Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 lH0t0tu Útgefandi tWnfcifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Krlnglan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Blindur er bóklaus maður „Er ekki tími i Ræða Geirs Hallgrímssonar utanríkisráðherra á 40. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York Bókin á sannarlega í vök að verjast í stöðuKt vax- andi samkeppni við aðra miðla og um afþreyingu í frístundum almennings." Þessi orð, sem höfð eru eftir Þorgeiri Baldurssyni, forstjóra Prentsmiðjunnar Odda, á Bóka- þingi í Borgarnesi, eru vissu- lega í tíma töluð. Það kom fram í máli Ólafs Ragnarssonar, bókaútgefanda, að sala á bókum dróst verulega saman á árunum 1980—1984 og er talið að sá samdráttur hafi orðið mestur árið 1983, þegar bóksala varð allt að 30% minni en árið á undan. Eyjólfur Sigurðsson, formað- ur Félags bókaútgefenda, telur samdrátt í sölu bóka næstliðin ár eiga að hluta til rætur í neikvæðri umfjöllun fjöimiðla um bækur. Hún hafi hinsvegar breytzt til hins betra sl. haust og árangurinn ekki látið á sér standa. Það er að sjálfsögðu margt sem hefur áhrif á eftirspurn eftir bókum og flest að því snýr að bókaútgefendum sjálfum. í fyrsta lagi hvaða bækur eða hvers konar bækur eru gefnar út. í annan stað hvern veg bókaútgefendur sjálfir standa að kynningu bóka, t.d. með auglýsingum. í þriðja lagi sölu- verð bóka, sem skiptir máli í samkeppni við við aðra vöru á bókavertíð helzta gjafamánað- ar ársins. Það er rétt að bókin stendur í vissri samkeppni við aðra fjöl- miðla: sjónvarp, útvarp, blöð og tímarit. Hitt skiptir máske meira máli að þessir fjölmiðlar geta verið og eru, oftar en ekki, vopn til varnar og sóknar í þágu bókarinnar. Það er ekkert smáræði les- máls, sem steypizt yfir fólk á þeirri upplýsingaöld er við lif- um á. Engu að síður hefur bók- in haldið velli. Sú staðreynd, ein út af fyrir sig, er ánægju- legur vitnisburður, bæði um bókina sem slíka — og hæfni hins almenna neytenda til að gera upp á milli þess, sem á boðstólum er. Morgunblaðið telur sér það til tekna að hafa jafnan lagt bókinni lið og greitt götu hennar til almennings. Hugmyndir vóru uppi um það á bókaþinginu að stofna lands- samtök þeirra aðila, sem hags- muna hafa að gæta í sambandi við bókaútgáfu og bóksölu. Slíkt kann að vera nauðsynlegt til að samræma sjónarmið, samhæfa störf og baráttu og slá skjaldborg um bókina til frambúðar. Þau eru að vísu mörg félögin og samtökin, sem fámenn þjóð okkar hefur efnt til, og stundum meiri að um- búðum og fyrirferð en innhaldi og árangri. Mestu máli skiptir að starfsemin sé virk og mark- viss. íslendingar telja sig bóka- þjóð og eru það í raun, þó bók- sala sé að mestu bundin við einn mánuð árs. Máske skiptir mestu máli fyrir bókina, eins og mál standa, að efla vörukynn- ingu hennar og færa söluland- helgi hennar út til annarra mánaða árs en desembermán- aðar. Ef rétt verður að málum staðið, og stjórnvöld og fjöl- miðlar skilja sinn vitjunartíma verður bókin áfram hluti af daglegu lífi fólks í landinu. SÁA Frá því SÁÁ tók til starfa fyrir tíu árum hafa 7.000 Islendingar, eða um 3% þjóðar- innar, farið í meðferð vegna óhóflegrar áfengisneyzlu. Um eitt hundrað erlendir að- ilar, þar á meðal 17 manna þingmannanefnd