Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1985
33
til kominn
Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra
flytur ræðu sína á Allsherjarþinginu
setið á sárshöfði. Þeim hefur ekki
tekist að ná samningum um tak-
mörkun vígbúnaðar og þá ekki
heldur takmörkun kjarnavopna.
Öllum er ljóst að kjarnorkustyrj-
öld getur haft gjöreyðingu í för
með sér, og eyðileggingarmáttur
svokallaðra hefðbundinna vopna
er nú orðinn svo öflugur að tak-
mörkun þeirra er engu síður mikil-
væg.
Við spyrjum hvað eftir annað:
hvernig má það vera að risaveldin
hafa ekki getað gert með sér hald-
góða samninga um afvopnun, sem
hlyti að verða báðum aðilum til
einhlítra hagsbóta, og raunar
mannkyni öllu?
Hvenær sem örlað hefur á
árangri, hversu lítilvægur sem
hann hefur virst, hafa vonir
manna glæðst um heim allan að
sátt á milli stórveldanna væri á
næsta leiti og fyrsta skrefið stigið
í átt til almennrar og algjörrar
afvopnunar.
Sú hefur þó ekki orðið raunin á.
En hvers vegna hefur þessi við-
leitni til að koma á stjórn með
vopnabúnaði og afvopnun reynst
svo árangurslítil? Hvers vegna
urðu þessir samningar svo ófull-
komnir og takmarkaðir? Ég er
þeirrar skoðunar að ástæðan sé
aðallega sú, að Sovétríkin hafa
ekki viljað fallast á virkt og raun-
hæft eftirlitskerfi með vopnabún-
aði.
Eftirlit með vopnabúnaði er
kjarninn í umræðum um afvopn-
unarmál hér á þessum vettvangi.
Sérfræðingar á þessu sviði eru
almennt þeirrar skoðunar að lítil
sem engin von sé til þess að ná
umtalsverðum árangri í viðræðum
um afvopnun nema því aðeins að
raunhæft eftirlit sé meðal megin-
ákvæða slíkra samninga. Mér
skilst að sérfræðingar Sameinuðu
þjóðanna í afvopnunarmálum og
aðalframkvæmdastjórinn séu og
sammála þessu.
Hlutlægt eftirlit
Sameinuðu þjódanna
í ræðu aðalframkvæmdastjór-
ans í Harvard-háskóla hinn 9.
janúar sl. benti hann einmitt á,
að það myndi greiða fyrir gerð
afvopnunarsamninga í framtíð-
inni, ef hugað yrði nánar að þeim
möguleikum, sem Sameinuðu þjóð-
irnar hefðu yfir að ráða til þess
að takast á hendur hlutlægt eftir-
lit með því, að afvopnunarsamn-
ingar verði haldnir.
Og orðrétt sagði hann ennfrem-
ur:
„Tillögur hafa verið gerðar þess
efnis að Sameinuðu þjóðirnar komi
sér upp gervihnattastofnun, stöðv-
um til mælinga á jarðhræringum
og eftirlits í lofti til að fylgjast
með og sannprófa að ákvæði af-
vopnunarsamninga séu haldin.
Þegar gætt er hve eftirlit er gífur-
lega mikilvægt fyrir afvopnunar-
aðgerðir verður ljóst að möguleik-
ar Sameinuðu þjóðanna til að
takast á hendur slíkt eftirlit, jafn-
vel þótt í takmörkuðum mæli væri,
gæti orðið mikilvægur skerfur tií
afvopnunarsamninga í framtíð-
inni.“
í ljósi þessara athyglisverðu
ummæla aðalframkvæmdastjór-
ans vona ég að allsherjarþingið
leitist við að fjalla um þessi mikil-
vægu mál af vaxandi raunsæi og
gæti þess að tillögur, sem það kann
að samþykkja um þessi efni, skorti
ekki viðhlitandi ákvæði um öruggt
eftirlit með að gerðir samningar
veri haldnir í hvívetna.
Ég tel það ekki á minu færi að
segja til um hvers vegna Sovétrík-
in hafa ekki viljað hingað til
samþykkja traust og haldbært
eftirlit með afvopnun. En ég vona
að í þeim samningaviðræðum, sem
nú fara fram í Genf, muni þau
viðurkenna nauðsyn slíks eftirlits.
Og vissulega vona ég að á fundi
leiðtoga Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna í Genf í nóvembermánuði
nk. takist þeim að komast að
sameiginlegri niðurstöðu um mik-
ilvægi fullkomins eftirlitskerfis,
þetta grundvallarskilyrði fyrir því
að umtalsverður árangur náist í
takmörkun kjarnavopna.
íslendingar eru eyþjóð, sem um
afkomu sína er að langmestu leyti
háð lífríki hafsins. Aukinn víg-
búnaður á hafinu og í því veldur
okkur af augljósum ástæðum vax-
andi áhyggjum. Af þessum orsök-
um vorum við meðflytjendur að
ályktun allsherjarþingsins nr.
