi nefndum. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan hátekjumenn fengu hundruð þúsunda króna fyrir að semja við Alusuisse. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til talið sig flokk allra stétta og ég hef unnið Sjálfstæðis- flokknum allt það sem ég má en ég ætla að skila auðu í næstu kosn- ingum. Þakkir til Árna Þórarinssonar fyrir skrif hans um myndbönd l'orkell Þorsteinsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Það er vegna skrifa Árna Þórar- inssonar um myndbönd. Ég ætla fyrst að hæla honum fyrir þessi skrif. Þetta eru einu jákvæðu skrifin í blöðunum um þessi efni. Mig langar síðan að spyrja hvort hann gæti ekki komið því að í sínum skrifum hvar þessi myndbönd sé að fá sem hann er að skrifa um því mér finnst það vanta. Þá langar mig að lokum að spyrja hann að því hvort ekki sé meiningin að gefa þessi skrif út og þá gætu myndbandaeigendur not- að þetta sem einhvers konar hand- bók. Mér skilst að þetta sé gert víða erlendis. „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig“ Filippía Kristjánsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Velvakandi góður. Það er gott að flýja til þín þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Nú óska ég eftir því að þú birtir fyrir mig nokkrar línur um blessað Ríkisútvarpið. Þættirnir frá útvarpinu á Akur- eyri eru oft ilmandi rósir í hnappagöt fjölmiðlatreyjunnar, enda er stjórnandi þess ekki val- inn af verri endanum þar sem er hinn elskulegi og fjölhæfi lista- maður Jónas Jónasson. Samtals- þættir hans eru oft svo mikil snilld að umtalsvert er. í þetta sinn er aðal kveikjan að línum mínum þakklæti til Krist- jáns Kristjánssonar fyrir þættina „Frá hjartanu". Ég er bókstaflega hugfanginn af að hlusta á þá því þeir eru í senn viturlegir, hlýir og svo einlæglega mannlegir að ég get ekki orða bundist. Kristján, kærar þakkir. Það er oft of mikið af vanþakkl- æti og aðfinnslum í ræðu og riti en minna af réttlátu þakklæti. Ætli okkur vanti ekki sjálfsgagnrýni. Skyldu endalokin ’/erða þessi yfir- gengilega heimtufrekja sem tröllríður nú þjóðfélaginu. Við þyrftum algjöra stefnubreytingu og taka til greina þetta gullkorn: „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig.“ pylsa. Þetta er ekkert nema fitan. Þegar ég kom heim og var búinn að sjóða pylsuna eins og venja er þá skar ég hana í sundur og þá blasti þetta við mér. Ég er satt að segja alveg undr- andi á því að nokkur kjötiðnaðar- maður láti svona lagað frá sér. Fyrir okkur sem höfum nokkur ár fram yfir þá sem sækja öldurhús- in af hvað mestu kappi í dag, hef- ur rúllupylsa sérstaka þýðingu. Þetta þótti hér áður fyrr hið mesta hnossgæti og svo er enn í hugum okkar. Vil ég beina þeim orðum til kjötiðnaðarmanna að vanda betur til rúllupylsugerðar í framtíðinni svo fólk sé ekki látið kaupa kött- inn í sekknum. Svar viö fyrirspurn um gangstfga í Velvakanda í gær kom fyrir- spurn um lagningu gangstíga í Breiðholti. Velvakandi sneri sér til gatnamálastjóra og fékk honum eftirfarandi svar: „Það er verið að vinna að því að gera gangstíga í Breiðholtinu og þar sem stígar hafa ekki verið tengdir saman er skýringin sú að eftir er að gera það. Það er ekki við því að búast að lokið verði við lagningu þessara stíga á þessu ári en svarið er sem sagt það að verið er að vinna að þessum málum." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þsttinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástsða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvsðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Laugavegur 34—80 Hverfisgata 4—62 Hverfisgata 63—120 Sjafnargata_______ JtWrtyimtilaíiib Hinir ótrúlegustu geta verið með í Aerobik, þú líka Síminn er 39123. Innritun millí kl. 13 og 16 alla daga. Kennarar með reynslu. Góð tónlist — góður andi. ééftA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.