Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 Hvítu kýrnar á Höfða í Þverárhlíð. Morgunblaftið/DiSrik Jóhannason Hvít kúahjörð með einum „svörtum sauði“ Hvannatúni, Andakíl, ll.september. Á TÚNINU á bænum Höfða í Þverárhiíð f Mýrasýslu blasti við fréttaritara sjaldgæf sjón. Nær allar kýrnar á bænum og geldneyti að auki voru hvít, nema hvað einn „svartur sauður“ var í hjörðinni. Að sögn Sigurðar Bergþórs- sonar bónda fæðist um helming- ur kálfanna hvítur og hefur hann að gamni sinu eingöngu sett á hvítar kvígur, nema eina kolótta, sem hann timdi ekki að farga vegna þess hve vel hún var ættuð. Hann telur þetta notadrjúgar kýr og taka nágrannar hans undir það, því nokkrir kálfar hafa verið settir á hjá þeim. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins um fjárlagafrumvarpið: Samstaða náist fyrst um frumvarpið í ríkisstjórn Á þingflokksfundi Sjálfstæð- isflokksins í gærmorgun var Fjárlagagerð miðar áfram í rétta átt „ÉG HEF þá trú að fjárlagagerð miði áfram í rétta átt, einkum ef ég miða við seinni part dagsins í dag,“ sagði Matthías Bjamason heilbrigðis- og sarngönguráðherra aðspurður í gær um hvernig miðaði með fjárlagagerð. „Menn eru sammála um það að staðan sé erfið og í öllum samning- um verða menn að mætast ef sam- staða á að nást, og samstarf að halda áfram," sagði Matthías jafnframt. Matthías sagði að seinni partinn í gær hefðu einstakir fagráðherrar fundað með fjármálaráðherra og/eða starfsmönnum hans og sagð- ist hann teija að árangur þeirra funda hefði verið það góður, að ástæða væri til bjartsýni. samþykkt tillaga frá formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni, þess efnis að þing- flokkurinn samþykkti að taka ekki til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu hugmyndir að fjár- lögum fyrir árið 1986 fyrr en rík- isstjórnin hefði komið sér sam- an um tillögur í því efni. „Undirbúningur fjárlaga er enn á því stigi, að það er ekki komin full samstaða innan ríkis- stjórnarinnar um fjárlagafrum- varpið," sagði Þorsteinn Pálsson er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann í gær hvers vegna hann hefði borið upp þessa til- Iögu. Þorsteinn sagðist vænta þess að þessi samþykkt þing- flokksins, sem hefði verið gerð samhljóða, leiddi til þess að sam- staða yrði innan ríkisstjórnar- innar um gerð fjárlagafrum- varps. „Það er auðvitað forsenda þess að þingflokkar fjalli um fjárlagafrumvarp, að ríkisstjórn- in sem ætlar að flytja frumvarp- Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, fór í gærmorgun í frystihúsin í Reykjavík og stapp- aði stálinu í félagsmenn sína. Hann sagði aðspurður um afstöðu þeirra til aðgerðanna, að þeir væru gallharðir. í dag tekur gildi bónusvinnustöðvun verkakvenna- félagsins Framsóknar, sem og á fjórum öðrum stöðum á landinu. „óneitanlega setur það strik í reikninginn að tækjamenn skuli ekki vinna í bónus, því allt er á fullum dampi á borðunum," sagði Magnús Guðmundsson, verkstjóri ið viti hvað hún vill í þeim efn- um,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn var spurður hvort lesa mætti á milli lína þessarar samþykktar vantrú þingflokks- ins á að ríkisstjórninni tækist að koma sér saman um fjárlaga- frumvarp: „Nema síður sé,“ sagði Þorsteinn, „því að tillagan hefði ekki verið flutt og samþykkt í þingflokknum, nema vegna þess að menn treysta ríkisstjórninni til þess að koma sér saman um þetta efni.