Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985
3
Halldór Laxness ásamt aðalleikendum (tslandsklukkunni þeim Þorsteini
Gunnarssyni, lengst ti) vinstri, Tinnu Gunnlaugsdóttur og Helga Skúla-
syni.
íslandsklukk-
an sýnd á ný
SÝNINGAR á íslandsklukkunni
eftir Halldór Laxness hefjast á ný
laugardaginn 28. september í Þjóó-
leikhúsinu. í frétt frá Þjóðleik-
húsinu segir að einungis séu fyrir-
hugaðar fáar sýningar á verkinu.
Islandsklukkan var frumsýnd í
aprfl sl. á 35 ára afmæli Þjóðleik-
hússins og gekk enn fyrir fullu húsi
er leikárinu lauk seint í júní sl.
Leikstjóri íslandsklukkunnar
er Sveinn Einarsson. Tónlist er
eftir Jón Nordal, Sigurjón Jó-
hannsson gerði leikmynd og bún-
inga og Árni J. Baldvinsson
annast lýsingu.
Helstu leikarar eru Helgi
Skúlason sem fer með hlutverk
Jóns Hreggviðsson, Tinna Gunn-
laugsdóttir leikur Snæfríði ts-
landssól, Þorsteinn Gunnarsson
leikur Arnas Arnæus, Sigurður
Sigurjónsson leikur Jón
Grindvicensis, Harald G. Har-
alds er í hlutverki Magnúsar í
Bræðratungu, Arnar Jónsson í
hlutverki síra Sigurðar Sveins-
sonar, Róbert Arnfinnsson í
hlutverki Eydalíns lögmanns og
nú hefur Pétur Einarsson tekið
við hlutverki Jóns Marteinssonar
af Hjalta Rögnvaldssyni. Aðrir
nýir leikarar í sýningunni eru
Pálmi Gestsson og Anna Kristín
Arngrímsdóttir. Með önnur
veigamikil hlutverk fara Guðrún
Þ. Stephensen, Rúrik Haralds-
son, Gísli Alfreðsson, Herdís
Þorvaldsdóttir, Flosi ólafsson,
Baldvin Halldórsson, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Valur Gísla-
son og Valdemar Helgason.
Seiðaútflutningur til Noregs:
Nægur markaður
næstu 5—8 árin —
en lækkandi verð
— segir Thorulf Olsen í Hammerfest sem
keypti íslensku seiðin til Noregs í sumar
LÍKUR eru á því að skortur verði á
laxa- og silungsseiðum í Noregi
næstu 5-8 árin og að minnsta kosti
þann tíma verði þar markaður fyrir
öll þau seiði sem fslendingar geta
framleitt. Þetta er álit Thorulf Olsen
hjá Streamfish A/S í Hammerfest í
Norður-Noregi en hann hefur annast
innflutning og dreifingu allra þeirra
laxa- og regnbogaseiða sem íslensku
fiskeldisstöðvamar seldu til Noregs
í sumar.
Thorulf var hér á ferð í síðustu
viku, m.a. til að ræða við forráða-
menn seiðaeldisstöðvanna. Ekki
hefur verið gengið frá samningum
fyrir seiðasölu til Noregs næsta
vor, en fyrir liggur að mikill áhugi
er hjá norsku stöðvunum fyrir
kaupum á seiðum frá íslandi.
íslensku seiðin fóru til 34 fisk-
eldisstöðva í Norður-Noregi. Thor-
ulf sagði að seiðin hefðu reynst
mjög vel, en það kæmi frekar á
óvart því margir hefðu talið ís-
lensku seiðin ónothæf í ljósi fyrri
reynslu í tilraunum til innflutn-
ings íslenskra seiða til Noregs.
Mikill skortur er á seiðum í Noregi
vegna hinnar miklu uppbyggingar
í fiskeldi þar. í fyrra voru fluttar
þangað inn 3,8 milljónir seiða frá
Svíþjóð, Finnlandi, Skotlandi og
íslandi. Skorturinn er mestur í
Norður-Noregi, stöðvarnar þar
mæta afgangi vegna kuldans þar
sem gerir það að verkum að þær
geta ekki tekið við seiðunum jafn
fljótt og stöðvarnar sunnar I
landinu.
Nú er bannað að flytja inn seiði
í Noregi. Undanþágur eru veittar
vegna þess mikla skorts sem er á
seiðum í landinu en Thorulf taldi
að slíkar undanþágur yrðu ekki
veittar þegar Norðmenn verða
sjálfum sér nógir með seiði. „Það
er þó draumur minn að þau seiði
sem við fáum frá íslandi verði það
góð og henti það vel aðstæðum í
Norður-Noregi að við fáum áfram
leyfi til innflutnings þeirra," sagði
Thorolf.
Hann sagði að á næsta ári réðist
sala á seiðum til Noregs af flutn-
ingsgetunni, það er hvað hægt
væri að fá skip til mikilla flutn-
inga, og heilbrigðiseftirlitinu á
íslandi. Verðið taldi hann að yrði
sama i norskum krónum talið sem
í raun þýddi heldur lægra verð en
í ár. Bjóst hann við að verðið færi
lækkandi á næstu árum vegna
stóraukinnar seiðaframleiðslu
bæði í Noregi og á íslandi og
nefndi hann sem dæmi að í Noregi
væru nú í byggingu 360 nýjar
seiðaeldisstöðvar með að meðaltali
500 þúsund seiða ársframleiðslu,
eða samtals framleiðslugetu upp á
180 milljón seiði á ári.
„Ég vil nota þetta tækifæri til
að hrósa þeim fiskeldisstöðvum
sem tóku þátt í seiðaútflutningn-
um í fyrravetur, en þær eru Hóla-
lax, Fljótalax, Fiskeldi, Pólarlax
og Laxalón. Með þessum fyrsta
samningi hefur samvinna okkar
komist í góðan farveg. Ég vil leggja
á það áherslu að undirstaða þess-
ara viðskipta er að fisksjúkdómá-
eftirlitið í Noregi viðurkenni það
heilbrigðiseftirlit sem unnið er í
íslensku stöðvunum. Búast má við
að aukin ásókn verði í þennan út-
flutning hjá nýjum stöðvum hér,
en menn verða að passa sig á því
að slaka ekki á sjúkdómaeftirlit-
inu. Ef það verður gert hjá einni
stöð og sjúkdómur finnst í seiðun-
um í Noregi verður lokað fyrir
innflutning frá öllum íslensku
stöðvunum, eins og til dæmis gert
var gagnvart Skotum í fyrra þegar
sjúkdómur barst til Noregs með
seiðum frá einni stöð í Skotlandi,"
sagði Thorulf Olsen.
p > v '•i&S'W
f
r*. >
i-Tý'
1:'
Austurstræti 22 — Laugavegi 66 — Glæsibæ.
Sími frá skiptiboröi 45800.
Laugavegi 30.