Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985
Héraðsfundur ísafjarðarprófastsdæmis:
Fagnar endurskoð-
un þeirri er nú fer
fram á kirkjulögum
HÉRAÐSFUNDUR ísafjarðarpró-
fastdæmis var haldinn í Bolungarvík
15. september sl. Fundinn sóttu
prestar, safnaðarfulltrúar og sóknar-
nefndarfólk úr prófastsdæminu.
Gestur fundarins var Pétur Kr.
Hafstein sýslumaður og hélt hann
greinargott erindi um aðalum-
ræðuefnið, sem voru nýsett lög frá
Alþingi um: kirkjusóknir, safnað-
arfundi, sóknarnefndir, héraðs-
fundi o.fl. Einnig var skýrt frá
verkefnum Hjálparstofnunar
kirkjunnar og störfum kirkju-
þings og kirkjuráðs.
Mikil lagahreinsun fer nú fram
og endurskoðun laga, er varða
kirkjuna. Héraðsfundurinn álykt-
aði að fagna því, sem þar er gert,
og jafnframt að beina því til
kirkjuþings og kirkjuráðs, að
standa fast á þeim réttindum, sem
kirkjan hefur í innri málum sín-
um, að lögum, en afsala þeim ekki
í hendur löggjafans.
Héraðsfundurinn ályktaði einn-
ig að lýsa yfir ánægju sinni með
samþykkt yfirbiskups Norður-
landa nú nýverið um friðsamlegar
aðgerðir til lausnar á vanda
S-Afríku og stuðningi við biskup
íslands, herra Pétur Sigurgeirs-
son, í áskorun hans til ríkisstjórn-
Prestafélag Vestfjarða hélt að-
alfund sinn dagana 16. og 17. sept.
í framhaldi af héraðsfundinum.
Þar var samþykkt að taka undir
báðar ályktanir héraðsfundarins.
Ennfremur hvetur aðalfundur
Prestafélags Vestfjarða fslend-
inga að verða við beiðni kristinna
meðbræðra og systra í S-Afríku
og leggja okkar skerf af mörkum,
til að létta af þeim bölvun aðskiln-
aðarstefnunnar með beinum, frið-
samlegum aðgerðum.
(I'rétutilkynning)
Kartöflurnar á leið á borð neytenda með viðkomu í versluninni.
Sjötíu síma-
staurum stolið
Rannsóknarlögregla ríkisins leitar
nú sjötíu símastaura, sem í sumar
var stolið í Hvalfirði. Staurarnir vega
samtals um tíu tonn.
í sumar sem leið vann verktaki
nokkur að því að taka upp gamla
simastaura á svæðinu frá
Hvammsvík að Brynjudalsá í
Hvalfirði. Um er að ræða tréstaura
og voru þeir dregnir í hrúgu rétt
við Fossá.
Um miðjan júlí sl., þegar átti
að flytja staurana til Reykjavíkur,
kom í ljós að búið var að stela 70
þeirra. Hver staur er um sex metra
langur og vegur 120-150 kíló. Þeir
sem geta gefið upplýsingar um
afdrif stauranna eru beðnir að
hafa samband við Rannsóknarlög-
reglu ríkisins.
Uppskerustörfum lokið:
Kartöfluuppskeran um 70 %
af uppskeru síðasta árs
— Yfirmatsmaður leggur til breytingar á mati garðávaxta
FLESTIR kartöflubændur hafa nú lokið við að taka upp úr görðum sínum.
Ekki liggja enn fyrir endanlegar upplýsingar um uppskeruna, en hún virðist
vera vel yfir meðallagi í heildina. Agnar Guðnason yfirmatsmaður garðávaxta
telur að heildaruppskeran sé um 70% af uppskeru síðasta árs, sem eins og
kunnugt er var algjört metár. Samkvæmt því hafa komið 14-15 þúsund tonn
upp úr kartöflugörðun landsmanna í haust. Þegar tekið hefur verið tillit til
útsæðis næsta árs og væntanlegrar rýrnunar er útlit fyrir að íslenskar kartöfl-
ur verði á markaði vel fram á næsta vor.
Morgunblaðið/RAX
Unglingameistari í skák
NÝLEGA lauk keppni um íslandsmeistaratitil í skák, 14 ára og yngri. Þátttak-
endur voru 46 og var teflt í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur við Grensás-
veg.
Tveir keppendur urðu jafnir og efstir, Hannes Stefánsson, t.h. á mynd-
inni, og Þröstur Árnason. Þeir háðu tveggja skáka einvígi sem lauk með
sigri Hannesar, sem vann báðar skákirnar. Hann er þvf unglingaskák-
meistari 1985.
