Morgunblaðið - 13.09.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 13.09.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 47 íslandsbikarínn að - Hlíöarenda í 18. sinn — Mark Guömundar Þorbjörnssonar á síöustu mínútu fyrri hálfleiks færði Val meistaratitilinn . ÞAD VAR míkiö fagnaö á Hlíöar- enda rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Valsmenn höföu tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á KR-ingum, sanngjarnan sigur. Þaö var mark Guömundar Þor- björnssonar í fyrri hálfleik sem færöi Val fyrsta íslandsmeistara- titil liösins síöan 1980. Guömund- ur er nú markahæstur í 1. deild meö 12 mörk, en þess ber aö geta aö næstu menn í keppninni um gullskóinn eíga einn leik eftir. Hvaö um þaö, íslandsbikarinn, sem Grímur Sæmundsen fyrirliöi Vals tók viö úr hendi Ellerts B. Schram formanns KSÍ eftir leik- inn í gærkvöldi, veröur í varö- veislu Hlíðarendaliösins í 18. skipti næsta áriö. Leikurinn í gær bar þess merki hve mikilvægur hann var. Spenna var mikil, gæöi knattspyrnunnar ekki eins og þau gerast best hjá þessum liöum en þó komu mjög góöir kaflar inn á milli, sérstaklega hjá meisturunum. Þeir voru áber- andi betra liðiö þegar litiö er á heildina. Valsmenn byrjuöu íslandsmótiö illa í vor, en síöan hefur veriö mjög góöur stígandi í leik liösins og þaö er sennilega besta liö deildarinnar i dag, ásamt Fram sem er aö koma upp aftur eftir lægö. Margir spáöu Valsmönnum Islandsmeistaratitlin- um í vor, þar á meðal undirritaöur, og nú hefur sú spá ræst. Ekki átti ég nú reyndar von á því aö þeir ynnu titilinn á þennan hátt, slæmri byrjun og frábærum endaspretti, en þaö skiptir ekki máli. Þaö var fyrst og fremst mikill „karakter" Valsmanna sem færöi þeim sigur í þessu móti, liösheildin er góö; menn leika vel fyrir hvern annan. Leikurinn í gær hófst ekki gæfu- lega fyrir Valsmenn. Strax á 4. min. munaöi minnstu aö Magni Pétursson skoraöi sjálfsmark. Hann ætlaöi aö bægja hættu frá, var úti í teig meö knöttinn en ekki vildi betur til en svo er hann spyrnti aö knötturinn sveif í falleg- um boga yfir Stefán markvörö og í þverslá Valsmarksins. Fyrri hálf- leikurinn var síöan í járnum og Valsmenn fengu þau fáu færi sem sáust. Guðmundur Þorbjörnsson skallaöi á markiö af stuttu færi um miöjan hálfleikinn eftir frábæra sókn en Stefán varöi vel. Á síöustu mín. fyrri hálfleiksins skoraöi Guö- mundur síöan eina markiö. Eftir mikla pressu Vals og darraöar- dans á vítateig KR fékk hann knöttinn skammt utan markteigs og skaut, knötturinn hrökk í varnarmann og breytti um stefnu. Stefán markvöröur Jóhannsson varöi frábærlega vel, sló knöttinn í stöngina þaöan sem hann skaust niöur á markteiginn. Guömundur var fljótastur allra aö átta sig óö aö knettinum og þrumaöi honum inn fyrir línuna. Fögnuöur Valsmanna var geysilegur. Markiö kom á þýö- ingarmiklu augnabliki. KR-ingar höföu sótt talsvert síöustu mínútur hálfleiksins. Valsmenn voru mun betri mest- an hluta síöari hálfleiksins. Boltinn gekk betur á milli manna hjá þeim og þeir sóttu meira. Heimir fékk tvívegis mjög góö tækifæri til aö skora en nýtti þau ekki og Þor- grímur átti eitt sinn skot naumlega framhjá úr teig. KR-ingar sóttu talsvert síöari hluta leikslns, Vals- Valur—KR 1:0 menn bökkuöu þá hættulega mik- iö. en þeir röndóttu sköpuöu sér hins vegar ekki teljandi færi. Sigur Vals var því sanngjarn eins og áöur sagöi. Heimir, Guö- mundur, Sævar, Guöni, Grímur, Stefán og Ingvar léku allir vel og aörir stóöu þeim ekki langt aö baki. Hjá KR var Stefán öruggur í markinu og Hálfdán lék vel. Leik- menn KR náöu sér annars ekki sérlega vel á strik. Þetta var ekki þeirra dagur. Liöið skapaöi sér ekki hættuleg marktækifæri. Gordon Lee er hins vegar á réttri leiö, hann hefur gert mjög góöa hluti hjá KR. Í STUTTU MÁU: Hliöarendi 1. deild Valur—KR 1:0 (1:0) Marfc Vals: Guömundur Þorbjörnsson á 45. min. Ahorfsndur um 2000 Dómari: Sveinn Sveinsson Hann stóö sig mjog vei framan