Morgunblaðið - 13.09.1985, Side 16

Morgunblaðið - 13.09.1985, Side 16
16 AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 1. okf. Vessel 15. okt. Bakkafoss 29. okt. Vessel 12. nóv. NEW YORK Bakkafoss 30. sept. Vessel 14. okt. Bakkafoss 28. okt. Vessel 11. nóv. HALIFAX Bakkafoss 4. okt. Bakkafoss 1. nóv. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 15. sept. Alafoss 22. sept. Eyrarfoss 29. sept. Álafoss 6. okt. FELIXSTOWE Eyrarfoss 16. sept. Álafoss 23. sept. Eyrarfoss 30. sept. Álafoss 7. okt. ANTWERPEN Eyrarfoss 17. sept. Álafoss 24. sept. Eyrarfoss 1. okt. Álafoss 8. okt. ROTTERDAM Eyrarfoss 18, sept. Álafoss 25. sept. Eyrarfoss 2. okt. Álafoss 9. okt. HAMBORG Eyrarfoss 19. sept. Alafoss 26. sept. Eyrarfoss 3. okt. Álafoss 10. okt. GARSTON Fjallfoss 23. sept. Fjallfoss 7. okt. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Reykjafoss 15. sept. Skógafoss 22. sept. Reykjafoss 29. sept. Skógafoss 6. okt. KRISTIANSAND Reykjafoss 16. sept. Skógafoss 23. sept. Reykjafoss 30. sept. Skógafoss 7. okt. MOSS Reykjafoss 17. sept. Skógafoss 23. sept. Ffeykjafoss 1. okt. Skógafoss 8. okt. HORSENS Reykjafoss 20. sepf. Reykjafoss 4. okt. GAUTABORG Reykjafoss 18. sept. Skógafoss 25. sept. Reykjafoss 2. okt. Skógafoss 9. okt. KAUPMANNAHÖFN Reykjafoss 19. sept. Skógafoss 26. sept. Reykjafoss 3. okt. Skógafoss 10. okt. HELSINGBORG Reykjafoss 19. sept. Skógafoss 27. sept. Reykjafoss 3. okt. Skógafoss 10. okt. HELSINKI Lagarfoss 3. okt. GDYNIA Lagarfoss 4. okt. ÞÓRSHÓFN Skógafoss 28. sept. Skógafoss 12. okt. NAKSKOV Lagarfoss 14. sept. EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sími: 27100 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 Verksmiðja Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Bæði áhugavert og krefjandi starf — segir Eysteinn Helgason, nýráðinn forstjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum „STARF MITT hjá Iceland Seafood verður bæði mjög krefjandi og áhugavert. Krefjandi vegna þess, að þar er ekki aðeins um að ræða afkomu eins fyrirtækis, heldur fjölda fyrirtækja og starfsfólks þeirra um allt land. Ennfremur verður vandasamt að setjast í stól Guðjóns B. Ólafssonar, sem unnið hefur stórvirki í þágu fyrirtækisins og fisksölu- mála í Bandaríkjunum. StarHð er áhugavert fyrir þær sakir fyrst og fremst að hollur matur, hreinn og ómengaður beint úr lífríki náttúrunnar, er orðinn nokkuð, sem skiptir máli fyrir Bandaríkjamenn. I»ess vegna er búizt við mikilli aukningu í fiskneyzlu í Bandaríkjunum og auðvitað þýðir það um leið aukin tækifæri fyrir okkur," sagði Eysteinn Helgason, nýráðinn forstjóri lceland Seafood Corporation, í samtali við Morgun- blaðið. Hann tekur við starfinu á miðju næsta ári. Úr fararstjórn í stól framkvæmdastjóra Eysteinn er 36 ára gamall og hefur þegar verið framkvæmda- stjóri tveggja fyrirtækja á sviði útflutnings og ferðamála síðan hann lauk prófi í viðskiptafræði árið 1973. Morgunblaðið innti hann eftir því í hverju fyrri störf hans hefðu verið fólgin og hvers hann minntist helzt af þeim vettvangi. „Að loknu viðskipta- fræðiprófinu hóf ég störf hjá Sölustofnun lagmetis og var annar tveggja framkvæmda- stjóra þar síðari ár mín hjá stofnuninni. Þar fékk ég nasa- sjón af samskiptum við erlenda aðila og ennfremur kynntist ég markaðsmálum íslenzkra sjáv- arafurða. Annars hef ég til þessa mest starfað að ferðamálum og þau störf eru mér ákaflega minnisstæð. Á því sviði byrjaði ég sem fararstjóri hjá Sunnu á námsárum minum og síðan lá leiðin í framkvæmdastjóra- starfið, fyrst hjá Samvinnu- ferðum og síðan hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn hf. Alls var ég í 7 ár í ferðaskrifstofurekstrinum. í samráði við frábæra sam- starfsmenn var markið sett hátt, við ætluðum okkur stóra hluti á markaðnum og ýmsir góðir sigr- ar unnust. Samvinnuferðir- Landsýn stóð að minnsta kosti undir því grundvallarmarkmiði sínu, að tryggja aðildarfélögum sínum ódýrar ferðir til útlanda og að mörgu leyti tel ég að starfsfólkið hafi unnið braut- ryðjendastarf á sviði ferðamála hérlendis. Farþegafjöldinn fímmfaldaöur Samvinnuferðir-Landsýn fimmfaldaði farþegafjölda sinn á þessum árum og í dag greiðir ferðaskrifstofan hæsta aðstöðu- gjald íslenzkra ferðaskrifstofa. Ein leiðin til að halda góðri markaðshlutdeild er