Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 30
M’ÖRGWlttiÁftlt), FIMMfUbA&DR 26. SEPTEMBER1985 ÖÖ Ríki Evrópubandalagsins: Atyinnuleysi eykst ATVINNULEYSI í löndum Evrópubandalagsins jókst í ágúst og varð 11 % í þeim mánuði af heildarfjölda mannafla á vinnumarkaði. Hefur atvinnu- leysi ekki verið jafnmikið frá því í aprílmánuði að það var 11,1%. Atvinnu- leysi er meira meðal karla en kvenna. Heildarfjöldi atvinnulausra í ágúst nam nær 12,5 milljónum og jókst um 87 þúsund frá fyrra mán- uði og var þar nær eingöngu um konur að ræða eða 82 þúsund af þessum 87 þúsundum. Grikkir eru ekki með í þessum tölum, sökum þess að tölfræðiheimildir þeirra eru annars eðlis en annarra Evr- ópubandalagsríkj a. Minnst er atvinnuleysið í Lúx- emborg, 1,5%, eins og verið hefur, en mest á írlandi 18,1%. Atvinnu- leysi minnkaði einungis í tveimur ríkjum í ágúst, í Vestur-Þýska- landi, þar sem það fór úr 8,3% í 8,2% og á Ítalíu, þar sem það minnkaði úr 12,7% í 12,6%. Sam- ræmi er ekki alltaf á milli talna Evrópubandalagsins og einstakra ríkja innan þess, þar eð Evrópu- bandalagið útbýr þær með saman- burð milli ríkja í huga. Noregur: Vátrygging vegna fatl- aðra barna veldur deilum Ósló, 24. september. Frá J.E. Uure. NORSKT tryggingafélag hefur boð- ið þunguðum konum tryggingu sem felur í sér að þær fá greiddar miklar fjárhæðir ef barnið sem þær fæða er fatlað. Þetta tryggingartilboð hefur mætt mikilli gagnrýni og hefur nú verið dregið til baka um stundar- sakir. Bæði Kristilegi þjóðarflokk- urinn og sósíalíski vinstriflokkur- inn hafa krafist þess að trygg- ingartilboðið verði endanlega Krafist frelsis til handa Shcharansky New York, 25. september. AP. AVITAL Shcharansky, eiginkona sovézka andófsmannsins Anatolys Bóndi finnur demant í hænu Peking, 24. septemoer. AP. KÍNVERSKUR bóndi fann auðæfi í innyflum hænu, er hann hafði slátrað henni og tilreitt fyrir matreiðslu. 1,18 karata óslípaöur demantur leyndist í fóarni fugls- ins, að því er sagði í Kínverska dagblaðinu í gær. Blaðið skýrði demantsfund- inn á þann hátt að stígarnir við bæ bóndans, Li Yunzongs, eru bornir sandi úr gamalli dem- antanámu og hænan hljóti að hafa innbyrt steininn þar. Li seldi gimsteininn fyrir 950 júan, sem eru þreföld árslaun verkamanns í Kína. Shcharansky tók sér stöðu fyir utan byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og krafðist þess, að eigin- maður hennar yrði látinn laus og fengi að fara sem frjáls maður frá Sovétríkjunum. Flutti hún ávarp samtímis því sem Eduard A. Shev- ardnadze, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, flutti ræðu á Allsherjar- þinginu. Frú Shcharansky fordæmdi stefnu Sovetríkjanna og skoraði á bandarísk stjórnvöld að beita meiri þrýstingi, svo að fleiri gyð- ingar fengju að fara frá Sovétríkj- unum. í fyrra fengu aðeins 896 gyðingar að fara frá Sovétríkjun- um. Árið 1979 voru þeir hins vegar 51.320, sem fengu að fara. Hélt frú Shcharansky því fram, að nú biðu 400.000 gyðingar eftir leyfi til þess að fá að fara frá Sovétríkjun- dregið til baka, og tryggingafélag- ið hefur fengið fyrirmæli um að bíða með tilboðið uns siðfræði- legum og lögfræðilegum spurning- um varðandi það hefur verið svar- að. Samtök fatlaðra í Noregi hafa mótmælt tryggingunni harðlega. Þau telja að tryggingartilboð sem þetta sé árás á manngildi hins fatlaða og samkvæmt því sé litið á fatlað barn sem ógæfu. Þau leggja líka áherslu á að hið opinbera skuli styðja og hjálpa fötluðum börnum — einnig með fjárfram- lögum. Tryggingafélagið heldur því hins vegar fram að trygging þessi eigi að gera foreldra fatlaðra barna efnahagslega sjálfstæða þannig að þau geti notað trygg- ingarféð í þágu barnsins og til að greiða kostnaðinn sem uppeldi fatlaðs barns hefur í för með sér. AP/Sfmamynd FULLTRÚI UNGU KYNSLÓÐARINNAR ’85 Hin nýkjörna, Nina Sicilia Hernandez frá Venezuela, brosir við áhorf- endum eftir að hafa sigrað í fegurðarsamkeppni í Tsukuba Expo sem er 60 km norðaustur af Tókýó. Þingmeim vestursyæðisins á fundi f Nuuk: Norrænt hús verði reist í Grænlandi Shevarnadze boð- ar „stjörnufriðw — á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Sameinuðu þjóðunum, 24. september. AP. EDUARD A. Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, fletti í gærdag hulunni af áætlun til „stjörnufriðar", sem hann sagði að myndi bjarga heiminum frá áætlunum Bandaríkjamanna um „stjörnustríð". f ræðu sinni, sem Shevardnadze étmenn í ræðu fyrir þingi Samein- Kaupmannahörn, 25. september. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsin.s. LOKIÐ er nú í Nuuk á Grænlandi fundi 17 þingmanna frá Vestursva'ðinu svonefnda, þ.e. Færeyjum, fslandi og Grænlandi, og var samþykkt að koma á fót samstarfsráði þingmanna landanna þriggja. í lokaályktun fundarins var hvatt til samvinnu landanna á sem flestum sviðum og fulltrúar allra Dokka studdu tillögu um, að reist yrði „norrænt hús“ á Grænlandi. flutti fyrir allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, sagði ráðherrann að geimvarnaráætlun Bandaríkja- manna væri það helsta sem stæði í vegi fyrir því að Sovétmenn kæmust að samkomulagi um af- vopnun. Hann sagði að áætlunin gæti orðið til þess að vopnakapp- hlaupið skreppi úr böndum. George P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hvatti Sov- uðu þjóðanna á mánudag til að koma sér að „efninu" í afvopnunar- málum. Ronald Reagan sagði í gær að hann vildi sjá tillögur um frekari niðurskurð á kjarnorkuvopnum frá Sovétmönnum, en 40 prósent slíkra vopna. Að sögn barst Reag- an tillaga um 40 prósent niður- skurð á kjarnorkueldflaugapöllum ogkjarnaoddum. Grænlendingar vöktu máls á, að þeir og fslendingar gætu haft með sér margvíslegt samstarf um loð- dýrarækt, en vegna hrunsins í þorskveiðunum stendur til að stórauka þann atvinnuveg á Suð- ur- og Austur-Grænlandi. Það kom fram á fundinum, að vesturnorræni þróunarsjóðurinn getur haft mikla þýðingu fyrir at- vinnulífið í þessum löndum, en frá og með næstu áramótum verða honum lagðar til tvær milljónir Bandaríkjadala. Kemur það fé frá Dönum, Svíum, Finnum og Norð- mönnum, sem munu áfram styrkja sjóðinn. Er áætlað, að hann ráði yfir 13,5 milljónum doll- ara árið 1995 og veiti lán til lítilla fyrirtækja í Færeyjum, á fslandi og Grænlandi. Stjórn ráðsins verður í Reykjavík, en skrifstofur í Þórshöfn og Nuuk. Lagt var til, að komið yrði á laggirnar sameiginlegri frétta- þjónustu fyrir svæðið í heild, loft- og sjósamgöngur bættar og sam- vinna tekin upp um fyrirbyggj- andi ráðstafanir í heilbrigðismál- um. Auk þess var lögð áhersla á, að nauðsynlegt væri að hafa vak- andi auga með mengunarmálum. Kosin var forsætisnefnd og er Jens Lyberth frá Grænlandi for- maður hennar. Ásamt honum sitja í nefndinni Erlendur Pat- ursson, Færeyjum, og Páll Pét- ursson. Bólivía: 36 reknir í fangabúðir Vestur-Þýskaland: Stjórnarmyndun strandar á kvennamálaráðherra Wiesbaden, 24. september. AP. FLOKKUR Sósíaldemókrata (SPD) lýsti yfir í gær að samkomulag hefði ekki náðst við flokk græningja (die Griinen) um að mynda samsteypu- stjórn í ríkinu Hessen í Vestur- Þýskalandi. Holger Borner, forsætisráðherra Hessen, hafnaði kröfu Græningja um tvö ráðherrasæti í stjórn ríkisins eftir fimm klukkustunda viðræður aðfaranótt þriðjudags. Ernst Welteke, leiðtogi sósíal- demókrata á þinginu í Hessen, sagði að Borner hefði boðið græn- ingjum nýstofnað orku- og um- hverfisráðuneyti, en hafnað kröfu þeirra um kvennamálaráðuneyti. Sósíaldemókratar hafa setið einir í minnihlutastjórn í Hessen, en græningjar hafa stutt frumvörp þeirra á þinginu. Græningjar hafa aldrei setið í stjórn ríkis í Vestur-Þýskalandi. La Paz, 24. aeptember. AP. RÍKISSTJÓRN Bólivíu tilkynnti á mánudag að 36 verkalýðsleiðtogar til viðbótar hefðu verið sendir í fangabúðir og fjórir gerðir útiægir til Perú frá því að lýst var yfir neyð- arástandi í landinu á fimmtudag. Aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem ætlaðar eru til þess að binda enda á almennt verkfall, er staðið hefur í þrjár vikur, lyktaði með því að 170 leiðtogar vinstri manna voru sendir til þriggja fanganý- lendna í frumskógi Bólivíu. Aðeins námamenn sneru ekki til vinnu þegar lýst var yfir neyðar- ástandi, en þeir eru 40.000 talsins. Almennt fundahald og mót- mælaaðgerðir hafa verið bannaðar í landinu, útgöngubann er frá miðnætti til dögunar og ferðafrelsi takmarkað innanlands. Hin sjö vikna gamla hægri stjórn setti á herlög til að brjóta niður andstöðu verkamanna- flokksins við efnahagsaðgerðum sínum. Þegar verkfallið stóð sem hæst, tóku um 110.000 verkamenn þátt í því. Vilja að Volcker verði forseti Alþjóðabankans W ah.shington, 25. september. AP ÆÐSTU menn í ríkisstjórn Banda- ríkjanna hafa áhuga á að Paul A. Volcker, bankastjóri bandaríska seðlabankans, verði valinn forseti Alþjóðabankans, að sögn dagblaðs- ins Washington Post á miðvikudag. Aðrar heimildir greina að Volck- er muni ef til vill ekki taka við stöðunni hjá Alþjóðabankanum vegna aukinna vandamála á al- þjóðlegum lánamarkaði og þýðing- armikilla ákvarðana sem taka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.