Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 Dómur um fasteignaviðskipti í Kópavogi: Dæmd til að endurgreiða vísitöluhækkun lánsins — sem fylgdi fbúðinni við söluna REYKVÍSK hjón voru nýlega dæmd í Kópavogi til ad endurgreiða manni nokkrum, er hafði keypt af þeim íbúð í Kópavogi, ofgreiddar vísitölubætur á lán, sem hann yfirtók við íbúðarkaupin. Astæðan var sú, að í kaupsamn- ingi hafði ekki verið tekið fram, að eftirstöðvar lánsins ættu eftir að hækka jafnhliða hækkun vísitölu á húsnæðisstjórnarláninu. Um var að ræða rúmlega 22 þúsund krónur ásamt vöxtum frá því í júlí 1981. Málavextir eru þeir, að í byrjun maí keypti maður þessi, fyrir milligöngu fasteignasölu í Kópa- vogi, tveggja herbergja íbúð þar í bæ fyrir sléttar 27 milljónir gkróna. Tók hann jafnframt að sér að borga eftirstöðvar veðdeildar- láns, sem tilgreint var í kaupsamn- ingi. Þegar hann fór að greiða af láninu tók hann eftir að eftirstöðv- ar þess voru um 40 þúsund krónum hærri en tilgreint var í kaupsamn- ingi. Mótmælti hann því við afsals- gerðina en var réttarstaða sín ekki ljós og hugðist því leita ráða hjá sérfróðum mönnum. Seljendurnir mótmæla því að hann hafi gert athugasemdir við hærri upphæð- ina við afsalsgerðina (og dómarinn taldi það ekki sannað) en allir voru sammála um, að við kaupin hafði ekkert verið fjallað um hvort eftir- stöðvar veðdeildarlánsins væru með eða án vísitöluálags. Kaupandinn kvaðst hafa gert tilboð sitt í íbúðina með það í huga að kaupa hana á 27 milljónir gkróna en ekki nær 30 milljónir, eins og kaupverðið væri ef hann hefði átt að taka á sig hækkun lánsins. Fasteignasalinn, sem hafði milligöngu um kaupin, kvaðst ekki muna hvort hann hefði skýrt nægilega vel fyrir kaupand- anum hver væri venja í þessum viðskiptum. Dómarinn komst að þeirri niður- stöðu, að seljendur íbúðarinnar, hafi ekki fært sönnur á að það hafi verið viðtekin venja í fast- eignaviðskiptum á þessum tíma að kaupendur bæru einir áfallið vísitöluálag veðdeildarlána þótt einungis höfuðstóll án vísitölu- álags væri tilgreindur í kaupsamn- ingi. Ætti kaupandinn því rétt til endurgreiðslu þeirrar upphæðar, sem nam áföllnu vísitöluálagi á kaupdegi með vöxtum, sem nánar eru tilgreindir í dóminum. Máls- kostnaður var látinn falla niður. ólafur St. Sigurðsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Lög- maður kaupandans var Jón Odds- son hrl. en lögmaður seljenda Baldur Guðlaugsson hri. Morgunbladid/E.G. Scott B. Sines höfuðsmaður, flugmaður og upplýsingafulltrúi björgunarsveit- arinnar, og yfírliðþjálfí Larry Herz og yfírmaður viðhaldsdeildar fyrir framan eina þyrlu sveitarinnar sem er í skoðun eftir 200 fíugtíma. Björgunarsveit varnarliðsins: Kölluð út sextán • r r • Græna lyftan aftur á Broadway VETRARSTARF Revíuleikhússins hefst á sunnudagskvöldið 29. þ.m. með sýningu á „Grænu lyftunni" eftir Avery Hopwood í veitingahús- inu Broadway. Veitingahúsið Broadway býður upp á óvenjulegar aðstæður til flutnings á