Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 42
'42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 Þorleifur Th. Sig- urðsson húsasmíða- meistari — Minning Faeddur 11. nóvember 1928 Dáinn 17. september 1985 Engin tunga, ekkert hjarta enginn þig að fullu lofar, þú sem býrð í byggðum engla beztu manna hugsun ofar. (B.E.) Með þessum fáu línum langar okkur að kveðja okkar góða vin og félaga, Þorleif Sigurðsson, sem í dag verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. Þorleifur var fæddur í Reykja- vík, sonur hjónanna Jóhönnu Þor- leifsdóttur og Sigurðar Jónssonar hifreiðastjóra, sem bæði eru látin. Hann kvæntist Maríu Eyjólfs- dóttur ættaðri frá Keflavík, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust þrjár dætur: Jóhönnu, hennar maður er Yngvinn Gunnlaugsson og eiga þau þrjú börn; Guðlaugu, sem starfar í Sendiráði íslands í Washington, og Helgu, sem enn dvelur í heimahúsum og er við nám. Leifur, eins og við kölluðum hann, var alveg einstakur maður, •- hann var prúðmenni hið mesta og hjálpsamur svo af bar. Þær verða ekki taldar þær stundir sem hann vann við smíðar og annað á heimil- um okkar. Það þurfti ekki að biðja hann, því hann var mættur um leið og eitthvað þurfti að gera, og gekk þá svo rösklega til verks að mann fannst stundum nóg um. Hann var ekki margmáll að öðru jöfnu, en í góðra vina hópi var hann hrókur alls fagnaðar. Frá þeim stundum eigum við margar ógleymanlegar minningar. Hans verður sárt saknað af mörgum. Það er nú svo að á kveðjustund sem þessari kemur margt fram í hug- ann, flest af því hefði nú mátt segja áður en kallið kom. Héðan af verðum við að láta okkur nægja að hugsa til hans með þakklæti fyrir samveruna og biðjum góðan Guð að blessa hann. Við vitum að hann hefur verið kallaður til ann- arra starfa, sem hann mun gegna með sama góða hugarfarinu sem einkenndi hann alla tíð. Það er skammt milli lífs og dauða. Engum datt til hugar, þegar Leifur var fluttur á Borgar- sjúkrahúsið seinnihluta dags mánudaginn 16. september sl. að hann ætti aðeins fáeinar klukku- stundir eftir ólifaðar. Hann hafði þá á orði, að hann mætti ekki vera að því að liggja lengi á sjúkrahúsi, því að í mörgu væri að snúast á heimili hans. Brúðkaup hafði verið ákveðið þann 12. október. Guðlaug dóttir hans var að koma heim frá Banda- ríkiunum til að gifta sig. A örskammri stundu hefur allt breytzt, en lífið heldur áfram og ennþá er brúðkaup framundan. Elsku Didda og fjölskylda, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og vonum að fögur minning um ástkæran eigin- mann, föður, tengdaföður og afa verði ykkur huggun. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Gunna, Siggi, Gulli og Halla. í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Fossvogskapellu Þorleifur Th. Sigurðsson yfirverkstjóri, sem lést 17. september síðastliðinn. Skjótt skipast veður í lofti. Skyndilegt lát hans, mitt í önn dagsins, kom ættingjum og vinum í opna skjöldu. Þorleif man ég fyrst fyrir um það bil 40 árum þegar við áttum heima á Leifsgötunni í Reykjavík, sem þá var á austurhjara borgar- innar. Hann er mér minnisstæður frá þeim tíma í skátabúningi, en (DÍJ&D Síöumúla 32 Simi 38000 l J hann var virkur félagi í þeim góða félagsskap og vann að málefnum hans fram á síðasta dag. Ekki aðeins þar heldur einnig í öðrum störfum hans gilti boðorðið góða: einu sinni skáti, ávallt skáti. Nú á seinni árum gafst okkur stöku sinnum tóm til að rifja upp ýmis- legt frá þessum tímum og raða staðháttum og persónum inn í þau mynstur sem við best mundum. Árið 1971 gerðist Þorleifur meðlimur í Oddfellowreglunni og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf- um. Fyrir u.