38/188/G frá 20. desember 1983
um könnun flotastyrks og víg-
búnaðar á hafinu.
Hópur sérfræðinga ríkisstjórna,
undir formennsku Ali Alatas,
sendiherra Indónesíu hjá Samein-
uðu þjóðunum, hefur nú sam-
hljóma látið frá sér fara áhuga-
verða skýrslu um þessi flóknu mál.
Skýrslan lýsir greinilega hve erfitt
viðfangsefni ráðstafanir til að efla
gagnkvæmt traust svo að stöðva
megi eða snúa við vígbúnaðar-
kapphlaupinu á höfum úti eru.
Meginmarkmiðið er auðvitað að
benda á hugsanlega afvopnunar-
möguleika á höfum úti og hugsan-
legar aðgerðir til að efla á því sviði
gagnkvæmt traust og öryggi. Að
sjálfsögðu verður í þessu efni að
taka fullt tillit til mismunandi
þarfa einstakra þjóða fyrir sjóher
til að tryggja öryggi sitt í sam-
ræmi við ákvæði sáttmála Samein-
uðu þjóðanna og áhrif aðgerða á
alþjóðlegt öryggi.
Takmarkið er að öll ríki búi við
óskert og sambærilegt öryggi er
tryggt verði með eins litlum
vopnabúnaði og frekast er raun-
hæft.
Forsenda varanlegs
heimsfriðar
Herra forseti.
Eitt vandamálanna í brennidepli
nú er hin illræmda kynþáttaað-
skilnaðarstefna Suður-Afríku,
apartheid, og rekin af mikilli hörku
af þarlendum stjórnvöldum.
Stefna ríkisstjórnar minnar og
annarra Norðurlanda til þessa
máls er vel kunn þingheimi. Allt
frá árinu 1978 hafa þessi lönd
staðið að sameiginlegum aðgerð-
um gegn hinni ómannúðlegu,
grimmu og úreltu apartheid-
stefnu. Önnur ríki hafa einnig
gripið til svipaðra aðgerða, sem
auka munu þann þrýsting, er við
vonum að muni fyrr en síðar leiða
til þess að ríkisstjórn Suður-
Afríku hverfi frá þessari illræmdu
stefnu sinni.
Er við beinum athygli okkar og
aðgerðum gegn stjórnvöldum Suð-
ur-Afríku skulum við samt ekki
missa sjónar á því mikla óréttlæti,
sem enn viðgengst í mörgum öðr-
um ríkjum heims. Við verðum að
vinna að úrbótum hvarvetna þar
sem óréttlæti er enn við lýði og
mannréttindi fótum troðin.
Ég vil hér með lýsa yfir ein-
dregnum stuðningi ríkisstjórnar
minnar og íslensku þjóðarinnar
við látlausa viðleitni Sameinuðu
þjóðanna til að efla og treysta
mannréttindi hvarvetna í heimin-
um. Mannréttindi, lýðræði og
frelsi eru samofin forsenda þess
að takast megi að koma á varan-
legum heimsfriði.
Með tilstyrk mannréttindasátt-
málans og annarra samþykkta
Sameinuðu þjóðanna hefur skap-
ast möguleiki til þess að hefja
samræmda og alþjóðlega baráttu
fyrir bættum mannréttindum
hvarvetna þar sem þess er þörf.
Brot á mannréttindum eru ekki
lengur innanríkismál einstakra
ríkja, eins og þau voru taliii um
aldaraðir. Mikill meirihluti þjóða
hefur nú skuldbundið sig til að
virða ákvæði mannréttindasamn-
inga.
Fólki í löndum þar sem sam-
borgarar þess eru sviptir lífinu af
pólitískum ástæðum, hnepptir í
fangelsi, fluttir á geðveikrahæli,
eða ýmist neitað um að fara úr
landi eða gerðir landflótta —
sviptir öllum almennum mann-
réttindum, kann að þykja slíkir
sáttmálar ónýt pappírsgögn. Og
við höfum sannarlega fullan skiln-
ing á örvæntingu þessa fólks.
En samtök þjóða heims hafa nú
rétt til þess að fylgjast með
ástandi þessara mála í einstökum
ríkjum og bregðast gegn brotum
mannréttinda. Sannarlega eiga
þær að neyta þessa réttar síns
hvar og hvenær sem þess er þörf.
Eitt grundvallarákvæði stofn-
skrár Sameinuðu þjóðanna er það
að einstaklingar jafnt og þjóðir
eigi ótvíræðan rétt til sjálfs-
ákvörðunar. Allar þjóðir, einkum
þó þær, sem enn eru í mótun,
þarfnast slíks réttar til að velja
og hafna að eigin vild og mati, án
íhlutunar annarra. Þær verða
einnig að vera frjálsar að því við
hverjar þjóðir þær vilja eiga
samvinnu og ættu aldrei að þurfa
að láta undan þrýstingi stærri og
voldugri þjóða um samstarf er þær
telja óæskilegt. Sem dæmi um
þetta má nefna hrottalega hernað-
arinnrás erlendra ríkja í Afganist-
an og Kambódíu.
