Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 1
72 SIÐUR 6
STOFNAÐ1913
216. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Naumt tap fyrir Spáni
Guðmundur Þorbjörnsson skorar hér mark íslands í leiknum gegn Spánverjum í gærkvöldi. Spánverjar sigruðu
með tveimur mörkum gegn einu, eftir að íslendingar höfðu náð forystu. Mark Guðmundar er það fyrsta, sem
Spánverjar fá á sig á heimavelli í Heimsmeistarakeppninni. sjá nánar um leikinn á fþróttasíðum.
Raínbow Warrior-málið:
Skipunin kom frá
Hernu og Lacoste
— segir Laurent Fabius, forsætisráðherra Frakka
Paríg, 25. septcmber. AP.
LAURENT Fabius, forsætisráðberra Frakklands, lýsti því yfir í dag, að Charles
Hernu, fyrrum varnarmálaráðherra, og Pierre Lacoste, fyrrum yfirmaður leyni-
þjónustunnar, hefðu borið ábyrgð á því að Rainbow Warrior, skipi grænfriðunga.
hefði verið sökkt í höfn á Nýja Sjálandi.
Fabius sagði á blaðamannafund-
inum, sem hann boðaði til, að hann
hefði þá um daginn yfirheyrt þá
báða, Hernu og Lacoste, og væri
hann ekki í neinum vafa um, að þeir
ættu óskipta sök á að Rainbow
Warrior hefði verið sökkt.
„Varnarmálaráðherrann lét mig
aldrei vita, að til stæði að sökkva
skipinu og þegar það hafði verið
gert neitaði hann því staðfastlega,
að leyniþjónustan hefði komið þar
nærri,“ sagði Fabius og bætti því
við, að embættismenn í forsetahöll-
inni hefðu séð um að útvega fé til
verksins en látið það heita, að það
væri vegna „eftirlitsstarfa".
Þrír starfsmenn leyniþjónustunn-
ar, sem sakaðir eru um að hafa skýrt
fjölmiðlum frá málinu, hafa verið
yfirheyrðir hjá lðgreglunni og einnig
er leitað fjórða mannsins, fyrrum
leyniþjónustumanns, sem rekinn var
úr starfi fyrir nokkru.
Franska stjórnin skipaði í dag
nýjan yfirmann leyniþjónustunnar,
Rene Imbot, herráðsforingja, sem
nýlega sá um umfangsmikla en
umdeilda endurskipulagningu innan
hersins. Hefur honum verið skipað
að hreinsa til innan leyniþjón-
ustunnar og upplýsa Rainbow Warr-
ior-hneykslið að fullu.
René Imbot, nýr yfirmaður frönsku
leyniþjónustunnar.
Björgunarstarfið f Mexíkóborg:
Aherslan á að
leita þeirra
sem eru lífs
Mexíkóborg, 25. september. AP.
MIGUEL de la Madrid, forseti Mexikó, sagði í dag, að farið yrði varlega
í að ryðja brott hrundum húsum í Mexikó til að stofna ekki í hættu þeim,
sem enn kunna að vera á lífi undir rústunum. Tölur yfir látna og slasaða
hækka sifellt en heilbrigöisyfirvöld í Mexíkó telja þó ólíklegt að heildartala
latinna muni fara yfír 5.000.
De la Madrid, forseti, fór í dag
um þann hluta Mexfkóborgar, sem
verst varð úti í jarðskjálftunum
og sagði við það tækifæri, að mestu
skipti að bjarga þeim, sem enn
kynnu að vera lifandi undir
rústunum og að allar aðgerðir yrðu
að miðast við það. Telja sumir, að
1.500 manns kunni enn að vera
undir rústunum en meðal björgun-
armanna hefur verið orðrómur um
að fljótlega ætti að hefjast handa
við að ryðja burt hrundum og hálf-
hrundum húsum. Björgunarmenn
finna daglega fólk, sem fyrir eitt-
hvert kraftaverk hefur lifað af. í
gær fundu þeir t.d. tvo hvítvoð-
unga í vöggu í spítalarústum og
hafði hvorugan sakað í skjálftun-
um sjálfum.
Tölur um látna og slasaða
hækka stöðugt. Voru þær í dag
komnar upp í 3.500 látnir og 11.000
slasaðir en heilbrigðisyfirvöld
telja, að þegar öll kurl verði komin
til grafar verði tala látinna um eða
innan við 5.000. Mexlkanskir emb-
ættismenn hafa látið I ljós þakk-
læti fyrir þá hjálp, sem borist
hefur frá öðrum þjóðum, en jafn-
framt tekið fram, að Mexíkanar
eigi nóg af ábreiðum og sjúkra-
gögnum. Það, sem þjóðina vanti,
séu peningar til að reisa úr rústum
sjúkrahús, skóla og íbúðarhús.
í kjölfar jarðskjálftanna í Mex-
ikó hefur ótti manna við svipaðar
náttúruhamfarir í Kaliforníu vax-
ið mjög enda er langt um liðið
síðan þar varð mikill skjálfti. Telja
vísindamenn það aðeins spurningu
um tíma hvenær stórskjálfti verð-
ur á San Andreas-sprungusvæðinu
og hafa borgaryfirvöld í Los Ang-
eles gefið embættismönnum viku
til að ganga frá skýrslu um styrk-
leika helstu mannvirkja í borginni.
