Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 Opinbert fé og heilbrigÖ skynsemi Um framtíðarskipulag Kvikmyndasjóðs íslands — eftir Þráin Bertelsson Mér þykir leitt ef örstutt út- varpsviðtal við mig hefur orðið til þess að móðga formann úthlutun- arnefndar Kvikmyndasjóðs ís- lands. Ætlun mín var ekki að móðga einn né neinn heldur var meining- in að gagnrýna það stefnuleysi sem einkennir stjórn Kvikmynda- sjóðs. Reyndar er ég sjálfur hör- undssár eins og flestir þegar gagn- rýni er annars vegar, ekki síst þegar ég er gagnrýndur fyrir eitthvað sem ég ber enga ábyrgð á. Þess vegna skil ég vel, að formað- ur úthlutunarnefndar skuli taka nærri sér gagnrýni á úthlutanir Kvikmyndasjóðs, því að þótt hann sé formaður þeirrar nefndar ber honum engin skylda til að fara eftir neinni stefnu eða fyrirmæl- um við úthlutanir, ef undan eru skilin þau lög sem gilda í landinu um eflingu kvikmyndagerðar. Það er að sjálfsögðu stjórn Kvik- myndasjóðs íslands sem á að móta stefnuna og það hefur hún ekki gert, heldur afhent úthlutunar- nefnd ráðstöfunarfé sjóðsins og sagt henni að úthluta eins og henni sýndist. Þetta stefnuleysi finnst mér vera kjánaskapur, hugsunarleysi og leti og mér finnst að þeir fram- sýnu stjórnmálamenn sem settu lög um Kvikmyndasjóð, almenn- ingur í landinu og síðast en ekki síst kvikmyndagerðarmenn eigi heimtingu á því að stjórn sjóðsins taki sig saman i andlitinu og móti skýra og skynsamlega stefnu til að nýta sem best þá gersemi sem Kvikmyndasjóður getur verið i menningarlífi landsins. Enginn gerir svo öllum líki utan guð í himnaríki. Þetta hefur út- hlutunarnefndin fengið að reyna, enda segir formaður hennar, að það sé „vandasamt verk og van- þákklátt að úthluta svona styrkj- um“. Þetta er laukrétt. Hins vegar held ég að starfið væri vanda- minna ef því fylgdu einhverjar leiðbeiningar um hvernig standa bæri að því. (Hitt er svo vafamál hvort úthlutunarstarf getur nokk- urn tímann orðið verulega þakk- látt, því að mennirnir eru nú einu sinni svo vanþakklátir að þeir krossfestu sjálfan frelsarann. Reyndar er ekki ástæðan til að fjölyrða hér um þakklæti, en ég held þó að kvikmyndagerðarmenn kunni núverandi menntamála- ráðherra og reyndar fleiri stjórn- málamönnum kæra þökk og svo öllum almenningi, og einhverjir eru sennilega þakklátir úthlutun- arnefndinni líka). En lítum nú á kjarna málSins: Höfuðvandamál íslenskra kvikmyndagerðarmanna er lítill markaður. Þjóðin er fámenn og aðrar þjóðir ekki ginnkeyptar fyrir því að hefja í stórum stíl inn- flutning kvikmynda frá íslandi. Þess vegna verðum við í svipinn að miða innlenda kvikmyndagerð við innanlandsmarkað — þótt ekkert mæli gegn því að á Islandi geti með tímanum risið upp einhver angi alþjóðlegrar kvikmyndagerð- ar, það er að segja kvikmynda- framleiðsla sem miðar vöru sína við alþjóðamarkað. íslensk stjórnvöld hafa nú þeg- ar gert tvennt til að bæta kvik- myndagerðarmönnum upp smæð markaðarins. í fyrsta lagi er inn- lend kvikmyndagerð undanþegin söluskatti — og sú undanþága er kvikmyndagerðinni lífsspursmál, ekki síður en Kvikmyndasjóður ís- lands, sem er annar þátturinn í stuðningi stjórnvalda við kvik- myndagerðina. Ýmsar leiðir eru til að reka kvikmyndasjóði og ástæða til að læra af reynslu annarra þegar marka skal stefnu handa Kvik- myndasjóði íslands. í Skandinaviu og Vestur-Þýska- landi hefur fengist nokkur reynsla af því að láta úthlutunarnefndir velja verkefni og úthluta síðan há- um styrkjum til handrita/- hugmynda sem falla í kramið hjá nefndarmönnum. Oft er árangur- inn af þessu kallaður ónefninu „listrænar myndir" sem kemur list ekkert við og er orðið samheiti kvikmynda sem fáir nenna að sjá. Þessi stefna hefur orðið til þess