Morgunblaðið - 13.09.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.09.1985, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 28 Minning: Þórður Hermanm son skipstjóri Fæddur 19. aprfl 1924 Dáinn 8. september 1985 Það var einn bjartan dag fyrir nærri hálfum öðrum tug ára, að hjón bættust í hóp þeirra fasta- gesta, sem stunduðu austasta heita pottinn í Laugardalslaug. Þetta var ljósrauðhærður maður allvörpulegur enda þótt hann væri ekki hár í lofti, konan dökkhærð og nett. Það duldist engum að þar fóru samhent hjón. Fastagestirnir þurftu ekki að stinga nefjum lengi saman um hvaða fólk þetta væri, fyrr en sá forvitnasti í hópnum hafði fengið á hreint að þarna væru þau hjónin Þórður Hermannsson fyrrv. tog- araskipstjóri, en þá útgerðarmað- ur, ættaður vestan af fjörðum, já meira að segja Djúpmaður, og kona hans, Vigdís Birgisdóttir, ættuð úr Suður-Þingeyjarsýslu. Forvitnin er eitt mesta hreyfiafl heilans og allrar hugsunar og hún á í raun réttri alltaf rétt á sér og ■> hvað er eðlilegara en þegar nýtt fólk bætist í tiltekinn hóp manna að spurt sé um nafn og uppruna. Ekki spillti það fyrir forvitninni, að Þórður Hermannsson var einn af 11 systkinum, sem alist höfðu upp í manndómslegri fátækt í skjóli kjarkmikilla foreldra, þar sem sólin skein í heiði. Þórður hafði unnið sig upp frá því að vera háseti á togara í skipstjórn og það í forstjórn eins best rekna útgerð- arfyrirtækis þessa lands, Ögurvík- ^ ur hf. Og svo hitt að kona hans Vigdís átti Benedikt á Auðnum að langafa, en bróðir hans, Jón frá Þverá, var afi eiginkonu þess for- vitna, þannig að börn hans og þeirra voru frændfólk. Að Hún- vetningum frátöldum hefur mér alltaf þótt viss ljómi leika um Þingeyinga á annan hátt, þótt mér þyki stundum gaman að spauga með sitthvað í fari þeirra. Vest- firðinga hef ég alltaf frá því að ég las fyrst um Þórð kakala dáð fyrir hreysti þeirra og karlmennsku, menn átaka og athafna. Það átti eftir að sýna sig að einmitt þessar eigindir höfðu kristallast í fari Þórðar. Einhvern veginn var það svona í .* Laugardalslauginni, að manni fannst vera fátt um manninn, ef Þórður Hermannsson var þar ekki, slíkur var persónuleiki hans. Hann hafði einhvern veginn með- fætt lag á því að draga fólk að sér og öll umræða komst á hærra svið, er hann lagði eitthvað til mála. Hann var skarpgáfaður og athug- ull og gat ekki síður komið með hnittnar ábendingar, svona úr óvæntri átt. Kunningsskapur okkar nokk- urra sundlaugargestanna við Þórð Hermannsson- varð að vináttu, þar sem heimili þeirra Vigdísar stóð öllum opið, þar sem gestrisni og góðvild sveif yfir vötnum. Mér varð ekki ljóst fyrr en, er Þórður Hermannsson gekkst und- ir fyrri hjartaaðgerðina fyrir um sjö árum, að hann væri með al- varlegan hjartasjúkdóm, sem háði honum og af hörku sinni og ögun lét hann slíkt ekki uppi. Þótt hann gengi þannig ekki heill til skógar var hann alltaf til í hvers konar brall. Mér er minnisstæð ferð okkar nokkurra í fuglaskoðun út á Hafnarberg. Það var talsverð ganga frá vegi og Þórður Her- mannsson og kona hans drógust aftur úr og tóku sér hvíldir, þá t vissi ég ekki hvílik þrekraun þetta var. Eða þá glöð stund okkar nokkurra í veitingahúsinu „Broad- way“. Á þessum stundum naut Þórður Hermannsson sín, þó allra mest þegar heimili hans var „skáli um þjóðbraut þvera" með fullt af