Sjá ennfremur frétt á bls. 29.
Tekst ekki að halda
gengi dollara niðri?
New York, 25. september. AP.
DOLLARINN lækkaði allnokkuð í verði í dag og er það rakið til þess, að
seðlabankastjórum í Japan og öðrum iðnríkjum hafi ekki þótt nóg um
gengisfall hans sl. mánudag. Hafí þeir þess vegna selt mikið af dollurum.
Dollarinn hefur ekki verið lægri
síðan 5. júní á þessu ári og í dag
féll hann um 1,13% gagnvart tíu
öðrum helstu gjaldmiðlunum. Olli
það mestu um fall hans í dag, að
fréttir bárust um það frá Japan,
að seðlabankinn þar í landi vildi
koma dollaranum niður í 200-210
jen en að undanförnu hafa fengist
fyrir hann rúmlega 240 jen.
Frank Pusateri, sérfræðingur í
gengismálum hjá „Bank of Mont-
real“, segir, að þrátt fyrir fall
dollarans sl. daga séu menn van-
trúaðir á, að seðlabönkunum takist
að halda gengi hans niðri til lang-
frama. Yrði það mjög kostnaðar-
samt fyrirtæki og einkum vegna
þess, að undir árslok eykst eftir-
spurn alþjóðafyrirtækja og er-
lendra ríkja eftir dollurum vegna
skulda, sem þarf að greiða í Banda-
ríkjunum.
Sjá gengisf rétt á bls. 28.
Bretland:
„Litli, svarti
Sambó“ veldur
fjölmiðlafári
Loiidon, 25. september. AP.
VILHJÁLMUR prins, þriggja ára gam-
all sonur Karls, Bretaprins, og Diönu,
prinsessu af Wales, fór í leíkskóla í
fyrsta sinn í dag og var sagt frá því á
forsíðum margra bresku blaðanna.
Þessi merki áfangi í lífi Vilhjálms var
þó ekki fréttaefnið, heldur hitt, að i
skólanum fannst bók, sem þykir ekki
holl lesning fyrir væntanlegt konungs-
efni. Heitir hún „Litli, svarti Sambó".
Mikill fréttamannaskari fylgdi
Vilhjálmi til leikskólans og nokkrir
athugulir menn í hópnum komu þá
auga á bókina „Litla, svarta Sambó“,
vinsæla barnabók eftir Helenu Bann-
erman, en þar er boðskapurinn sá,
Vilhjálmur kvaddur við leikskóla-
hliðið.
að dramb sé falli næst. Sá hængur
er hins vegar á, að nefnd, sem vinnur
gegn kynþáttahatri i barnabókum,
segir, að bókin sé móðgun við svarta
menn. Er haft eftir einum nefndar-
manna, að það sé hneyksli, að þessi
bók skuli enn vera í umferð, svo ekki
sé nú talað um í skóla, sem einhver
úr konungsfjölskyldunni sækir.
Dönsku sjómannasamtökin:
Amast við innflutningi rækju
frá íslandi og öðrum löndum
SAMTÖK danskra fískimanna eru nú að reyna að koma í veg fyrir
innflutning á ódýrri, niðursoðinni rækju frá Grænlandi, fslandi, Noregi
og Sovétríkjunum og er því borið við að yfirvöld í viðkomandi löndum
greiði rækjuna niður. Kemur þetta fram í fréttaskeyti frá NJ. Bruun,
Grænlandsfréttaritara Morgunblaðsins, sem hefur fréttina eftir græn-
lenska útvarpinu.
Dönsku sjómannasamtökin
hafa snúið sér til sjávarútvegs-
ráðuneytisins og vakið athygli á
því, að rækjuiðnaðurinn í Dan-
mörku sé á fallanda fæti vegna
mikils rækjuinnflutnings frá
fyrrnefndum löndurri.'Sem greiði
rækjuna niður með opinberu fé.
Henning Hecht, skrifstofustjóri
samtakanna, segir í þessu sam-
bandi, að brýna nauðsyn beri til
að Evrópubandalagið komi í veg
fyrir þennan innflutning með
hærri tollum.
Af þessu tilefni sneri blm.
Morgunblaðsins sér til Theódórs
S. Halldórssonar, framkvæmda-
stjóra Sölustofnunar lagmetis,
og sagði hann að fullyrðingar
dönsku sjómannasamtakanna
væru út i hött hvað varðaði út-
flutning íslenskrar rækju. Hún
væri ekki niðurgreidd frekar en
aðrar íslenskar sjávarafurðir,
þvert á móti þyrftu útflytjendur
að greiða ýmis gjöld til ríkisins.
Sagði Theódór ennfremur, að
skiljanlegt gæti verið að danskar
rækjuverksmiðjur ættu í erfið-
leikum. Þær fengju sína rækju
að mestu af Grænlandsmiðum
og því væri um allnokkurn flutn-
ingskostnað að ræða.