Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 Sævar Jónsson: „Næsta öruggt aö ég sem viö ZUrich“ „ÞETTA er sætur sigur og þaö var gaman aö koma heim og spila hér aftur með Val og veröa ís- landsmeistari. Nú er næsta ör- uggt aö óg ter út í atvinnu- mennsku aftur. Ég fer ef af líkum lætur til Sviss FC ZUrich og geri þar samning til eins érs. Þetta til- boð kom mjög skyndilega upp á. Ég fór út til FC ZUrich í síöustu viku og lék æfingaleik og gekk nokkuö vel. Viö lékum gegn Uster og sigruöum 6—1. Liöiö vantar varnarmann og þeir geröu mér nokkuö gott tilboð. Fjármálin eru kominn á hreint og mér leist vel á allar aöstæöur. Nú þarf FC ZUrich aö semja viö BrUgge og vonandi tekst liöunum aö ná samkomu- lagi,“ sagði varnarmaöurinn sterki hjá Val, Sævar Jónsson. „Ég geri líklega samning til eins árs og fer út í byrjun október. Þaö eru tveir útlendingar fyrir hjá liö- inu, en annan þeirra, Bernd Kraus, stendur til að selja. Hann er V-Þjóöverji og lék áöur meö Bay- ern Múnchen, var vinnuhestur fyrir Paul Breitner og hélt Ásgeir úti úr Bayern-liöinu á sínum tíma. „Þaö voru nokkur viöbrigði aö leika hér heima aftur því aö knattspyrnan hér er svo gerólík því sem hún er í Evrópu. Hér mætti til dæmis skipuleggja íslandsmótiö betur en gert er. Þaö er erfitt fyrir þjálfara aö halda liöi í góöri æfingu þegar ekki er leikiö reglulega. Þá eru ýmis atriöi vanrækt hér á æf- ingum. Til dæmis er með ólíkind- um hversu illa mönnum gengur að nýta marktækifæri sín í leikjum. Þaö tel ég vera vegna vanrækslu á æfingum. Góð liössamvinna er líka nauösynleg. Sigur okkar Vals- manna í mótinu kom vegna góörar liössamvinnu, en hún er ekki fyrir hendi í öllum liöum," sagöi Sævar. — ÞR. „Eru nefnilega öll Valsarar ...£ — sagði lan Ross þjálfari Valsmanna „FYRSTA sem ég geri er aó hringja út til Englands og segja fjölskyldu minni frá úrslitunum, þau eru nefnilega öll Valsarar og veröa glöö yfir því að Valur skyldi vinna íslandsmeistaratitilinn," sagöi lan Ross, hinn rólegi og geóþekki þjálfari Valsmanna í knattspyrnu. Hann tók öllum gleóilátunum með ró en var aö sjálfsögöu himinlifandi meö úr- slitin í leiknum og aö spennunni skyldi vera létt af liói hans. — Þaö er fyrst og fremst mikil vinna sem skapaöi þennan góöa árangur hjá okkur í sumar. Þaö er ekki nóg aö hafa hæfileika, þaö verður að vinna úr þeim með mikilli vinnu. Og þaö geröu leikmenn Vals. Knattspyrnan á íslandi hefur veriö góö í sumar, betri en í fyrra og oft áöur. Viö vorum taugaspenntir fyrir leikinn í kvöld, svona leikir eru alltaf erfiöir og því lékum viö ekki vel framanaf en þetta kom smátt og smátt. Þaö hafa allir leikir í sumar veriö okkur erfiöir. Öll liöin hafa veriö erfiöir andstæöingar. Ég sagöi á sínum tíma aö þaö tæki þrjú ár aö byggja þetta upp hér hjá Val. En titillinn er í höfn eftir tvö ár. Nú erum viö orönir meistar- ar. Þaö er gott en þaö er erfitt aö halda sér á toppnum. Og næsta keppnistímabil veröur aö byrja upp á nýtt og halda uppbyggingunni áfram. Ég vil ekki segja neitt um þaö á þessu stigi hvort ég verö áfram hjá Val, tíminn veröur aö leiöa þaö í Ijós, sagöi lan Ross, sem geröi Valsliöiö aö islandsmeisturum áriö 1985. — ÞR. Guðmundur Þorbjörnsson: „Frábært að vinna að Hlíðarenda“ „VIÐ erum tvímælalaust vel aö sigrinum komnir. Þaó hefur veriö hægur en jafn og góöur stigandi í Valsliöinu í sumar. Viö höfum veriö betra liöiö í öllum leikjum okkar í sumar nema þeim tveimur sem vió töpuðum," sagói Guð- mundur Þorbjörnsson, sem skor- aöi sigurmark Vals í leiknum gegn Stöðvamót í Eyjum OPIÐ golfmót, svokölluð stööva- keppní, veröur haldið um helgina hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja og hefst á laugardag klukkan 13. Leiknar verða 36 holur og þaö eru fiskvinnslustöövarnar ( Eyjum sem gefa verölaunin. KR og hefur verió ein aðalkjölfest- an í Valsliðinu í sumar. „Viö erum fyrsta Reykjavíkurliöið sem veröur islandsmeistari á heimavelli. Þetta er framtíðin aö öll liö leiki á heimavelli. Þaö var frá- bært aö vinna þetta hérna á Hlíöar- enda aö viöstöddum öllum þessum dyggu Valsmönnum sem studdu viö bakiöáokkur. Hefur þú hugsaó þér að halda áfram í knattspyrnunni? „Þetta er í fjóröa sinn sem ég verö íslandsmeistari meö Val og alltaf er þaö jafn skemmtilegt. Ég vil ekkert segja um þaö á þessari stundu hvort ég held áfram eöa ekki,“ sagöi Guömundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.