Góð uppskera sunnan-
lands, en iakari norðan-
lands og austan
Agnar gaf eftirfarandi yfirlit yfir
uppskeruna í einstökum héruðum:
„I Þykkvabænum láta bændur yfir-
leitt vel af uppskerunni. Smávegis
frostskemmdir urðu á grösum hjá
nokkrum bændum í júlí og dró
verulega úr vexti, þannig að upp-
skeran hjá þeim hefur varla orðið
meira en þre- til fjórfjöld. Yfir
heildina má áætla að uppskeran í
Þykkvabænum f ár hafi verið um
80-90% af því sem hún var í fyrra.
1 Árnessýslu eru kartöflubændur
yfirleitt ánægðir með útkomuna,
margir þar telja uppskeruna svip-
aða og í fyrra og sumir telja hana
betri, sérstaklega þeir sem eru með
vökvunarbúnað í garðlöndum sín-
um. í uppsveitum frusu kartöflur
eitthvað áður en þær voru teknar
upp og þarf að gera ráð fyrir ein-
hverjum afföllum þess vegna.
Þeir kartöfluræktendur við Eyja-
fjörð sem settu mjög snemma niður
í vor fengu sæmilega uppskeru.
Aftur á móti fá þeir sem voru seinir
fyrir við niðursetninguna sama og
enga uppskeru. Lengi sumars var
enginn vöxtur í kartöflunum og féllu
grös síðast í ágúst. Álit heima-
manna er að yfir heildina sé upp-
skeran um helmingur af því sem
hún var í fyrra. I Öræfasveitinni
er uppskeran um það bil helmingi
minni en í fyrra og í Hornafirði og
á Héraði er hún aðeins um þriðjung-
ur af síðasta árs uppskeru. Við
þennan samanburð verður að hafa
það í huga að síðasta haust var
metuppskera á kartöflum á
landinu."
Agnar sagði að kartöflur hefðu
verið settar niður í um 1.100 ha í
vor. Hann sagði að kartöflurnar
væru yfirleitt góð vara. Þó væri
meira af smælki í þeim rauðu en
oft áður og gullaugað meira sprung-
ið. Hann sagði að nýting kartöflu-
uppskerunnar yrði væntanlega
miklu betri nú en áður vegna þess
að bændur vönduðu sig meira við
uppskerustörfin og vönduðu betur
aðra meðferð vörunnar. Þá úðuðu
flestir kartöflurnar við upptöku með
lyfi gegn sveppasjúkdómum og
margir væru búnir að koma sér upp
fullkomnum geymslum.
Pökkunarstöövarnar taki
sjálfar við matinu“
Agnar er tiltölulega nýtekinn við
starfi yfirmatsmanns garðávaxta.
Listahátíð kvenna:
Hann hefur aðstöðu í Bændahöll-
inni, en yfirmatið er þó sjálfstætt
embætti sem heyrir beint undir
landbúnaðarráðuneytið. En mun
hann beita sér fyrir einhverjum
breytingum á matinu? Spurningu
um það svaraði Agnar þannig: „Það
ætla ég að vona. Ég hef verið að
semja nýja reglugerð um mat og
flokkun á kartöflum og öðrum garð-
ávöxtum. Ég mun leggja til að matið
verði fært út til pökkunarstöðvanna
og framleiðslusvæðanna þannig að
það verði meira á ábyrgð framleið-
endanna sjálfra en matsmenn úti í
héruðunum verði ekki lengur
hálfopinberir starfsmenn. Þá yrði
starf mitt sem yfirmatsmanns fyrst
og fremst fólgið í gæðaeftirliti og
að sjá um að flokkunarreglum verði
fylgt. Þá ætti yfirmatsmaður að
vinna að því með samtökum fram-
leiðenda að leiðbeina framleiðend-
um, kaupmönnum og neytendum um
meðferð garðávaxta og vinna að því
að halda sölu á kartöflum sem
mestri.
Ég vil einnig beita mér fyrir því
að gera matið einfaldara í sniðum
og er með hugmynd um að heimilt
verði að selja óflokkaðar kartöflur
í verslunum. Þá vil ég breyta inn-
heimtu á matsgjöldunum, þannig
að innheimt verði ákveðið gjald af
hverjum ha lands sem notaður er
til kartöfluræktar. Varðandi sölu-
málin tel ég að Grænmetisverslun
landbúnaðarins hafi áfram hlut-
verki að gegna sem dreifingaraðili
hér á höfuðborgarsvæðinu og við
pökkun og dreifingu á innfluttum
kartöflum í samkeppni við aðra sem
slíkan innflutning munu stunda.
