Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 Aburðaryerksmiðjan: Iðnaðarmenn höfn- uðu sáttatillögunni IÐNAÐARMENN í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi felldu sam- hljóða sáttatillögu ríkissáttasemj- ara til lausnar deilu þeirra við vinnuveitendur. Tillaga sáttasemj- ara hljóðaði upp á 15,06% hækkun launa við undirritun, miðað við laun í maí sl. Tillagan er talin samsvara 5% launahækkun um- fram almennar launahækkanir í sumar, en iðnaðarmennirnir segj- ast þurfa 14-18% umframhækkun til að ná sömu kjörum og stéttarfé- lagar þeirra á almennum vinnu- markaði. Nýr sáttafundur hefur ekki verið boðaður f deilunni, og að sögn fulltrúa beggja aðila er ekki búist við að fundur verði haldinn í bráð. Á meðan liggur áburðarfram- leiðsla niðri í verksmiðjunni, en vélarbilun í framleiðsluhúsinu fyrir u.þ.b. hálfum mánuði hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að fullvinna áburðinn. Er tíminn notaður til hreinsunar- starfa. Hákon Björnsson forstjóri Áburðarverksmiðjunnar sagði að enn væri áhrifa framleiðslustöðv- unarinnar ekki farið að gæta: „Framleiðslugeta verksmiðjunnar er meiri en markaðurðinn kallar á, svo enn erum við ekki komin í þá stöðu að geta ekki staðið við að framleiða nóg fyrir næsta vor. En það kann að koma að því ef verk- fallið dregst mjög á langinn enn,“ sagði Hákon. Verkfallið hefur nú staðið hátt á fimmtu viku. 310 þús. tonn af olíu keypt í Sovétríkjunum — Áfram miðað við Rotterdamverð Viðskiptaraðuneytið hefur samið um kaup á 310 þúsund tonnum af Breytilegt veður um helgina BÚIST er við björt veðri sunnan- lands fyrri hluta dagsins í dag samkvæmt upplýsingum Veður- stofunnar, en síðdegis þykknar sennilega upp og léttir til fyrir norðan. Á laugardag verður norðan- átt ríkjandi, líklega með rign- ingu fyrir norðan en nokkuð björtu veðri sunnanlands. Og enn er búist við að veðrið breytist á sunnudag því trúlega verður lægð á ferðinni og þá léttir til fyrir norðan en á Suð- vesturlandi verður austan- eða suðaustanátt og rigning. JNNLENTV olíuvörum frá Sovétríkjunum á næsta ári. Er þetta jafn mikið af olíuvönim og samningur yfirstand- andi árs hljóðar upp á. Verðið miðast áfram við skráningar í Rotterdam sem eru breytilegar. Olíuvörurnar skiptast þannig að keypt verða 120 þúsund tonn af gasoliu, sem er 20 þúsund tonnum meira en á þessu ári, 120 þúsund tonn af svartolíu, sem er 20 þúsund tonnum minna en í ár, og 70 þús- und tonn af bensíni, en það er jafnmikið og í ár. Breytingar frá gasolíu yfir í svartolíu eru vegna breyttra markaðsþarfa hér. Svart- olían er í háum gæðaflokki en samið var um að hægt verði að fá þykkari og ódýrari svartolíu ef kaupendur óska þess. Samningurinn var undirritaður i Moskvu á miðvikudag af Vladi- mir Morosov, forstjóra Sojuznefteexport, og Þórhalli Ás- geirssyni, ráðuneytisstjóra við- skiptaráðuneytisins. Viðskipta- ráðuneytið mun framselja sam- inginn til íslensku olíufélaganna. Forstjórar islensku olíufélaganna, þeir Indriði Pálsson, Vilhjálmur Jónsson og Þórður Ásgeirsson, tóku einnig þátt í viðræðunum ásamt Árna Kr. Þorsteinssyni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggingamefnd og dómnefnd, f.h.: Jón E. Böðvarsson, frkv.stj. byggingarnefndar, Pétur Guðmundsson, bygg- ingarnefnd, Ásgeir Einarsson, byggingarnefnd, Garðar Halldórsson, dómefnd, Sigurður Örlygsson, dómnefnd, Ólafur Jensson, trúnaðarmaður dómnefndar og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, formaður dómnefndar, fyrir miðri mynd. Honum á hægri hönd sitja Kjartan Gunnarsson, dómnefnd og byggingarnefnd, Bera Nordal, dómnefnd, og Leifur Magnússon, byggingarnefnd. Nýja flugstöðin á Keflavíkurflugyelli: Samkeppni um gerð listaverks sem staðsetja á fyrir utan flugstöðina BYGGINGANEFND hinnar nýju flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli hefur ákveðið að efna til samkeppni fyrir hönd Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins um lista- verk, sem koma á fyrir utanhúss við bygginguna. Reiknað er með að verkið verði allmikið umfangs, sé vel sjáanlegt þegar menn nálgast flugstöðina og blasi við út um glugga á norðurhlið hússins. í gær var greint frá tilhögun þessarar samkeppni og í frétt frá Bygginganefnd flugstöðvarinnar segir, að listaverkið skuli fara vel við mannvirki staðarins og þola það veðurálag, sem vænta megi á þessum stað. Því verði að gera til- lögu að listaverki úr veðurþolnu efni. Að því er stefnt að lista- verkið verði lýst upp með flóðljós- um að