gamanleikriti, þar sem áhorfendur sitja við borð á meðan á sýningunni stendur. f frétt frá Revíuleikhúsinu segir að ekki séu áhorfendur skyldugir til að borða, en ef þeir óska geta þeir fengið sér drykki, smárétti og aðrar veiting- ar. Þá segir að sérstaklega hafi verið unnið að hljómburði í Broad- way og ákveðinni tækni beitt svo allir geti notið leiksýningarinnar. o INNLENT Leikstjóri „Grænu lyftunnar" er Þórir Steingrímsson, leikmynd gerði Baldvin Björnsson, tónlist er eftir Jón ólafsson og leikendur eru Magnús Ólafsson, Lilja Þóris- dóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Bjarni Ingvarsson, Evert Ingólfs- son, Elfa Gísladóttir og Eyþór Árnason. Sýnt verður á hverjum sunnu- degi fram að áramótum a.m.k. og hefjast sýningarnar kl. 20.30. Magnús Ólafsson og Lilja Þórisdóttir í hlutverkum sínum í Grænu lyftunni. Djúpivogur: Mikill ferðamannastraumur DjúpavoKÍ, l6.Heptember. HÓTEL Framtíðin, Djúpavogi, lauk sumarstarfsemi sinni í gær, sunnudag 15. september. Hótelið hefur verið opið síðan 9. júní og hefur oftast verið margt um manninn þar í sumar þrátt fyrir fremur kalda tíð. Hefur margt ferðafólk lagt leið sína hingað. Þörfin fyrir góða þjónustu við gesti og gangandi fer stöðugt vaxandi. Auk hótelsins á Djúpavogi eru þrír bændur við Berufjörð með gistiað- stöðu fyrir ferðafólk. Þrátt fyrir fremur kalt og sólarlítið sumar eru bændur almennt vel birgir af góð- um heyjum. Þurrkdagar hafa þó verið fáir og strjálir og hafa bænd- ur lagt nótt við dag að bjarga heyjum í þau fáu skipti sem vel viðraði. Uppskera garðávaxta verður í meðallagi. Trillusjómenn hafa aflað þokka- lega, þegar gefið hefur á sjó, en gæftir hafa verið stopular. Ingimar. sinnum a arinu Vojfum, 20. september. BJÖRGUNARSVEIT varnarliðsins hefur verið kölluð út 16 sinnum á þessu ári og veitt ellefu manns aðstoð. í fjórum tilvikum af þessum ellefu var um viðurkennda björgun á mannslífí að ræða samkvæmt úrskurði lækna. Þetta þýðir í raun að þessir fjórir hefðu ekki lifað hefði björgunarsveitin ekki aðstoð við að hlúa að og flytja hinn slasaða á spítala. Hinir sjö hefðu lifað án aðstoðar björgunarsveitarinnar, en gera má ráð fyrir að í mörgum tilfell- um þegar aðstoð er veitt þá flýti hún fyrir bata og dragi úr afíeiðingum slyss vegna þess hve sjúklingur kemst snemma undir læknishendur. 16. júní: Þyrla í fylgd Herkúles- flugvélar sækir fernt slasað eftir bílslys í Svínadal í Dalasýslu. 2. aðstoð. 2. júlí: Herkúles-björgunarflugvél send áleiðis til Grænlands til að- stoðar lítilli flugvél, er átti í erfið- leikum. Litla vélin lenti heilu og höldu í Kulusuk. 3. júlí: Þyrla sækir sjómann, slas- aðan á höfði, af fiskibát og flytur til Reykjavíkur. 1. aðstoð. 6. júlí: Þyrla stödd á ísafirði send til Hrafnseyrar í Arnarfirði til að sækja sjúkling. Aðstoðar reyndist ekki þörf er komið var til Hrafns- eyrar. 21. ágúst: Þyrla sækir botnlanga- sjúkling í Landmannalaugar. 1. björgun. 25. ágúst: Þyrla sækir slasaða konu, er fallið hafði af hestbaki nærri Þingvöllum. 