Sýning á bókum og bóka-
skreytingum í Gerðubergi
í TENGSLUM við Listahátíð kvenna
hefur verið opnuð í Gerðubergi sýn-
ing á Ijóðabókum, bókaskreytingum
og bókverkum eftir íslenskar konur.
Sýningin er sett upp af Listahátíð
kvenna, Borgarbókasafni og Gerðu-
bergi, og stendur til 20. október.
Á sýningunni eru myndskreyt-
ingar í bókum eftir um 40 konur
og þar af frummyndir eftir tíu
þeirra, m.a. Ásgerði Búadóttur,
Barböru Árnason og Ragnheiði
Jónsdóttur. Meira en helmingur
myndskreytinganna er úr barna-
bókum, aðrar eru við ljóðabækur,
sálma, þjóðsögur, Islendingasögur,
skáldsögur og smásögur. Sjö lista-
konur kynna bókverk sín á sýning-
unni. Það eru Guðrún Erla Geirs-
dóttir, Guðrún Hrönn Ragnars-
dóttir, Guðrún Tryggvadóttir,
Ragna Hermannsdóttir, Rúna
Þorkelsdóttir, Sigríður Björns-
dóttir og Sólveig Áðalsteinsdóttir.
En hvað skyldi bókverk nú eigin-
lega vera? Spurningin var lögð
fyrir Auði Ólafsdóttur, listfræðing
og starfsmann Listahátíðar
kvenna. „Bókverk eru hvorki bók-
menntir né myndabækur heldur
sjálfstætt listform, t.d. skúlptúr,"
sagði Auður. „Auk bókverícanna
eru á sýningunni persónulegar
„dagbækur" listakvenna, sumar
m.a. með hárlokkum í. Sýningin í
Gerðubergi er sýning sem má
snerta, það er að segja gestir geta
flett bókum og grandskoðað þær,
sem er óvanalegt á sýningum,"
sagði Auður.
I tengslum við sýninguna í
Gerðubergi er þar ljóðadagskrá á
kvöldin. í kvöld, fimmtudag, hefst
dagskráin kl. 21. og munu ýmsar
Mbl./Árni Sæber^
F.v. Guðrún Bachmann, sem annast Ijóðadagskrá Listahátíðar, Þórdís Þor-
valdsdóttir, borgarbókavörður, og Auður Ólafsdóttir, listfræðingur og starfs-
maður Listahátíðar.
skáldkonur lesa úr verkum sínum.
Þeirra á meðal eru Vilborg Dag-
bjartsdóttir, Þóra Jonsdóttir, Nina
Björk Árnadóttir, Magnea Matt-
híasdóttir, Elísabet Jökulsdóttir
og Hallgerður Hauksdóttir.
Þess má að lokum geta að í sýn-
ingarskrá bókasýningarinnar er
prentuð bókaskrá sem Borgar-
bókasafnið hefur látið gera og nær
til fagurbókmenntaverka ís-
lenskra kvenna í meira en eina
öld, frá 1876 til 1984. í skránni eru
yfir 800 bækur eftir 230 konur.
Sýningin í Gerðubergi stendur sem
fyrr segir til 20. október og aðgang-
ur að henni er ókeypis.
Ekki verður aftur snúið til einkasölu
á garðávöxtum en ég tel tímabært
að kartöflu- og garðyrkjubændur
athugi möguleika á því að sameina
þessi tvö sölufyrirtæki, Grænmetis-
verslunina og Sölufélag garðyrkju-
manna, og myndi þannig eitt öflugt
sölufyrirtæki," sagði Agnar Guðna-
son.
Leiðrétting
1 grein Katrínar Fjeldsted í
Morgunblaðinu í gær urðu tvær
meinlegar prentvillur. Spurninga-
merki féll niður í fyrirsögn greinar-
innar, sem átti að vera: „Aðför að
heilsugæslunni?“. Undir millifyrir-
sögninni „Fjárveitingar til heilsu-
gæzlu" misritaðist fyrsta setningin.
Hún á að vera: „Uppbygging heilsu-
gæzlu í Reykjavík hefur verið
hæg..." en fyrir síðasta orið stóð
„næg“. Leiðréttist þetta hér með um
leið og velvirðingar er beðist á
mistökunum.