Frjáls viðskipti mikilvæg
Herra forseti.
Það er afar mikilvægt að við-
hlítandi árangur náist í hinum
svonefndu norður-suðurviðræðum.
Það er í raun mjög brýnt til trygg-
ingar mannréttindum og velferð
fólks í stórum hluta heims. Versl-
unarfrelsi er að mínu mati eitt
skilyrða fyrir því að þetta megi
takast.
Hvað varðar sérstaklega hina
alvarlegu efnahagsafkomu í Afr-
íku vil ég láta í ljós ánægju mína
yfir að náðst skuli hafa einróma
samstaða um ályktun á fundi
Efnahags- og félagsmálaráðs SÞ
(ECOSOC) nú í sumar. Enda þótt
efnahagsaðstoð sé nauðsynleg er
afnám hvers konar viðskiptahafta
og bætt viðskiptakjör, þar með
talið hærra verð fyrir vörur frá
þróunarlöndunum, svo og breyting
á stefnunni í landbúnaðarmálum,
engu síður mikilvægir þættir í
viðleitninni til að bæta ástandið í
þróunarlöndunum.
Land mitt er mjög háð útflutn-
ingsviðskiptum, það veldur því
miklum áhyggjum að í mörgum
löndum verður nú í vaxandi mæli
vart þrýstings til að koma á aukn-
um hömlum og höftum í alþjóða-
viðskiptum. Við hljótum að bægja
þessum þrýstingi frá því reynslan
hefur sýnt og sannað að á slíkum
aðgerðum hagnast enginn, heldur
bíða allir tjón. Áframhaldandi
vöxtur frjálsra viðskipta á grund-
velli Hins almenna samkomulags
um tolla og viðskipti (GATT) er
sérlega mikilvægur einmitt nú,
þegar litið er til ríkjandi óvissu-
ástands á sviði efnahagsmála
heimsins. Ástæða er til að efna
sem fyrst til nýrra fjölþjóðavið-
ræðna um þessi mikilvægu mál.
Herraforseti.
ísland hefur fullgilt hafréttar-
samning Sameinuðu þjóðanna, og
við íslendingar erum í hópi þeirra,
sem líta svo á að hér sé um að
ræða einhvern merkasta alþjóða-
samning er um getur. Er hann
raunar lifandi sönnun þess hverju
Sameinuðu þjóðirnar geta fengið
áorkað til hagsbóta fyrir þjóðir
heims.
Á þessu mikilvæga sviði mann-
legra samskipta verða ein lög að
gilda og við hvetjum allar þjóðir,
sem enn hafa ekki gerst fullgildir
aðilar að þessum merka samningi,
að láta af því verða við fyrstu
hentugleika.
Kvennaáratugur og
ár æskunnar
Herra forseti.
Kvennaáratug Sameinuðu þjóð-
anna er nú senn að ljúka. Á íslandi
hófst hann á þann veg að hinn 24.
október 1975, á degi Sameinuðu
þjóðanna, lögðu konur, hvort sem
þær voru starfandi innan heimilis
eða utan, niður vinnu bæði til að
vekja athygli á og færa öllum heim
sanninn um mikilvægi þeirra
starfa er konur inna af hendi í
sérhverju þjóðfélagi — og fá þau
metin að verðleikum.
Þetta mikilvæga frumkvæði
Sameinuðu þjóðanna hefur haft í
för með sér raunhæfar aðgerðir á
íslandi, og orðið hvatning í þá átt
að konur taki virkari þátt í hvers
konar þjóðfélagsstörfum. Sá raun-
hæfi árangur, sem Nairobi-
ráðstefnan hefur haft í för með
sér, er einnig mjög uppörvandi, er
160 þjóðir náðu samkomulagi um
stefnumið til að bæta hlutskipti
og velferð kvenna almennt og rétt
þeirra til betra lífs um heim allan.
Það er von okkar og trú að árangur
kvennaáratugar SÞ muni halda
áfram að bæta hag kvenna hvar-
vetna í heiminum svo tryggilega
að ekki verði aftur snúið.
Herra forseti.
Sameinuðu þjóðirnar hafa helg-
að æsku heimsins yfirstandandi
ár. Æskan og framtíðin.
Við skulum vona að inngangsorð
stofnskrár Sameinuðu þjóðanna
verði að veruleika fyrir þá, sem
nú eru ungir að árum, að þeir erfi
betri heim þar sem ríkir nánari,
einlægari og þróttmeiri samvinna
þjóða í milli en okkur hefur enn
tekist að koma á.
Við skulum heita því að gera
allt, sem í okkar valdi stendur, til
þess að sá draumur rætist að hin
uppvaxandi kynslóð veraldar í dag
fái notið lífsfyllingar — hamingju-
ríkara lífs en nokkur kynslóð hefur
áður notið — og að henni megi
auðnast að slíta hvorki í sundur
lögin né friðinn.