vinum og kunningjum. Kæmi fyrir að einhver okkar í v. hópnum þyrfti að leysa úr ein- hverjum vandræðum, þá var Þórð- ur Hermannsson fyrstur manna boðinn og búinn að hjálpa — hlýr maður og vinfastur. Þórður Hermannsson var sann- ur sjálfstæðismaður í orðsins bestu merkingu. Honum fannst það hálfgerður ljóður á ráði mínu að ég hefði verið í framboði fyrir Alþýðuflokkinn. Lentum við stundum í orðahnippingum út af þessu og gat Þórði þá hitnað í hamsi og lét ekki sinn hlut. Því skal heldur ekki neitað, að mér fannst Þórður Hermannsson hafa mikið til síns máls, er hann hélt því fram að á þessu harðbýla landi, þar sem lífið er á hnífsegg, hljóti einstaklingshyggjan, að vera það afl, sem heldur þjóðinni uppi, en að of mikið dekur geri aumingja úr ágætu efni. Þórður Hermannsson hugsaöi mikið um sjávarútvegsmál og hafði ákveðnar skoðanir, hann hafði litla trú á talningu fiski- fræðinga á fiskstofnum, líkt og fiskur héldi sér stöðugt á sama stað og taldi rétt að þegar um svona mikla fiskgengd væri að ræða og hefur verið í ár, ættum við að vera óhræddir við að nytja gullið í sjónum, en láta það ekki falla til botns í líki sjálfdauðra fiska. Hann rak útgerðarfyrirtæki sitt af mikilli hagsýni og gætti hófs í hvívetna líkt og hinir fornu grísku Stóumenn. Það eru einmitt svo- leiðis menn, sem þjóðin hlýtur að elska. Slíkir menn eru alltof fáir með þjóðinni, menn sem skara fram úr, og það er mikill missir að mönnum eins og Þórði -Her- mannssyni, og mér finnst þau orð, sem segja maður kemur í manns stað ekki nema sjaldan sönn og það kemur enginn í stað Þórðar Hermannssonar. — f tölvum og kerfinu kemur maður í manns stað, en ekki frændsemd og fylgd. Þórður Hermannsson var eng- inn hálfvelgjumaður, hann vildi lifa fullu lífi eða ekki, þess vegna fór hann út í þá tvísýnu baráttu við dauöann að gangast að nýju undir hjartaaðgerð. Hvílíkur kjarkur. Hann hafði staðið þrjár rimmur við dauðann og aðgerðin virtist hafa tekist vel og það svo vel að hann var kominn heim af sjúkrahúsinu, þegar hann þurfti að hverfa þangað aftur til þess að heyja sína hinstu hildi. Hann átti skilið fyrir dirfsku sína að lifa lengur og fá að njóta sín, sem elsk- aður og virtur fjölskyldufaðir og að fylgja eftir áformum sínum í útgerðinni, en hinn nýi togari fyrirtækisins „Freri“ var væntan- legur eftir breytingu í byrjun næsta mánaðar. Þórður Hermannsson var mikill gæfumaður í lífi sínu, hann átti óviðjafnanlega eiginkonu og vel- gefin og vönduð börn: Aðalbjörgu, gifta Þorvaldi Jónssyni lækni, en þau eiga dæturnar Sunnevu og Þórdísi, Gyðu, gifta Sveini ólafs- syni og þau eiga dótturina Vigdísi, Hermann giftan Oddnýju Ág- ústsdóttur, þeirra dóttir er Hildi- sif og yngsta dóttirin, Þórdís, er við háskólanám. Vinir Þórðar Hermannssonar og velunnarar senda Vigdísi, börn- um, barnabörnum og vandamönn- um hlýjar samúðarkveðjur og minnast með þakklæti allrar þeirrar ánægju og gleði, sem geisl- að hefur frá þeim. Vegir almættisins eru órann- sakanlegir, en mér finnst að al- mættið hefði átt að kunna að meta þann mikia kjark, sem fólst í þeirri ákvörðun Þórðar Her- mannssonar að fylgja út í æsar orðtakinu: „að vera eða ekki að vera“ og gefa honum nokkur ár í viðurkenningarskynL Gunnlaugur Þórðarson Þórður Hermannsson, skipstjóri og útgerðarmaður, lézt í Land- spítalanum sl. sunnudag, 8. sept- ember. Hann hafði átt við van- heilsu að stríða frá því í vor að hann gekkst undir hjartaaðgerð öðru sinni, en virtist vera á góðum batavegi síðasta mánuðinn. Á laugardagskvöldið kenndi hann sjúkleikans á ný og fór þá á sjúkra- húsið. Nýkominn á fætur á sunnu- dagsmorgni hné hann niður og var þar með allur. Þórður Guðmundur, sem hann hét fullu nafni, fæddist í Ögri við ísafjarðardjúp 19. apríl 1924. For- eldrar hans voru Hermann Her- mannsson útvegsbóndi og kona hans, Salóme Rannveig Gunnars- dóttir, sem þá áttu heimili sitt í Ögri. Þórður var fjórða barn for- eldra sinna og bar nafn langafa síns, Þórðar Hermannssonar bónda á Melum í Víkursveit (Ár- neshreppi á Ströndum) og langömmubróður, Guðmundar Halldórssonar. Að þeim Hermanni og Salóme stóðu sterkir stofnar við Djúp og á Ströndum. Ættir þeirra voru nokkuð raktar í minningargrein- um um Hermann í Mbl. 5. desem- ber 1981 og verður það ekki endur- tekið hér. Ársgamall fluttist Þórður með foreldrum sínum og systkinum að Svalbarði, en svo nefndu þau nýtt hús er þau höfðu reist í Ögurvík. Þar var skammt til sjávar og þægileg lending og uppsátur fyrir báta. Aðalbjargræðisvegurinn varð sjósókn til fiskjar í Djúpið, en einnig höfðu þau hjón á Sval- barði nokkra landnyt. Á árum fyrri heimsstyrjaldar og eftir hana myndaðist töluverð byggð í Ögur- vík og Ögurnesi, þar sem menn höfðu lífsframfæri sitt aöallega af sjósókn. í þessu umhverfi ólst Þórður upp í ellefu systkina hópi við gott at- læti foreldra. Hann vandist við margvísleg störf til lands og sjávar og fjölbreytilegt mannlíf. Þórður gekk í barnaskóla í Ögurvík og tók þaðan fullnaðar- próf. Síðan fór hann í héraðsskól- ann í Reykjánesi og lauk þar unglingaprófi. Hann reri með föður sínum á Hermóði fram undir tvítugt. Varð snemma afburða góður sjómaður, sem kunni að verja bát áföllum í aðgæzluveðri og vissi fljótt hvað bjóða mátti hverri fleytu, sem hann kom á. Frá 17 ára aldri fór hann í skipsrúm á stóru bátana á ísafirði, sem þá voru, og var á vetrarvertíð og sumarsíld. Þá reri hann vor og haust með föður sín- um. Síðar lá leiðin suður á togara. Þórður fór til náms í Stýri- mannaskólanum og lauk þaðan hinu meira fiskimannaprófi 1948. Eftir það var hann stýrimaður á b/v Helgafelli og b/v Þorsteini Ingólfssyni í nokkur ár. Hann tók við skipsstjórn á b/v Þorsteini Ingólfssyni árið 1953 og var með hann til 1959. Á því skipi varð hann þekktur aflamaður og far- sæll skipstjóri. Árið 1959 breytti hann til og gerðist nú skipstjóri á m/b Auðni frá Hafnarfirði, en þá fóru síldveiðiárin í hönd. Varð hann nú engu síður fengsæll síld- veiðiskipstjóri en hann áður hafði verið sem togaraskipstjóri. Árið 1963 stofnaði hann hlutafé- lagið Ögra og keypti samnefnt skip og var útgerðarmaður þess og skipstjóri til 1969 að hann seldi skipið. Árið 1969 stofnaði hann með bræðrum sínum og félögum úr útgerðarfélögunum Ögra og Vigra, útgerðarfélagið Ögurvík hf. Þeir keyptu skuttogarana Ögra og Vigra og hafa gert þá út síðan. Þórður hefir síðan verið skrif- stofustjóri Ögurvíkur hf. og í framkvæmdastjórn. B/v Ögri og b/v Vigri hafa reynzt mikil afla- skip og hafa þeir bræður rekið útgerð sína með forsjálni og ráð- deild. Ögurvík hf. eignaðist hlut í Kirkjusandi hf., sem rekur hrað- frystihús og aðra fiskverkun og hefir Þórður verið í stjórn þess fyrirtækis. Þórður