af, en dalaöi er á leiö. Heföi mátt beita hagnaöarreglunni betur síöari hluta leiksins. EINK UNN AGJÖFIN: Valur Stefán Arnarson 3, Þorgrimur Þráins- son 2, Grímur Sœmundsen 3, Magni Péturs- son 2, Heimir Karlsson 3, Sœvar Jónsson 3, Guöni Bergsson 3, Hilmar Haröarson 2, Valur Valsson 2, Guömundur Þorbjörnsson 3, Ingvar Guömundsson 3. KR: Stefán Jóhannsson 3, Gunnar Gísiason 2, Hálfdán Örlygsson 3, Hannes Jóhannsson 2, Jósteinn Emarsson 2, Jakob Pótursson 1, Agúst Már Jónsson 2, Asbjörn Björnsson 2, Bjöm Rafnsson 2, Börkur Ingvarsson 2, Jón G. Bjarnason 2, Júlíus Þorfinnsson (vm) 1, Stefán Pótursson (vm) lók of stutt. • Ánægjan og gleöin leyna aér ekki í andliti fyrirliöans þar sem hann hampar Islandsbikarnum. „Stórkostleg hughrif fóru um mig þegar ég tók viö bikarnum," sagöi Grímur eftir leikinn. Guðni Bergsson: „Allt eftir að koma í ljós“ „ÞETTA er fyrsti íslands- meistartitill minn meö Val í meistaraflokki, en vonandi ekki sá síöasti," sagöi Guöni Bergsson eftir leikinn. Við inntum Guöna eftir því hvort hann væri á förum til Aston Villa þegar keppnistímabilinu hér heima iyki. „Þeir eru búnir aö bjóöa mér aö koma út og æfa. Og ég reikna fastlega meö því aö ég fari til Aston Villa t október. Ég mun æfa þar en framhaldiö er aö sjálfsögöu alveg óljóst. Þetta á bara allt eftir aö koma í Ijós, sagöi þessi stógóöi knattspyrnumaöur. — Þ.R. Ingvar Guðmundsson: „Meiriháttar skemmtilegt“ „ÞETTA er fyrsta sumariö mitt sem ég er fastamaöur i Vals- liöinu. Ég lék bara tíu leiki í fyrra meö meistaraflokki og þetta var meiri háttar skemmtilegt aö vinna ís- landsmeistaratitílinn," sagöi Ingvar Guömundsson, einn yngsti maöur Valsliösins en án efa einn sá efnilegasti. „Ég hef áöur oröiö meistari meö yngri flokkum Vals veriö i Val frá upphafi og stemmingin hér i kvöld var einstök. Þaö er meö ólikingum skemmtilegt aö vinna þetta á heimavelli. Nú er bara aö halda áfram á sömu braut," sagöi Ingvar. Grímur Sæmundsen, fyrirliði Valsmanna: „Stórkostleg hughrif fóru um mig er ég tók við íslandsbikarnum" „ÞAÐ voru stórkostleg hughrif sem fóru um mig þegar ég tók viö fslandsmeistarabikarnum. Þetta er í fjóröa sinn sem ég verö íslndsmeistari meö Val en • kvöld fylgdu þessu sérstök stemmning og ánægja. Aö verða íslandsmeistari á heimavelli á Hlíöarenda var mikið sérstakt og þetta var stór stund fyrir Val og alla Valsmenn. Eiginlega fyrst í kvöld gerir maöur sér grein fyrir því hversu stór stund þaö er fyrir Reykjavíkurfélag aö vinna íslandsmeistaratitilinn á heimavelli. Áhorfendur voru stórkostlegir, stuöningur þeirra var líka mikill. Valsmönnum finnt gott aö koma aö Hlíöar- enda og okkur finnst hvergi betra aö leika. Á heimavelli í sumar erum við taplausir. Viö höfum unniö sjö leiki og gert tvö jafntefli. Og þaó sem meira er, aöeins fengið á okkur eitt mark og það var sjálfsmark," sagöi Grimur Sæmundssen fyrirliói Valsmanna eftir leikinn gegn KR í gærkvöidi, en þaö tók lang- an tima aö króa hann af til aó fá smáspjall. Allir leikmenn Vals voru umkringdir stuönings- mönnum sem voru aö fagna hetjum sínum. — Þaö var spenna í okkur fyrir leikinn þrátt fyrir aö viö reyndum aö útiloka allt slíkt. Við gátum ekki slakaö á og þvi fundum viö okkur illa í leiknum framan af. KR-ingar spiluöu líka grimmt og pressuöu okkur stíft. Þaö þolum viö ekki vel. Viö þurfum tíma meö boltann. — Þaö uröu kaflaskipti í þessu móti þegar viö sigruöum IBK á heimavelli okkar í sumar. Þaö var vendipunkturinn fyrir okkur. Viö höfum frábæran þjálfara sem hvatti okkur til aö spila til sigurs. Hann skapaöi samheldni og metnaö og var meö langtímasjón- armiö. Hann sagöi okkur aö vera ekki aö hugsa um Fram heldur okkur sjálfa. Viö yröum aö sigra í hverjum leik. Nú stöndum viö uppi sem Is- landsmeistarar. Aö baki þessu liggur mikil vinna, en hún vill gleymast þegar maöur uppsker eins og til hefur verlö sáö. Þetta er frábært, sagöi Grímur. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.