1. björgun. 26. ágúst: Þyrla í fylgd Herkúles- vélar sækir sjómann af togara um 75 sjómílur vestur af Garðskaga. Maðurinn þjáðist af nýrnastein- um. 1. aðstoð. 31. ágúst: Þyrla sótti sjúkling á Hvolsvöll. 1. aðstoð. 2. september: Þyrla sótti tvo menn, er slasast höfðu í bílslysi í Þjórsár- dal. 1. björgun. 1. aðstoð. Frá því björgunarsveit varnar- liðsins, Detachment 14 of the 67th. Aerospace Rescue and Recovery Squadron, kom til landsins í októ- ber 1971 hefur hún bjargað sam- tals 213 mannslífum í 278 björgun- arleiðangrum og veitt miklum fjölda aðstoð. Björgunarsveitin hefur þrjár þyrlur, en þær eru teknar til skoð- unar eftir hverja 200 flugtíma, en slík skoðun tekur þrjár vikur. Á undanförnum fjórum mánuðum hefur tekist að hafa allar þyrlurn- ar þrjár tilbúnar í 87% útkalla. Björgunarsveitin er skipuð samtals 50 manns. Það eru 10 flugmenn, 5 flugvélstjórar, 25 við- gerðamenn og 10 björgunarmenn. Þar að auki er tíu manna áhöfn á Herkúles-björgunarflugvél, sem er ávallt staðsett hér þyrlum sveitar- innar til aðstoðar. Skipt er um Herkúles-flugvél vikulega ásamt áhöfn, en þær koma hingað frá Englandi. Þyrlur sveitarinnar eru af Sikorsky HH3E gerð, en þær eru stundum kallaðar Jolly Green Giant. E.G. mw0- Hátt á annað þúsund manns sigldu um sundin á sportbátum Snarfara félaga. Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Tíu ára afmæli Snarfara SNARFARI, félag sportbátaeigenda, á um þessar mundir tíu ára afmæli og var það haldið hátíðlegt við Elliða- naust sl. laugardag. Gestum og gangandi var boðið í skemmtisigl- ingu um sundin á sportbátum sem félagsmenn í Snarfara létu í té. Sigldu þeir með hátt á annað þúsund manns, börn og fullorðna, að sögn Hilmars Þorbjörnssonar, gjaldkera félagsins. En Snarfarafélagar sýndu ekki aðeins listir sýnar á sportbátum heldur einnig á sjóskíðum, og var veður eins og best varð á kosið, að sögn Hilmars. Gestum var svo boðið til kaffisamsætis í félags- heimilinu við Ánanaust en af- mælisdagskránni lauk um kl. 18. Eftirfarandi er úttekt á útköll- um sveitarinnar á árinu: 8. janúar: Þyrla send til móts við F4E Phantom-þotu er átti í erfið- leikum. 6. mars: Þyrla send til móts við FlII-þotu er átti í erfiðleikum. 15. mars: Þyrla sækir brenndan mann til Stokksness. 1. aðstoð. 24. mars: Þyrla sækir botnlanga- sjúkling til Stokksness. 1. aðstoð. 29.—30. marz: Þyrla og Herkúles- björgunarflugvél flugu þrjár leit- arferðir yfir Vatnajökul, samtals yfir tuttugu klukkustundir í leit að manni er féll í sprungu. Björg- unarsveitir á jörðu fundu mann- inn. Menn úr björgunarsveit varn- arliðsins voru settir niður á jökul- inn og höfðust við á honum í sólar- hring. 15. apríl: Þyrla send til leitar að fólki á jeppaferðalagi norðan við Þingvelli. 19. maí: Þyrla í fylgd Herkúles- flugvélar sækir sovéskan sjómann af skipinu Ostyre um 250 sjómílur suðs-vestur af Reykjanesi. 1. björgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.