kvöldlagi. Verðlaunaupphæð er 400 þús- und krónur og verða fyrstu verð- launin 200 þúsund krónur. Auk þess er dómnefnd heimilt að verja allt að 150 þúsund krónum til inn- kaupa. Tillögum þarf að skila eigi síðar en klukkan 18 hinn 12. febrúar á næsta ári. Heimild til þátttöku hafa allir íslenzkir lista- menn. Keppnisgögn eru afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar, Ólafi Jenssyni, framkvæmda- stjóra, Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. I dómnefnd eiga sæti Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendi- herra, formaður, Berta Nordal, listfræðingur, Garðar Halldórs- son, Húsameistari ríkisins, Kjart- an Gunnarsson, framkvæmda- stjóri íslenskra listamanna. Mikil óánægja meðal skreiðarverkenda Yfirtaka ríkisins á 250 milljón króna skuld dregst á langinn MIKILLAR og vaxandi óánægju gætir nú meðal skreiðarverkenda vegna dráttar stjórnvalda á tíma- bundinni yfírtöku 250 milljóna króna áhvílandi skuld verkenda. Sam- kvæmt upplýsingum skreiðarverk- enda áttu stjórnvöld að vera búin að yfírtaka þessa upphæð í ágúst, en nú telja þeir ólíklegt að það verði fyrr en í næsta mánuði. Dráttur á yfírtökunni eykur greiðslubyrði verk- enda verulega að sögn þeirra. Einn fulltrúa skreiðarverkenda sagði í samtali við Morgunblaðið, að samkomulag hefði orðið um það milli stjórnvalda og skreiðarverk- enda, að stjórnvöld yfirtækju áhvílandi skuldir á veðsettri skreið að upphæð 250 milljónir króna og greiddu af þeim vexti til 31. des- ember 1988. Hefði þetta átt að gerast fyrir vaxtagreiðsludag í ágústmánuði síðastliðnum, en nú virtist sem ekkert yrði af þessu fyrr en í október. Taldi hann drátt þennan á afgreiðslu málsins fyrst og fremst stafa af seinagangi sjáv- arútvegsráðuneytisins. Ætlunin með þessu hefði verið að létta greiðslubyrði skreiðarverkenda þar til úr rættist með sölu skreið- arinnar, en dráttur á yfirfærslunni kostaði þá verulegar upphæðir og gerði stöðuna enn verri en ella, sérstaklega þar sem menn hefðu reiknað með að staðið yrði við gefin loforð og skuldin yfirfærð fyrir vaxtadag í ágúst. Kaupmáttur námslána hefur hækkað um 14% frá 1982 — kaupmáttur tímakaups verkamanna lækkaði á sama tíma um 20 % KAUPMÁTTUR námslána veröur á fjóröa ársfjórðungi þessa árs um 114 miðað við 100 á fyrsta ársfjórð- ungi 1982. Á sama tíma hefur kaup- máttur tímakaups verkamanna lækkað í 77,9 og elli-og örorkulífeyr- isþega í 90,7 eftir að hafa verið lægstur í mars 1984. Námsmaður getur nú fengið um 20.900 krónur og ef um hjón er að ræða með eitt bam eiga þau kost á yfír 50 þúsund króna iáni frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þessar upplýsingar komu fram samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var á þriðjudag. Sama dag gaf Ragnhildur Heigadóttir menntamálaráðherra út breyt- ingu á úthlutunarreglum Lána- sjóðsins, þar sem hætt er að miða lánin við vísitölu ráðstöfunar- tekna, og fylgja þau nú þróun framfærsluvísitölunnar. Ef sú breyting hefði ekki verið gerð hefðu námslán hækkað meira en ella og kaupmáttur þeirra farið yfir 120. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins vantar nú 181 milljón króna til að endar nái saman hjá Lánasjóðnum á þessu ári og hefur þegar verið send inn beiðni fyrir aukafjárveitingu. Þá hefur sjóð- urinn farið fram á rúma 1,3 millj- arða króna í fjárveitingu fyrir næsta ár, en ef fjölgun náms- manna verður svipuð og verið hef- ur á síðustu árum kann svo að fara að sjóðurinn þurfi 1,5 til 1,6 milljarða króna til að standa við skuldbindingar sínar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: 28 hjúkrunar- fræðingar í fullt starf NÚ HAFA 28 hjúkrunarfræðingar ráðið sig í fullt starf hjá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) eftir tilboð stjórnar sjúkrahússins um 15 þúsund kr. aukagreiðslu á mánuði til hjúkrunafræðinga í fullu starfi. Að sögn Ragnheiðar Árnadóttur hjúkrunarforstjóra FSA eru þetta allt hjúkrunarfræðingar sem áður voru í hlutastarfi en unnu þeim mun meiri yfirvinnu með því að taka aukavaktir. Fyrir voru aðeins 15 hjúkrunarfræðingar í fullu starfi en nú er meirihluti hjúkrun- arfræðinga við sjúkrahúsið í fullu starfi. „Eg er mjög ánægð með þessa breytingu. Sjúkrahúsið hef- ur verið rekið að stórum hluta með aukavöktum og það er allt annað líf að fá svona margt fólk í fast starf. Það léttir undir með öllum hópnum, auk þess sem sjúkling- arnir fá betri þjónustu," sagði Ragnheiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.