Hermannsson var með- almaður á hæð, grannvaxinn og lipur í hreyfingum. Hann var rauðbirkinn á hár og vel fallinn í andliti. Þórður var glaðsinna og hnyttinn í tilsvörum og sagði vel frá. Hann gat verið hinn mesti æringi á sínum yngri árum, oft hrókur alls fagnaðar og vinsæll meðal starfsfélaga. Þórður var trúmaður en flíkaði því ekki og hann var staðfastur í trú og skoð- unum og lét ekki hrekjast frá sannfæringu sinni. I einkalífi sínu var Þórður gæfu- maður. Hann kvæntist árið 1950 Vigdísi Birgisdóttur frá Húsavík, sem hefir verið honum tryggur lífsförunautur. Þau eignuðust fjög- ur mannvænleg börn, sem öll eru uppkomin. Þau eru í aldursröð: Áðalbjörg líffræðingur, gift Þorvaldi Jónssyni lækni. Þau dveljast í Svíþjóð þar sem hann er við framhaldsnám; Hermann lífefnaverkfræðingur, starfar á Raunvísindastofnun Háskólans og kennir við Háskólann. Hann er kvæntur Oddnýju Hafberg lífefna- verkfræðingi; Gyða viðskiptafræð- ingur, gift Sveini Ólafssyni véla- verkfræðingi; Þórdís háskolanemi. Með Þórði Hermannssyni er fallinn frá langt fyrir aldur fram hinn mætasti og hinn vænsti maður. Mikill harmur er kveðinn að ástvinum hans. Ég votta öllum aðstandendum Þórðar mína dýpstu samúð. Það geri ég einnig fyrir hönd aldraðra foreldra minna og fjölskyldu minnar. Megi hinn hæsti höfuðsmiður leiða hann á nýjum vegum til æðra ljóss. Helgi G. Þórðarson Og því varö allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn eg veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þfn, alla daga sina. Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki, um lífsins perlu, i gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Þórður vinur minn er horfinn vestur um hafið mikla. Hann fæddist að Ögri við ísafjarðardjúp, sonur sæmdarhjónanna Her- manns Hermannssonar og Salome Gunnarsdóttur. Stór hópur mætra barna er kominn frá því heimili, og ég hefi borið gæfu til að kynnast þessum systkinum öllum og mann- kostum þeirra, og stendur sú vin- átta á gömlum merg. Ég á Þórði mikið upp að unna, því varla hefði starfsferill minn orðið sá sem raun er, hefði hann ekki verið öðrum skipstjórum kjarkaðri, og þorað að voga sér til sjós með fyrsta kvenmanninn sem loftskeytamann á íslenskum tog- ara, og varð úr því einstakt sam- starf um margra ára skeið, eða frá 1954 og þar til hann hætti skipstjórn á „Þorsteini Ingólfs- syni“, til að „hætta til sjós og fara á bátana", eins og við togarafólk þeirra daga orðuðum það. Tók hann þá við fiskiskipinu „Auðunn" frá Hafnarfirði, og fórst ekki síður farsælleg þar. Ekki ætla ég að rekja starfsferil hans að öðru leyti, en nægir að segja að hann og bræður hans hafa síðustu áratug- ina verið hornsteinar íslenskrar togaraútgerðar, með félagi sínu Ögurvík hf., sem allir þekkja. Ein þeirra mynda sem síst gleymast, verður aprílnótt í vor, er ég horfði með honum á eftir nýjustu fleytu þeirra, „Frera“, fara úr höfninni til að búast nýrri tækni. Skyndilega vorum við sam- ankomin þarna á bryggjunni, undir Bæjarútgerðarmerkinu sem enn var á reykháf hins nýkeypta skips, sjö félagar frá „Þorsteini" — 30 árum síðar. Slíkar stundir segja sitt. Ég hefi siglt með mörgum góð- um mönnum, en alltaf hefir Þórð borið hæst. Á þeim árum voru engir „kvótar", og lengi áttum við aflamet frá Grænlandsmiðum, — 432 tonn af fullverkuðum saltfiski á 32 dögum. Það eru