Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 AP/Símamynd Kosningabaráttan í Svfþjóð er nú í hámarki enda ekki nema tveir dagar þar til kjörstaðir opna. Hér er Olof Palme, forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, að flytja ræðu á fundi í miðborg Stokkhólms og leggur áherslu á orð sín með því að hampa rauðri rós en hún er flokksmerki jafnaðarmanna. Skoðanakönnun í Svíþjóð: Fylgi vinstriflokk- anna aðeins meira Óráðnir kjósendur geta ráðið úrslitum Stokkhólmi, 12. september. Kitzau. SVO virðist sem vinstriflokkarnir í Svíþjóð muni bera sigur af hólmi í kosningunum á sunnudag en með -mjög litlum atkvæðamun. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem birt var í dag, þremur dögum fyrir kjördag. Samkvæmt könnuninni, sem dagblaðið „Dagens Nyheter" stóð fyrir, fá vinstriflokkarnir, jafn- aðarmenn og kommúnistar, 49,6% atkvæða en borgaraflokk- arnir 48,1%. Munar aðeins 1,5% á fylkingunum og þegar tekið er tillit til hve margir eru enn 6r- áðnir er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi og tvisýn- ar. Á síðasta þingi höfðu vinstri- flokkarnir 51,2% kjósenda á bak við sig en borgaraflokkarnir 45%. í skoðanakönnuninni, sem gerð var fyrr í vikunni, kemur fram, að jafnaðarmenn fá ekki einir meirihluta á þingi og verða þeir þvi að reiða sig á stuðning kommúnista. Af könnuninni má einnig ráða, að Frjálslyndi þjóð- arflokkurinn muni bæta við sig mestu fylgi hlutfallslega og fá 10,4% atkvæða en það er næstum helmingi meira en hann fékk í siðustu kosningum. Miðflokkur- inn mun hins vegar tapa mestu og fá nú 13,4% en stærsta borg- araflokknum, Hægriflokknum (Moderate Samlingspartiet), er spáð 24,3%. 800 kjósendur voru spurðir í könnuninni. Síðasta skoðanakönnunin fyrir kosning- ar kemur á morgun, föstudag. Kjarnorkusamningurinn við Kínverja gæti ógnað hagsmunum Bandaríkjanna Wjuihington, 11. september. AP. SAMNINGUR Bandaríkjanna og Kína um samvinnu í kjarnorku- iónaði sem liggur nú fyrir Banda- ríkjaþingi gæti orðið til að flýta fyrir smíði kjarnorkukafbáta aem Klna þarf að koma sér upp til að geU orðið eigialegt hermaðaratórveWi, Rowenta Sælkeraofninn er alveg ótrú- lega fjölhæfur segir í skýrslu sem bandaríska þing- ið lét frá sér fara á þriðjudag. „Verði Kínverjum veittur að- gangur að þekkingu og aðferðum í nýjasta kjarnorkuiðnaði er líklegt að það geri þeim fært að framleiða kafbáta sem verða hljóðlátari, áreiðanlegri og öflugri en þeir hafa núna. Þetta gæti valdið hern- aðarráðgjöfum Bandaríkjanna vandræðum á næstu öld, þar sem Kína er hugsanlegur óvinur," segir í skýrslunni. Yrði samningnum hins vegar hafnað leiddi það ein- ungis til þess að Kínverjar snéru sér til annars ríkis en Bandarikj- anna. Kínverjar eiga nú a.m.k. fjóra kjarnorkukafbáta, en þyrftu að eiga mikinn flota háþróaðra kafbáta til að geta talist til stór- þjóða í hernaði, segir þar enn- ERLENT Verö aöeins kr. 3.490.- Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1a, s. 686117. Aukin spenna milli Líbýu og Túnis Kairó, 11. æptember. AP. BANDARÍKIN, Sovétríkin og Alsír hafa sent berskip til Túnis í kjölfar aukinnar ásóknar Líbýu við landa- mærin, að sögn egypska dagblaðsins AI Ahram á miðvikudag. Þar segir að her Túnis sé til alls búinn eftir að líbýskar njósnaflugvélar flugu lágt yfir Túnis fyrir skömmu. Blaðið vitnar ekki til sérstakra heimilda en fullyrðir að banda- risku herskipi búnu eidflaugum hefði verið siglt til Túnishafnar- innar Halk El-Wadi og að Sovét- ríkin séu með herskip á svipuðum slóðum. Þá hafi Alsír einnig sent herflutningaskip, og herskip því til aðstoðar, til hafnar í Túnis. í blaðinu segir ennfremur: „Óttast er að efnahagskreppa í Líbýu geti fengið leiðtoga Líbýu, Moammar Khadafy, til að leggja í herleið- angur á hendur nágrönnum sínum til að breiða yfir síversnandi ástand heimafyrir.