Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 27 Kaupmannahöfn: Dr. Gylfi Þ. Gíslason flytur erindi um Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson Jónshúsi, 6. september. í GÆRKVÖLDI hélt dr. Gylfi Þ. Gíslason fv. ráðherra erindi um Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness á Hótel Sheraton á vegum Dansk-Islandsk samfund. Salurinn var þétt setinn, um 200 manns, og var máli fyrirlesarans vel tekið. Dr. Gylfi gerði hlnum nafn- kenndu íslenzku skáldum ítarleg skil. Kom skýrt fram, hve vandaða dönsku Gunnar notaði, er hann kom ungur til Danmerkur og tók að rita sögulegar skáldsögur um íslenzkt efni. Er hann alkunnur hér í landi. Nokkrar bóka hans þýddi Halldór Laxness á íslenzku og þykja þýðingar hans snilldar vel gerðar, þegar þess er gætt, hve ólíkir þessir miklu rithöfundar voru. Dr. Gylfi fjallaði um Laxness sem brautryðjanda sem gat lifað af að skrifa á íslensku í svo fá- mennu þjóðfélagi og getið sér þá frægð að hann hlaut Nóbelsverð- launin. Samanburð á Halldóri og Gunnari gerði ræðumaður ekki, en Eftir að Bláa lónið við Svarts- engi myndaðist fyrir nokkrum árum hefur fjöldi einstaklinga baðað sig í lóninu. Bláa lónið er affallsvatn Hitaveitu Suðurnesja. Það dregur nafn sitt af hinum sér- kennilega bláa lit. sem kísilleirinn í botni lónsins gefur. Spurnir hafa farið af jákvæðum áhrifum böðun- ar í lóninu á psoriasis. Nokkuð hefur verið um það að fólk hafi komið erlendis frá gagngert til að stunda böðun í lóninu. Landlæknisembættið hefur í sumar staðið fyrir rannsókn á lækningamætti jarðsjávarvatns við Svartsengi. í rannsókninni taka þátt ein- staklingar með psoriasis. Tvö lyfsölu- leyfi veitt Forseti íslands hefur að tillögu Mattíasar Bjarnasonar heilbrigðis og tryggingarráðherra veitt Vilh- elm H. Lúðvíkssyni lyfsala á Blönduósi lyfsöluleyfi í Laugarn- esapoteki í Reykjavík og Jóni Björnssyni lyfsala í Stykkishólmi lyfsöluleyfi á Akranesi. lýsti skáldferli beggja af skilningi. Ljóðasöngkonan Hanne Jul, sem dvaldi á íslandi um margra ára skeið, en býr nú í Vánersborg í Svíþjóð, söng nokkur lög m.a. við texta Böðvars Guðmundssonar og Steins Steinars. Söngkonan var nýkomin frá íslandi af fundi Vísnavina. í samkomulokin þakkaði for- maður Dansk-Islandsk samfund, Sören Langvad verkfræðingur, fyrirlesaranum og listakonunni og gestum komuna og voru veitingar fram bornar. Var samkoman óvenju fjölmenn og Dansk— íslenska félaginu til hins mesta sóma. ____ G.L.Ásg. Morgunblaöið/M. Hjðrleifmon Frá afhendingu áskorunarinnar á skrifstofu bæjarstjóra Hafnarfjarðar. T.v.: Þórar- inn Jón Magnússon, Einar I. Halldórsson bæjarstjóri, Albert Már Steingrímsson og Þorlákur Oddsson. 2.256 Hafnfirðingar vilja áfengisútsölu 'O' INNLENT BÆJARSTJÓRINN í Hafnarfirði, Ein ar I. Halldórsson, hefur veitt viðtöku áskorun undirritaðri af 2.256 Hafn- firóingum. Er þar skorað á bæjaryfir- völd að láta fara fram skoðanakönnun jafnhliða næstu kosningum þar sem kannað yrði hvort vilji er fyrir opnun áfengisútsölu í Hafnarfirði. 