Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1986
43
Ég sem þetta rita finn hjá mér
hvöt til að létta á mér, vegna þess
að ég hefi ekki aðeins misst hér
einhvern „standard" kunningja,
nei, það er raunverulegur vinur,
sem hér hverfur mér og ég sakna
hans sárt, við vorum búnir að
þekkjast um fimmtán ára bil og
varð sú vinátta mér aldeilis nota-
drjúg.
Þorleifur hvorki fór hratt né
sagði margt, hans lundarfar var
ekki þann veg háttað, en það sem
sagt var og gjört það voru sem
lög, hann var sem klettur. Félags-
vera var Þorleifur, hann hafði lært
húsasmíði og hafði meistarabréf í
þeirri iðn, var um skeið í stjórn
Trésmíðafélags Reykjavíkur og
átti þátt í stofnun lífeyrissjóðs
félagsins, einnig var hann um ára-
bil mjög virkur í skátahreyfing-
unni, svo í Oddfellow-reglunni, þar
sem ég kynntist honum. í öllum
þessum félögum voru honum falin
margskonar trúnaðarstörf, er voru
leyst þannig af hendi að af bar.
Síðustu 18—20 árin starfaði
Þorleifur hjá Olíufélaginu Skelj-
ungi. Var hann vara stöðvarstjóri
við olíustöðina í Skerjafirði. Hér
hefir nú aðeins verið stiklað á
stóru, margt ótalið.
Til marks um skyldurækni í starfi
má vel geta þess að í vinnuna fór
hann morguninn áður en hann lést,
en kom heim um hádegið og var
fluttur á spítalann og var allur
næsta morgun, hverjum hefði
dottið í hug að endalokin væru
svona skammt undan? Sjúkdóms
þess er til loka leiddi hafði Þorleif-
ur kennt um tveggja ára skeið.
Nú kveð ég ljúfan vin og bróður.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Maríu, eiginkonunni, dætrum,
barnabörnum, tengdasyni, tengda-
fólki, bróður og ekki síst öldruðum
tengdaföður, sendi ég mínar hjart-
anlegustu samúðarkveðjur í ykkar
miklu sorg.
Kveðja frá gömlum skátum
Æðaslög tímans færa okkur
ávallt hið óvænta á borð tilfinning-
anna í okkar mannlega lífi. Nú
síðast það, að ljúflingurinn Þor-
leifur Sigurðsson er farinn heim
án fyrirvara, eða eins og lauf sem
ennþá heldur grósku sinni, en fell-
ur samttil jarðar.
Það verður að segjast eins og
er, að við vorum ekki við því búin
að það gerðist þannig, þótt okkur
sé ætlað það hlutverk, að vera
ávallt viðbúin, eins og þroskuðum
eða fullmótuðum skátum sæmir.
Við höfðum einfaldlega hugsað
okkur gang þeirra mála á allt
annan veg en þann, að Leifi hlyti
svo ótímabæra brottför frá starfi
og leik, sem nú hefir orðið. Sjálf-
sagt er það eigingirni og sjálfs-
elska að álykta þannig, en hann
hafði unnið sér þann sess meðal
skátanna, í röðum þeirra, að það
var enginn viðbúin því að sjá af
honum á þessari stundu. Ef við
viðurkenndum eitthvað annað, þá
væri það ekki með öllu rétt eða
satt.
Það var fyrir 40 árum, eða nánar
tiltekið 22. febrúar 1945, sem
stofnaður var ósköp venjulegur
skátaflokkur í skátafélagi Reykja-
víkur, sem ekki er í frásögur fær-
andi, þvi að skátaflokkar voru þá
margir stofnaðir vítt og breitt um
landið á þeim árum og alla tíð frá
1912 fram á þennan dag. En þessi
flokkur hlaut nafnið Labbakútar
og var Leifi einn af stofnendum
hans. Þetta voru allt röskir og
glaðværir sveinar á þeim árum,
sem mikið fór fyrir í skátalífinu
og létu þar talsvert til sín taka,
eins og vænta mátti af ungum og
hraustum drengjum. Ýmsir aðrir
voru ef til vill meira áhorfendur
og reyndu að stríða þeim. Að þeir
væru nú bara Labbakútar. Mis-
lukkaðir gárungar og seinir til
andlegs þroska. — Það var þeim
létt að yfirstíga slíka ertni. Líkt
og gæsinni, þegar dreift er vatni
á hana. Hún vöknar ekki við það.
