Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1986 Aðalfundur Sambands veitinga- og gistihúsa: Vinnubrögðum dómsmálaráð- herra mótmælt Á AÐALFUNDI Sambands veitinga- og gistihúsa sem nýlega var haldinn voru kynnt tvenn ný lög. Lög um skipulag feröamála, sem munu öölast gildi 1. október 1985 og lög um veit- inga- og gististaði, sem gilda munu frá 1. janúar 1986. Vinnubrögð dómsmálaráðherra varðandi útgáfu vínveitingaleyfa Tómas A. Tómasson sendiherra á Grikklandi TÓMAS Á. Tómasson sendiherra afhenti í dag Christos Sartzetak- is forseta Grikklands trúnað- arbréf sitt sem sendiherra ís- lands í Grikklandi með aðsetur í Brussel. f Krétutilkynninx) voru rædd og samþykkt var álykt- un þar sem þeim vinnubrögðum er harðlega mótmælt. Tölulegar staðreyndir sýna að það verður engan veginn vegið að rótum áfengisvandans með atlögum að veitingahúsum. Aðalfundurinn skoraði enn einu sinni á stjórnvöld að láta dómbæra aðila endurskoða þá úreltu áfengislöggjöf sem Is- lendingar búa við. Þá var rætt um þann tvískinn- ung sem ríkir varðandi áfengt öl. A meðan ferðamenn og áhafnir flytja áfengt öl inn í landið í miklu magni þá hefur dómsmálaráð- herra nýlega sett í reglugerð bann við að framreiða öl sem áður hefur verið blandað áfengi og var skorað á Alþingi að taka af skarið og samþykkja sölu og framreiðslu áfengs öls. Stjórn sambandsins skipa nú Skúli Þorvaldsson formaður, As- laug Alfreðsdóttir, Bjarni I. Arna- son, Emil Guðmundsson, Olafur Laufdal, Pétur Geirsson og Wil- helm Wessman. Varamenn eru Guðvarður Gíslason og Sigurður Skúli Bárðarson. (Cr fréttatilkynningu) Slátursalan Iðufelli 14 sem opnuð verður í dag. Ljósmynd/Matthías Eggertsson Ingi Tryggvason, formaður stéttarsambandsins, afhendir viðstöddum stofnfundarfulltrúum viðurkenningar. Þeir eru: f.v.: Guðmundur Ingi Kristjánsson, Erlendur Árnason, Sigurjón Sigurðsson, Ketill Guðjónsson, Gunnar Ólafsson, Gunnar Guðbjartsson og Halldór E. Sigurðsson. Stéttarsamband bænda: Stofnfundarfull trúar heiðraðir Ingi afhendir Gunnari Guðbjartssyni gullmerki Stéttarsambands bænda. I AFMÆLISHÓFI sem haldið var í lok aðalfundar Stéttarsambands bænda, sem haldinn var á Laugar- vatni fyrir skömmu, voru þeir menn sem sátu stofnfund stéttarsambands- ins á þeim sama stað fyrir 40 árum sérstaklega heiðraðir. Stofnfundarfulltrúar voru alls 48, tólf eru enn á lífi og voru sjö þeirra mættir í hófið. Var hverjum afhent gjöf, borðstöng með af- mælisfána stéttarsambandsins. Þá var Gunnar Guðbjartsson, sem var formaður sambandsins í 18 ár, sérstaklega heiðraður með gull- Sláturfélag Suðurlands opnar slátursölu í Iðufelli FIMMTUDAGINN 26. september verður opnuð slátursala á vegum Sláturfélags Suðurlands í húsi fyrir- tækisins í Iðufelli 14. Þetta er eina slátursala sinnar tegundar í Reykjavík og þar verð- ur á boðstólum nýtt og ófryst slát- ur. Slátursala af því tagi hefur ekki tíðkast í Reykjavík um nokk- urra ára skeið. Hjá Slátursölunni verður á boðstólum allt sem þarf til slátur- gerðar, einnig hreinsaðar og saumaðar vambir meðan birgðir endast. Auk þess verður þar sala á kjöti af nýslátruðu í heilum og hálfum skrokkum. Sláturfélagið hefur látið prenta leiðbeiningar um sláturgerð og verður þeim dreift ókeypis í Slát- ursölunni. Slátursalan verður opin mánud. til fimmtud. frá kl. 09.00 til 18.00, föstud. frá kl. 09.00 til 19.00 og á laugardögum frá kl. 09.00 til 