Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985
Dómur um fasteignaviðskipti í Kópavogi:
Dæmd til að endurgreiða
vísitöluhækkun lánsins
— sem fylgdi fbúðinni við söluna
REYKVÍSK hjón voru nýlega dæmd í Kópavogi til ad endurgreiða manni
nokkrum, er hafði keypt af þeim íbúð í Kópavogi, ofgreiddar vísitölubætur
á lán, sem hann yfirtók við íbúðarkaupin. Astæðan var sú, að í kaupsamn-
ingi hafði ekki verið tekið fram, að eftirstöðvar lánsins ættu eftir að hækka
jafnhliða hækkun vísitölu á húsnæðisstjórnarláninu. Um var að ræða rúmlega
22 þúsund krónur ásamt vöxtum frá því í júlí 1981.
Málavextir eru þeir, að í byrjun
maí keypti maður þessi, fyrir
milligöngu fasteignasölu í Kópa-
vogi, tveggja herbergja íbúð þar í
bæ fyrir sléttar 27 milljónir
gkróna. Tók hann jafnframt að sér
að borga eftirstöðvar veðdeildar-
láns, sem tilgreint var í kaupsamn-
ingi. Þegar hann fór að greiða af
láninu tók hann eftir að eftirstöðv-
ar þess voru um 40 þúsund krónum
hærri en tilgreint var í kaupsamn-
ingi. Mótmælti hann því við afsals-
gerðina en var réttarstaða sín ekki
ljós og hugðist því leita ráða hjá
sérfróðum mönnum. Seljendurnir
mótmæla því að hann hafi gert
athugasemdir við hærri upphæð-
ina við afsalsgerðina (og dómarinn
taldi það ekki sannað) en allir voru
sammála um, að við kaupin hafði
ekkert verið fjallað um hvort eftir-
stöðvar veðdeildarlánsins væru
með eða án vísitöluálags.
Kaupandinn kvaðst hafa gert
tilboð sitt í íbúðina með það í huga
að kaupa hana á 27 milljónir
gkróna en ekki nær 30 milljónir,
eins og kaupverðið væri ef hann
hefði átt að taka á sig hækkun
lánsins. Fasteignasalinn, sem
hafði milligöngu um kaupin,
kvaðst ekki muna hvort hann hefði
skýrt nægilega vel fyrir kaupand-
anum hver væri venja í þessum
viðskiptum.
Dómarinn komst að þeirri niður-
stöðu, að seljendur íbúðarinnar,
hafi ekki fært sönnur á að það
hafi verið viðtekin venja í fast-
eignaviðskiptum á þessum tíma
að kaupendur bæru einir áfallið
vísitöluálag veðdeildarlána þótt
einungis höfuðstóll án vísitölu-
álags væri tilgreindur í kaupsamn-
ingi. Ætti kaupandinn því rétt til
endurgreiðslu þeirrar upphæðar,
sem nam áföllnu vísitöluálagi á
kaupdegi með vöxtum, sem nánar
eru tilgreindir í dóminum. Máls-
kostnaður var látinn falla niður.
ólafur St. Sigurðsson héraðs-
dómari kvað upp dóminn. Lög-
maður kaupandans var Jón Odds-
son hrl. en lögmaður seljenda
Baldur Guðlaugsson hri.
Morgunbladid/E.G.
Scott B. Sines höfuðsmaður, flugmaður og upplýsingafulltrúi björgunarsveit-
arinnar, og yfírliðþjálfí Larry Herz og yfírmaður viðhaldsdeildar fyrir framan
eina þyrlu sveitarinnar sem er í skoðun eftir 200 fíugtíma.
Björgunarsveit varnarliðsins:
Kölluð út sextán
• r r •
Græna lyftan
aftur á Broadway
VETRARSTARF Revíuleikhússins
hefst á sunnudagskvöldið 29. þ.m.
með sýningu á „Grænu lyftunni"
eftir Avery Hopwood í veitingahús-
inu Broadway.
