Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1986 Fyrsta krossganga á Is- landi frá siðaskiptum LeiA krossgöngunnar. Töluraerktu staðirnir á kortinu sýna hvar hópnrínn staldraði við, en á hverjnm stað var borið upp ákveðið fyrirbænaefni. Milli staðanna ihuga þátttakendur einn kaflann úr krossferli Krists og endurtaka 10 sinnum: „Heil sért þú Maríat“ KROSSGANGA var farin í ölfusi, hin fyrsta sem gengin er sfðan um siðaskipti, en slfkar göngur eru ekki óalgengar f kaþólskum löndum og tíðkuðust á íslandi fyrir siðaskipti. Krossgangan var farinn laugar- daginn 14. september og var gengið frá Lambafelli á Hellisheiði um Þrengsli. Áður en gangan hófst hafði verð sungin biskupsmessa f Dómkirkju Krists konungs f Landakoti og blessaði Hinrik Fra- hen biskup þar krossinn, en stjórn- andi göngunnar var séra Jakob biskupsritari i Landakoti. í göngunni var borinn þriggja og hálfs metra hár trékross, sam- tals um 20 kílómetra, að Riftúni f ölfusi, en þar rekur kaþólska kirkjan dvalarheimili fyrir börn yfir sumarmánuðina. Þar var krossinn reistur á hamrabrún og blasir nú við augum vegfarenda. Fyrirhugað er að lýsa upp krossinn þannig að hann varpi ljósi sfnu út yfir hina myrkvu skammdegisnótt vegfarendum til heilla. Þátttakendur f göngunni voru um 30 talsins af öllum þjóðernum. Meðan á göngunni stóð báðu þeir fyrir velferð fslenzku þjóðarinnar, fyrir forsetanum og öðrum ráða- mönnum og öllum þeim, sem bera hinn þunga kross þjáningarinnar, jafnt á sjúkrahúsum sem á heimil- um, ungum og öldnum. í tilkynningu um gönguna sem Morgunblaðinu hefur borizt er sérstaklega getið heitbréfs frá tfmum svartadauða og er það svo- hljóðandi: „Anno Domini MCDII (1402) á jóladag fyrsta á Grenjaðarstöðum var heitið svofelldu heiti af öllum almúga þeim, sem þar var staddur, Guði til lofs og hans sætustu móð- ur, ungfrú Sante Mariie til heiðurs og virðingar, en fólkinu til sálu- hjálpar og syndlausnar og sérlega mót þeirri ógurlegu drepsótt sem þá fór vestan eftir landinu. Item skal ganga til Munka-Þverár í milli Reykjahlfðar og Vöðluheiðar, en úr Eyjafirði og Húnavatnsþingi til Hóla úr Skagafirði til Munka— Þverár eður Þingeyrar fyrir norð- an Reykjaheiði til Múla, og lesi hver maður sem gengur fimmtán tigum sinnum Ave Maria með kné- falli fyrir lfkneski vorrar frúar.“ Kroesinn reistur á hamrinam við Riftún f ölfusi. Mor*unbUöi8/óiJCM. Akureyri: Nýjar hleðslur í Lystigaröinum Aknrejri, 23. aeplember. ÞESSA dagana er verið að leggja sfðustu bönd á ný hleðshimannvirki í Lystigarðinum á Akureyri, þar sem þeim hluta grasgarðsins, sem geymir n«r allar fslenskar háplöntur og marga heimskautaplöntur er etlaður staður. Plönturaar verða f upp- hekkuðum beðum eða stöllum svo að auðveldara verður fyrir fólk að skoða þer og lesa á nafnaspjöldin. Sprengt grjót er sótt í Sandgerðisbót og þvf hlaðið með torfstreng á milli steina. Frumhugmyndina að þessu verki áttu þeir Jóhann Pálsson, grasafræðingur, forstöðumaður Lystigarðsins, og aðstoðarmaður hans, Axel Knútsson, grasafræð- ingur. Halldór Jóhannsson, lands- lagsarkitekt, gerði uppdrætti en Róbert Róbertsson, garðyrkju- fræðingur, stjórnar verki við hleðsluna undir yfirstjórn Einars Þorgeirssonar, skrúðgarðyrkj u- meistara i Kópavogi. Með þessu verki, sem sýnilega er prýðilega vandað, og vel af hendi leyst, er nyrsta grasgarði f heimi búin vegleg og fögur umgerð auk þess sem einstökum gróðurfé- lögum, svo sem votlendis- og vatnagróðri, eru búin sem náttúru- legust lffsskilyrði. Einnig er búin til stórgrýtisurð f brekku og þar á að planta ýmsum islenskum trjám, runnum og blómplöntum án reglu- legrar niðurskipunar. Ráðgert er að flytja plöntunar á þennan nýja stað næsta vor. Morgunblaðið/Sv.P. RAÐVEGGIR I 140 FERMETRA EINBYLISHUS A 2 DOGUM. Sem dæmi um hve fljótlegt er að rada Raðveggjaeiningum saman, má nefna að tveir af okkar mönnum settu upp alla milliveggi í 140 fermetra einbýlishús á aðeins tveim dögum, verk sem annars tekur 2-3 vikur með hefðbundinni aðferð. Víssulega var um vana menn að ræða, en þar sem auðlært er að raða Raðveggjum saman, er augljóst að mikill tími sparast við uppsetningu. Sölustadir #&ykjayik Akrant. 3ugur V' Siglufjöröur Akure Keflavík VlVÖ".." ' FJALAR h/f Húsavík Sími 96-41346
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.