1 frétt frá þeim, sem stóðu að undirskriftasöfnuninni, segir meðal annars: Núna, þegar nákvæmlega hálf öld er liðin frá opnun áfengisverslunar- innar í Reykjavík, þykir Hafnfirðing- um sanngjarnt að opnað verði útibú í bæ þeirra. Eins þætti ekki mikið að opnaðir yrðu tveir eða þrír veit- ingastaðir í Hafnarfirði, sem hefðu leyfi til sölu áfengis. Það er ekki eðlilegt, að bæjarbúar þurfi að fara til Reykjavíkur vilji þeir fá sér svo lítið sem vínglas með mat sínum. Synjun vínveitingaleyfis til Tess í sumar og svo núna Riddarans eru með öllu óskiljanlegar ákvarðanir. Aukin samskipti á milli Djúp- og Strandamanna Rannsóknir á Psoriasissjúklingum í Bláa lóninu: Óskað eftir fleiri sjálfboðaliðum Psoriasis er algengur sjúkdómur og er talið að um 6000 tslendingar hafi einhver einkenni um psoriasis. Psoriasis má að verulegu leyti rekja til erfða, en ennþá er margt á huldu um orsakir þessa sjúkdóms. Margvísleg meðferð er í boði. Hafa ýmsar aðferðir verið reyndar til að draga úr húðeinkennum þessa sjúkdóms. Það hefur lengi verið vitað að saltvatnsböð og sólarljós hafa bætandi áhrif á einkenni psoriasis. í því skyni hafa margir Psoriasis- sjúklingar frá norðlægum löndum sótt suður á bóginn. Rannsóknin er gerð að frum- kvæði Alþingis og með fjárhags- legum stuðningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Samvinna um framkvæmd rann- sóknarinnar er við Samtök psor- iasis og exemsjúklinga, húðsjúk- dómalækna og Landspitalann. Hver þátttakandi er skoðaður af húðsjúkdómalækni, svarar spurningum um sjúkdómsút- breiðslu o.fl. og lætur ljósmynda húðbreytingar áður en rannsókn hefst. Lagt er að þátttakendum að baða í lóninu minnst þrisvar í viku í 4—6 vikur. Að þeim tíma liðnum fara þeir aftur í skoðun hjá húð- sjúkdómalækni, svara spurningum um ástand psoriasis og húðútbrot eru mynduð aftur. Vonast er til að niðurstöður geti gefið bísbendingu um hvort ein- hver árangur sé af böðun í Bláa lóninu og þá hver sá árangur sé. Framkvæmd rannsóknarinnar byggist á sjálfboðaliðum og er ósk- að eftir fleiri þátttakendum. Þeir psoriasissjúklingar sem vilja leggja rannsókninni lið hringi á Skrifstofu landlæknis, sími 27555, frá kl. 8—16 næst daga. (FréUatilkynning frá Landlækni) í haust verður hluta af sláturfé bænda við ísafjarðardjúp slátrað á Hólmavík en hingað til hefur því verið slátrað á ísafirði og Bolungarvík og einnig i Króksfjarðarnesi. Kaupfélagið á Hólmavík slátrar fénu fyrir Kaupfélag ísfirðinga en með tilkomu vegarins yfir Steingrímsfjarðarheiði hafa sam- göngur á milli sveitanna við innanvert Djúp og Strandasýslu batnað mjög. Engilbert Ingvarsson bóndi á Tyrðilmýri sagði í samtali við Morg- unblaðið að með tilkomu nýja vegar- ins hjóti fólk í þessum sveitum að leita í auknu mæli eftir þjónustu á Hólmavík. Djúpvegurinn væri ófær stóran hluta vetrarins vegna snjóa og svella en vetrarvegur yrði kom- inn yfir Steingrímsfjarðarheiði þegar vegurinn væri fullkláraður. Tyrðilmýri er ysti bær á Snæfjalla- strönd við norðanvert ísafjarðar- djúp