að kvikmyndagerð í þessum löndum hefur öðlast alþjóðlega frægð fyrir deyfð og drunga, þó að fólkið í löndunum sé hvorki leiðinlegra né svartsýnna en annars staðar. Kvikmyndagerðarmenn í þess- um löndum hafa hætt að skrifa handrit eftir sínu eigin höfði og hafa snúið sér að því að setja sam- an svartagallsraus handa úthlut- unarnefndum. Áhorfandinn hefur gleymst, þvi að það er ekki lengur aðgangseyrir hans sem skiptir máli, heldur skattpeningar hans, sem hann ráðstafar ekki sjálfur, heldur úthlutunarnefnd sem er sannfærð um að skattborgarinn hafi vondan smekk og heimtar að kvikmyndagerðarmenn búi til „listrænar myndir" til að betr- umbæta aumingja skattborgar- ann, sem auðvitað er hættur að nenna í bíó. Og undir þessu rísa ekki kvikmyndagerðarmennirnir sem eru iðnaðarmenn og/eða listamenn og kunna ekki að starfa sem sálfræðingar eða þjóðfélags- legir viðgerðarmenn. Ég held meira að segja að nú- verandi ástand við úthlutanir úr Kvikmyndasjóði íslands sé skárra en skandinavíska bölið. Handa- hófsúthlutanir geta stundum lent á réttum stað. Hins vegar ætti það ekki að vera ofverkið okkar að finna almennilegt kerfi. Ég sting upp á því að Kvik- myndasjóður starfi eftir þeirri meginreglu að hann leggi fram ákveðna prósentu af kostnaði við þær kvikmyndir sem menn ætla að gera — að því tilskildu að þeir sem ætla að gera myndina taki meirihluta áhættunnar með því að leggja fram það fjármagn sem upp á vantar. Dæmi: Mynd kostar tíu milljón- ir. Kvikmyndasjóður leggur fram rúmar þrjár milljónir, og fram- leiðendur myndarinnar rúmar sex milljónir. Séu til peningar í Kvikmynda- sjóði umfram það sem þarf til að fullnægja eftirspurn má þá auka hlutdeild sjóðsins í framleiðslu- kostnaði — en þó aldrei umfram 49%. Um endurgreiðslu gildi einfald- ar reglur: Standi kvikmynd ekki undir sér sé fjárframlag sjóðsins óafturkræft. Skili mynd hins veg- ar hagnaði skipti Kvikmyndasjóð- ur og framleiðendur með sér inn- tektinni eftir að myndin hefur náð „break-even“ í sömu hlutföllum og myndin var styrkt uns framlag Kvikmyndasjóðs er að fullu end- urgreitt. Dæmi: Kvikmynd kostar 9 milljónir. Kvikmyndasjóður legg- ur frar.i 3 milljónir. Myndin geng- ur vel og tekur inn 12 milljónir nettó. Fyrstu 9 milljónirnar renna til framleiðenda, en af næstu 3 fær Kvikmyndasjóður 30% eða 900 þúsund. Framleiðandinn fær 2,1 milljón. Kvikmyndasjóður fær hluta styrksins endurgreiddan og getur notað sömu peninga til að styrkja fleiri myndir. Framleið- andinn hagnast og getur sannað fyrir bönkum og lánastofnunum að kvikmyndagerð geti verið arð- bær og leggur út í gerð fleiri kvik- mynda. Raunsærra dæmi: Kvikmynd kostar 10 milljónir. Kvikmynda- sjóður leggur fram 3,5 milljónir og framleiðandinn 6,5 milljónir. Nettóinntekt er 4 milljónir. Fram- leiðandinn tapar 2,5 milljónum og kemst að þeirri niðurstöðu, að hann verði að gera ódýrari myndir í framtíðinni ef markhópur hans er svona litill, eða gera kvikmynd- ir sem komi inn á áhugasvið stærra hóps. Kvikmyndasjóður ætti aldrei að fá hlutdeild í ágóða umfram sitt Ný vörumerki fataverksmiðjunnar Heklu: Hugmyndasamkeppni meðal almennings Skilafrestur rennur út 15. september Fataverksmiðjan Hekla á Akur- eyri gengst um þessar mundir fyrir hugmyndasamkeppni um vöru- merki á framleiðsluvörur verk- smiðjunnar og er öllum heimil þátttaka. Skilafrestur rennur út sunnudaginn 15. september. Þriggja manna dómnefnd, sem í eiga sæti Sigurður Hannesson sölustjóri fatadeildar SÍS, Guð- mundur Jónsson auglýsingastjóri SÍS og Sigurður G. Tómasson ís- lenskufræðingur, munu fara yfir allar tillögur sem berast og velja þrjár þær bestu. Verðlaun verða sem hér segir: 1. verðlaun kr. 4Ó.000. 