Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1986
Fyrsta krossganga á Is-
landi frá siðaskiptum
LeiA krossgöngunnar. Töluraerktu staðirnir á kortinu sýna hvar hópnrínn
staldraði við, en á hverjnm stað var borið upp ákveðið fyrirbænaefni. Milli
staðanna ihuga þátttakendur einn kaflann úr krossferli Krists og endurtaka
10 sinnum: „Heil sért þú Maríat“
KROSSGANGA var farin í ölfusi,
hin fyrsta sem gengin er sfðan um
siðaskipti, en slfkar göngur eru ekki
óalgengar f kaþólskum löndum og
tíðkuðust á íslandi fyrir siðaskipti.
Krossgangan var farinn laugar-
daginn 14. september og var gengið
frá Lambafelli á Hellisheiði um
Þrengsli. Áður en gangan hófst
hafði verð sungin biskupsmessa f
Dómkirkju Krists konungs f
Landakoti og blessaði Hinrik Fra-
hen biskup þar krossinn, en stjórn-
andi göngunnar var séra Jakob
biskupsritari i Landakoti.
í göngunni var borinn þriggja
og hálfs metra hár trékross, sam-
tals um 20 kílómetra, að Riftúni f
ölfusi, en þar rekur kaþólska
kirkjan dvalarheimili fyrir börn
yfir sumarmánuðina. Þar var
krossinn reistur á hamrabrún og
blasir nú við augum vegfarenda.
Fyrirhugað er að lýsa upp krossinn
þannig að hann varpi ljósi sfnu út
yfir hina myrkvu skammdegisnótt
vegfarendum til heilla.
Þátttakendur f göngunni voru
um 30 talsins af öllum þjóðernum.
Meðan á göngunni stóð báðu þeir
fyrir velferð fslenzku þjóðarinnar,
fyrir forsetanum og öðrum ráða-
mönnum og öllum þeim, sem bera
hinn þunga kross þjáningarinnar,
jafnt á sjúkrahúsum sem á heimil-
um, ungum og öldnum.
í tilkynningu um gönguna sem
Morgunblaðinu hefur borizt er
sérstaklega getið heitbréfs frá
tfmum svartadauða og er það svo-
hljóðandi:
„Anno Domini MCDII (1402) á
jóladag fyrsta á Grenjaðarstöðum
var heitið svofelldu heiti af öllum
almúga þeim, sem þar var staddur,
Guði til lofs og hans sætustu móð-
ur, ungfrú Sante Mariie til heiðurs
og virðingar, en fólkinu til sálu-
hjálpar og syndlausnar og sérlega
mót þeirri ógurlegu drepsótt sem
þá fór vestan eftir landinu. Item
skal ganga til Munka-Þverár í
milli Reykjahlfðar og Vöðluheiðar,
en úr Eyjafirði og Húnavatnsþingi
til Hóla úr Skagafirði til Munka—
Þverár eður Þingeyrar fyrir norð-
an Reykjaheiði til Múla, og lesi
hver maður sem gengur fimmtán
tigum sinnum Ave Maria með kné-
falli fyrir lfkneski vorrar frúar.“
Kroesinn reistur á hamrinam við Riftún f ölfusi. Mor*unbUöi8/óiJCM.
Akureyri:
Nýjar hleðslur í
Lystigaröinum
Aknrejri, 23. aeplember.
ÞESSA dagana er verið að leggja
sfðustu bönd á ný hleðshimannvirki
í Lystigarðinum á Akureyri, þar sem
þeim hluta grasgarðsins, sem geymir
n«r allar fslenskar háplöntur og
marga heimskautaplöntur er etlaður
staður. Plönturaar verða f upp-
hekkuðum beðum eða stöllum svo
að auðveldara verður fyrir fólk að
skoða þer og lesa á nafnaspjöldin.
Sprengt grjót er sótt í Sandgerðisbót
og þvf hlaðið með torfstreng á milli
steina.
Frumhugmyndina að þessu
verki áttu þeir Jóhann Pálsson,
grasafræðingur, forstöðumaður
Lystigarðsins, og aðstoðarmaður
hans, Axel Knútsson, grasafræð-
ingur. Halldór Jóhannsson, lands-
lagsarkitekt, gerði uppdrætti en
Róbert Róbertsson, garðyrkju-
fræðingur, stjórnar verki við
hleðsluna undir yfirstjórn Einars
Þorgeirssonar, skrúðgarðyrkj u-
meistara i Kópavogi.
Með þessu verki, sem sýnilega
er prýðilega vandað, og vel af
hendi leyst, er nyrsta grasgarði f
heimi búin vegleg og fögur umgerð
auk þess sem einstökum gróðurfé-
lögum, svo sem votlendis- og
vatnagróðri, eru búin sem náttúru-
legust lffsskilyrði. Einnig er búin
til stórgrýtisurð f brekku og þar á
að planta ýmsum islenskum trjám,
runnum og blómplöntum án reglu-
legrar niðurskipunar. Ráðgert er
að flytja plöntunar á þennan nýja
stað næsta vor.
Morgunblaðið/Sv.P.
RAÐVEGGIR I 140 FERMETRA EINBYLISHUS A 2 DOGUM.
Sem dæmi um hve fljótlegt er að rada Raðveggjaeiningum saman,
má nefna að tveir af okkar mönnum settu upp alla milliveggi í 140 fermetra einbýlishús
á aðeins tveim dögum, verk sem annars tekur 2-3 vikur með hefðbundinni aðferð.
Víssulega var um vana menn að ræða, en þar sem auðlært er að raða Raðveggjum saman,
er augljóst að mikill tími sparast við uppsetningu.
Sölustadir
#&ykjayik
Akrant.
3ugur V'
Siglufjöröur
Akure
Keflavík
VlVÖ".." '
FJALAR h/f
Húsavík
Sími 96-41346