og sagði Engilbert að landleið- ina væru 230 km á ísafjörð en 85 km til Hólmavíkur og úr Langadal í Nauteyrarhreppi innst í Djúpinu væru 40 km til Hólmavíkur en 185 til ísafjarðar. „Þetta getur breytt miklu fyrir okkur“, sagði Engilbert. „Það er alltaf þannig að dreifbýlissveitirnar þurfa að hafa aðgang að þéttbýlis- stöðum, bæði til að sækja þangað ýmsa þjónustu og þó ekki síst fé- lagsleg samskipti. Það hefur háð þessu byggðarlagi hér hvað það hefur verið einangrað og því er þessi tenging við Strandir eingöngu af hinu góða“. Hann sagði að enn væri ekki nógu mikla og góða þjónustu að hafa á Hólmavík og myndi fólkið Stálfélagið: Uppboði frestað f GÆR var fyrsta uppboð á eignum Stálfélagsins hf. í Vatnslcysustrand- arhreppi. Uppboðinu var frestað til annars og síðasta uppboðs sem fram fer í desember, verði þá ekki búið að greiða kröfu uppboðsbeiðanda. Kröfuhafi er einn, eigandi skuldabréfs sem Stálfélagið gaf út fyrir eftirstöðvum kaupverðs lóðar félagsins, en það er 12 ha spilda úr landi Hvassahrauns. Fyrsti gjald- dagi skuldabréfsins var í janúar sl. en Stálfélagið hefur aldrei greitt af bréfinu, þannig að það er nú allt fallið í gjalddaga. Að veði er lóðin og allt sem á henni er, þar á meðal hús Stálfélagsins. fyrri tengsla áfram sækja mikið til ísa- fjarðar. Varðandi sauðfjárslátrunina sagði Engilbert að menn hefðu látið slátra fyrir sig á ýmsum stöðum, mest á Isafirði, en einnig i Bolung- arvík og Króksfjarðarnesi. Féð þyrfti að flytja með Djúpbátnum og þætti mönnum það heldur óhent- ugt. Þægilegra væri að flytja það jöfnum hönum með bílum og sú leið hefði nú opnast með samkomulagi kaupfélaganna á ísafirði og Hólma- vík. Sjálfur sagðist Engilbert láta Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík slátra fyrir sig og því ætlaði hann að halda áfram. Nafn misritaðist Nafn Guðjóns Jónssonar frá Huppahlíð misritaðist í grein um réttir í Hrútafirði og Miðfirði í gær í Morgunblaðinu og er beðist vel- virðingar á því. Vinsældarlisti rásar 2 VINSÆLDALISTI rásar 2 þessa viku er sem hér segir: 1. (1) Dancing In The Street ... Mick Jagger/David Bowie (3). 2. (5). Rock Me Amadeus ... Falco (3). 3. (2) Into the Grove ... Madonna (7). 4. (3) Tarzan Boy ... Balti- mora (5). 5. (7) Shake the Disease ... Depechemode (3). 6. (8) Peeping Tom ... Rock- well (4). 7. (6) Money for Nothing ... Dire Strait (8). 8. (4) We Don’t Need Another Hero ... Tina Turner (6). 9. (10) In Too Deep ... Dead or Alive (7). 10. (-) Part Time Lover ... Stevie Wonder (1) Bandarísk söngkona í Naustinu BANDARÍSKA söngkonan Gaile Peters byrjar að skemmta gestum Naustsins um hclgina og verður hér á landi næstu vikur. Gaile Peters er frá Chicago — hóf feril sinn þar. Síðan lá leiðin til Las Vegas, en að undanförnu hefur Gaile sungið í Evrópu. Hún hefur haft aðsetur í Amsterdam í Hollandi en einnig unnið á Bretlandi. Prógram hennar er fjölbreytt — samanstendur af ballöðum, blús og lögum af vinsældarlistum hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.