býsna margir fiskar, og metið var ekki slegið fyrr en skip með stærra lestarrými komu til landsins. Við mokuðum líka upp 325 tonnum af karfa á 30 tímum á sólglitrandi Grænlands- hafi. Það voru dýrðardagar, þó við ættum líka okkar Halaveður og stundum var undir Grænuhlíðinni, sem varðar innganginn til æsku- slóða Þórðar. Oft var ég spurð um fiskisæld Þórðar, og við því á ég ennþá sama svarið: „Hann fiskaði með sálinni," og hygg ég það rétt. Sumir eru fæddir með sérstæðar gáfur, og þær virðist Ægir gamli virða, enda fylgdi Þórði alltaf farsæld með skip og fólk, sem best má sjá af að enn mannast skip Ögurvíkur fólki sem fylgt hafa þeim bræðr- um, Gísla Jóni og Þórði, allt frá okkar „Þorsteins“-dögum. Heill hans heimafyrir var ekki síðri. Hinn 5. ágúst 1950 gekk hann að eiga Vigdísi Birgisdóttur, f. 2.5. 1930, frá Bergi á Húsavík. Hún er dóttir Birgis Steingrímssonar og Aðalbjargar Jónsdóttur, og á því heimili var söngelskt og ljóðrænt fólk. Þessa mýkt og virðingu lista á öllum sviðum tileinkaði Þórður sér. Má þess geta, að Bergshjónin eignuðust tvö Ögursystkin að tengdabörnum, þar eð systir Þórð- ar er gift bróður Vigdísar. Vigdís, vinkona mín frá barn- æsku, varð Þórði sú heilladís sem bar hæst í öllu hans lífsláni, og ást og virðing vinar míns til henn- ar var ótakmörkuð. Þar hefir aldr- ei borið skugga á braut. Fjögur mannvænleg börn eign- uðust þau, og bera þau öll merki hins samstæða og ástríka heimilis og foreldra. Þau eru Aðalbjörg, lífeðlisfræðingur, f. ’51, gift Þor- valdi Jónssyni lækni; Gyða, hag- fræðingur, f. ’54, gift Sveini Inga ólafssyni verkfræðingi; Hermann efnaverkfræðingur, f. ’55, giftur Oddnýju Hafberg, efnaverkfræð- ingi, og Þórdís, f. ’61, er nú stundar viðskiptanám við Háskóla islands. Fjögur barnabörn hafa lika glatt hjarta afa og ömmu síðustu árin. Á þeirra hlýja og yndislega heimili hefi ég átt margar auðnustundir gegnum árin, og þá órofatryggð hefir vera mín á fjarlægum heims- höfum engu breytt um. Orð verða svo fátæk þegar vinir kveðja. í fyrravor lézt einn besti vinur og samstarfsmaður Þórðar hjá Ögurvík, Halldór Þorbergsson, aðeins 54 ára. Hann v ar einn okkar „Þorsteins“-manna, val- menni með létta lund, og ótaldar verða brosin okkar þriggja í brúar- glugganum, þegar trollið skaust upp og breiddi feng sinn á blár öldur. Slíkar minningar er gott að eiga. Tveir mínir bestu vinir eru því horfnir á stuttum tíma, langt fyrir aldur fram, og maður stendur þögull. Mestur er missir Vigdísar, sem stutt hefir mann sinn gegnum tvær stórar hjartaaðgerðir, með ástúð og sálarró sem fæstir eiga. Hún hefir tekið hvern dag þeirra saman sem gullna gjöf, og veit ég að sá auður verður henni sálar- styrkur á tímunum framundan. Börnum Þórðar og tengdabörn- um, systrum hans og bræðrunum valinkunnu, votta ég innilegustu samúð, og bið Guð að styrkja Viggu vinkonu mína í sorg sinni. Eitt sinn leggjum við öll á hið síðasta haf, og ég veit að er sá tími kemur, þá bíða mín broshýrir vinir — „fyrir vestan"... Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Hjördís Sævar „Engin gjöf sem góður vinur.“ Margir leita allt sitt líf aðð slík- um félaga og finna hann aldrei. Nú sjáum við á bak Þórði Her- mannssyni langt um tíma fram. Við áttum margt eftir sagt og sungið. En enginn veit hvernær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.