Svía, hafa lagt leið sína til íslands til að kynna sér meðferð vímuefna- neytenda hér. Þetta tvennt, sem hér að framan er tíundað, kemur m.a. fram í viðtali Morgunblaðsins við Hendrik Berndsen, formann SÁÁ, í tilefni af tíu ára starfs- afmæli samtakanna. „Við erum búin að aðlaga þá þekkingu, sem við lærðum í Bandaríkjunum, íslenzkum að- stæðum og íslenzkri manngerð, og það er efalaust einn þáttur þess, hve vel hefur gengið," sagði Hendrik Berndsen í við- tali við blaðið. „Þessi góði árangur, sem við höfum náð, hefur gert það að verkum að aðrar þjóðir eru farnar að horfa til okkar ...“ Það segir sína sögu um þá eftirtekt, sem starfsemi SAA hefur vakið, að um 100 Færey- ingar hafa komið hingað til meðferðar og um 30 einstakl- ingar frá Danmörku og Svíþjóð. Starfsemi SÁÁ hefur verið mikil á þessum tíu starfsárum, bæði að umfangi og árangri. Davíð Oddsson, borgarstjóri, beitti sér fyrir því að SÁÁ tók yfir vissan þátt í áfengisvörn- um borgarinnar, sem reynslan hefur fyllilega réttlætt, þótt „félagsmálaflokkar" berðu bumbur vandlætingar þá gert var. Nú hyggur SÁÁ á samstarf við ASÍ og VSÍ varðandi kynn- ingu á starfsemi sinni og mögu- leikum fólks, sem í vanda hefur ratað, til að ná áttum í lífi sínu á ný. Þá hefur SÁÁ hannað fræðslukerfi fyrir skóla, sem gert er ráð fyrir að nýtt verði í vetur. Hafi SÁÁ þjóðarþökk fyrir framtak sitt. Herra forseti. Leyfið mér í upphafi máls míns að taka undir með starfsbræðrum mínum, sem hafa árnað yður heilla í tilefni kjörs yðar til forseta alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna. Ég er þess fullviss að hæfileikar yðar og viska, sem byggir á margra ára reynslu yðar sem virks þátt- takanda í störfum þessarar stofn- unar, mun verða yður til stuðnings í þessu mikilvæga embætti. Fertugasta þing SÞ er ákjósan- legur vettvangur til að vega og meta það, sem áunnist hefur, en ekki síður það, sem kann að hafa farið úrskeiðis eða mistekist. Margir hafa gagnrýnt og eru jafnan reiðubúnir til að gagnrýna störf Sameinuðu þjóðanna. Á stundum hefur þessi gagnrýni verið ósanngjörn og á veikum rökum reist, en því miður réttmæt oftar en skyldi. Jákvæð og mál- efnaleg gagnrýni á jafnan fullan rétt á sér. Aðeins með þeim hætti verður umbótum komið á. í ávarpi mínu á 39. allsherjar- þinginu gagnrýndi ég, og svo hafa einnig aðrir gert, starfshætti og vinnubrögð þingsins, hina sífelldu endurtekningu ályktana, sumra svo áratugum skiptir, í stað þess að leita í einlægni að raunhæfri lausn vandamálanna, sem þær fjalla um. Ég las því með mikilli athygli skýrslu 11 fyrrverandi forseta alls- herjarþingsins er þeir létu frá sér fara að loknum fundi í júnímánuði sl. um kreppuna í fjölþjóðlegri samvinnu, áhrif hennar á störf Sameinuðu þjóðanna og hvernig bæta megi starfshætti allsherjar- þingsins. Ég lít svo á að vart hafi verið unnt að færa samtökunum betri eða nytsamlegri afmælisgjöf en viturlegar tillögur þingforset- anna fyrrverandi. Nú er okkar hlutverk eftir, að hrinda í fram- kvæmd þeim umbótum, sem þeir leggjatil. Ég er ekki í hópi þeirra, sem telja að stofnskrá hinna samein- uðu þjóða sé meingallað plagg, er þarfnist róttækrar endurskoðunar og breytinga. Ég tel þvert á móti stofnskrána og gerð hennar meðal merkustu viðburða í framfarasögu