Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985
*
Hljómsveit Arthurs Moon
skemmti gestum á Naustinu.
í kvöldverð á Naustinu
Kvennalið lögreglunnar í
Reykjavík og Kópavogi kom
saman á Naustinu, föstudaginn 13.
september sl., og eins og sjá má á
myndum þessum var mikið fjör
hjá þessum fríða hópi lögreglunn-
ar.
Fyrsta konan hóf störf í lögregl-
unni í Reykjvík árið 1974, Katíín
Þorkelsdóttir, en síðan hefur bæst
allverulega í hópinn og eru þær
nú um tuttugu talsins. Sumar hafa
þó hætt störfum.
Á hópmyndinni eru, talið frá
vinstri: Arnþrúður Karlsdóttir,
Laufey Williamsdóttir, Rannveig
Einarsdóttir, Elín Viðarsdóttir,
Guðlaug Sverrisdóttir varðstjóri,
Fríða Jónsdóttir, Jónína Sigurðar-
dóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir,
Björg Jóhannsdóttir, Berglind
Eyjólfsdóttir, Guðrún Scheving
Thorsteinsson og Ingibjörg Ás-
geirsdóttir. Fremri röð frá vinstri:
Helga Magnúsdóttir, Svana Ing-
ólfsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Jó-
hanna Njálsdóttir, Dóra Hlín Ing-
ólfsdóttir og Margrét Sigurbjörns-
dóttir.
Hjónabandið og frama-
brautin í súginn
Leikkonan Kay Lenz er einna
best þekkt fyrir leik sinn í
sjónvarpsþáttunum frægu „Rich
Man Poor Man“ eða „Gæfa eða
gjörvileiki", en það nafn hlutu
þættirnir er þeir voru sýndir hér
í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum.
Þar lék hún Kate Jordache.
Eftir þá þætti gat Kay nánast
valið úr hlutverkum því kvik-
myndatilboðum rigndi yfir hana í
tugataii. Árið 1977 giftist hún
söngvaranum David Cassidy og
gátu slúðurdálkar dagblaðanna sér
þess til að líklega skorti hana
hvorki hamingju né peninga.
Nú er Kay Lenz orðin 32 ára
gömul og fráskilin. Hún skildi við
mann sinn árið 1981 — segist hafa
verið svo upptekin á framabraut-
inni að hún hafi lítinn tíma haft
til að leggja rækt við hjónabandið
eða eignast börn.
Nú er söngferli Davids nær lokið
og tók hann skilnaðinn mjög nærri
sér. Foreldrar hans skildu er hann
var barn og ákvað hann þá að sitt
eigið hjónaband myndi ekki enda
á þann hátt. En svo fór sem fór. David Cassidy og Kay Lenz á meðan allt lék í lyndi.
Undanfarið hefur Kay leikið í
ýmsum sjónvarpsþáttum og spjar-
að sig ágætlega, en þó er hún verk hún hefur tíðum þurft að taka hversu oft ég hef leikið gleðikon-
Kay Lenz er nú 32 ára gömul og leikur annað slagið í sjónvarpsþáttum. óhress með hversu ómerkileg hlut- að sér. „Ég hef t.d. ekki tölu á því ur,“ segir Kay.
fólk í
fréttum
Kvennalið lögreglunnar
j