En allt á sína stund. — Að því
kom að athygli þessara drengja
beindist mjög að Kvenskátafélagi
Reykjavíkur með þeim afleiðing-
um, að þeir af bíræfni sinni fóru
að hnupla einni og einni þaðan, sér
til handa — nema Leifi. Hann var
jafnan íhugull og taldi sig vita af
ennþá betri stað, sem hann sagði
engum frá, svo að hinir og þessir
„Labbakútar" næðu ekki að spilla
neinu. — Síðar kom í ljós, að
Heiðabúar í Keflavík, sem lumuðu
á mörgum kvenkostinum, áttu
eintak sem honum geðjaðist að. —
En það sem gert hefir þennan
skátaflokk öðruvísi en hina, er
langlífi hans. Hann er ennþá á lífi
við góðan orðstír, með fullri tölu,
þar til nú að Leifi fór heim. —
Samheldni þessara drengja, ein-
lægni þeirra til starfsins og til
hvers annars sýnir okkur meiri
fegurð, meiri staðfestu en við eig-
um að venjast í mannlífinu. 1
meira en 40 ár hafa þeir haldið
uppi þeim sama anda, því sama
bræðralagi, sem þeir á unglings-
árum voru vígðir til, ýmist sem
einstaklingar eða sem lítið sam-
félag hin síðari árin. — Skáta-
stúlkurnar, sem heilluðu þá forð-
um hafa lagt þeim ómældan skerf
til þess.
María Eyjólfsdóttir, skátastúlk-
an úr Keflavík, sem Leifi giftist,
féll mjög vel inní þá sviðsmynd
sem þarna mótaðist í gegnum árin.
Hún er mikilhæf kona, sem af
umhyggju og árvekni hefir að
sínum hluta búið fjölskyldu sinni
fagurt heimili af hlýju og reisn.
Hjúskapur þeirra Leifa var mjög
traustur. Þau eignuðust þrjár
dætur, sem auðsjáanlega koma
með mikið manngildi úr foreldra-
húsum. Síðan koma að sjálfsögðu
barnabörnin, sem ennþá eru ómót-
uð. Þannig heldur þetta áfram,
einsog hjá okkur öllum hinum. —
Tegundinni er vel við haldið.
Leifi var góður starfsmaður,
hvar sem hann lagði hönd að.
Seintekinn, en traustur félagi og
vinur, þar sem athafnir komu
frekar í stað orða. Hann gekk
hægt um gleðinnar dyr, en stóð
þar engan veginn utangátta. Hann
var fundvís á kjarna hverrar sálar,
sem hann gaf sig að, en sagði fátt
um. Hann var hljóður, en hugsaði
sitt og var ótrúlega oft þar nær-
staddur, sem þörf var fyrir hlýtt
handtak, án þess að aðrir veittu
þeirri þörf athygli. Honum var
gjarnt að láta slíkt handtak í té,
án þess að hafa orð um. Vegna
íhygli sinnar og gaumgæfni var
hánn traustvekjandi maður, sem
gaspraði minna en við sum hin og
framkvæmdi meira. Hann var að
okkar mati sannur drengskapar-
maður, sem ræktaði með sér með-
fæddar dyggðir, sjálfum sér til
sóma og okkur hinum til eftir-
breytni. Honum lét vel stjórnsemi
og manngæska. Þess vegna hörm-
um við ótímabæran dauða hans. —
Við ætlum okkur þó ekki slíka
oflátunga, að við séum dómbær um
það, hvar og hvenær sé tímabært
að dauðinn höggvi blað af grein í
mannlífinu, né með hvaða hætti.
En okkur finnst þetta, þótt við
vitum betur. Það er ef til vill svip-
að og að sjá ekki trén fyrir skógin-
um.
Þetta ótímabæra erindi dauðans
við mannlífið, eins og við orðum
það, er engin nútíma hjartverkur,
eða höfuðpína lítillar sálar. Slíkt
hefir fylgt mannkyninu frá upp-
hafi, eins og skugginn ljósinu og
nóttin deginum. — Það vitum við.
— Við vitum líka, að hér í okkar
tilfelli er það aðeins enn ein ábend-
ingin um það, hve litlu við fáum
ráðið. Hve fjarri við erum því, að
geta ráðstafað þó ekki sé nema
einni dagstund af eilífðinni, svo
að óbrigðult sé. Við horfumst stöð-
ugt í augu við það, að sífellt er
verið að grípa fram í fyrir okkur
og gera allt að engu, þegar við
höfum uppi áform um það að
hagræða æðaslætti þess tíma, þess
lífs, sem við teljum okkur eiga og
hafa ráðstöfunarrétt á, jafnvel
þótt dauðinn sé víðsfjarri. — Við
köllum það örlög. Jafnvel grimm
örlög, þegar svo vill til, að okkur
finnst áform okkar og tilvera fara
úrskeiðis. — Það er þá, sem fleyg-
um vonum okkar og vængjuðum
þrám okkar daprast flugið uns þær
falla brostnar að altari vonleysis-„
ins. Þá er það okkar eina athvarf
að ný von verði til, að nýjar þrár
fái vængi.
En það er þetta, einmitt þetta
sem skeður, eða gerist svo oft,
þegar dauðinn á erindi í nálægð
okkar og heggur óbliknað laufið
af eikinni hér og þar, sem við öll
erum greinar á. — Okkur hættir
þá til þess að verða döpur og harm-
þrungin, jafnvel bitur og neitum
að viðurkenna þann guðdóm, það*.
stjórnarfar, sem þannig ræður
málum.
Við lærum líklega seint á nábýl-**.
ið við dauðann. Ef okkur tækist
það, myndum við ekki mikla hann
svo mikið fyrir okkur sem þann
vágest, sem allt brýtur niður, ef
við skildum þýðingu hans og til-
gang. Þá gætum við jafnvel glaðst
í stað þess að hryggjast, þegar
vinurinn stendur á tindi ævi
sinnar á lokadægri. Þá myndum
við líta á slík vistaskipti sem stöðu-
hækkun hjá guðdóminum, sem
bæri að fagna, þegar nákominn
ættingi eða vinur ætti f hlut. Það
væri meira í samræmi við þá trú,
sem viðjátum.
En það er ekki á okkar valdi að
frelsa heiminn.
Hvað sem öllu þessu líður e<£,
Leifi farinn heim. Fagrar minn-
ingar prýða spor hans. Hafi hann
heila þökk fyrir samfylgdina í
starfi og leik. Við komum svo fyrr
eða síðar. Þá verður vel þegið hlýtt
handtak hans sem fyrr. Við reyn-
um að launa honum fagurt mannlíf
hans með því að biðja honum far-
arheilla á nýrri vegferð. Það er ,
komið að kveðjustund og við kveðj-
um hann að skáta sið, minnug
þess að: „það er heilög stund þá
góðir vinir kveðjast." ^
Skarphéðinn Ossurarson "
ÞAÐ
FJÖLSKYLDUNNI
plötut*stingin
Nýjustu afkvæmin:
4
Naglatappi m/skrúfuhaus sem hægt er að losa
aftur. Lengdir: 25mm.- 160 mm.
Mono-Max: örugg festing fyrir gljúp efni.
Sænskó fyrirtækið Thorsmans hefur í áraraðir sórhæft sig í framleiðslu á vörum til festingar. Þurfi að festa þilplötur,
eldhússkápa eða dýrindis listaverk þá er óhætt að treysta Thorsmans fyrir öruggri festingu.
Thorsmans fæst f flestum byggingavöruverslunum.
.JTRONNING asaa