Veitingahúsið Broadway býður
upp á óvenjulegar aðstæður til
flutnings á gamanleikriti, þar sem
áhorfendur sitja við borð á meðan
á sýningunni stendur. f frétt frá
Revíuleikhúsinu segir að ekki séu
áhorfendur skyldugir til að borða,
en ef þeir óska geta þeir fengið sér
drykki, smárétti og aðrar veiting-
ar.
Þá segir að sérstaklega hafi
verið unnið að hljómburði í Broad-
way og ákveðinni tækni beitt svo
allir geti notið leiksýningarinnar.
o
INNLENT
Leikstjóri „Grænu lyftunnar" er
Þórir Steingrímsson, leikmynd
gerði Baldvin Björnsson, tónlist
er eftir Jón ólafsson og leikendur
eru Magnús Ólafsson, Lilja Þóris-
dóttir, Steinunn Jóhannesdóttir,
Bjarni Ingvarsson, Evert Ingólfs-
son, Elfa Gísladóttir og Eyþór
Árnason.
Sýnt verður á hverjum sunnu-
degi fram að áramótum a.m.k. og
hefjast sýningarnar kl. 20.30.
Magnús Ólafsson og Lilja Þórisdóttir í hlutverkum sínum í Grænu lyftunni.
Djúpivogur:
Mikill ferðamannastraumur
DjúpavoKÍ, l6.Heptember.
HÓTEL Framtíðin, Djúpavogi, lauk
sumarstarfsemi sinni í gær, sunnudag
15. september. Hótelið hefur verið
opið síðan 9. júní og hefur oftast verið
margt um manninn þar í sumar þrátt
fyrir fremur kalda tíð. Hefur margt
ferðafólk lagt leið sína hingað.
Þörfin fyrir góða þjónustu við gesti
og gangandi fer stöðugt vaxandi.
Auk hótelsins á Djúpavogi eru þrír
bændur við Berufjörð með gistiað-
stöðu fyrir ferðafólk. Þrátt fyrir
fremur kalt og sólarlítið sumar eru
bændur almennt vel birgir af góð-
um heyjum. Þurrkdagar hafa þó
verið fáir og strjálir og hafa bænd-
ur lagt nótt við dag að bjarga
heyjum í þau fáu skipti sem vel
viðraði.
Uppskera garðávaxta verður í
meðallagi.
Trillusjómenn hafa aflað þokka-
lega, þegar gefið hefur á sjó, en
gæftir hafa verið stopular. Ingimar.
sinnum a arinu
Vojfum, 20. september.
BJÖRGUNARSVEIT varnarliðsins hefur verið kölluð út 16 sinnum á þessu
ári og veitt ellefu manns aðstoð. í fjórum tilvikum af þessum ellefu var um
viðurkennda björgun á mannslífí að ræða samkvæmt úrskurði lækna. Þetta
þýðir í raun að þessir fjórir hefðu ekki lifað hefði björgunarsveitin ekki
aðstoð við að hlúa að og flytja hinn slasaða á spítala. Hinir sjö hefðu lifað
án aðstoðar björgunarsveitarinnar, en gera má ráð fyrir að í mörgum tilfell-
um þegar aðstoð er veitt þá flýti hún fyrir bata og dragi úr afíeiðingum
slyss vegna þess hve sjúklingur kemst snemma undir læknishendur.
16. júní: Þyrla í fylgd Herkúles-
flugvélar sækir fernt slasað eftir
bílslys í Svínadal í Dalasýslu. 2.
aðstoð.
2. júlí: Herkúles-björgunarflugvél
send áleiðis til Grænlands til að-
stoðar lítilli flugvél, er átti í erfið-
leikum. Litla vélin lenti heilu og
höldu í Kulusuk.
3. júlí: Þyrla sækir sjómann, slas-
aðan á höfði, af fiskibát og flytur
til Reykjavíkur. 1. aðstoð.
6. júlí: Þyrla stödd á ísafirði send
til Hrafnseyrar í Arnarfirði til að
sækja sjúkling. Aðstoðar reyndist
ekki þörf er komið var til Hrafns-
eyrar.
21. ágúst: Þyrla sækir botnlanga-
sjúkling í Landmannalaugar. 1.
björgun.