þ.b. 18 árum urðum við samstarfsmenn hjá Skeljungi hf. og átta árum síðar nánir sam- verkamenn í olíustöð félagsins við Skerjafjörð. Þorleifur hóf störf hjá félaginu 1. mars 1964 og gegndi í byrjun starfi í iðn sinni sem eftirlitsmaður með byggingum fé- lagsins víðs vegar. Hann varð síðar yfirverkstjóri olíustöðvarinnar við Skerjafjörð og sinnti jafnframt ýmsum verkum utan hennar. Þorleifur var skarpgreindur, úr- ræðagóður og víðsýnn og stjórnaði liði sínu á þann veg að allir fengu notið sín og var öllum starfsmönn- um mjög hlýtt til hans. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun starfsmannafélags innan fyrir- tækisins og má þakka honum öðr- um fremur hve vel tókst til með byggingu sumarbústaða félagsins í Skorradal en þeir voru reistir undir yfirstjórn hans. Þorleifur var gæfumaður í einkalífi. í apríl 1952 kvæntist hann yndislegri konu, Maríu S. Eyjólfsdóttur, og eignuðust þau þrjár dætur. Við leiðarlok fyllir söknuður hugann. Kvöldið kom allt of fljótt. Ég kveð kæran vin og þakka návist hans. Samstarfsmenn þakka drenglyndi, ósérhlífni og umburð- arlyndi. Við sendum konu hans, dætrum og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Megi minn- ingin um Þorleif Th. Sigurðsson vera okkur öllum huggun í sorg- inni. Gunnlaugur Helgason Kveðja i Við félagar Þorleifs í haustferð í ágúst þökkum honum samfylgd. Okkur er ógleymanleg samfylgdin í starfi og leik liðin ár. Það var ánægður hópur sem lagði upp í ferðalag á fallegu ágústkvöldi og leiðin lá til Víkur 1 Mýrdal. Gönguferðin okkar úr litla gula húsinu niður í Víkurfjöru þar sem báran lék sinn leik í kvöldblíðu við stjörnubjartan himin og norður- ljós. Unaðsstundir okkar daginn eftir við Heiðarvatn að reyna við fisk með börnunum og fara í boltaleik yfir rútubilinn, veður- blíðan og fegurðin sem mætti okkur á Dyrhólaey þar sem sást eins og augað eygði í allar áttir. Heimferðardagurinn okkar um fjallabaksleið í Eldgjá og til Land- mannalauga, síðan að sundlaug- inni við Búrfellsvirkjun þar sem við ætluðum að synda en búið var að loka svo við brugðum okkur í síðastaleik við börnin. Hann var hrókur alls fagnaðar, þátttakandi í gleði og leik. Hvern átti að gruna að samfylgdin yrði svona stutt hérna megin og vetrarstarfið framundan. Minning Þorleifs mun lifa og kveðjum við því góðan dreng. Við biðjum algóðan guð að styðja og styrkja konu hans, börn og fjölskyldu. Haustferðarfélagar „Fótmál dauðans fljótt er stigið, fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið, máske fyrr en af eg veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör, flýgur burt sem elding snör, hvað er lífið? logi veikur, lítil bóla, hvefull reykur." (Björn Halldórsson frá Laufási) Þetta litla vers kom í huga okkar þegar okkur var tilkynnt um lát vinar okkar, Þorleifs Th. Sigurðs- sonar, hve örstutt síðan við unnum öll saman við Laxárvirkjun, þar sem tryggðabönd knýttust sem enst hafa í 35 ár, en þar kynntist Þorleifur eftirlifandi eiginkonu sinni, Maríu S. Eyjólfsdóttur frá Keflavík. María og Þorleifur áttu yndis- legt heimili að Básenda 8 hér í borg, þar var vinum vel fagnað, þangað var gott að koma. ótal gleði- og hátíðastundir höfum við átt með þeim hjónum og dætrum þeirra, Jóhönnu, Guðlaugu og Helgu, sem nú eru uppkomnar, Jóhanna gift Yngvin Gunnlaugs- syni og eiga þau 3 börn, sem öll voru sólargeislar afa síns. Að leiðarlokum viljum við hjón- in þakka fyrir að hafa fengið að eiga samleið og vináttu Þorleifs og biðjum að minning um ástrík- ann eiginmann, föður, tengdaföður og afa megi lýsa ykkur veginn öll ókomin ár. Guð blessi minningu Þorleifs Th. Sigurðssonar. Jóhanna og Jakob. í dag verður til moldar borinn vinur minn Þorleifur Th. Sigurðs- son húsasmiður, en hann lést þriðjudaginn 17. september i Borg- arspítalanum. Þorleifur fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1928. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bifreiða- stjóri og Jóhanna Þorleifsdóttir. Þau áttu tvo syni, Þorleif og Hilm- ar bifreiðastjóra. Þorleifur kvæntist Maríu Ey- jólfsdóttir frá Keflavík og eignuð- ust þau þrjár dætur. Jóhönnu, kvænt Ingvinn Gunnlaugssyni og eiga þau þrjú börn. Guðlaugu, rit- ara við sendiráð okkar í Was- hington. Hún var væntanleg heim í næsta mánuði til þess að halda brúðkaup sitt. Yngst er Helga við nám og enn í foreldrahúsum. Þorleifur lærði húsasmíði hjá frænda sínum Halldóri Guð- mundssyni og starfaði lengi hjá byggingafélaginu Stoð en réðst síðan til Skeljungs og starfaði þar í 20 ár sem aðstoðarstöðvarstjóri í Skerjafirði. Þorleifur tók þátt í margvíslegri félagsstarfsemi. Var í stjórn Trésmíðafélags Reykjavík- ur, félagi í Oddfellowreglunni og þá átti hann mikið og gott starf í skátahreyfingunni. Einn vinsælasti skátasöngur okkar var og er eflaust enn: Ef við lítum yfir farinn veg ogfinnumgamla slóð færast löngu liðnar stundir okkur nær því að margar standa vörður þær sem einhver okkar hlóð- Þegar litið er yfir farinn veg, sker sig úr kannski einn dagur, ein vika í minningu okkar frekar en árin sem á eftir komu. Kynni mín af Þorleifi eru vörðuð mörgum ljúfum minningum eftir nær 50 ára samleið. Við kynntumst fyrst í átta ára bekk í Austurbæjarbarnaskólan- um. Einn daginn kom ég í skólann með nýtt hjól. Þegar ég ætlaði heim var sprungið á hjólinu. Þor- leifur hljóp heim eftir peningum til að láta laga hjólið og fór með mér að fá gert við það. Við fylgdumst að í barnaskóla, síðan vorum við eitt ár í kvöldskóla KFUM. Þá skyldu leiðir hvað nám snerti. En í skátastarfi áttum við saman margar ánægjustundir. Vorum svo lánsamir að vera stofn- endur eins atkvæðamesta skáta- flokki þess tíma, Labbakútaflokks- ins, sem nýlega hélt upp á fjörutíu ára afmæli sitt. Við byggðum okkur fjallaskála undir ötulli stjórn Þorleifs, þar sem hann var eini fagmaðurinn. Skáli þessi stendur undir Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiði og urðum við að draga mest allt efni um langan veg. Einn dag i mjög slæmu veðri seinni hluta vetrar vorum við þrir á ferð með sleða i eftirdragi. Snjórinn var blautur og með fjallinu var vatnselgur undir. Sleðinn brotnaði og við urðum að taka allt af og setja á bakið. Þegar hver hafði tekið eins og hægt