12.00. Ráðgert er að Slátursalan verði opin í einn mánuð. (Fréttatilkynning) merki Stéttarsambands bænda. Eftirtaldir sjö menn komu í afmælishófið: Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli, sem setið hefur 37 aðalfundi og verið hefur í stjórn stéttarsambandsins und- anfarin 16 ár; Erlendur Árnason á Skíðbakka, sem sat á flestum eða öllum aðalfundum til um 1981; Sig- urjón Sigurðsson í Raftholti, en hann var einn af fundarboðendum til stofnfundarins, sat í fyrstu stjórninni og var þar í átta ár, í sexmannanefnd í 12 ár og oftast á aðalfundum; Ketill Guðjónsson á Finnastöðum, sem sat á aðalfund- um í mörg ár; Gunnar Ólafsson frá Reykjarfirði; Gunnar Guðbjartsson frá Hjarðarfelli , sem var fulltrúi á öllum stéttarsambandsfundum nema fjórum frá upphafi og fram til ársins 1981 og var formaður í 18 ár, frá 1963-81 og Halldór E. Sigurðsson frá Staðarfelli, sem var fulltrúi Dalamanna á stéttarsam- bandsfundunum fram á miðjan sjötta áratuginn. Fimm stofnfundarfulltrúar til viðbótar eru á lífi, þeir eru: Bjarni Halldórsson á Uppsölum, sem lengi sat í stjórn; Eggert Ólafsson í Laxár- dal; Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku, sem sat í ellefu ár i stjórn; Pétur Jónsson á Egilsstöðum , sem sat í 8 ár í stjórn og Þorsteinn Sigfússon á Sandbrekku. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar ýmistegt Lögmaður getur fengið aðstööu á lögfræðistofu gegn þátttöku í leigu- og skrifstofukostnaði. Ahugamenn sendi tilboð á augld. Mbl. merkt: „Múlahverfi — 3226“ Fisk- og kjötframleiöendur — athugið! Eitt af virtari veitingahúsum landsins óskar aö komast í viðskipti við aðila sem selja eftir- farandi: Nautalundir — nautafile — lambalundir — lambafille — ærinnralæri — grísalundir — folaldalundir — svartfugl — hreindýr — villigæsir — vilhendur — skötusel — rauð- sprettu — smálúðu o.fl. Upplýsingar um verð, hugsanlegt magn og frágang vörunnar, óskast sendar augld. Mbl. fyrir 29. sept. marktar: „Hagur beggja — 8164“. Selkórinn á Seltjarnarnesi vantar söngfólk í allar raddir, sópran, alt, tenórog bassa. Æfingar verða á mánudags- og miðvikudags- kvöldum. Stjórnandi er Helgi R. Einarsson. Upplýsingar gefa: Sigrún í síma 625773, Elísabet í síma 27831, Birna í síma 11895. Seltirningar Fulltrúar meirihluta sjálfstaaöismanna i' baajarstjórn veróa meó við- talstíma í Félagsheimilí Sjálfstæóisflokksins, Austurströnd 3, Seltjarn- arnesi, nk. laugardag, 28. september kl. 14.00-16 00 eh. Til viötals veröa bæjarfulltrúarnlr Sigurgeir Sigurösson, Júlíus Sólnes og Erna Nietsen. Bæjarbúar eru hvattir til aö líta viö og ræöa vlö bæjarfulltrúana um bæjarmáiin Sjálfstæöisfélögin á Seltjarnarnesi Mosfellssveit — viðtals tími Hreppsnefndarfull- trúarnir Hllmar Sig- urósson, varaodd- viti, og Guömundur Daviösson, formaö- urveitunefndar, veróa til viótals i Hlé- garöi fimmtudaginn 26. september kl. 17.00-19.00. Sjálfstæölsfélag Mosfellinga. Almennur félagsfundur Týr Kópavogi Félagsleg aðstoð við fullfrískt fólk Almennur félagsfundur veröur haldlnn fimmtudaginn 26. september kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1,3. hæö. Frummælandi veröur dr. Vilhjálmur Egilsson nýkjörinn formaóur Sambands ungra sjálf- stæóismanna, og ræölr hann um hiö svokall- aöa „velferöarkerfi". Fundurinn er opinn öll- um stuöningsmönnum Sjálfstæöisflokksins. Stjórnln.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.