Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 FORNSAGNAÞING I (Ljósm.SD) LO-skólinn ( Helsingar, þar sem sjötta fornasagnaþingið var til húsa. Skólinn er ekki síður glæsilegur að innan en utan og liggur í danskri sveitasælu, svo fitt glapti fyrir þinggestum. Fornsagnaþing á Helsingjaeyri (Ljósm. SigurAur Hróareson) Danadrottning í hópi ráðstefnugesta, hér i tali við Stefán Karlsson starfs- mann Arnastofnunar í Reykjavík og Jonnu Louis-Jensen. undir verndarvæng Þórhildar Danadrottningar Þriðja hvert ir safnast saman i þing fræðimenn og stúdentar, sem fist við íslenzkar fornbókmenntir. Síðasta þing var haldið i Helsingja- eyri í Danmörku dagana 2.-8. igúst. Og þetta var hreint ekki lítill hópur í þetta skipti, rúmlega 200 manns. Kannski var inægjulegast að sji hversu margir stúdentar mættu, fríð- ur flokkur héðan, en einnig frá öðr- um iöndura. Það er ekki hægt að segja annað en að ihuginn sé brenn- andi víða um heiminn, því þitttak- endur voru úr öllum heimshornum. Nýafstaðið þing var hið sjötta sinnar tegundar. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg árið 1971, og það var engin tilviljun að þingið var haldið einmitt þar, því í þeim bæ býr sá sem átti þessa snjöllu hug- mynd, góðkunningi okkar hér, pró- fessor Hermann Pálsson. 1973 var þingið svo haldið í Reykjavík, síðan í Osló, Munchen og Toulon. I tengslum við þingin var svo stofn- að alþjóðlegt sögufélag, Internat- ional Saga Society, sem formlega stendur að þingunum, þó í raun sjái heimamenn á hverjum stað um framkvæmd þeirra. í stjórn félagsins eru 18 manns, einn frá hverju þátttökulandi og svo Her- mann Pálsson, sem nú var kosinn í eitt skipti fyrir öll. í þetta sinn var þingstaðurinn glæsileg skóla- og ráðstefnubygg- ing í eigu danska alþýðusambands- ins, sannarlega falleg umgjörð um góða samkomu. Aðstandendurnir nú voru starfsmenn Árnasafns í Kaupmannahöfn, en oddvitar þau prófessor Jonna Louis-Jensen, Christopher Sanders orðabókar- starfsmaður og Peter Springborg lektor. Þinggestir áttu tæpast nógu sterk orð til að þakka gott skipulag og góðan viðurgjörning. Um þinghaldið sjálft er fjallað nánar hér á eftir. Auk þess var ýmislegt gert til ánægjuauka, heimsókn í Louisiana-listasafnið, skoðunarferðir, mótttaka borgar- stjórans í Kaupmannahöfn í ráð- húsinu, heimsókn í Tívolí og dúndrandi lokahóf. En það sem verður líka flestum eftirminnileg- ast var opnunarathöfnin í riddara- sal Krónborgarkastala. Þar hljóm- aði dönsk tónlist, flutt af Kontra- kvartettinum, ekki sízt Carl Niel- sen. Rektor Kaupmannahafnar- háskóla, kjarneðlisfræðingurinn Ove Nathan, sem er um leið full- trúi í stjóm Árnasafns, ávarpaði gesti. Hann rifjaði upp þá farsælu ákvörðun að skila íslenzku hand- ritunum heim, en ekki hefði það vakið einróma hrifningu í Dana- veldi. Á þeim tíma var hann ungur, en roskinn vinnufélagi hans var nokkuð ósáttur við hugmyndina, sá hafði sumsé verið giftur ís- lenzkri konu, var mjög í nöp við hana og áleit að íslendingar ættu alls ekki skilið að fá handritin heim. Ráðstefnan var svo formlega opnuð af hennar hátign Margréti Þórhildi Danadrottningu, vernd- ara þingsins. Hún mælti lipurlega á ensku, talaði um Krónborg, sem tók á móti þeim sem komu siglandi inn til Kaupmannahafnar, m.a. til að leggja stund á nám og minnti á Árna landa okkar. Drottningin sagðist líka hafa verið lesandi Islendingasagna frá því hún var ung, reyndar í þýðingum eins og vísast fleiri viðstaddra. Þá brostu ýmsir út í annað. Prófessor Jonna Louis-Jensen bauð svo þinggesti velkomna fyrir hönd heimamanna. Síðan var gengið út í sólina í kastalagarðin- um, þar sem var boðið upp á hress- ingu. Þar gekk drottningin um drjúga stund og heilsaði upp á ýmsa höfðingja fræðanna. Bæði Berlingske Tidende og Politiken sögðu frá þinginu, einkum gerði BT því góð skil. Hvaða tungumál á að tala á fornsagnaþingi? Frá upphafi þessara þinga hafa menn velt því fyrir sér hvaða Þingiö var haldið í skjóli Árna á súlunni og táknmynda hins heiðna og kristna tíma — og þótti gefast vel. tungumál ætti að tala á þeim, flytja fyrirlestra á og nota í um- ræðum. Á flestum alþjóðlegum ráðstefnum er það orðið sjálfsagt að notast við ensku, en á þessum þingum hefur það aldrei orðið. Það hefur verið reynt að útkljá þetta með samþykktum og enskan orðið þar ofarlega, en nú brá svo við að það talaði nánast hver með sínu nefi, hver sitt mál. íslendingar voru ófeimnir við að tala ástkæra, ylhýra málið, Þjóðverjar töluðu þýzku, Danir dönsku, og einnig heyrðist franska og ítalska. Þetta olli þó engum glundroða, öðru nær. Það er oft mun auðveldara að skilja og vita hvað sá maður er að fara sem talar skýrt á móður- máli sínu, en þegar sá hinn sami talar bjagaða ensku. í þessum hópi (Ljósm. SD) Oddvitar heimamanna og guðfaðir ráðstefnunnar í ráðhúsinu í Kaupmanna- höfn. Talið frá vinstri eru þau prófessor Jonna Louis-Jensen, Peter Spring- borg lektor, Guðrún Þorvarðardóttir, maður hennar prófessor Hermann Pálsson og Christopher Sanders starfsmaður orðabókar Árnastofnunar í Kaupmannahöfn. má telja víst að flestir skilji og geti lesið íslensku, þó þeir tali hana ekki, tali eitt Norðurlanda- mál, oftast dönsku, því margir hafa unnið þar í landi um skeið, og kunni eða geti lesið þýzku, auk ensku. Fræðiritn eru einkum skrif- uð á ensku, þýzku, íslenzku eða öðrum Norðurlandamálum, en eru líka á hollenzku, frönsku, itölsku og rússnesku, svo það helzta sé nefnt. Það má segja að vaxandi þjóðernisstefna, sem gætir víða um heimsbyggðina, hafi líka gert vart við sig á fornsagnaþinginu, þannig að hver vill tala sitt mál. Þau mörgu tungumál sem heyrð- ust þarna gáfu þinginu vissulega skemmtilegt yfirbragð, og það er ekki á mörgum alþjóðlegum ráð- stefnum að Islendingar geta staðið upp og talað móðurmálið, öruggir um að flestir skilji þá. Þinggestir úr fjórum heimsálfum Ef einhver skyldi halda að áhugi á íslenzkum fornbókmenntum ein- skorðaðist við Norðurlönd og Þýzkaland, þá er það mikill mis- skilningur. Að þessu sinni voru þinggestir frá 17 löndum, m.a. jafn fjarlægum og Japan og Ástralíu. Þar gaf og að líta myndarlegan hóp frá Bandaríkjunum og Kan- ada, fólk frá Austur-Evrópu og Ítalíu. Á langflestum stöðum þar sem er kennsla í íslenzkum fornbók- menntum eða máli, þá er sú kennsla tengd þýzku- eða ensku- deild eða kennslu í Norðurlanda- málum. Flestir fræðimenn sem fást við þessi efni eru starfandi við þessar deildir. Stúdentar sem ramba á slíka kennslu eru oft við nám í fornensku eða -þýzku og verða sumir hverjir heillaðir þegar þeir kynnast íslenzka efninu. Á þennan hátt hafa margir fræði- mannanna farið að stunda íslenzk- ar fornbókmenntir. En þarna voru ekki aðeins þeir sem fást við bókmenntir, heldur einnig sagnfræðingar og einnig þeir hafa nálgast norræna sögu eftir krókaleiðum, sumir hverjir. Einn þeirra er t.d. Omeljan Prits- ak, prófessor í Mið-Asíufræðum við Harvard-háskóla. Áhugi hans á íslenzkri sögu, þó einkum ís- lenzkum sagnaritum, upphafi sagnaritunar og heimildagildi byrjaði þegar hann leit í norðurátt eftir heimildum varðandi sögu Rússlands, því hann er að skrifa heljarstórt verk um sögu þess lands. Þannig hefur hann einnig hugað að arabískum heimildum um norræna menn. Prófessor Pritsak á létt með að svipast um í austurálfu, hann er Úkraínubúi að uppruna, less rússnesku, arab- ísku og tyrknesku, svo fátt eitt sé nefnt. Það þarf vart að taka fram að með slíkum mönnum berast frísklegir vindar inn í þá logn- (Ljósm. SD) Það eru prófessor Hallvard Magergy, Noregi og dr. Ole Widding, Dan- mörku, sem skemmta sér svona vel undir ræðu Hermanns Pálssonar í móttöku borgarstjórans í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.