Morgunblaðið - 25.09.1985, Síða 45

Morgunblaðið - 25.09.1985, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 45 Markmiðið að standa sig — segir Pétur Pétursson um leikinn í kvöld Frá Skapta Hallgrímssyni, blaðamanni Morgunblaðsins é Spáni. Er íslend- ingum mútað? Frá Skapta Hallgrímssyni, blaöamanni Morgunblaósins á Spáni. ÞAÐ vakti mikla athygli þegar Spánn sigraöi Möltu 12:1 í Evrópukeppninni hér í Sevilla fyrir tveimur árum. Þá var mikið talað um það að Spán- verjar heföu mútað Möltu- búum — en nú hefur dæmið snúist við. Nú óttast Spánverj- ar að Skotar og Walesbúar hafi mútaö íslendingum til aö leggja allt sitt í að sigra Spánverjana. „Þetta hetur komið fram hér í blööum en er náttúrulega eins og hver önnur vitleysa. Strák- arnir í liðinu (Hercules) meö mér hafa veriö aö spurja mig hvort þessar sögur eigi viö rök aö styöjast," sgöi Pétur Pét- ursson er ég spjallaöi viö hann. „Þaö þarf sko enginn aö borga okkur neitt til aö viö leggjum okkur alla fram í landsleik — þaö gerum viö alltaf,“ sagöi Pétur. Handbolti í kvöld FJÓRIR leikir fara fram (1. deild karla á íslandsmótinu í hand- knattleik í kvöld. I Seljaskóla veröa þrír leikir, fyrst leika Fram og Valur og hefst hann kl. 19.15, strax að honum loknum leika Þróttur og FH og loks leika KR og Stjarnan kl. 21.45. Einn leikur fer fram á Akureyri, þar mæta nýliöarnir í deildinni, KA og bikarmeistarar Víkings, og hefst hannkl. 20.00. Handknattlelkur „MÉR líst mjög vel á leikinn. Spánverjarnir veröa að vinna og þeir leika því undir mun meiri pressu en við,“ sagði Pótur Pót- ursson leikmaður meö Hercules hór á Spáni er óg rabbaöi við hann um leikinn í kvöld. „Þaö eina sem skiptir okkur máli i sjálfu sér er aö standa okkur vel, aö ná góöum leik. Úrslitin skipta ekki máli aö því leyti aö viö eigum enga möguleika á aö komast í úr- slitakeppnina í Mexíkó næsta sumar. Markmiðiö er því ekki aö vinna heldur aö leika vel, en þaö væri auövitaö mjög gaman aö vinna Spánverjana. Ég held aö viö ættum aö eiga möguleika á þvi. Þeir viröast vera mjög hræddir viö okkur. Þessi liö sem viö höfum leikiö viö síöustu ár eru hætt aö vanmeta okkur held ég. Úrslit leikj- anna sýna aö engin ástæða er til aö vanmeta okkur og sigrar Vals og Fram í Evrópukeppnunum sýna einnig aö íslensk knattspyrna er á mikilli uppleiö." Pétur sagöi það sína skoöun aö ísland heföi ekki veriö svo langt frá því aö komast til Mexikó: „Þú sérö aö ekki hefði þurft nema smá- heppni til þess. Viö vinnum Wales heima. Leikurinn í Skotlandi var reyndar alveg vonlaus. Þaö mun- aöi þó ekki miklu aö viö næöum jafntefli í Wales og síöan áttum viö aö vinna Skotana heima. Þaö heföi veriö sanngjarnt og ég er sann- færöur um aö heföum viö unniö þá hefðum viö líka unniö Spán. Báð- um leikjunum töpuöum viö meö einu marki.“ — Hvað skiptir mestu máli í þessum leik hjá ykkur? „Ég held aö þaö sem skiptir mestu máli hjá okkur sé aö hugar- fariö sé rétt, aö viö ætlum okkur aö leggja okkur alla fram. Ekki aö við segjum viö sjálfa okkur aö leik- urinn skipti engu máli vegna þess aö viö eigum enga möguleika í úr- slitakeppnina. Hugarfariö er rétt og einnig er góö samstaöa í hópn- um eins og alltaf fyrir landsleiki." — Hvað er hættulegast við Spánverjana? „Þeir eru meö geysilega tekn- íska leikmenn og eru mjög fljótir. Vörnin hjá þeim er mjög sterk og miðvallarleikmennirnir eru geysi- góöir. Þeir eru teknískari en við en ég held aö þeir séu ekki meö eins mikinn „karakter" og viö. Ef þeir veröa óþolinmóöir er á móti blæs fara þeir bara aö sparka í mótherj- ana. Þaö viröist vera þaö eina sem þeir kunna ef eitthvaö gengur ekki upp hjá þeim. Ég er farinn aö kannast viö þaö strax eftir fjóra leiki i 1. deildinni hérna. Þetta á þó eingöngu viö um heimaliöin í deild- arleikjunum, þegar þau koma á útivöll eru menn eins og lömb.