Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 19 Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Reykjavík að hausti Náttúruverndarfélag Suðv.est- urlands fer náttúruskoðunar- og söguferð um austurhluta Reykja- víkurborgarlands laugardaginn 28. september frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúrugripasafninu Hverfisgötu 116 (gegnt Lögreglu- stöðinni) kl. 13.45 og frá Árbæj- arsafninu kl. 14.00. Aætlað er að ferðinni ljúki milli kl. 18.00 og 19.00 við ofangreinda staði. Far- gjald verður 200 kr., frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir eru velkomnir. Kjörin ferð fyrir Reykvíkinga og aðra sem kynnast vilja hinni óvenju fjölbreyttu náttúru borgarlandsins, sögu þess og mannvistarminjum. Þetta verður í fjórða skipti sem NVSV fer um Reykjavíkurborg- arland í ferðaröðinni „Umhverfið okkar". Leiðsögumenn verða Sigríður Theódórsdóttir jarðfræðingur, Kristinn Pétur Magnússon líf- fræðingur, Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur og Tómas Ein- arsson kennari. Meirihlutann af tímanum verð- ur ekið um í langferðabíl og leið- sögn fer að mestu fram í honum. Þeim sem það vilja gefst kostur á örstuttum gönguferðum og ferð upp á Bláfjöll í skíðalyftu. Farið verður upp Elliðaárdalinn meðfram Draugaklettum, um Hvarfsmýri að Skyggni. Rætt verður um jarðfræði Elliðaárdals- ins, lífríki vatnsins og mannvist- arminjar sem finnast á þessum slóðum. Áfram verður ekið norður fyrir vatnið um Margróf meðfram Rauðavatni og yfir á Rauðhólaveg að Þingnesi þar sem stendur yfir uppgröfur gamals þingstaðar. Þaðan verður ekið upp í Heiðmörk sem væntanlega skartar sínum fegurstu haustlitum. Við fræð- umst um þetta sérstæða útivist- arsvæði, jarðsögu þess og lífríki. Síðan höldum við aftur upp á Suð- urlandsveg og eins og leið liggur upp á Sandskeið á Bláfjallaveginn um Vatnaás, yfir Vífilsfellshraun, upp með Rauðhólum, framhjá Eldborg að Borgarskálanum í Skíðalandi Bláfjalla. Þar gefst fólki kostur á að fara með lyftu á hæsta tind upp í um 700 metra hæð. Þaðan er mjög gott útsýni til allra átta. Að áningu lokinni verð- ur ekið til baka í átt til borgarinn- ar, um Grafarholt að Reynisvatni. Þar er snúið við og haldið út í Gufunes og síðan að Korpúlfsstöð- um og niður í Blikastaðakró. Þar verður litið á fjörulíf. Ferðinni lýkur svo með því að ekið verður til baka um Gullinbrú og að Árbæjarsafni og áfram að Náttúrugripasafninu og loks að Norræna húsinu. Á þessari leið er ekið um grá- grýtishraun frá síðari hluta ísald- ar sem liggur mikið undir hraun- um frá nútíma. Móbergsfjöll er að finna á svæðinu, jökulsorfin dal- verpi, eldstöðvar af ýmsu tagi og þannig má lengi telja. Þarna finn- ast m.a. jökulrispaðar klappir, skessukatlar, hraundrýli. Lífríki svæðisins er að leggjast í dróma Við Elliðavatn en þó eru til plöntur og dýrateg- undir sem láta vetur konung lítil áhrif á sig hafa og halda starfsemi sinni áfram. Á leiðinni er einnig hægt að sjá skemmtilegt samspil manns og náttúru i gróðurfarinu. Fjölbreyttar mannvistarminjar eru á svæðinu s.s. hinn forni þing- staður, rústir af gömlum bæjum, stekkir, sel, réttir, þófaramylla, kornmylla, sæluhús, gamlar gönguleiðir og er ekki allt upp tal- ið. Af sögu og örnefnum er svæðið einnig ríkt og verður fjallað um það í ferðinni... Eins og í ferðinni 25. apríl í vor mun það áreiðanlega koma flest- um á óvart hve merkilega jarð- fræði, fjölbreytt lífríki, merki- legar mannvistarminjar og sögu þetta svæði hefur að geyma, þó að margt hafi verið skemmt vegna þekkingarskorts og hugsunarleys- is. Reykjavíkurborg á fleiri nátt- úruperlur en flestar höfuðborgir í heiminum. Að mörgu hefur verið vel að staðið í samskiptum manns og náttúru s.s. uppbyggingu Heið- merkur, nýtingu Bláfjallasvæðis- ins til útivistar á vetrum, verndun EUiðaárdalsins, árinnar o.fl. Fjaran hefur orðið harðast úti og hefur hún misst lífskraft vegna röskunar og lífrænnar mengunar um stundarsakir að minnsta kosti. Þó eru fjörurnar lítt mengaðar við Geldinganes og við Korpúlfsstaði. Og nú er að vernda þá staði sem hafa varðveislugildi fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ef markvisst er að staðið er hægt að samflétta umsvif mannsins og starfsemi náttúrunnar að það myndi eina heild. Jafnframt þarf að reyna að bæta þau spjöll sem unnin hafa verið. Þetta þurfa allir að samein- ast um og þá lætur fegurð og hlýleiki borgarinnar ekki á sér standa. (Frá NVSV)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.