mannkynsins. Vandamálið er ekki það, að stofnskrá Sameinuðu þjóðanna þjóni ekki tilgangi sínum, heldur hitt, að pólitískan vilja skortir til að fara að fullu eftir ákvæðum hennar. „Höfum allir ein lög og einn sið“ Herra forseti. Sagt er að sagan endurtaki sig. Hlutverk Sameinuðu þjóðanna — okkar hlutverk — er að koma í veg fyrir það að hörmulegir atburðir endurtaki sig sífellt í samskiptum þjóðanna, að því leyti sem slíkt er í mannlegu valdi. Árangurinn af viðleitni okkar í þessa átt er að verulegu leyti kominn undir því hvort við leitum lausnar vandans í anda sáttfýsi og samningsvilja — eða hvort við önum áfram eftir blindgötu. Allar þjóðir, sem hér eiga full- trúa, hafa fyrr eða síðar staðið frammi fyrir örlagaríkum aðstæð- um í sögu sinni. Þá er auðvitað höfuðnauðsyn, að rétt sé brugðist við. En ekki er minna um vert að dregnar séu réttar ályktanir og lærdómur af slíkum atburðum. Enginn vafi er á því að við getum mikið lært hver af annars reynslu. Fyrir nærfellt eitt þúsund árum var málum svo komið í heimalandi mínu að borgarastyrjöld vofði yfir milli þeirra, sem vildu halda við hinn forna og heiðna sið, og hinna, er taka vildu kristna trú. Þetta er vissulega einhver mesta örlaga- stund í sögu þjóðar minnar. Málið var lagt í gjörð eins vitrasta höfð- ingja landsins, Þorgeirs Ljósvetn- ingagoða. Úrskurðaði hann í mál- inu og flutti við það tækifæri fyrstu eiginlegu þingræðuna, sem varðveist hefur í landi mínu. Þessi ræða, flutt fyrir nær þúsund árum, var stutt og því gæti hún verið til fyrirmyndar fyrir okkur, sem hér ávörpum þingheim. Leyfið mér, herra forseti, að hafa hér yfir örstuttan kafla úr þessari sögu- frægu ræðu vegna þess vísdóms, sem í henni felst. „Sagði (hann), að honum þótti þá komið hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldi eigi hafa allir lög ein á landi hér ... og sagði, að það mundi að því ósætti verða, er vísa von var, að þær barsmíðir gerðist á milli manna, er landið eyddist af ... En nú þykir mér það ráð (kvað hann), að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gang- ast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorir tveggja hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn." Hann, sem sjálfur hafði fylgt hinum heiðna sið, lýsti því þá yfir að allir menn í landinu skyldu kristnir vera. Þeim, sem höfðu fylgt hinum forna sið, skyldi heim- ilt að halda nokkrum heiðnum venjum, svo fremi sem það væri gert á laun. Þar með hlaut hin forna og heiðna trú að deyja út smám saman. Þessi merka þingræða talar sínu máli og útskýringar á henni af minni hálfu eru óþarfar. Leyfið mér aðeins að hvetja öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til þess að forðast vopnavald og til þess að leysa deilur sínar með sáttum og málamiðlun, um leið og það er okkur öllum lífsnauðsyn að hafðar séu í heiðri grundvallar- reglur stofnskrár og mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Raunhæfra adgeröa þörf Herra forseti. Mörg brýn alþjóðleg vandamál liggja fyrir þessu þingi og vonandi berum við gæfu til að þoka ein- hverjum þeirra í átt til farsælla lykta. f inngangsorðum stofnskrár okkar segir að samtök hinna sameinuðu þjóða hafi verið stofn- uð til að „bjarga komandi kynslóð- um undan hörmungum ófriðar". Nýlegar tölur