“ Pétur sagöi það algegnt hér aö spánskir leikmenn færu í messu fyrir leik. „Þaö fer alltaf prestur meö Hercules-liöinu í útileiki og messar fyrir þá leikmenn sem þaö vilja." Tveir útlendingar leika meö Hercules, Pétur og Argentínumað- urinn frægi Mario Kempes, „og viö Mario höfum aldrei fariö í mess- una. En eftir þetta fara menn inná völlinn og telja aö þeir hafi meiri rétt til aö sparka í mótherjana — búnir aó fá syndaaflausnina fyrir- fram. — Hvernig finnst þór að leika hórna á Spáni? „Mér finnst þaö mjög gaman. Þetta er gjörbreyting fyrir mig. Ég var búinn aö fá alveg nóg í Hol- landi og Belgíu, hreinlega orðinn leiöur á fótboltanum. Æfingarnar hér eru allt öðruvísi en þar, hér spilum viö bara á æfingum. Þaö er gífurlegur áhugi hér hjá fólki á knattspyrnu — hér snýst allt um íþróttina. Liöiö sem ég er í er ekki sérstaklega sterkt en samt sem áöur eru aldrei færri en 35.000 áhorfendur á heimaleikjum okkar. Þaö er því mjög gaman aö prófa þetta og ef maöur stendur sig vel hér eru manni margar leiðir opnar.“ Hercules er neöarlega í 1. deild- inni nú — hefur aöeins eitt stig eftir fjóra leiki. „Ef allt heföi veriö meö felldu værum viö meö fjögur stig. Viö áttum aö vinna báöa heimaleikina — gegn Atletico Madrid sem endaöi 2:2 og Atletico Bilbao sem mór finnst reyndar vera besta liöið hór á Spáni. Viö höfum leikiö viö fjögur mjög sterk liö, lið sem eru í Evrópukeppninni nú í ár. Annars finnst mér vanta meiri tækni í Hercules-liöiö. Þetta er meiri baráttukarlar en gengur og gerist á Spáni.“ Pétur leikur í framlínunni með Hercules og Mario Kempes, stjarna Argentínu i heimsmeistara- keppninni 1978, leikur á miöjunni fyrir aftan hann. „Mario er mjög góöur knattspyrnumaöur og þaö fer allt í gegnum hann á vellinum. Hann stjórnar leik liösins og ég þarf ekki aö kvarta, fæ mjög góöar sendingar frá honum, en þaö vant- ar einhvern til aö taka viö af Mario ef hann er illa upplagöur. Hinir strákarnir hafa bara ekki hæfileika til aö taka viö stjórninni." — Þú hefur ekki skorað ennþá? „Nei, ekki ennþá, en ég vonast til aö skora hér í Sevilla í kvöld, ég leik hér aftur á sunnudaginn meö Hercules og þaö væri gaman aö skora hér í tveimur leikjum í röö!“ sagði Pétur Pétursson. Tungufoss TÚLKURINN sem er með undir 21 árs liðinu hór í Huelva blaörar mjög mikíð. Strákarnir segja að hann samkjafti varla allan daginn. Þeir voru ekki lengi að finna gælunafn á hann, nú er hann aldrei nefndur annað en „tungu- foss“.' • Viggó Sigurösson hefur verið ráðinn þjálfari undir 21 árs liðsins í handknattleik. Viggó þjálfar U-21 árs liöiö VIGGÓ Sigurðsson sem lók um áraraðir með Víkingum ( handknattleik og landsliöinu, hefur verið ráðinn þjálfari hjá undir 21 árs landsliöinu ásamt Bogdan Kowalzcyk. 21 árs liðiö tekur þátt i A-keppni heimsmeistaramóts- ins sem fram fer á italíu í byrjun desember nk. Þar eru islend- ingar í riöli með ítölum, Egypt- um og Vestur-Þjóöverjum. Fyrsti leikurinn veröur gegn ít- ölum 6. desember. HSÍ greip til þess ráós aö ráöa Viggó sem þjálfara þar sem Bogdan kemst ekki með lióinu til italíu i heimsmeistara- keppnina, en Viggó þekkir mjög til vinnubragöa hjá Bog- dan. Þeir munu í sameiningu und- irbúa liöiö fyrir keppnina og síöan veröur Viggó meö liöinu á italíu. ___________ prýðir húsin Stallað þakstál á aðeins kr. 440 pr. fermetri í brúnu og svörtu PARBUS Smiðjuvegi 28, Kóp. S: 79011

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.