var að festa í og á bakpokana var stór kassi eftir. Þorleifur tók ekki í mál að skilja hann eftir. Lét okkur lyfta honum á bak sér og styðja við hann það sem eftir var leiðarinnar. Þegar við félagarnir hófum bú- skap og hver fór að byggja yfir sig var gott að eiga Þorleif að. Hann stóð í grunni hjá mér, stjórnaði uppslætti, steypuvinnu og sá um að allt væri gert samkvæmt ströngustu kröfum. Margar ferðir voru farnar bæði innanlands og utan. Á góðum degi á sólarströnd gengum við með dætrum okkar í flæðarmálinu, komum annað slag- ið við í ísbúðum, keyptum ís handa börnunum og bjórkrús handa okkur. Þorleifur var áhugamaður um stjórnmál, traustur sjálfstæðis- maður, reyndi að endurvekja traust mitt á íslenskum stjórn- málamönnum. Þannig má er litið er yfir farinn veg finna margar vörður sem standa upp úr í minningu um góð- an dreng. Þorleifur gifti sig eins og áður var sagt Maríu Eyjólfsdóttur úr Keflavík. Hún hafði ásamt vin- konu sinni ráðið sig í mötuneyti Stoðar þegar Laxárvirkjun var byggð. Þær höfðu starfað mikið í skátafélaginu Heiðarbúum í Keflavík og áttu margt sameigin- legt með skátadrengjunum frá Reykjavík. Þær komu heim hvor með sinn lax — harðtrúlofaðar. Hjónaband þeii ra Diddu og Leifa eins og þau voru jafnan kölluð, var með ágætum. Þau byggðu sér íbúð í Básenda og bjuggu þar alla tíð. Hann var iðinn við að laga og breyta eftir þörfum og áttu þau þar fallegt heimili. Þá var hann stoð og stytta dætranna þegar þær voru að koma sér upp íbúð. Þorleifur var gæfumaður og lifði vel og það er kannski ekki aðalat- riðið hve lengi við lifum, heldur hvernig við lifum. Engann hefði getað grunað að þegar skátahópur- inn hittist fyrir stuttu 1 afmæli góðs vinar að það yrði okkar síð- asti fundur með Þorleifi. Þar sem hann var við góða heilsu og horfði björtum augum fram veginn. Það er þessvegna mikill og sár missir þegar kallið kemur svo skyndilega. Fyrir hönd okkar Kútanna vil ég þakka Þorleifi samfylgdina, trygg- lyndi hans og vináttu frá fyrstu kynnum til hinstu stundar. Við sjáum á eftir okkar yngsta félaga með söknuði og trega og þykir sárt aðkveðja. Diddu, dætrum og tengdasonum vottum við dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Kristinn Arason Þann 16. september síðastliðinn lést á Borgarspítalanum, Þorleifur Th. Sigurðsson, húsasmíðameist- ari, Básenda 8, Reykjavík. Hafði hann verið fluttur á spítalan deg- inum áður, en um rismál daginn eftir var hann allur, sennilega um líkt leyti og hann var vanur að búa sig til starfa, en Þorleifur var morgunmaður eins og sagt er um þá er árla rísa úr rekkju. Þorleifur var fæddur í Reykjavík 11. nóvember 1928, og var því aðeins 57 ára er hann lést, bróður átti hann er Hilmar heitir og er hann búsettur í Reykjavík. Árið 1952 gekk Þorleifur að eiga Maríu Eyjólfsdóttir, sem ættuð er úr Keflavík og lifir hún mann sinn ásamt og þrem dætrum, Jóhönnu, húsmóður gift Ingvin Gunnlaugs- syni, Guðlaugu sendiráðsritara í Wasington og Helgu, sem er yngst og er enn í heimahúsum og við nám, barnabörn eru þrjú. Mjög mikið jafnræði var með þeim hjónum, Maríu og Þorleifi, enda var hjónabandið mjög ást- sælt, mér fannst í raun að það væri eins og þau væru alltaf nýtrú- lofuð er því söknuðurinn sár og mikill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.