“ „Þingflokksfundir eru ekki ákveðnir fyrirvaralaust og þessi dagur var ákveðinn í síðustu viku,“ sagði ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins er hann var spurður hvers vegna boðað hafði verið til þingflokksfundarins í gær. „Við áttum von á því að ríkisstjórnin væri búin að koma sér saman um frumvarpið svo hún gæti lagt það fram til þingflokka sinna fyrir ríkisstjórnarfundinn sem vera á í dag og var því eðlilegt að velja þennan tíma til að halda þing- flokksfundinn.“ Samúðarvinnustöðvun Dagsbrúnar hófst í gær: Fyrsta góða pás- an í tvo mánuði — sagði trúnaðarmaður félagsins í frystihúsi BÚR „ÞETTA er í fyrsU skipti í tvo mánuði, sem við tökum okkur góða pásu, enda búið að vera rólegt í dag,“ sagði Bergur Einarsson, trúnaðarmaður Dagsbrúnar í frystihúsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur úti á Granda, er Morgun- blaðið hitti hann þar, en á hádegi í gær tók gildi samúðarbónusvinnustöðvun Dagsbrúnar og er því einungis unnið í tímavinnu. Hringt er til vinnuhlés einu sinni á klukkutíma, en það venjulega ekki tekið vegna þess að við það minnkar bónusinn. hjá BÚR. Hann sagði að það væru um 30 menn í frystihúsinu sem þessi bónusstöðvun næði til og sennilega yrði að vinna á laugar- daginn til að ná að frysta það sem fyrir lægi. Við frystitækin unnu 8 menn við það sem er venjulega starf 4 manna. Vinnuveitendur hafa höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna lög- mætis samúðarbónusvinnustöðv- ananna i Reykjavík og hafa félög- in frest til þriðjudags að skila inn sinni greinargerð, Málflutningur verður á miðvikudag og úrskurðar dómsins að vænta fyrir helgi. Tvær bækur eftir Matthías Johannessen — AB gefur út Bókmenntaþætti og Ljóða- klúbbur AB gefur út Hólmgönguljóð ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér nýja bók eftir Matthías Johannessen skáld. Nefnist hún Bókmenntaþættir og er eingöngu um íslenskar bókmenntir. Þá hefur Ljóðaklúbbur Almenna bókafé- lagsins nú tekið til starfa og er um þessar mundir að senda frá sér sína fyrstu bók — Hólmgönguljóð eftir Matthías Johannessen. Bókmenntaþættir skiptast í tvo hluta, hinn fyrri ber heitið Úr um- hverfi okkar og sá síðari Um- hverfis Sturlu Þórðarson. 1 fyrri þættinum er fjallað um þessa höf- unda: Grím Thomsen, Sigurð Nordal, Gunnar Gunnarsson, Dav- íð Stefánsson, Guðmund G. Haga- lín, Tómas Guðmundsson, Halldór Laxness, Jón úr Vör, Kristján Karlsson og Jóhann Hjálmarsson. Þessir þættir eru mjög mislang- ir, sumir mjög langir, svo sem um Guðmund G. Hagalín og Halldór Laxness. Flestir þáttanna í fyrri hlutanum hafa birst áður einhvers staðar, einkum í blöðum, en eru hér flestir hverjir mikið breyttir og auknir. Nokkrir hafa hvergi birst, svo sem þar sem gerð er grein fyrir mörgum og merki- legum athugasemdum sem Hall- dór Laxness gerði við uppkast að ritgerð sem Matthías hafði skrifað um hann. Síðari hluti Bókmenntaþátta nefnist Umhverfis Sturlu Þórðar- son og er eins og nafnið bendir til um íslenskar fornbókmenntir. Þessi hluti er alveg nýr og birtist hér í