að leita stöðugt nýjunga í vali áfanga- staða og nýrra leiða til þessa að lækka verð og létta mönnum greiðslubyrðina. Ég tel að okkur hafi tekizt vel upp í þessum efn- um. Við urðum fyrst til að bjóða íslenzku fjölskyldufólki upp á ferðir til sumarhúsa í Evrópu, fyrst í Danmörku og síðar í Hol- landi. Þessi ferðamöguleiki var alltaf ódýr, en við lækkuðum verðið enn frekar með því að efna til sjálfstæðs leiguflugs til þessara staða, sem engu að síður voru hefðbundnir áætlunarstað- ir íslenzku flugfélaganna. Þetta olli miklu fjaðrafoki í byrjun, við neyddumst til að vinna með er- lendum leiguflugfélögum og ýmsir reyndu að leggja stein í götu okkar. En sem betur fer löguðu íslenzku flugfélögin sig að nýjum kröfum á markaðnum. í dag er ljóst að einmitt þessi nýjung okkar hefur orðið til þess að lækka verulega verð á hóp- ferðum til sumahúsa eða sólar- landa. Fannst gaman að etja kappi við Útsýn Á sama tíma og við margföld- uðum farþegafjölda okkar styrktist staða Samvinnuferða- Landsýnar á margan hátt. f stað erfiðrar skuldastöðu stendur skrifstofan nú traustum fótum í eigin húsnæði við Austurstræti 12, eiginfjárstaða er sterk, starfsfólkið þrautreynt og við- skiptavinirnir margir og traust- ir. En samkeppnin á þessu sviði er hörð og það er einmitt eitt af því, sem gerir starfið hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn bæði áhugavert og spennandi. f ferða- málum fær samkeppnin að njóta sín til fulls. Það eru fáar at- vinnugreinar, sem hafa fengið að búa við frjálsa verðlagningu og tiltölulega litlar álögur. Þetta veldur því, að fyrirtæki á sviði ferðamála, bæði í einkaeign og félagslegri hafa þurft að standa sig. Afleiðing þeirrar samkeppni hefur verið lægra verð en ella og auðvitað er það jákvæður árang- ur harðvítugrar samkeppni. Stærstu ferðaskrifstofurnar, Samvinnuferðir-Landsýn og Út- sýn, hafa eðlilega leitt þessa bar- áttu. Mér fannst gaman að etja kappi við Útsýn, þar tóku menn hraustlega á og gerðu marga góða hluti. Innlendi akurinn að mestu óplægður Það er tvímælalaust mikil framtíð í rekstri ferðaskrifstofa á fslandi, því landinn hefur mikla þörf á því að fara við og við út fyrir landsteinana til að slappa af eftir óhóflega vinnu. Þá hefur mikilvægi móttöku er- lendra ferðamanna vaxið veru- lega og þar er stórt verkefni til að takast á við. Samvinnuferðir hafa þegar tekið verulega á þess- um málum, en akurinn er þó enn að mestu óplægður. Að fullnægja þörfum og óskum neytandans Síðustu 18 mánuði hef ég unn- ið að sérstökum verkefnum í Bandarikjunum, aðallega á sviði markaðsmála. Það hefur gefið mér gott tækifæri til að kynnast þessum mesta neytendamarkaði heims. Þar sem hvað harðvítug- ust samkeppni ríkir. Ég hef Eysteinn Helgason kynnzt þeim aðferðum, sem not- aðar eru í nútíma markaðsöflun, þeim hávísindalegu vinnubrögð- um, sem notuð eru við hönnun og þróun vörutegunda, allt frá frumhugmyndum til þess, að varan er komin í innkaupakörfu kaupandans. Það, sem kannski er athyglisverðast við markaðs- öflun í Bandaríkjunum, er hin gífurlega áherzla á að komast að þörfum og óskum neytandans og hvernig allt starf framleiðand- ans miðast við að fullnægja þeim. Menn byrja á þvi að spyrja sig hvers neytandinn óskar og framleiða það svo eftir því. Þar ræður markaðshyggjan fyrst og fremst en ekki framleiðsluhyggj- an. Þau íslenzk fyrirtæki, sem lengst hafa náð á markaðnum vestra, eins og tildæmis fisksöl- ufyrirtækin, hafa skilið þessa grundvallarreglu markaðslög- málsins og lagt sig fram um að þjóna viðskiptavinum sínum fljótt og vel. Einnig er athyglis- vert hve þessi mikli neytenda- markaður er brotinn niður í af- markaðar einingar, þar sem fyrirtækin velja sér ákveðna ein- ingu og einbeita sér að henni. Fer fullur kapps í þetta starf Ég fer fullur kapps í þetta starf. Mér er sýnt mikið traust, ég tek við traustum rekstri og fyrirtækið á ýmsa möguleika í framtíðinni. Auðvitað verður þetta mikil vinna og vandasöm, en forstjórastarf hjá Iceland Seafood Corporation er heillandi verkefni, sem gaman verður að vinna að í samstarfi við góða starfsmenn ytra og trausta menn hér heima. Vonandi tekst mér að halda áfram á þeirri far- sælu braut, sem forveri minn í starfinu hefur markað,“ sagði Eysteinn Helgason. HG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.