25. ágúst: Þyrla sækir slasaða
konu, er fallið hafði af hestbaki
nærri Þingvöllum. 1. björgun.
26. ágúst: Þyrla í fylgd Herkúles-
vélar sækir sjómann af togara um
75 sjómílur vestur af Garðskaga.
Maðurinn þjáðist af nýrnastein-
um. 1. aðstoð.
31. ágúst: Þyrla sótti sjúkling á
Hvolsvöll. 1. aðstoð.
2. september: Þyrla sótti tvo menn,
er slasast höfðu í bílslysi í Þjórsár-
dal. 1. björgun. 1. aðstoð.
Frá því björgunarsveit varnar-
liðsins, Detachment 14 of the 67th.
Aerospace Rescue and Recovery
Squadron, kom til landsins í októ-
ber 1971 hefur hún bjargað sam-
tals 213 mannslífum í 278 björgun-
arleiðangrum og veitt miklum
fjölda aðstoð.
Björgunarsveitin hefur þrjár
þyrlur, en þær eru teknar til skoð-
unar eftir hverja 200 flugtíma, en
slík skoðun tekur þrjár vikur. Á
undanförnum fjórum mánuðum
hefur tekist að hafa allar þyrlurn-
ar þrjár tilbúnar í 87% útkalla.
Björgunarsveitin er skipuð
samtals 50 manns. Það eru 10
flugmenn, 5 flugvélstjórar, 25 við-
gerðamenn og 10 björgunarmenn.
Þar að auki er tíu manna áhöfn á
Herkúles-björgunarflugvél, sem er
ávallt staðsett hér þyrlum sveitar-
innar til aðstoðar. Skipt er um
Herkúles-flugvél vikulega ásamt
áhöfn, en þær koma hingað frá
Englandi. Þyrlur sveitarinnar eru
af Sikorsky HH3E gerð, en þær
eru stundum kallaðar Jolly Green
Giant.
E.G.
mw0-
Hátt á annað þúsund manns sigldu um sundin á sportbátum Snarfara félaga. Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon
Tíu ára afmæli Snarfara
SNARFARI, félag sportbátaeigenda,
á um þessar mundir tíu ára afmæli
og var það haldið hátíðlegt við Elliða-
naust sl. laugardag. Gestum og
gangandi var boðið í skemmtisigl-
ingu um sundin á sportbátum sem
félagsmenn í Snarfara létu í té.
Sigldu þeir með hátt á annað þúsund
manns, börn og fullorðna, að sögn
Hilmars Þorbjörnssonar, gjaldkera
félagsins.
En Snarfarafélagar sýndu ekki
aðeins listir sýnar á sportbátum
heldur einnig á sjóskíðum, og var
veður eins og best varð á kosið,
að sögn Hilmars. Gestum var svo
boðið til kaffisamsætis í félags-
heimilinu við Ánanaust en af-
mælisdagskránni lauk um kl. 18.
Eftirfarandi er úttekt á útköll-
um sveitarinnar á árinu:
8. janúar: Þyrla send til móts við
F4E Phantom-þotu er átti í erfið-
leikum.
6. mars: Þyrla send til móts við
FlII-þotu er átti í erfiðleikum.
15. mars: Þyrla sækir brenndan
mann til Stokksness. 1. aðstoð.
24. mars: Þyrla sækir botnlanga-
sjúkling til Stokksness. 1. aðstoð.
29.—30. marz: Þyrla og Herkúles-
björgunarflugvél flugu þrjár leit-
arferðir yfir Vatnajökul, samtals
yfir tuttugu klukkustundir í leit
að manni er féll í sprungu. Björg-
unarsveitir á jörðu fundu mann-
inn. Menn úr björgunarsveit varn-
arliðsins voru settir niður á jökul-
inn og höfðust við á honum í sólar-
hring.
15. apríl: Þyrla send til leitar að
fólki á jeppaferðalagi norðan við
Þingvelli.
19. maí: Þyrla í fylgd Herkúles-
flugvélar sækir sovéskan sjómann
af skipinu Ostyre um 250 sjómílur
suðs-vestur af Reykjanesi. 1.
björgun.