fyrsta sinn. Þarna kemur Matthías fram með og rökstyður margar merkilegar kenningar um íslenskar fornbókmenntir, svo sem þá að Sturla Þórðarson sé höfundur Njálu og fleiri verka sem hingað til hafa verið eignuð öðrum eða engum. Ýmsar þessara kenninga eru ákaflega nýstárlegar og eiga án efa eftir að vekja upp fjörugar umræður um þessi mál, segir í frétt frá útgefanda. Bókmenntaþættir eru 378 bls. að stærð, pappírskilja. Prentstofa G. Benediktssonar og Félagsbók- bandið hafa unnið bókina. Ljóðaklúbbur Almenna bókafé- lagsins er stofnaður til að vinna að framgangi ljóðsins á íslandi. Félagar í klúbbnum geta allir orð- ið sem þess óska og þeir gangast ekki undir neinar skuldbindingar við innritun i klúbbinn aðrar en þá eina að afþakka þær bækur, plötur eða snældur sem klúbbur- inn gefur út og þá ekki fýsir að eiga. Útgáfa ljóðaklúbbsins á Hólm- Málshöfðun vandkvæðum bundinn ÓLJÓST er nú hvort bændasamtökin muni höfða mál gegn utanríkisráð- herra vegna kjötinnflutnings varnar- liðsins. Stcttarsamband bænda og framleiösluráð landbúnaðarins fólu Gauki Jörundssyni, forseta lagadeild- ar Háskólans, að skila greinargerð um það með hvað hætti best væri að standa að málshöfðuninni. Gaukur, og lögfræðingar bænda- samtakanna, voru að leggja síðustu hönd á verkið í gærkvöldi, en að sögn Inga Tryggvasonar, formanns Stéttarsambands bænda, telja lög- fræðingarnir að málshöfðunin sé ýmsum vandkvæðum bundin. Ingi hafði ekki fengið greinargerðina í hendurnar í gærkvöldi og vildi því ekkert segja efnislega um það í hverju vandkvæðin væru fólgin. 32 myndbands- tæki svikin út með fölsk- um skilríkjum 32 MYNDBANDSTÆKI hafa verið svikin út úr myndbandaleigum það sem af er árinu. Fólk hefur tekið myndbandstæki á leigu og framvísar fölskum skilríkjum og hefur síðan selt. Verðmæti myndbandstækjanna er vel á aðra milljón króna, en f fæstum til- vikum hefur tekist að hafa upp á tækjunum. Þrír menn voru handteknir í vor eftir að hafa svikið út sjö mynd- bandstæki hjá myndbandaleigum víðs vegar á Reykjavíkursvæðinu og selt þau sama manninum. Rann- sóknarlögreglu ríkisins tókst að endurheimta öll tækin, en fjögur þeirra voru svikin út í lok síðasta árs og því ekki meðal þeirra 32, sem svikin hafa verið út í ár. „Sameiginlegt í þessum málum er, að tækin hafa verið svikin út til þess að endurselja þau. I mörgum tilvikum tengjast myndbandstækja- svikin fíkniefnakaupum og þess eru dæmi að skipt hafi verið á fíkniefn- um og myndbandstækjum," sagði Erla Jonsdóttir, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, í sam- tali við Morgunblaðið. Matthías Johannessen gönguljóðum Matthíasar Johann- essen er 2. útgáfa bókarinnar, mikið breytt frá fyrri útgáfu sem kom út 1960 og er löngu uppseld. Skáldið hefur bæði breytt ljóðum og bætt við mörgum nýjum og síð- an eru skýringar við ljóðin gerðar af skáldinu sjálfu. Eru þær til hægðarauka hér vegna þess hve mikið er af skfrskotunum í aðrar bókmenntir, íslenskar og erlendar, í þessum ljóðum. öll eintök bókarinnar eru árituð af skáldinu og mun svo verða um aðrar bækur klúbbsins að höfund- ar eða umsjónarmenn áriti þær þegar því verður við komið. Hólmgönguljóð eru 94 bls. að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.