Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1986
Aðalfundur Sambands veitinga- og gistihúsa:
Vinnubrögðum
dómsmálaráð-
herra mótmælt
Á AÐALFUNDI Sambands veitinga-
og gistihúsa sem nýlega var haldinn
voru kynnt tvenn ný lög. Lög um
skipulag feröamála, sem munu öölast
gildi 1. október 1985 og lög um veit-
inga- og gististaði, sem gilda munu
frá 1. janúar 1986.
Vinnubrögð dómsmálaráðherra
varðandi útgáfu vínveitingaleyfa
Tómas A.
Tómasson
sendiherra á
Grikklandi
TÓMAS Á. Tómasson sendiherra
afhenti í dag Christos Sartzetak-
is forseta Grikklands trúnað-
arbréf sitt sem sendiherra ís-
lands í Grikklandi með aðsetur í
Brussel.
f Krétutilkynninx)
voru rædd og samþykkt var álykt-
un þar sem þeim vinnubrögðum
er harðlega mótmælt. Tölulegar
staðreyndir sýna að það verður
engan veginn vegið að rótum
áfengisvandans með atlögum að
veitingahúsum. Aðalfundurinn
skoraði enn einu sinni á stjórnvöld
að láta dómbæra aðila endurskoða
þá úreltu áfengislöggjöf sem Is-
lendingar búa við.
Þá var rætt um þann tvískinn-
ung sem ríkir varðandi áfengt öl.
A meðan ferðamenn og áhafnir
flytja áfengt öl inn í landið í miklu
magni þá hefur dómsmálaráð-
herra nýlega sett í reglugerð bann
við að framreiða öl sem áður hefur
verið blandað áfengi og var skorað
á Alþingi að taka af skarið og
samþykkja sölu og framreiðslu
áfengs öls.
Stjórn sambandsins skipa nú
Skúli Þorvaldsson formaður, As-
laug Alfreðsdóttir, Bjarni I. Arna-
son, Emil Guðmundsson, Olafur
Laufdal, Pétur Geirsson og Wil-
helm Wessman. Varamenn eru
Guðvarður Gíslason og Sigurður
Skúli Bárðarson.
(Cr fréttatilkynningu)
Slátursalan Iðufelli 14 sem opnuð verður í dag.
Ljósmynd/Matthías Eggertsson
Ingi Tryggvason, formaður stéttarsambandsins, afhendir viðstöddum stofnfundarfulltrúum viðurkenningar. Þeir eru:
f.v.: Guðmundur Ingi Kristjánsson, Erlendur Árnason, Sigurjón Sigurðsson, Ketill Guðjónsson, Gunnar Ólafsson,
Gunnar Guðbjartsson og Halldór E. Sigurðsson.
Stéttarsamband bænda:
Stofnfundarfull
trúar heiðraðir
Ingi afhendir Gunnari Guðbjartssyni
gullmerki Stéttarsambands bænda.
I AFMÆLISHÓFI sem haldið var í
lok aðalfundar Stéttarsambands
bænda, sem haldinn var á Laugar-
vatni fyrir skömmu, voru þeir menn
sem sátu stofnfund stéttarsambands-
ins á þeim sama stað fyrir 40 árum
sérstaklega heiðraðir.
Stofnfundarfulltrúar voru alls
48, tólf eru enn á lífi og voru sjö
þeirra mættir í hófið. Var hverjum
afhent gjöf, borðstöng með af-
mælisfána stéttarsambandsins. Þá
var Gunnar Guðbjartsson, sem var
formaður sambandsins í 18 ár,
sérstaklega heiðraður með gull-
Sláturfélag Suðurlands
opnar slátursölu í Iðufelli
FIMMTUDAGINN 26. september
verður opnuð slátursala á vegum
Sláturfélags Suðurlands í húsi fyrir-
tækisins í Iðufelli 14.
Þetta er eina slátursala sinnar
tegundar í Reykjavík og þar verð-
ur á boðstólum nýtt og ófryst slát-
ur. Slátursala af því tagi hefur
ekki tíðkast í Reykjavík um nokk-
urra ára skeið.
Hjá Slátursölunni verður á
boðstólum allt sem þarf til slátur-
gerðar, einnig hreinsaðar og
saumaðar vambir meðan birgðir
endast. Auk þess verður þar sala á
kjöti af nýslátruðu í heilum og
hálfum skrokkum.
Sláturfélagið hefur látið prenta
leiðbeiningar um sláturgerð og
verður þeim dreift ókeypis í Slát-
ursölunni.
Slátursalan verður opin mánud.
til fimmtud. frá kl. 09.00 til 18.00,
föstud. frá kl. 09.00 til 19.00 og á
laugardögum frá kl. 09.00 til 12.00.