“ Danir tvöfalda kolainnkaup frá Suður-Afríku Kaupmannaböfn, 11. september. AP. DANIR fluttu inn tvisvar sinnum meira af kolum frá Suður-Afríku á fyrra helmingi þessa árs en á sama tíma 1984, að því er Danska ríkisút- varpið greindi frá í gær, sunnudag. Samkvæmt upplýsingum, sem útvarpið hefur eftir dönsku hag- stofunni, var innflutningurinn nú að verðmæti um 850 millj. danskra króna (um 3.400 millj. ísl. kr.), eða um 125% meiri en á fyrstu sex mánuðum ársins 1984. Innflutningsaukning þessi verð- ur þrátt fyrir þá ákvörðun danska þingsins 1978 að smádraga úr kolainnflutningi frá Suður-Afríku og hætta honum alveg 1990. A árinu 1978 nam kolainnflutn- ingur Dana frá Suður-Afríku um 14% af heildarinnflutningi þessar- ar vöru. Fyrstu sex mánuði ársins 1985 var þetta hlutfall komið upp í 35% og hefur aldrei verið hærra. Misstu stjórn á sér er hinn ákærði fékk aðeins lífstíðardóm BúdapesL Fnjfverjalandi, 10. september. AP. SA atburður varð í Búdapest í Ung- verjalandi fyrir skömmu, að fólk á áheyrendabekkjum í réttarsal einum missti gjörsamlega stjórn á sér, þegar morðingi fékk aðeins lífstíðar- dóm í stað dauðadóms, eins og búist hafði verið við, að því er ungverska verkalýðsblaðið Nepszava segir frá í dag, þriðjudag. Hefur þetta aldrei fyrr gerst í réttarsögu landsins. Aheyrendur í réttarsalnum, sem flestir voru ættingjar og vinir fórnarlamba morðingjans, rudd- ust yfir borð og bekki í átt til hins ákærða og hrópuðu „hengið hann“. Nepszava sagði, að starfsmenn réttarins hefðu hringt í lögregluna í ofboði, og hefði orðið að beita sérþjálfuðum hundum til að koma röð og reglu á í salnum á nýjan leik. Kaupmannahöfn: Smygluðu 115 kílóum Kaupmannahöfn, 12. september. AP. ÞRÍR Svíar hafa setið í nokkurn tíma í fangelsi í Kaupmannahöfn sakaðir um að smygla inn og selja 115 kg af gulli að verðmæti um 10 milljónir danskra króna. I danska dagblaðinu Berlingske tidende sagði að þremenningarnir, ásamt öðrum sem ákærðir hafa verið, hefðu svikið danska ríkiskassann um rúmlega 2,6 milljónir danskra króna í söluskatt, auk þess að hafa brotið reglugerðir um gullinnflutn- ing. af gulli Mennirnir voru handteknir hinn 1. ágúst. Gullið var keypt með löglegum hætti í erlendum banka en smyglað með bíl inn í landið. Það var brætt á svölum íbúðarhúss í Kaupmannahöfn og síðan selt til gullsmiðaí Dan- mörku. í Gautaborg hafa fjórir menn verið ákærðir fyrir sama mál og tveir þeirra setið í fang- elsi, að sögn blaðsins. Bandaríkin: Banaslys og biluð fallhlíf komu upp um kókaínsmygl Knoxville, Tennessee, Bandnríkjunum, 12. neptember. AP. í GÆR varð það slys í Bandaríkj- unum, að maður, sem hafði varpað sér út úr flugvél, beið bana vegna þess, að fallhlífin brást. Þegar komið var að líkinu eða manninum kom í ljós, að í fórum sínum hafði hann kókaín, sem metið er á 14 milljónir dollara, og var þrælvopn- aður að auki. Lögreglan telur, að þessi atburður kunni að vera tengdur öðrum, sem varð samdæg- urs í um 100 km fjarlægð, en þar hrapaði til jarðar lítil flugvél án þess, að nokkur fyndist innan- borðs. Flugvélin, sem var tveggja hreyfla og fimm sæta, hrapaði til jarðar snemma í gær, um átta tímum áður en líkið af Andrew Carter Thornton, fertugum manni, fannst á heimreiðinni við hús eitt í Knoxville. „Við höllumst helst að því, að tveir menn hafi verið í vélinni, Thornton og flugmaður- inn. Thornton hefur stokkið fyrst út og flugmaðurinn nokkru síðar. Það hefur því verið ætlunin að láta flugvélina falla til jarðar," sagði Charles Coleman, lögreglumaður í Knoxville. Andrew Thornton átti litríkan en dálítið ógæfulegan feril að baki. Hann var striðshetja frá Víetnam, lögfræðingur, sem hafði verið sviptur réttindum sinum, og fyrr- um starfsmaður bandarísku eitur- lyfjalögreglunnar. Árið 1982 var hann dæmdur í Kaliforníu fyrir að smygla eiturlyfjum frá Suður— Ameríku en sleppt til reynslu eftir fimm mánaða fangelsi. Þegar hann fannst látinn á heimreiðinni var hann með á sér 32 kiló af kóka- íni, tvö sjálfvirk vopn, nokkra hnífa, viðlegubúnað og vistir og kíki, sem sjá má með í myrkri. Bandaríska eiturlyfjalögreglan hefur að undanförnu gert harða hríð að eiturlyfjasmyglurum á Flórída og annars staðar I sunnan- verðum Bandaríkjunum og hafa smyglararnir þess vegna verið að færa sig um set. Skógi vaxin og strjálbýl Appalachia-fjöllin virð- ast freista þeirra einna mest nú um stundir en þar má víða finna flugbrautir langt frá mannabyggð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.