Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985
11
Athugasemd frá
Páli Magnússyni
Ef minnið svíkur mig ekki hefur
mér á undanförnum mánuðum
tvisvar hlotnast sá heiður að vera
getið í Staksteinum Morgunblaðs-
ins. f fyrra skiptið var mér hrósað
fyrir störf mín, sem ég þakka hér
með, en í gær birtist síðan undar-
leg klausa, sem ég fæ engan botn
í. Þar er gerð að umtalsefni frétt,
sem ég skrifaði og flutti í sjón-
varpinu sunnudaginn 9. septem-
ber, og fjallaði um reikning Fjár-
festingarfélagsins á hendur fjár-
málaráðuneytinu fyrir að hafa
annast sölu á hlutabréfum ríkisins
í Flugleiðum.
Staksteinahöfundur sakar mig
um að hafa brotið hlutleysisreglu
Ríkisútvarpsins: „dregið mjög
taum ráðuneytisins, en gert reikn-
ing Fjárfestingafélagsins tor-
tryggilegan".
Aður en lengra er haldið er rétt
að rifja upp, orðrétt, þessa stuttu
frétt:
„í síðustu viku sendi Fjárfestinga-
félagið reikning til fjármálaráðuneyt-
isins fyrir þau störf, sem það vann
í tengslum við sölu á hlutabréfum
ríkisins í Flugleiðum.“ (Þulur las —
P.M. tekurvið:)
„Og reikningurinn hljóðaði upp á
tæpa eina milljón króna, eða ná-
kvæmlega 990 þúsund krónur.
Þessi upphæð er fengin með því,
að miða við söluverð hlutabréfanna,
sem losaði 64 milljónir króna, og
taka eitt og hálft prósent af þeirri
upphæð í sölulaun, eða fyrrgreindar
990 þúsundir. Fjármálaráðherra líst
hins vegar ekkert á þennan reikning,
og neitar að borga hann athuga-
semdalaust. í staðinn vill ráðuneytið
miða við núvirði hlutabréfanna, sem
það metur á 44 milljónir króna, og
er það þá væntanlega sú upphæð,
sem ráðherrann telur sig fá fyrir
hlut ríkisins í Flugleiðum, þegar allt
kemur til alls.
Af þessum 44 milljónum vill ráðu-
neytið greiða eitt og hálft prósent í
sölulaun, eða 660 þúsund krónur.
Þarna skilja sem sé á milli 330
þúsund krónur, og um þær þrátta
nú Fjárfestingafélagið og ráðuneytis-
menn.
Og rétt er að taka fram, að þau
störf, sem Fjárfestingafélagið vill fá
milljón fyrir, fólust í því, að meta
hlutabréfín, auglýsa þau til sölu, og
taka við tveimur tilboðum.“
Svo mörg voru þau orð, og rétt
að taka fram, að fréttin byggðist
á upplýsingum frá báðum aðilum,
Fjárfestingafélaginu og ráðuneyt-
inu, og hvorugur hefur séð ástæðu
til að koma á framfæri athuga-
semdum við fréttastofuna.
í sannleika sagt botna ég hvorki
upp né niður í ásökunum Stak-
steinahöfundar. Eins og hver viti
borinn maður hlýtur að sjá af
fréttatextanum er ekki greint frá
öðru en borðliggjandi staðreynd-
um, — staðfestum af báðum máls-
aðilum. Mínar persónulegu skoð-
anir á málinu koma þar hvergi
fram.
Ég hef borið þennan texta undir
ýmsa glögga menn og allir eru
sama sinnis: Mönnum þarf að vera
meira en lítið í nöp við þá sem ráða
ferðinni í fjármálaráðuneytinu til
að halda því fram, að ég sé að
„draga taum“ þeirra í þessari frétt.
Ég vona, að þeir sem bera ábyrgð
á þessum ásökunum í Staksteinum,
sýni mér þá kurteisi að útskýra
hvað þeir eiga við þegar þeir segja,
að ég hafi með þessu brotið hlut-
leysisreglu Ríkisútvarpsins. Nú
veit ég ekki hvernig samskiptum
Morgunblaðsins, eða Staksteina-
höfunda, og fjármálaráðuneytisins
er háttað, en ég vil í allri vinsemd
mælast undan því, að leika þar
eitthvert Albaníu-hlutverk.
Með vinsemd og virðingu,
Páll Magnússon
fréttamaður sjónvarps.
Aths. ritstj.
Sjónvarp er margslunginn fjöl-
miðill. Þar er hægt að ná fram
annars konar áhrifum en í prent-
uðu máli. Það duldist engum, sem
horfði á og hlustaði á Pál Magnús-
son lesa umrædda frétt á dögun-
um, að með síðustu setningu þess-
arar fréttar tókst honum að koma
á framfæri þeirri skoðun, að Fjár-
festingarfélagið færi fram á mikið
fyrir lítið.
Það á að vera grundvallarregla
í fréttaflutningi sjónvarpsins að
skoðunum sé ekki lýst. Ef frétta-
skýringar eru fluttar í fréttatíma
hljóta þeir sem ábyrgð bera á
fréttaflutningi sjónvarps að leggja
blessun sína yfir þær.
rmnt
I ( I I M M
Öflugt kórstarf í
Laugarneskirkju
Um miðjan september hefst vetrar-
starf kirkjukórs Laugarneskirkju.
Ákveðið hefur verið að fjölga veru-
lega í kórnum og breyta starfs-
háttum hans. Á verkefnalista verða
kantötur, mótettur og minni kór-
verk sem ætlunin er að flytja bæði
í messum og i tónleikum.
Hjónin Ann Toril Lindstad og
Þröstur Eiríksson eru bæði org-
anistar við Laugarneskirkju, en
þau hafa lokið 6 ára kirkjutón-
listarnámi við Tónlistarháskól-
ann í Osló. Þröstur verður kór-
stjórinn, enda hefur hann aflað
sér mikillar reynslu á því sviði á
námstímanum.
Á undanförnum árum hefur
orðið mikil vakning á vettvangi
kirkjutónlistar. Þúsundir taka
þátt í starfi kirkjukóra landsins
og með tilkomu vel menntaðs
kirkjutónlistarfólks hefur þetta
starf orðið fjölbreyttara og
öflugra.
Þeir sem hefðu áhuga á að
koma til starfa með kirkjukór
Laugarneskirkju geta hitt söng-
stjórann í Laugarneskirkju alla
virka daga kl. 15-17 og 19-20 eða
hringt í síma kirkjunnar allt til
18. sept.
Það er von okkar sem störfum
í Laugarneskirkju að í vetur
verði öflugt kórstarf, þátttak-
endum og söfnuði til gleði og
blessunar.
Jón d. Hróbjartsson,
sóknarprestur.
VÍÐIR
AUSTURSTRÆT117- STARMÝRI 2
STÓRMARKAÐUR MJODDINNI
Fullar verslanir
af góðum
tækifærum!!
Opið tu kl. 20 í Mjóddinni »
AUSTURSTRÆT117 — STARMYRI 2
STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI