Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985
Sprenging hjá British Airways í Róm:
Sá seki hefur
þegarjátað
Kóm, 25. september. AF.
ÖFLUG sprengja sprakk í íþrótta-
tösku inni á skrifstofu flugfélagsins
British Airways í Rómaborg í morg-
un. 14 manns særðust í sprenging-
unni, fjórir alvarlega. Yfirvöld segja
að Palestínuarabi, sem náðist á
flótta eftir sprengjutilræðið, hafi ját-
að á sig verknaðinn.
Domenico Sica, dómari, sagði að
maðurinn hefði gefið upp nafnið
Hasan Aatab, hann hefði fæðst í
Shattila-flóttamannabúðunum í
Beirút fyrir sextán árum. Aatab
sagði að hann hefði notið hjálpar
annars manns við tilræðið.
Maður klæddur rauðri skyrtu
sást á hlaupum, en hann hefur
ekki verið handsamaður.
Sjónarvottar greindu frá því að
maður með austurlenskt yfirbragð
hefði varpað sprengiefninu inn í
skrifstofuna.
Sprengjusérfræðingar lögregl-
unnar telja að um tímasprengju
geti hafa verið að ræða og segja að
um tvö kílógrömm af sprengiefn-
inu TNT hafi verið notað.
Skip tók í
tvennt við
árekstur
Istanhúl, 25. september. AP.
SOVÉSKT herflutningaskip sigldi á
tyrkneskt herskip í mikilli þoku á
Marmarahafí í gær og tók tyrkneska
skipið í tvennt, ef ekki þrennt, að
því er tyrkneskar fréttastofur
greindu frá.
Fréttir eru óljósar af atburðin-
um, en ýmist er sagt að fjögurra
skipverja sé saknað eða öllum hafi
verið bjargað heilum á húfi. Talið
er að um slys hafi verið að ræða.
Indland:
40 drukknuðu
þegar ferju-
báti hvolfdi
Nýju Delhí, Indlandi, 25. september. AP.
40 MANNS drukknuðu í gær, þegar
ferjubáti hvolfdi á Kalasingh-ánni í
Rajasthan-ríki á Vestur-Indlandi,
u.þ.b. 500 km suðvestur af Nýju
Delhí, en áin var í miklum vexti
vegna votviðra og flæddi yfír bakka
sína.
Um 70 manns, þ.á m. konur og
börn, voru um borð í bátnum,
þegar honum hvolfdi á ólgandi
ánni, að sögn indversku fréttastof-
unnar UNI.
Þetta er önnur sprengjan sem
springur í Via Veneta-hverfinu í
Róm á tíu dögum. Sprengju var
hent í útikaffihúsið Café de Paris
16. september og særðust 39
manns.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð
sinni á verknaðinum.
Þannig var umhorfs fyrir utan 41
skrifstofu British Airways í Róm eft-
ir sprenginguna í dag. ,
VIÐ ERUM ENNÞÁ AÐ /
V
v 10% TÆKIFÆRISAFSLÁTTUR
Til þess að koma öllum nýju húsgögnunum okkar með 10% kynningarafslætti í eina viku.
a almennilega fyrir, höfum við stækkað Habitat- Þaö eru allir velkomnir — líka þeir sem nota .
* verslunina verulega. í tilefni stækkunarinnar bjóð- kreditkort. V V
um við öll bólstruð húsgögn og húsgögn úr tré \
habitat
.Verslun — póstverslun, Laugavegi 13, sími 25808.
Haustfagnaður að Hótel Loftleiðum laugardaginn
5. október n.k. kl. 20.00. Martin Berkovski leikur einleik
á píanó. Stuðlatríó leikurfyrir dansi. Sérstakur matseðill
kvöldsins. Sendiherra Bandaríkjanna og frú Ruwe taka
á móti Haustfagnaðargestum kl. 18 til 19.30. Miðasala
að Hótel Loftleiðum föstudaginn 4/10 kl. 16 - 18.30 og
laugardaginn 5/10 kl. 13 - 14.30.
HAUSTMGNADUR
Skemmtinefnd.
Íslenzk-Ámeríska félagið