birtar af afvopn- unardeild Sameinuðu þjóðanna sýna hins vegar að 20 milljónir manna hafa týnt lífi í nálægt 150 styrjöldum á þeim 40 árum, sem liðin eru frá stofnun samtakanna. Þannig hafa fleiri týnt lífi þessa fjóra áratugi en í allri síðari heimsstyrjöldinni. Það er vel þess virði að leiða hugann að því að á þessu tímabili hafa Vestur-Evrópa og Norður- Ameríka búið við frið og sú hugsun er áleitin að þetta megi þakka Norður-Atlantshafsbandalaginu, sem stofnað var í samræmi við ákvæði 51. greinar stofnskrár Sameinuðu þjóðanna. Er ekki tími til kominn að við grípum til raunhæfra aðgerða, er stöðvi og komi í veg fyrir vopnuð átök, sem ávallt kosta svo miklar mannfórnir og hörmungar? Er ekki tími til kominn að við nýtum okkur til fulls ákvæði stofn- skrárinnar og gerum öryggisráðið að þeim verndara friðar í heimin- um, sem stofnendur Sameinuðu þjóðanna ætluðust til? Er ekki tími til kominn að við styrkjum stöðu aðalframkvæmda- stjórans og gerum honum kleift að hefja málamiðlun við upphaf deilna þjóða í milli og áður en þær verða að ófriðarbáli? Það er vissulega tímabært, og í því sambandi vil ég minna á tillög- ur utanríkisráðherra Norður- landa, sem þeir lögðu fyrir Örygg- isráð og allsherjarþing SÞ fyrir tveimur árum og lúta einmitt að þessu. Því aðeins er unnt að efla virð- ingu fyrir alþjóðalögum og reglum og knýja deiluaðila til að fara að fyrirmælum Öryggisráðsins, að aðildarríkin standi einhuga að baki aðalframkvæmdastjóranum og samtökum Sameinuðu þjóð- anna. Ákvæði 26. greinar stofnskrár Sameinuðu þjóðanna felur Örygg- isráðinu að hafa forystu um að setja reglur varðandi takmörkun og eftirlit með vígbúnaði. Ráðinu hefur ekki tekist að gegna þessu hlutverki. Umræður um takmörk- un vígbúnaðar og afvopnun hafa eigi að síður verið meðai mikilvæg- ustu viðfangsefna allsherjarþing- anna. Vígbúnaðarkapphlaupið hófst þegar á fyrstu árum Samein- uðu þjóðanna. Margar viturlegar ályktanir hafa verið samþykktar öll þessi ár. En þvert ofan í einlæg- ar vonir okkar hefur vígbúnaðar- kapphlaupið magnast í nokkurn veginn sama mæli og ályktunum allsherjarþingsins um afvopnun- armál fjölgaði. Ég hygg að við ættum að fara að ráði hinna 11 fyrrverandi forseta allsherjar- þingsins og gera tilraun til að fækka og stytta þessar ályktanir og einbeita okkur þeim mun meir að því að finna leið er tryggi fram- kvæmd þeirra. Vopnaverslun þrefaidast Á árabilinu 1960 til 1983 tvöföld- uðust útgjöld til hermála í heimin- um og námu í lok þessa tímabils 800 milljörðum dollara. Áætlað er að þau muni á þessu ári fara fram ur einu þúsundi milljarða dollara. Á 14 árum, frá 1968 til 1982, þre- faldaðist alþjóðleg vopnaverslun. Þetta lýsir vel ástandinu og aukn- um hraða vígbúnaðarkapphlaups- ins. Vígbúnaðarkapphlaupið og kjarnavopnahættan eru þjóð minni og bjóðþingi vaxandi úhyggjuefni. Á sl. vori samþykkti Alþingi einróma ályktun þess efn- is, „að brýna nauðsyn beri til að þjóðir heims, ekki síst kjarnorku- veldin, geri með sér samninga um gagnkvæma alhliða afvopnun, þar sem framkvæmd verður tryggð með alþjóðlegu eftirliti". Auðvitað er það fyrst og fremst á valdi risaveldanna tveggja að snúa ríkjandi ástandi til betri vegar. En þau hafa þvi miður eigi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.