Ráðgert er að Slátursalan verði
opin í einn mánuð.
(Fréttatilkynning)
merki Stéttarsambands bænda.
Eftirtaldir sjö menn komu í
afmælishófið: Guðmundur Ingi
Kristjánsson á Kirkjubóli, sem setið
hefur 37 aðalfundi og verið hefur
í stjórn stéttarsambandsins und-
anfarin 16 ár; Erlendur Árnason á
Skíðbakka, sem sat á flestum eða
öllum aðalfundum til um 1981; Sig-
urjón Sigurðsson í Raftholti, en
hann var einn af fundarboðendum
til stofnfundarins, sat í fyrstu
stjórninni og var þar í átta ár, í
sexmannanefnd í 12 ár og oftast á
aðalfundum; Ketill Guðjónsson á
Finnastöðum, sem sat á aðalfund-
um í mörg ár; Gunnar Ólafsson frá
Reykjarfirði; Gunnar Guðbjartsson
frá Hjarðarfelli , sem var fulltrúi á
öllum stéttarsambandsfundum
nema fjórum frá upphafi og fram
til ársins 1981 og var formaður í
18 ár, frá 1963-81 og Halldór E.
Sigurðsson frá Staðarfelli, sem var
fulltrúi Dalamanna á stéttarsam-
bandsfundunum fram á miðjan
sjötta áratuginn.
Fimm stofnfundarfulltrúar til
viðbótar eru á lífi, þeir eru: Bjarni
Halldórsson á Uppsölum, sem lengi
sat í stjórn; Eggert Ólafsson í Laxár-
dal; Vilhjálmur Hjálmarsson á
Brekku, sem sat í ellefu ár i stjórn;
Pétur Jónsson á Egilsstöðum , sem
sat í 8 ár í stjórn og Þorsteinn
Sigfússon á Sandbrekku.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
ýmistegt
Lögmaður
getur fengið aðstööu á lögfræðistofu gegn
þátttöku í leigu- og skrifstofukostnaði.
Ahugamenn sendi tilboð á augld. Mbl. merkt:
„Múlahverfi — 3226“
Fisk- og
kjötframleiöendur —
athugið!
Eitt af virtari veitingahúsum landsins óskar
aö komast í viðskipti við aðila sem selja eftir-
farandi:
Nautalundir — nautafile — lambalundir —
lambafille — ærinnralæri — grísalundir —
folaldalundir — svartfugl — hreindýr —
villigæsir — vilhendur — skötusel — rauð-
sprettu — smálúðu o.fl.
Upplýsingar um verð, hugsanlegt magn og
frágang vörunnar, óskast sendar augld. Mbl.
fyrir 29. sept. marktar:
„Hagur beggja — 8164“.
Selkórinn á
Seltjarnarnesi
vantar söngfólk í allar raddir, sópran, alt,
tenórog bassa.
Æfingar verða á mánudags- og miðvikudags-
kvöldum. Stjórnandi er Helgi R. Einarsson.
Upplýsingar gefa: Sigrún í síma 625773,
Elísabet í síma 27831, Birna í síma 11895.
Seltirningar
Fulltrúar meirihluta sjálfstaaöismanna i' baajarstjórn veróa meó við-
talstíma í Félagsheimilí Sjálfstæóisflokksins, Austurströnd 3, Seltjarn-
arnesi, nk. laugardag, 28. september kl. 14.00-16 00 eh.
Til viötals veröa bæjarfulltrúarnlr Sigurgeir Sigurösson, Júlíus Sólnes
og Erna Nietsen.
Bæjarbúar eru hvattir til aö líta viö og ræöa vlö bæjarfulltrúana um
bæjarmáiin
Sjálfstæöisfélögin á Seltjarnarnesi
Mosfellssveit —
viðtals tími
Hreppsnefndarfull-
trúarnir Hllmar Sig-
urósson, varaodd-
viti, og Guömundur
Daviösson, formaö-
urveitunefndar,
veróa til viótals i Hlé-
garöi fimmtudaginn
26. september kl.
17.00-19.00.
Sjálfstæölsfélag Mosfellinga.
Almennur félagsfundur
Týr Kópavogi
Félagsleg aðstoð við fullfrískt fólk
Almennur félagsfundur veröur haldlnn
fimmtudaginn 26. september kl. 20.30 í
Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1,3. hæö.
Frummælandi veröur dr. Vilhjálmur Egilsson
nýkjörinn formaóur Sambands ungra sjálf-
stæóismanna, og ræölr hann um hiö svokall-
aöa „velferöarkerfi". Fundurinn er opinn öll-
um stuöningsmönnum Sjálfstæöisflokksins.
Stjórnln.