Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 27 Kristján Jóhannsson, Ingólfur Guðbrandsson og ítalsld Ujómsveitarstjórinn Maurizio Barbacini, sem stjóraar flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands á óperunni Grfmudansleik. Barbacini aðstoðaði Kristján f fyrsta kennslutím- anum með undirspili. Kórskóli Pólýfónkórsins settur: Kristján Jóhannsson söngy- ari kennir söng í fyrsta skipti KÓRSKÓLI Pólyfónkórsins var settur sl. mánudagskvöld, en skólinn hefur starfað undanfarna 15 vetur að síðasta ári frátöldu, en ekki gat orðið af söngnámskeiðinu þá vegna verkfalls BSRB. Sjötíu nemendur hafa látið skrá sig í kórskólann í ár, en hann stendur yfir í tíu vikur og verður kennt kl. 8—10 á mánudagskvöldum. Ingólfur Guðbrandsson, stjórn- andi kórsins, setti skólann og sagði m.a. við það tækifæri að kórskólinn hefði lengi vel verið uppeldisstöð fyrir góða kórfélaga. „Margir nemenda hans hafa síðar lagt stund á frekara söngnám og jafnvel farið erlendis til að læra söng og eru margir þeirra nú á meðal okkar helstu söngmanna og er þar skemmst að minnast frum- flutnings á Grímudansleik sl. laugardagskvöld, en þar eru fjórir aðalsöngvaranna fyrrverandi kór- skólanemar Pólyfónkórsins." Þá bauð Ingólfur velkomna kennara kórskólans í ár, en þeir eru: Kristján Jóhannsson, Mar- grét Pálmadóttir, Helga Gunnars- dóttir og Friðrik Guðni Þorleifs- son. Ingólfur sagði að lengi hefði verið vöntun á réttri tilsögn í söng á íslandi, en sagðist þó hafa þá trú að aðeins væri til ein rétt kennslu- aðferð í söng — hinn ítalski skóli. Eftir setningarræðu Ingólfs hóf Kristján Jóhannsson kennslu og var það hans frumraun í söng- kennslu. „Númer eitt er að unna og njóta tónlistar og helst þurfið þið að skemmta sjálfum ykkur. Þið verðið að njóta þess að standa fyrir framan fólkið án þess að roðna og svitna. Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar ég sé söngvara næstum kasta upp vegna sviðshræðslu," hóf hann kennslustundina. „Söngurinn verður að koma frá hjartanu. Annars getur maður bara staðið út í haga eins og belj- urnar og baulað þar. Feimni og söngur eiga ekki saman. Líkaminn þarf að vera í jafnvægi ásamt önd- uninni. { þrjú ár lagðist ég t.d. á magann við hliðina á rúminu mínu þegar ég vaknaði og gerði armbeygjur og kepptist við að halda niðri í mér andanum og ég var kominn upp í 30 armbeygjur á einni öndun.“ Kristján sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins eftir æfinguna að hann hefði haft mjög gaman af þessum fyrsta tíma og vonaðist til að starf sitt bæri ein- hvern ávöxt. „Jú, auðvitað finnst mér hálfskrýtið að fara að kenna fólki, sem ekkert hefur lært áður og ég var að velta því fyrir mér hérna áðan á æfingunni hvort ég hefði ekki verið á svipuðu stigi er ég byrjaði fyrst að syngja í barna- kórnum á Akureyri." Kristján mun starfa við kór- skólann á meðan hann verður hér á landi, en í lok október er hann á förum til Bandaríkjanna þar sem hann mun taka þátt í uppsetning- unni á óperunni „Marta" við Mich- igan Opera Detroit og þar syngur hann aðaltenórinn. Þó er mögu- Ieiki á því að Kristján komi til íslands í lok nóvember og taki þá aftur til við hlutverk sitt í Grímu- dansleik í nokkra daga. Hann sagðist verða í Bandaríkjunum í vetur og færi ekki aftur til Ítalíu fyrr en næsta vor. Kristján Jóhannsson með nemendnm kórskóla Pólyfónkórsins í fyrstu kennslustundinni. VESTURGA3A4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.