Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 48
KEILUSALURINN OPINN 10.00-02.00 SnDfEST iAnsiraiist FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Uppskerustörf komræktarmanna að hefjast: Utlit er fyrir betri uppskeru en áður „ÉG ER aðeins byrjaður að þreskja til reynslu og byrja á fullu í næsta þurrki. Útlit er fyrir að uppskeran verði betri en ég hef áður náð. Ég geri mér vonir um að fá 30 tunnur af korni af hverjum hektara, sem er fjórum sinni betri uppskera en í fyrra og þriðjungi betri en í meðalári," sagði Eggert Ólafsson bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum þegar hann var spurður hvort hann v*ri byrjaður að þreskja kornið sem hann ræktar og hverjar uppskeruhorfur v*ru. Uppskeruhorfur eru einnig góðar í Austur-Landeyjum þar sem þrett- án bændur rækta korn. Magnús Finnbogason bóndi á Lágafelli sagði að útlit væri fyrir góða uppskeru en þeir myndu byrja að þreskja í næstu viku. Hann vildi ekki spá neinu um uppskeruna í tölum svona fyrirfram en sagði að uppskeruhorf- ur hefðu aldrei verið betri síðan Landeyingar hófu kornrækt árið 1980. Eggert á Þorvaldseyri sagði að í sumar hefði verið öndvegistíð fyrir kornrækt, eftir því sem gerðist hér á landi. Hann sagðist hafa prófað að sá nýju afbrigði af maríbyggi sem væri kynbætt þannig að það ætti að spretta hálfum mánuði fyrr. Það sagði hann að hefði staðist og gæti þetta orðið til þess að hægt yrði að rækta korn með nokkuð öruggum hætti víða um Suðurland. Hann sagði að sér virtist sem það héldist alveg í hendur að þar sem kartöflur væru árvissar, þar væri hægt að rækta korn. Vildi hann fara varlega í að nefna ákveðna staði en nefndi Landeyjar, Fljóts- hlíð, Rangárvelli og Flóa. Þá nefndi hann það líka að eftir veðurspánum að dæma væri besta kornræktar- svæði landsins við Elliðaárnar. Fyrsti skóladagurinn SKÓLARNIR eru nú sem óðast að hefja störf að loknu sumarfríi. Með- al þeirra sem setjast á skólabekk er fjöldi 5 og 6 ára barna, sem eru að hefja skólagöngu. Fyrsti skóladagur- inn er stór dagur í lífi þeirra og spenna liggur í loftinu, blandin til- hlökkun og kvíða. Á meðfylgjandi mynd, sem tek- in var í Hvassaleitisskóla í gær, má sjá nokkur 6 ára börn búast til heimferðar að loknum fyrsta skóladeginum. Af svip þeirra má ráða að þau eru ánægð með lífið og tilveruna enda voru þau öll sam- mála um að það væri gaman að vera byrjuð í skóla. Þau sögðu líka að það væri miklu meira gaman í „alvöruskóla" en í leikskóla. Þau voru einnig sammála þegar þau voru spurð til hvers þau hlakkaði mest í skólanum: „Það verður skemmtilegast að læra að lesa.“ MorgunbladiÖ/Frídþjófur Kampakátir meistarar Þeir eru kampakátir, Valsmennirnir á myndinni, enda Sæmundsen, Valur Valsson, Magni Blöndal og Heimir nýbúnir að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn í knatt- Karlsson, Grímur Vals-fyrirliði brosir þó hann sé blóð- spyrnu. Það gerðu þeir með l:0-sigri á KR í gær- ugur í andliti. Hann fékk högg í andlitið í fyrri hálf- kvöldi. Guðmundur Þorbjörnsson, til hægri, skoraði leik — en lét ekki bugast og lék til enda. Sjá nán»r sigurmark leiksins. Aðrir á myndinni eru, f.v.: Grímur á bls. 46 og 47. Virkjun Blöndu frestað um eitt ár? Frestun virkjunarinnar minnkar erlendar lántökur á næsta ári um hálfan milljarð, segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra ALLT BENDIR nú til þess að Landsvirkjun taki þá ákvörðun síðar i þcssum mánuði, að fresta Blönduvirkjun um eitt ár, þannig að hún verði ekki tekin í notkun fyrr en 1989 í stað 1988. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. „Landsvirkjun og stjórn hennar hafa verið að ræða þetta að und- anförnu, en ekki er von á ákvörðun fyrr en í lok mánaðarins," sagði iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Ég hallast að því að ákveðið verði að fresta Blöndu um eitt ár. Ástæðurnar eru þær, að ekki hafa enn tekist samningar um nýja stóriðju hér á landi," sagði Sverrir, „en við höfum samt sem áður ýmis ráð tiltæk til þess að flýta framkvæmdum á nýjan leik, ef við værum heppnir með sölu á mikilli raforku." Sverrir sagði að frestun Blöndu- virkjunar um eitt ár hefði m.a. það í för með sér að erlend lántaka vegna virkjunarinnar á næsta ári myndi lækka um hálfan milljarð, eða þar um bil. Hann sagði að þó að ákvörðun yrði tekin um frest- unina yrði framkvæmdum alls ekki hætt við Blöndu, heldur yrði hægt á þeim. „Ég er nýbúinn að fá nýja raf- orkuspá," sagði Sverrir, „og þar kemur fram að menn hafa verið alltof bjartsýnir við síðustu raf- orkuspá, sem gerð var fyrir fjór- um árum, en munurinn er um 1200 gígawattstundir fram til alda- móta, sem svarar einni og hálfri Blönduvirkjun. Nýjasta spáin seg- ir sem sagt að rafmagnsnotkun hér innanlands fram til aldamóta verði 1200 gígawattstundum minni en gamla spáin ráðgerði." Aðspurður um ástæður þessa mikla mismunar i orkuspánum sagði iðnaðarráðherra að margt kæmi til, svo sem minni fólks- fjölgun en gert hefði verið ráð fyrir, meiri orkusparnaður, gert væri ráð fyrir heldur minna hús- rými á hvern mann og fleira. Hreyfíng á viðræðum í bónusdeilunni: Samið um fasta nýtingu, . fundur fram eftir nóttu Vinnuveitendur undirbjuggu seint í gærkveldi gagntilboð við kröfum VMSÍ í framhaldi af því að samkomulag tókst í gærdag um hvernig staðið skuli að því að taka upp fasta nýtingu í bón- us í stað þess sem verið hefur. Tillögurnar miða að heildar- lausn á bónussamningunum og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var búist við að þær myndu fela í sér einhverja hækkun á bónusgrunni, þar sem vinnuveitendur hafa alfarið hafnað kröfunni um fast álag á unna vinnustund í bónus. M&gnús Gunnarsson, fram- kvætndastjóri VSÍ sagði að mik- 111 áfangi hefði náðst með sam- komulaginu um hvernig staðið skuli að því að taka upp fasta nýtingu í stað fljótandi og sagð- ist vonbetri um að skynsamleg lausn fyndist á deilunni. Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður VMSÍ, sagði að nú reyndi á hvort einhver vilji væri hjá at- vinnurekertdum til að semja, þar sem nú væri um miklu einfaldari hluti að ræða, að frágengnum þessum tæknilegu atriðum. Stjórn- og trúnaðarmannaráð verkalýðsfélaganna í Vest- mannaeyjum hélt fund í gær- kvöldi, en fyrsti formlegi samn- ingafundurinn þar um bónus- málin verður í dag klukkan 10. Vanskil á greiðslu- kortum fyrir 4,4 milljónir kærö FYRSTU átta mánuði ársins bárust Rannsóknarlögreglu ríkisins k*rur á hendur 26 einstaklingum frá greiðslu- kortafyrirtækjum um umboðssvik - þ.e. að standa ekki í skilum með greiðslur — aö upphæð 4,4 milljónir króna. Að meðaltali skulda þessir cinstaklingar 170 þúsund krónur til greiðslukortafyrirtækjanna. Fjórir þeirra skulda yfir 400 þúsund krónur. Flestar kærurnar eru frá Visa. Einstaklingar hafa verið dæmdir bæði í Sakadómi Reykjavíkur og Sakadómi Hafnarfjarðar fyrir umboðssvik eftir að hafa ekki staðið við skuldbindingar gagnvart greiðslukortafyrirtækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.