2. verðlaun kr. 20.000 og 3. v^rðlaun kr. 10.000. Réttur er áskilinn til að nota og útfæra þau merki sem valin verða og einnig er áskilinn réttur til að hafna öll- um tillögunum. Farið verður með allar tillögur sem trúnaðarmál og þeim sem ekki verða valdar verður skilað til höfundanna. Stefnt er að því að dómnefndin ljúki störfum um næstu mánaðamót og verða niðurstöður þá kynntar opinber- lega. Að sögn Sigurðar Hannessonar sölustjóra hefur SÍS rekið verk- smiðjuna Heklu frá árinu 1948. Verksmiðjan framleiðir fjöl- breyttan fatnað og má þar nefna úlpur og kuldajakka, buxur, íþróttagalla, peysur, sokka og vinnufatnað af ýmsu tagi. Meðal vörumerkja sem notuð hafa verið undanfarin ár eru ACT og DUFFY’S. Sigurður sagði að í kjölfar þeirr- ar miklu umræðu sem verið hefði í þjóðfélaginu að undanförnu um vörumerki hefði verið ákveðið að leita til almennings með það fyrir augum að virkja hið auðuga ímyndunarafl fólks í þessu skyni. Sigurður sagði að hverskonar merki kæmu til greina bæði mynd- ir og orð. Síðar yrði ákveðið hvort eitt merki yrði valið á allar vörur verksmiðjunnar eða hvort þau yrðu notuð hvert á sinn vöruflokk. Sigurður gat þess að lokum að undirtektir almennings lofuðu mjög góðu og hefðu þegar mörg umslög með tillögum borist til nefndarinnar. „Það verður því spennandi fyrir dómnefndina að opna umslögin og fara yfir hug- myndirnar í næstu viku,“ sagði Sigurður Hannesson að lokum. Þráinn Bertelsson „Ég sting upp á því að Kvikmyndasjóður starfi eftir þeirri meginreglu að hann leggi fram ákveðna prósentu af kostnaði við þær kvik- myndir sem menn ætla að gera — að því til- skildu að þeir sem ætla að gera myndina taki meirihluta áhættunnar með því að leggja fram það fjármagn sem upp á vantar.“ framlag, því að tilgangur sjóðsins er sá að vera kvikmyndagerðinni til styrktar en ekki að hagnast á henni. Ábatavon framleiðandans er þá helst fólgin í því að myndin skili inn peningum umfram hans upphaflega framlag og styrkur Kvikmyndasjóðs kemur þeim möguleika inn í dæmið. Verði hagnaðurinn sæmilegur tekur hann að skiptast milli Kvik- myndasjóðs og framleiðanda. Skattgreiðendur styrkja ekki kvikmyndir nema um ákveðið hlutfall kostnaðar. Vilji þeir styrkja þær meira fara þeir ein- faldlega og kaupa sér aðgöngu- miða. Þetta kerfi er lýðræðislegt og laust við miðstýringu fárra útval- inna aðila. Hins vegar byggist það á framboði og eftirspurn að miklu leyti. Og vissulega fer slíkur kap- ítalismi fyrir brjóstið á mörgum. En kostur þess er sá að það tekur mið af því hagkerfi sem við búum við, hvort sem okkur Iíkar það hagkerfi betur eða verr — og auk- ið raunsæi ætti ekki að skaða okkur. Ekki er hætta á því að kvik- myndaframleiðsla aukist við þetta umfram það sem markaðurinn þolir, a.m.k. ekki meðan framleið- endur sitja uppi með meira en helming áhættunnar á þessum dvergvaxna markaði. Segja má með fullum rétti að þetta kerfi nýtist best þeim kvikmyndum sem ætlaðar eru fyrir stóran áhorfendahóp. En þá er þess að gæta að slíkt er eðli kvikmynda. Það er þó huggun harmi gegn að núorðið er hægt að búa til lifandi myndir í tilrauna- skyni handa örsmáum hópum með minni tilkostnaði en nokkru sinni fyrr og kemur þar til þróun myndbanda. Útbúnaður til slíkrar vinnslu kostar á annaðhundrað þúsund, þegar útbúnaður til kvikmyndagerðar hleypur á millj- ónum. Enda tíðkast orðið í hinum smæstu byggðarlögum að taka upp merkisatburði á myndbönd til sýninga í heimahúsum. Tillaga mín er sem sé sú að Kvikmyndasjóður taki að sér að fjármagna íslenskar kvikmyndir með ákveðnu fjárframlagi sem sé fastur prósentuhluti af heildar- kostnaði myndarinnar á móti fjár- framlagi framleiðenda án tillits til flokkunar mynda í óljósa hópa eins og „listræn", „ólistræn", „tragísk”, „kómísk“ og þar fram eftir götunum. Ennfremur er nauðsynlegt að hafa ákveðna stefnu þegar um er að ræða kvikmyndagerð sem fjár- mögnuð er í samvinnu við erlenda aðila. Þar væri sanngjarnast að fylgja áfram sömu reglu: Meta framlag hinna innlendu aðila og leggja fram hið fasta prósentu- hlutfall á móti. Auk þessa þarf að hafa í huga að íslenskir kvik- myndagerðarmenn starfi við slík- ar myndir að minnsta kosti í hlut- falli við hina innlendu fjármögn- un. Óviðunandi er að Kvikmynda- sjóður úthluti aðeins einu sinni á ári eða í besta falli tvisvar (eins og komið hefur fyrir mest vegna tregðu fjármálaráðuneytisins). Ennfremur er það óskynsamlegt í litlu landi að leggja þá ábyrgð á sömu þremenningana að úthluta öllu fjármagni Kvikmyndasjóðs. Rétt væri að láta tvær nefndir hverju sinni skipta með sér ábyrgðinni og fyrirbyggja þannig að persónulegir straumar geti komið við sögu þegar úthlutað er. Einnig væri þá rétt að skipta um menn í úhlutunarnefndunum ann- að hvert ár. Það mætti hugsa sér að nefnd- irnar skiptu með sér verkum þannig að Nefnd A sæi um úthlut- un 1. janúar, Nefnd B 1. mars, Nefnd A 1. maí, Nefnd B 1. júlí, Nefnd A 1. september og Nefnd B 1. nóvember. Þeir sem ekki fengju fyrirgreiðslu hjá Nefnd A gætu sótt um hjá Nefnd B, en að sjálf- sögðu kæmi ekki til greina að báð- ar nefndirnar úthlutuðu til sama verkefnis. Um kynningarstyrki er það að segja að úthlutun þeirra til þessa hefur verið hörmulega ómarkviss. Einfalt væri að hver bíómynd fengi til dæmis 500 þúsund krónur við frumsýningu til að aðstoða framleiðendur til markaðsöflunar erlendis. Kynningarstyrkur fyrir 60 mínútna heimildarmynd gæti til dæmis verið 200 þúsund krónur eða eftir umfangi verksins. öflug aðstoð Kvikmyndasjóðs við dreif- ingu og markaðsöflun fælist þó fyrst og fremst i því að gefa út kynningarrit, afla sambanda og reka upplýsingamiðstöð. Verkefni Kvikmyndasjóðs eru óþrjótandi. En mikilvægast er þó að móta einhverja stefnu svo að því fjármagni sem ætlað er að efla íslenska kvikmyndagerð verði komið til kvikmyndagerðarmanna samkvæmt einhverju skynsam- legu kerfi í stað þess að spreða út peningum stefnulaust. Það þarf að móta stefnu, það þarf að prófa stefnuna og það þarf að endur- skoða hana nákvæmlega frá ári til árs. Það er ekki tilgangur minn með þessum skrifum að fara fram á sérstaka fyrirgreiðslu hjá Kvik- myndasjóði íslands — heldur þvert á móti. Ég vil beiðast undan þeirri sérstöðu sem er fólgin í því að kvikmyndir frá Nýju lífi skuli ævinlega hljóta lægri styrki en aðrar bíómyndir sem hér eru framleiddar og teljast til leikinna kvikmynda. Sömuleiðis vil ég losna við þá sérstöðu Nýs lífs að kvikmyndir fyrirtækisins skuli útilokaðar frá kynningarstyrkjum sem aðrir framleiðendur eiga sjálfsagðan aðgang að. Kvikmyndasjóður Islands er ekki ætlaður til að mismuna ís- lenskum kvikmyndagerðarmönn- um heldur til að efla kvik- myndagerð í landinu handa þeim almenningi sem borgar í sjóðinn. Að lokum vil ég biðja stjórn Kvikmyndasjóðs að kíkja í bréfa- möppuna sína og athuga þar bréf frá mér dagsett 20. janúar og 26. febrúar sl. og ganga þar með úr skugga um að fullyrðingar for- manns úthlutunarnefndar um aö Nýtt líf hafi ekki átt umsókn hjá sjóðnum og þess vegna ekki komið til greina við fyrri úthlutun eru á misskilningi byggðar. Ennfremur vil ég taka fram, að ég ætlast engan veginn til þess að þessar hugmyndir mínar um stefnumörkun fyrir Kvikmynda- sjóð íslands séu gleyptar með haus og hala, heldur vonast ég til þess að þær geti orðið upphaf löngu tímabærrar umræðu. Með þökk fyrir birtinguna, Þráinn Bertelsson. Höfundur er leikstjóri og kvik- myndaframleiAandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.