Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985
59
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
tnrai’úirj'il If
Þessir hringdu ..
Það hefði ekki
þurft að beina
umferðinni út
í móa við
Fossvogskapellu
Gísli Jónsson hringdi og hafði
eftirfarandi að segja:
Það var verið að minnast á
vegakaflann fyrir ofan kapell-
una í Fossvogi i þessum dálkum.
Ég er búinn að velta þessu fyrir
mér hvernig standi á því að bíl-
arnir eru ekki látnir fara þá leið
sem þeir komust áður en Bú-
staðaveginum var lokað frá Suð-
urhlíð og að brúnni sem verið er
að byggja. Öll umferð sem fór
um Oskjuhlíðina og niður Foss-
voginn komst um Bústaðaveginn
og niður Suðurhlíðina. Sú leið er
ennþá opin og hvers vegna í
ósköpunum er umferðinni því
ekki beint um þá götu?
Það er kannski ekki ástæða til
að vera að nefna eitt né neitt í
vegamálum hér á íslandi því þau
eru í svo miklum ólestri að það
tekur því ekki að minnast á
svona smotterí. Nú er að vísu bú-
ið að gera við þennan kafla en
það hefði ekki verið nokkur
ástæða til að gera við hann en
beina umferðinni þess í stað um
Bústaðaveginn og Suðurhlíðina
eins og gert er ráð fyrir að hægt
sé að fara.
Arnór Hannibalsson, lektor við
Háskóla íslands.
Arnór er m.a. menntaður í
Rússlandi og Póllandi og er því
margkunnugur margfeldni
kommúnista í friðarmálum.
Þakka ég Arnóri fróðleg skrif
hans um þessi mál og hvet alla
til að kynna sér fagleg skrif.
Lýsingarorðin
minntu á of-
sóknirnar á
hendur gyð-
ingunum
Kona úr Vesturbænum hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
Það kom alveg flatt upp á mig
að lesa Velvakanda um daginn
en þar var verið að fjalla um
hermenn í veitingahúsinu Holly-
wood. Þetta minnti mig svo mik-
ið á alla umfjöllun um kynþátta-
hatur.
Eitt sinn þekkti ég þýska konu
sem var gyðingur og hafði flúið
frá Þýskalandi skömmu fyrir
gyðingaofsóknirnar þar á fjórða
áratugnum. Ég spurði hana að
því hvernig þessar ofsóknir
hefðu byrjað þarna því mér var
alveg óskiljanlegt hvernig svona
hatur gat grafið um sig.
Hún sagði að hún myndi eftir
því sem ung kona í Þýskalandi
að þetta hatur hefði fyrst komið
fram í rituðu máli. Þá var þeim
lýst með mjög svipuðum orðum
og komu fram í greininni í Vel-
vakanda, en þar var minnst á
slefandi og snuðrandi hermenn
og búllur þeirra.
Ég er bara að segja að þessi
lýsingarorð minntu mig á þessa
sögu þýsku konunnar sem orðið
hafði að flýja sitt eigið föður-
land vegna ofsókna.
Mig langar að spyrja að því
hvort nokkuð gott geti hlotist af
skrifum sem þessum, leiðir þetta
ekki bara til haturs?
Arnóri Hanni-
balssyni þökkuð
fróðleg skrif
Athugull hringdi o^ hafði eftir-
farandi að segja:
Margt hefur verið rætt og rit-
að um friðarmál, og í því sam-
bandi um sambúð austurs og
vesturs. Friðarhópar hafa orðið
til og flestir fordæmt vígbúnað-
arkapphlaup stórveldanna.
Áberandi er í þessu sambandi
að miklu fleiri átelja vígbúnað-
aruppbyggingu vesturveldanna,
NATO, en þeirra austanmanna.
Sjaldan heyrast raddir um inn-
rás Rússa í Afganistan og fram-
komu þeirra þar í landi. Farið er
með fólskulegum aðferðum, svo
sem sprengjum, gegn óbreyttum
borgurum, án þess að orð heyrist
í friðarhópunum.
María Þorsteinsdóttir, sem
forystu hafði í mótmælum gegn
Bandaríkjunum þegar styrjöldin
í Víetnam stóð yfir, lætur ekki á
sér kræla nú.
Margir aðrir frammámenn
friðarmála eru einngi einkenni-
lega þegjandi um þessa viðbjóðs-
legu styrjöld.
Einn er þó sá maður sem mjög
hefur ritað um þessi mál af
miklum skilningi og kunnáttu,
Arnór Hannibalsson
Bréfritarí segir Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið vinna gegn yfirlýstri stefnu sinni.
Hugmyndaflækja A-flokkanna
Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif-
ar:
Nú er komin upp einkennileg
hugmyndflækja hjá Alþýðu-
flokknum og Álþýðubandalaginu.
Nú hamast þeir með offorsi og
fúkyrðum gegn fjármálaráðherra,
Albert Guðmyndssyni, vegna sölu
hlutabréfa ríkissjóðs í Flugleiðum
samt er Albert nú að framkvæma
áður yfirlýsta stefnu þessara
flokka um almenningshlutafélög
eða eignarrétt starfsmanna í
fyrirtækjum, með því að gefa
starfsfólki Flugleiða kost á for-
kaupsrétti í félaginu, í stað þess
að selja einstaklingi svo stóran
hlut í félaginu.
Hvað vilja þessir menn, þvæla
og þrasa gegn yfirlýstri stefnu
sinni og margumtöluðum vilja?
Áttið þið ykkur á þessu,
flokksmenn og aðrir?
Betrí leióir
bjöðast
Gerbreytta
efnahagsstefni
Módelsamtökin
Bolholti 6.
Sími687480
Stuttsnyrtinámskeiö
hefstínæstuviku.
Leiðbeint meö
persónulega
ráögjöfíhand-
snyrtingu,
húöhreins-
un.föröun
og litavali.
Þeirsemeru
á biölista hafi
samband semfyrst.
Saumaklúbbar
B og starfsmannahópar
velkomnir.
Góð
þjónusta
kaffiá
könnunni
Innritun í
síma 36141
Verö 1200.-
Microline 182/192/193
Ný kynslóð
tölvuprentara!
/
Kostimir eru ótviræöir:
S Þriðjungi minni og helmingi léttari en áöur.
• Miklu hljóölátari en áöur.
• Fullkomlega aðhæfðir IBM PC og sambæri-
legum tölvum.
9 Ttengjast öllum tölvum.
• Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og
gæðaletur.
9 Notandi getur sjálfur hannað eigin leturgerðir.
9 Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta.
• Til á lager.
Nýjungarnar koma alltaf fyrst frá MICROLINE.
Það er því engin furða að
MICROLINE eru mest
seldu töivuprentarar á íslandi.
ÍMÍKRCn
Skeifunni 11 Sími 685610
IM uc|O|St6uisA|0n«